Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 27
um eða hlægja af óöruggi í garð
viðfangsefnisins.“
Solondz segist hafa velt þessu
mikið fyrir sér vegna þess að hann
hafi svo oft verið spurður að því
hvort hann sé að reyna að kalla
fram hlátur á óþægilegum augna-
blikum af einskærum kvikindis-
skap. Hann segist eiga erfitt með
að svara slíkum spurningum því í
tilfellum sumra áhorfenda sé það
raunin, en ekki annarra. „Ég veit
ekki ennþá hvernig ég á að bregð-
ast við fólki sem segir mér að það
hafi hlegið að atriðinu í Happiness
þegar maðurinn nauðgaði unga
stráknum. Þetta fólk misskildi að
sjálfsögðu hvert ég var að fara en
ég dæmi það samt ekki of hart því
það er aldrei að vita hver undirrót
hlátursins var í raun. Auðvitað er
ég alltaf að taka þessa áhættu með
efnistökum mínum; að fólk viti
ekki hvar það hefur söguna og til-
ganginn. Ég veit svo sem ekki
hvað ég get gert í því. Fólk túlkar
hluti á ólíka vegu. Einhverjir skilja
hvert ég er að fara, öðrum býður
við því og enn aðrir kunna að fá
eitthvað kynferðislegt út úr því.
Ég hef mína sýn og samviskan er
hrein.“
Aðspurður segist hann hafa litl-
ar áhyggjur af því að brandarar í
svo alvarlegum dramatískum
myndum, skemmtanagildið sem
þær búa yfir, skaði áhrifamáttinn.
„Þetta eru náttúrlega ekkert ann-
að en gamanmyndir þótt ég leyfi
mér aldrei að nota það orð til að
lýsa þeim. Ég veit að margir
myndu taka það mjög óstinnt upp
sökum þeirra hörmulegu atburða
sem einnig er að finna í mynd-
unum. Fyrir mér eru þetta samt
gamanmyndir.“
Vald heimildarmyndagerðarmanna
Solondz veltir sér mjög upp úr
stöðu heimildarmyndarinnar í
Storytelling og virðist hafa miklar
áhyggjur af því valdi sem heimild-
armyndargerðarmaðurinn hefur
yfir viðfangsefni sínu. „Heimild-
armyndagerðarmaður hefur viðlíka
vald og blaðamenn að því leyti að
hann hefur fullt vald til að velja
heimildir út frá fyrirfram gefnum
forsendum. Slík vinnubrögð eru
ætíð gildishlaðin og geta svo auð-
veldlega haft misbeitingu í för með
sér. Fyrir mér er þetta alltaf
ákveðinn galli við heimildarmynd-
ir. Seinni hluti myndarinnar tekur
á þessu síðasta atriði í formi hins
misheppnaða Tobys sem finnur
annars glötuðu lífi sínu gildi á ný
með því að misnota líf annarra sér
til framdráttar. Síðan vaknar aftur
spurningin hver er að færa sér
hvern í nyt, heimildarmyndargerð-
armaðurinn eða áhorfandinn.“
Lífið er ekki sanngjarnt
Oft hafa myndir Solondz verið
túlkaðar á þann veg að þær fjalli
um baráttuna milli yfirgangs-
seggja og fórnarlamba þeirra sem
gjarnan ljúki með því að hinir
fyrrnefndu hljóti makleg mála-
gjöld. Solondz segist þó aldrei hafa
litið á sögur sínar frá þessari hlið.
„Ég get ekki einu sinni tekið undir
þær tilgátur að réttlætið sigri allt-
af að lokum,“ segir hann. „Þvert á
móti er ég sammála því sem fjöl-
skyldufaðirinn staðfasti, leikinn af
John Goodman, segir við son sinn:
„Lífið er ekki sanngjarnt!“
Ég hef áhuga á sambandi kúg-
arans og fórnarlambs hans en vil
síður taka afstöðu til þess. Ég er
lítið fyrir það að taka afstöðu yfir
höfuð.“
Solondz verður svolítið hvumsa
þegar því er fleygt að hvöt hans sé
drifin áfram af hatri, að hann kjósi
fremur að fá hvöt sinni fullnægt
með kvikmyndagerð en að skjóta
gesti og gangandi af handahófi.
„Ég hef heyrt slíkar getgátur áð-
ur,“ segir hann augljóslega nokkuð
særður, „og þykir þær vægast sagt
harkalegar í minn garð. Ég tel það
líka hæpið að hatrið drífi mig
áfram. Í það minnsta kann ég vel
við persónur mínar og sækist eftir
nærveru þeirra. Ég á erfitt með að
gera mér grein fyrir hvað drífur
mig áfram og satt að segja velti
því lítið fyrir mér. Það myndi bara
þvælast fyrir rökhugsun minni.“
Sáttur við sitt
Storytelling er mun persónlegri
mynd að mati Solondz en fyrri
myndir hans. Hún endurspeglar
t.a.m. skýrt viðbrögðin við því sem
hann hefur gert og bregst á gáska-
fullan hátt við gagnrýninni.
