Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 2
FRÉTTIR
2 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ekkert lyfjapróf,
engin laun / C3
Örn fer ekki á EM
í Antwerpen / C1
8 SÍÐUR Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
4 SÍÐUR
Morgunblaðið með nýju sniði / B1
Kjötflikki á tveimur jafnfljótum / B2
„... að vera sá sem sem ég vil“ /B4
Í leikandi lausri sveiflu / B6
Bros út að eyrum / B7
Auðlesið efni / B8
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir jóla-
blað frá Jack &
Jones. Blaðinu
verður dreift á
Suðvestur-
landi.
BRONSMYND Jóns Sigurðssonar
forseta skartaði hvítum búningi
rétt eins og höfuðborgin öll í
gær. Vetur konungur hefur
minnt á sig með tilheyrandi kulda
og myrkri. Brátt verður meiri
birta yfir Austurvelli, þegar ljós-
in hafa verið tendruð á Oslóar-
jólatrénu.
Morgunblaðið/Golli
Í hvítum
búningi
BÁÐAR stíflur Norðlingaölduveitu
verða úr steinsteypu og yfirfall lóns-
ins verður á aðalstíflunni í farvegi
Þjórsár en ekki á svokallaðri Eyva-
fensstíflu, austan undir rótum Norð-
lingaöldu, eins og ráðgert var í til-
lögu að matsáætlun. Þetta fyrir-
komulag verður dýrara en veldur
minni náttúruspjöllum, segir hönn-
uður stíflumannvirkjanna. Með
steyptum stíflum opnast einnig
möguleiki á vegarlagningu yfir stífl-
urnar.
Þessar breytingar og fleiri efnis-
atriði skýrslu Landsvirkjunar um
mat á umhverfisáhrifum vegna fyr-
irhugaðrar Norðlingaölduveitu voru
kynnt fulltrúum Ása-, Skeiða- og
Gnúpverjahrepps á fundi í Lauga-
landi í Holtum í vikunni. Gert er ráð
fyrir því, samkvæmt matsáætlun, að
Landsvirkjun skili skýrslunni í des-
ember og Skipulagsstofnun kveði
upp úrskurð í febrúar eða mars.
Fram kemur á Norðlingaölduvef
Landsvirkjunar að frá því tillaga að
matsáætlun Norðlingaöldu var sam-
þykkt í október sl. hafi hugmyndir
Landsvirkjunarmanna um gerð og
frágang stíflumannvirkjanna tekið
umtalsverðum breytingum, m.a.
vegna athugasemda heimamanna
sem strax lögðust gegn því að yfirfall
lónsins yrði ekki á aðalstíflunni í far-
vegi Þjórsár.
Ómar Örn Ingólfsson, bygginga-
verkfræðingur hjá Hönnun, sagði að
staðsetning yfirfallsins á aðalstífl-
unni í Þjórsá hefði minna umhverf-
isrask í för með sér en það væri um-
talsvert dýrari framkvæmd, m.a.
vegna þess að það hefði í för með sér
að steypa þyrfti stífluna, en í tillögu
að matsáætlun var ráðgert að aðal-
stíflan, Norðlingaöldustífla, yrði
jarðvegsstífla. Hún verður um 24
metra há og um kílómetri á lengd,
með búnaði til að stýra vatnshæð
lónsins og botnlokum, en Eyvafens-
stíflan verður um 7 metra há og 300
metra löng, einnig steinsteypt. Kost-
ur við steyptar stíflur er hinsvegar sá
að minni þörf verður fyrir malarnám.
Breytingar á
stíflum Norð-
lingaölduveitu
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir vilja Íslands og ann-
arra EFTA-ríkja standa til þess að
reka samninginn um Evrópska efna-
hagssvæðið (EES) þannig að um
tvær stoðir sé að ræða. Evrópusam-
bandið dragi sífellt meira í efa að úr-
skurðir Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) séu bindandi fyrir EFTA og
ESB og í nokkrum tilfellum hafi ESB
úrskurðað á annan hátt en ESA hefur
gert.
„Við teljum þetta vera brot á samn-
ingnum, en eigum mjög erfitt með að
sækja rétt okkar vegna þess að það
eru engin slík ákvæði, nema þá að
segja samningnum upp,“ segir Hall-
dór Ásgrímsson. „Þess vegna er
staða okkar fremur veik,“ bætir hann
við.
Utanríkisráðherra flutti Alþingi í
gær aðra af tveimur árlegum
skýrslum sínum um utanríkismál og
gerði þá stækkun ESB m.a. að um-
talsefni og áhrif sem það kynni að
hafa á viðskiptakjör Íslendinga. Lýsti
hann þeirri skoðun sinni að EES-
samningurinn stæði í stað og upplýsti
að embættismenn EFTA rækju sig
sífellt á minnkandi skilning Evrópu-
sambandsins á EES-samningnum.
Ágreiningur um túlkun á fundi
í Brussel á þriðjudag
Upplýsti ráðherrann að á fundi í
Brussel sl. þriðjudag hefði komið upp
ágreiningur um túlkun samningsins í
tilteknu máli. „Okkur var sagt að ef
við vildum túlka samninginn sam-
kvæmt orðanna hljóðan kynni Evr-
ópusambandið að gera það líka að því
er varðar aðgang að starfi í ýmsum
nefndum. Þeir hafa talið sig túlka það
mjög frjálslega hingað til og gengið
lengra en samningurinn gerir ráð fyr-
ir. Það er út af fyrir sig rétt, en hins
vegar eru samráðsskyldur og við höf-
um talið heppilegast að slíkt samráð
eigi sér stað á frumstigi í nefndum.
