Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NOKKRIR aðilar hafa sýnt því
áhuga að kaupa eignir úr þrotabúi
Samvinnuferða-Landsýnar að sögn
Ragnars H. Hall sem skipaður hef-
ur verið skiptastjóri búsins. Hann
vill ekki gefa upp um hve marga
aðila er að ræða en segir að hann
hafi hafnað tilboði sem Þingvalla-
leið gerði í eignirnar í gær. „Við-
ræður eru í gangi við nokkra aðila
sem lýst hafa áhuga á að kaupa
eignir af þrotabúinu,“ sagði Ragn-
ar í samtali við Morgunblaðið.
Hann átti síðdegis í gær fund með
starfsfólki Samvinnuferða-Land-
sýnar og fór yfir stöðu málsins
með þeim.
Ragnar sagði hugsanlegt að
gengið yrði frá sölu einhverra
eigna í dag. Brýnt væri að svona
hlutir gengju hratt fyrir sig. Hann
vildi ekki svara því hve margir að-
ilar hefðu sýnt því áhuga að kaupa
eignir úr þrotabúinu, en sagði að
áhuginn hefði bæði beinst að inn-
anlandsdeildinni og öðrum þáttum
í rekstri fyrirtækisins.
Ragnar sagði aðspurður að hann
hefði hafnað tilboði Þingvallaleiðar
sem lýsti því yfir opinberlega í
gær að fyrirtækið vildi kaupa
eignir þrotabúsins. Hann sagði að
sala til þess kæmi því ekki til
greina nema að fyrirtækið hækk-
aði tilboð sitt.
Velta Þingvallaleiðar
20 milljónir í fyrra
Velta Þingvallaleiðar hefur verið
í kringum 20 milljónir og starfs-
menn þess eru þrír yfir vetrar-
mánuðina. Það rekur rútur sem
aka frá Reykjavík til Þingvalla og
frá Reykjavík til Grindavíkur og í
Bláa lónið. Þór Ingvarsson, stjórn-
arformaður Þingvallaleiðar, sagði
að á bak við tilboð fyrirtækisins í
eignir þrotabús Samvinnuferða
stæði erlendur aðili í ferðaþjón-
ustu, en hann vildi ekki gefa upp
nafn hans. Í fréttum Sjónvarpsins
í gærkvöldi kom fram að um væri
að ræða ferðaþjónustufyrirtækið
Bennett BTI, sem er í eigu breska
fyrirtækisins Hogg Robinson plc.
og er með meira en 100 skrifstofur
á Norðurlöndunum. „Þetta eru
bara getgátur,“ sagði Þór og vildi
ekki staðfesta hvort rétt væri með
farið eða ekki.
Tapaði 217 milljónum á
fyrstu 9 mánuðum ársins
Rekstrartap Samvinnuferða á
fyrstu níu mánuðum ársins var 217
milljónir króna eftir því sem kem-
ur fram í gjaldþrotaúrskurði Hér-
aðsdóms Reykjavíkur. Þar kemur
jafnframt fram að staða fyrirtæk-
isins versnaði enn í september-
mánuði. 30. september námu bók-
færðar eignir félagsins 875
milljónum en skuldir námu 859
milljónum. Skattaeign samkvæmt
efnahagsreikningi nam 162 millj-
ónum og eigið fé var neikvætt um
144 milljónir, sé ekki tekið tillit til
skattaeignar.
Samkeppnisstofnun hefur ekki
uppi áform um að skipta sér af því
sem hefur verið að gerast á ferða-
skrifstofumarkaðinum þrátt fyrir
að annar stærsti aðilinn á mark-
aðinum hafi hætt starfsemi. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem
fengust hjá Samkeppnisstofnun í
gær, mun stofnunin hins vegar
fylgjast með þróun mála næstu
daga. Stofnunin gerði á sínum
tíma athugasemdir þegar Flugleið-
ir keyptu Ferðaskrifstofu Íslands,
en þær athugasemdir miðuðu fyrst
og fremst að því að tryggja sam-
keppni í hótelrekstri.
Skiptastjóri hafnar tilboði Þingvalla-
leiðar í þrotabú Samvinnuferða
Nokkrir aðilar
hafa sýnt eign-
um búsins áhuga
STUNDUM er ekki nóg að strætó sé á réttum tíma,
heldur væri miklu betra væri hann mátulega langt á
undan áætlun. Þá yrði biðin í snjónum, kuldanum og
skammdeginu í öllu falli ekki eins löng.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Biðin langa eftir strætó
ur fram að fyrstu tíu mánuði ársins
voru fluttar út vörur fyrir 159,1
milljarð króna en inn fyrir 171,8
milljarða króna fob. Halli var því á
vöruskiptunum við útlönd sem nam
12,7 milljörðum króna en á sama
tíma árið áður voru þau óhagstæð
um 35,8 milljarða á sama gengi.