Í fyrri hluta myndarinnar er
fjallað um nemendur í skapandi
ritlist og samskipti þeirra við
strangan og lítt uppbyggjandi
svartan kennara sem þau líta upp
til þrátt fyrir að hann eigi sjálfur
við sköpunarharðlífi að glíma. Sol-
ondz segist ekki byggja þá frásögn
á eigin reynslu þótt hann hafi
vissulega sótt slík námskeið og
lent í klóm ósanngjarnra kennara
með mikilmennskubrjálæði. „Þeg-
ar allt kemur til alls fannst mér
þetta sögusvið einfaldlega henta
vel fléttunni sem ég hafði í hausn-
um, þessari kynferðislegu kyn-
þáttahatursfléttu.“
Það vekur athygli að Solondz
kýs að nota nokkur lög skosku
poppsveitarinnar Belle & Sebast-
ian í myndinni. Segir hann ástæð-
una tvíþætta; sjálfur kunni hann
vel að meta þá tónlist og einnig
hafi honum fundist hún lýsa hug-
arástandi unglingsins Scoobie í
myndinni sem „narraður“ er til
þess að afhjúpa líf sitt og innstu
kenndir fyrir heimildarmynd.
Er hann er spurður að lokum
hvort hann hafi ekki löngun til
þess að öðlast frekara vægi innan
kvikmyndaheimsins og ná til fleiri
áhorfenda svarar hann því til að
hann kunni vel við stöðu sína í
dag. „Mér hefur farnast vel í lífinu
og ferill minn þróast í þær áttir
sem ég óskaði mér. Ég átta mig al-
veg á að það er fullt af fólki sem
kann ekki að meta það sem ég geri
og það er bara allt í lagi.“
skarpi@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 B 27
bíó
Besti stuðningur
húðarinnar
T R Ú Ð U Á F E G U R Ð
RÉNERGIE
CONTOUR LIFT
Í tilefni opnunar stórglæsilegrar HYGEU snyrti-
vöruverslunar á 1. hæð í SMÁRALIND bjóðum við
viðskiptavinum
LANCÔME, þetta
glæsilega veski að gjöf.
Smáralind, sími 554 3960
Gjöfin þín
Þegar þú kaupir tvær
LANCÔME
vörur, þar af eitt krem.
nessu Redgrave, Helen Mirren,
Harry Dean Stanton, Benicio Del
Toro, Aaron Eckhart og Mickey
Rourke. „Tökuskilyrðin við mynd-
ina í Bresku Kólumbíu í Kanada,
voru einkar erfið. Sökum þess urðu
hlutirnar að ganga rösklega fyrir
sig og lítill tími gafst til æfinga og
persónusköpunar. Ég taldi því lang-
skynsamlegast að kalla á hóp hæfi-
leikaríkra reynslubolta sem ég vissi
að ég gæti treyst fullkomlega til að
taka hlutverk sín föstum og örugg-
um tökum. Leikara sem ég þyrfti
ekki að hafa neinar áhyggjur af, svo
ég gæti alfarið einbeitt mér að
sjálfri kvikmyndagerðinni. Þannig
lét ég þau eiginlega leikstýra sjálf-
um sér.
Ég áttaði mig síðast á því að
Robin væri rétta manneskjan í sitt
hlutverk og það var ekki fyrr en ég
fattaði að tölvurnar gætu gert hana
tannlausa og eins illa á sig komna
og persóna hennar átti að vera.“
Jack er stærsta gjöfin
Jack Nicholson hefur látið hafa
eftir sér að Sean Penn sé einn
þeirra leikstjóra sem hann er alltaf
tilbúinn að vinna með, einfaldlega
vegna þess að hann sé í sérflokki.
En hvernig þótti hinum yngri og
óreyndari listamönnum að vinna
með karlinum, sjálfum Jack? „Því
er auðsvarað,“ segir Penn. „Ég
elska Jack Nicholson. Hann er ein-
hver stærsta gjöf mín og einhver
stærsta gjöf bandarískrar menning-
ar. Það er ekki hægt að hugsa sér
betri stuðning en hann veitir mér.“
Robin Wright Penn, mótleikkona
Nicholsons í The Pledge, tekur
heilshugar undir með eiginmanni
sínum: „Þetta er ósvikinn náungi.
Maður veit alltaf hvar maður hefur
hann. Þótt ég hafi þekkt hann í
fjölda ára þá þekki ég hann samt
eiginlega ekki neitt. Hann hleypir
fólki ekki svo glatt inn. Er fámáll
maður og hlédrægur. Nærvera
hans er hins vegar alveg ótrúlega
sterk og hlýrri maður fyrirfinnst
ekki.“
skarpi@mbl.is