Morgunblaðið - 11.11.2001, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 25
bíó
Þ
AÐ sló í brýnu með vinunum
Wayne Wang og Paul Austin
er þeir unnu saman handrit-
ið að þessari hugdjörfu kvik-
mynd um ástir og þrár á tímum
Netsins. Rithöfundurinn kunni hafði
tekið að sér, ásamt konu sinni Siri
Hustvedt, að vinna handrit upp úr
sögu vinar síns Hong Kong-búans
um nýríkan og kornungan tölvusnill-
ing sem í sinni netbrenglun telur sig
geta keypt sér ástir ungrar fatafellu
er hann býður henni gull og græna
skóga fyrir að eyða helginni með sér
á hótelherbergi í sjálfri blekkingar-
borginni í miðri Nevada-eyðimörk-
inni. Vinirnir, sem höfðu unnið svo
náið saman að spunatvennunni
Smoke og Blue in the Face, gátu ekki
stillt saman strengi sína í þetta skipt-
ið og sinnaðist um hversu langt
skyldi ganga í kynlífslýsingum,
hversu náin kynni tölvunördsins og
fatafellunnar áttu að vera. Á endan-
um var fallist á að eigna ímynduðum
höfundi heiðurinn af handritinu, Ell-
en Benjamin Wong, en nafnið er
samsuða úr millinöfnum þremenn-
inganna. Ríkulegt innlegg kom síðan
frá listakonunni Miröndu July, sem
getið hefur sér orð fyrir ögrandi
margmiðlunargjörninga sína. Vegna
samstarfsslitanna við Austen og frú
segist Wang einn bera ábyrgð á út-
komunni því handritið hafi breyst
mjög á tökustigi, auk þess sem ríku-
legur hluti samtalanna var spunninn
af leikurum undir handleiðslu sinni.
Wang segist lengi hafa fundið fyrir
þörf til þess að gera kvikmynd um
kynlíf, allt síðan hann steig sín fyrstu
spor sem kvikmyndagerðarmaður í
Hong Kong. „Þá var leiðin greið fyrir
unga og athyglisverða kvikmynda-
gerðarmenn inn í heim léttblárra
mynda. Mér leist mætavel á að
spreyta mig á því sviðinu enda gat
maður, eins ótrúlega og það kann að
hljóma, fengið útrás fyrir listræna
sköpunarþörf við gerð slíkra mynda.
Mér bauðst hinsvegar betra tæki-
færi og ekkert varð úr að ég gerði
léttbláa mynd. Síðan hef ég oft hugs-
að til baka og velt fyrir mér hvernig
myndir ég hefði gert,“ segir Wang.
„Svo hefur grái fiðringurinn örugg-
lega endurvakið þessa gömlu löng-
un,“ bætir hann við í léttu gríni.