Fyrstu tíu mánuði ársins var
verðmæti vöruútflutnings 10,6
milljörðum eða 7% meira á föstu
gengi en á sama tíma árið áður.
Sjávarafurðir voru 62% alls útflutn-
ings og var verðmæti þeirra 3%
meira en á sama tíma árið áður.
Aukning vöruútflutnings stafar að
mestum hluta af aukningu útflutn-
ings á áli, skipum og sjávarafurð-
um, aðallega lýsi.
Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu
tíu mánuði ársins var 12,5 millj-
örðum eða 7% minna á föstu gengi
en á sama tíma árið áður. Af ein-
stökum vöruflokkum hefur orðið
mestur samdráttur í innflutningi á
flutningatækjum en einnig hefur
orðið umtalsverður samdráttur í
innflutningi á fjárfestingarvörum. Á
móti kemur að aukning hefur orðið
á innflutningi hrá- og rekstrarvara.
VÖRUSKIPTIN í október voru
hagstæð um 2,5 milljarða króna en í
október í fyrra voru þau óhagstæð
um 4,0 milljarða á sama gengi. Í
októbermánuði voru fluttar út
vörur fyrir 20,5 milljarða króna og
inn fyrir 18,0 milljarða króna fob.
Í frétt frá Hagstofu Íslands kem-
Vöruskipti hag-
stæð um 2,5 millj-
arða í október
!!"#$%&
!
"!#
! " # !
$
$!
%
$%
"
$
&
'
$
&! ' (
() *+,-
* ,-.)
+-(/
, -.00
*) ((-,
*--)
* ,(*-
,/ 0,(-
,/ .0,)
) ,-(.
) 11/0
* 1*-)
** **0-
) *-)0
( ,*,0
, .//-
)) -1,+
)1.*
* ,),+
,, -,1(
+ ---)
( +0,-
0 ()(*
+ 0.0/
! "
2,)-3
2,0)3
2.(-3
"
4,0)3
21-3
2,/-3
4,0-3
4+03
4)-+3
4)+-3
4,,13
2)/(3
#$%&'
()
*
+
),#*-
& "
!% !
%'
Halli á vöruskiptum við útlönd 23,1
milljarði betri en á sama tíma í fyrra
HÆSTIRÉTTUR hefur
dæmt 36 ára mann, Garðar
Garðarsson, í þriggja ára
fangelsi fyrir að stinga annan
mann með hnífi í kviðinn í
Lækjargötu í ágúst í fyrra.
Þá var hann dæmdur til að
greiða fórnarlambi sínu tæp-
ar 300 þúsund krónur í bæt-
ur.
Hæstiréttur sagði ekki trú-
verðugt að kviðstungan hefði
verið slys, eins og Garðar hélt
fram, og sú fullyrðing ætti
sér ekki stoð í framburði
vitna.
Garðar var jafnframt
dæmdur fyrir innbrot í bíl, en
hann á að baki langan sak-
arferil í auðgunarmálum.
Við ákvörðun refsingar leit
Hæstiréttur til þess að Garð-
ar var tvívegis dæmdur í
Danmörku á árinu 1994 fyrir
rán og í öðru tilvikinu að auki
fyrir ofbeldi gegn opinberum
starfsmanni. Höfðu dómarnir
ítrekunaráhrif í þessu máli.
Jafnframt var litið til þess að
brotið var mjög alvarlegt, þar
sem Garðar lagði til mannsins
með hættulegu vopni og réð
hending ein að ekki hlutust
veruleg örkuml eða bani af.
Þriggja
ára fang-
elsi fyrir
hnífstungu
KRÓNAN styrktist um 1,17% í gær í
miklum viðskiptum, sem námu rúm-
um 11 milljörðum króna.
Fréttir af 2,5 milljarða króna af-
gangi á vöruskiptum við útlönd í
októbermánuði höfðu þessi jákvæðu
áhrif á krónuna, að því er fram kom í
hálffimmfréttum Búnaðarbankans í
gær.
Gengisvísitala krónunnar lækkaði
um 1,17%, eins og fyrr segir, og var
149,18 stig í dagslok. Gengi Banda-
ríkjadals nam þá 108,6 krónum.
Krónan styrk-
ist í miklum
viðskiptum