Þess vegna þyrftum við aðgang að
starfi þeirra,“ sagði Halldór í samtali
við Morgunblaðið og bætti við að
þetta væri dæmi um að rekstur samn-
ingsins gengi ekki að öllu leyti eins og
æskilegt væri og nauðsynlegt væri að
ræða ýtarlega við Evrópusambandið.
„Þetta endurspeglar þá staðreynd
að samningurinn um EES hefur ekki
sama vægi og áður, því færra fólk og
færri þjóðir standa að baki honum.
Þess hefur gætt á ýmsan hátt að Evr-
ópusambandið ræktar hann ekki með
sambærilegum hætti og áður var og
það er vanþekking á samningnum.
Þetta eru staðreyndir sem við stönd-
um frammi fyrir,“ sagði Halldór Ás-
grímsson.
Utanríkisráðherra um rekstur EES-samningsins
Gengur ekki eins
og æskilegt væri
Utanríkisráðherra /10
JÓNAS Magnússon, prófessor og yf-
irlæknir á handlækningasviði Land-
spítala – háskólasjúkrahúss, verður í
hópi breskra skurðlækna sem næstu
daga munu halda námskeið fyrir
lækna í Luzaka í Afríkuríkinu Zamb-
íu. Auk námskeiðsins verður Jónas
meðal fyrirlesara á þingi skurðlækna
þar.
„Við munum kenna þeim undir-
stöðuatriði í skurðlækningum eða
allt frá því að sauma eftir aðgerðir og
í eitthvað flóknari hluti,“ sagði Jónas
í samtali við Morgunblaðið. Hann
segir læknana gefa vinnu sína en al-
þjóðafyrirtækið Johnson & Johnson
kostar ferðirnar. Á skurðlækna-
þinginu flytur Jónas síðan fyrirlest-
ur þar sem hann greinir frá vísinda-
vinnu íslenskra lækna.
Kennir skurð-
lækningar
í Zambíu
ALLMARGIR árekstrar urðu á
höfuðborgarsvæðinu í gær. Ofan-
hríð sem skall á síðdegis byrgði
mörgum ökumanninum sýn en í
Hafnarfirði voru fimm árekstrar
tilkynntir á mili klukkan 17 og 19.
Tíu árekstrar voru bókaðir hjá
lögreglunni í Reykjavík milli
klukkan 15 og 18:30.
Lögreglunni í Kópavogi voru
tilkynnt fimm umferðaróhöpp í
gær, í einu tilfellinu flutti lög-
regla ökumann á slysadeild en
hann var ekki talinn alvarlega
slasaður.
Þá fóru tveir bílar út af
Reykjanesbraut, annar við
Grindavíkurveg en hinn við
Njarðvík, og tveir bílar rákust
saman í Njarðvík en allt gerðist
þetta á einni klukkustund, milli
klukkan 17 og 18. Nokkurt eigna-
tjón varð en lögreglan í Keflavík
sagði að farþegar jafnt sem öku-
menn hefðu sloppið án teljandi
meiðsla.
Vetrarumferð vefst
fyrir ökumönnum
RJÚPNAVEIÐI hefur verið treg á
líðandi veiðitímabili, tekjur verslana
af rjúpnasölu eru nánast engar og
því eru líkur á að atvinnurjúpna-
veiðar leggist af.
Þetta kemur fram í pistli Sigmars
B. Haukssonar, formanns Skotveiði-
félags Íslands, á heimasíðu félagsins
og telur formaðurinn að þetta sé já-
kvæð þróun.
Fram kemur að mjög lítið verði af
rjúpu í verslunum fyrir jólin. Versl-
anir og veitingahús hafi greitt allt
að 600 kr. fyrir rjúpuna, sem magn-
veiðimönnum þyki of lítið, og hafi
nokkrar þekktar rjúpnaskyttur þeg-
ar lagt byssuna á hilluna. Verðið út
úr búð sé um 800 kr. og hafi versl-
anir því nánast enga hagsmuni af
því að selja rjúpu nema að þjónusta
viðskiptavini sína. Verð á sumum
landbúnaðarvörum eins og t.d.
svínakjöti hafi lækkað stórlega og
því megi gera því skóna að Íslend-
ingum sem borði rjúpu á jólum
muni fækka.
Atvinnu-
menn leggja
byssuna á
hilluna
Formaður Skotvís
♦ ♦ ♦
TUGIR manna hafa sýkst af
slæmum augnvírusi sem herjað
hefur á íbúa Reykjanesbæjar
og nágrennis undanfarnar vik-
ur.
Hér mun vera um að ræða
slæman kvefvírus. Augu fólks
sem smitast verða eldrauð og
bólgin og fólk fær slæman sviða
og útferð. Kristmundur Ás-
mundsson, yfirlæknir hjá Heil-
brigðisstofnun Suðurnesja,
segir að fólk eigi að leita sér
læknis þegar það verður vart
við einkennin.
Tugir sýkjast
af augnvírusi
Þvo sér/16