„Ef lífið er brauð þá er kynlífið
gerið,“ heldur hann áfram við að
skýra út áhuga sinn á kynlífi. „Það
snertir allar hliðar lífsins, sem list-
form, leikur, lífsstíll, spegill ástar-
innar, frumhvöt. Rígbundið ást, pen-
ingum og valdi. Til að skilja hlutina
þurfum við kvikmyndagerðarmenn
stundum að horfast í augu við
myrkrahliðar þess og það er ég sum-
partinn að gera í þessari mynd,
kanna myrkrahliðar kynlífsins.“
Molly Parker (Sunshine, Wonder-
land) og Peter Sarsgaard (Boys
Don’t Cry, Dead Man Walking) eru
fatafellan og tölvusnillingurinn. Erf-
ið hlutverk með afbrigðum því þau
þurfa ekki einasta að bera sig heldur
taka sjálf þátt í einhverjum bersýni-
legustu kynlífstilburðum sem sést
hafa á hvíta tjaldinu. „Við áttum satt
að segja ekki von á því að eiga svona
auðvelt með að finna leikara sem
legðu í þessi hlutverk, enda máluðum
við eins dökka mynd og við gátum og
sögðum hreint út að þau myndu
jaðra við að geta talist klám. Molly
og Peter eru vissulega leikarar sem
hafa sjálfstraustið í lagi, öðruvísi
hefðu þau ekki getað leyst þetta erf-
iða verkefni. Reyndar held ég að þau
hafi engan veginn gert sér grein fyrir
hversu ágeng myndavélin var þegar
þau léku kynlífsatriði sín. Það fékk
því svolítið á þau að sjá útkomuna í
fyrsta sinn.“
The Center of the World
er, líkt og æ fleiri myndir
nú orðið, tekin á stafræna
tökuvél. Ástæðuna fyrir
því segir Wang hvorki vera
af hagkvæmum né tísku-
tengdum toga heldur hafi
hann viljað láta hana virka
eins raunsanna og mögulegt væri, af-
dráttarlausa, þannig að áhorfandinn
hefði á tilfinningunni að hann lægi á
gægjum. „Af prufusýningum að
dæma virðist það dæmi hafa gengið
upp því áhorfendur létu tökustílinn
rugla sig sérstaklega mikið. Mér
finnst sú tilhugsun girnileg, að áhorf-
endum líði eins og þeir séu að gera
eitthvað sem þeir mega ekki. Það var
alls ekki meiningin að vera með ein-
hverja stæla heldur reyna fremur að
nýta kosti grófrar handheldinnar
kvikmyndatökuvélar með ófullkomn-
um myndgæðum og undirstrika
þannig ringulreiðina sem grípur um
sig er samband aðalpersónanna
verður nánara en þau fá ráðið við.“
Það eru hartnær tvö ár síðan
Wang fékk hugmyndina að mynd-
inni. Þá var hann staddur í San
Francisco og varð þá fyrst áþreifan-
lega var við þessa nýju kynslóð net-
ríkra ungra manna sem áttu sér lítið
sem ekkert líf utan vefjarins. Hann
komst að því að margir þessara
manna voru fastagestir á fínni fata-
fellubúllum borgarinnar, þar sem
þeir eyddu hjólbörufylli af peningum
á hverju kvöldi í rándýrt áfengi og
einu blíðuna sem þeir gáfu sér tíma
fyrir. „Ég fór þá að velta fyrir mér
hvernig líðan þessara manna væri,
hvernig sálartetrið höndlaði þetta
kalda og tilfinningalausa sýndarlíf.
Þá varð til ungi óharðnaði maðurinn í
myndinni sem þekkir ekki aðra ást
en þá sem fæst keypt í áskrift á Net-
inu.“
Myndin einblínir þó ekki alfarið á
lífleysi hans heldur veltir einnig upp
spurningum um hvað stúlkan fær
eiginlega út úr sínu lífi, hvort hún
sjálf sé ekki dauð inni í sér, búin að
lama getuna til að elska aðra mann-
veru. Það sem sameinar þau er þetta
tilfinningalega svelti og þörfin fyrir
sanna og einlæga snertingu.
„Þótt bölmóður hvíli yfir lyktum
myndarinnar, hafa þau bæði lært
heilmikið um sig sjálf og hugsanlega
áttað sig á þeim vanda sem þau eiga
við að etja. Það er vonarneisti mynd-
arinnar.“
„Ef lífið er brauð þá
er kynlíf gerið,“
segir kvikmynda-
gerðarmaðurinn og
heimspekingurinn
Wayne Wang.
Nýjasta mynd Hong Kong-búans Wayne Wang, The
Center of the World, hefur vakið gífurlegt umtal hvar-
vetna sem hún hefur verið tekin til sýninga fyrir djarfar
og hispurslausar kynlífslýsingar. Skarphéðinn Guð-
mundsson hlýddi á leikstjórann standa fyrir máli sínu.
skarpi@mbl.is
Veldi stafrænu tilfinninganna
Það fékk svo-
lítið á aðalleik-
arana að sjá
sig í myndinni
fullkláraðri.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins