Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 8

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ö g r a n d i b æ k u r s a l k a f o r l a g . i s „Settu markið hátt og stefndu að stórum sigrum“ „Breyttu sársaukanum í sigur og mistökunum í mátt.“ Jónína Ben kemur stöðugt á óvart ... nú sem aldrei fyrr. Dömufrí er glæný bók, einlæg frásögn sem endurspeglar kjark og áræðni. Einstök bók handa öllum konum. Félag um lýðheilsu Samvinna er grundvöllur lýðheilsu UNDANFARNAmánuði hefur hóp-ur fólks unnið að því að undirbúa stofnun fé- lags um lýðheilsu. Hug- myndin kviknaði, að sögn Sigrúnar Gunnarsdóttur, deildarstjóra á skrifstofu starfsmannamála á Lands- spítala – háskólasjúkra- húsi, á námskeiði um lýð- heilsu í apríl sl. Stofnfundur félags um lýðheilsu verður haldinn mánudaginn 3. desember nk. klukkan 17 í fundarsal Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Eftir ávarp Jóns Kristjánssonar heil- brigðis- og tryggingaráð- herra segir Sigurður Guð- mundsson landlæknir frá lýðheilsu á Íslandi, en síð- an verður kynning á drögum að lögum félagsins og kosning í stjórn þess. Á fundi sem haldinn var í maí komu fulltrúar margra faghópa, félaga og stofnana og lýstu fund- armenn sig reiðubúna til að vinna saman að stofnun slíks félags, en þeir litu á slíkt félag sem tækifæri til að stilla saman strengi og vinna að nýjum verkefnum á sviði for- varna og heilsueflingar. Sigrún er í forsvari fyrir undirbúnings- nefndina. – Hvað er lýðheilsa? „Lýðheilsa varðar heilsu þjóð- arinnar, heilsu samfélagsins og hópa í samfélaginu. Lýðheilsa varðar félagslega þætti ekki síður en heilsufarslega. Með áherslu á lýðheilsu er stefnt að því að bæta heilbrigði, lengja líf og ekki síður að bæta lífsgæði þjóða og hópa. Þetta er gert með almennri heilsuvernd, heilsueflingu, sjúk- dómavörnum og annarri heil- brigðisþjónustu. Lýðheilsa er það sem kallað er á ensku „public health“ og með því að tala um lýð er höfðað til samfélagsins og þjóð- arinnar allrar, samanber lýðræði. Fjölmargir þættir hafa áhrif á lýð- heilsu og því er samvinna grund- vallaratriði.“ – Hvaða hópar eru að stofna fé- lagið og hver eru markmiðin? „Umræðan um stofnun félags um lýðheilsu er ekki ný af nálinni en í apríl síðastliðnum var haldið námskeið um lýðheilsu á vegum Endurmenntunarstofnunar. Þar var aðalkennari yfirmaður lýð- heilsu hjá breska heilbrigðisráðu- neytinu. Þátttakendur á nám- skeiðinu vöktu máls á mikilvægi þess að þeir sem starfa á sviði lýð- heilsu hefðu vettvang þar sem þeir gætu borið saman bækur sín- ar og rætt um nýjungar og þróun á sviðinu. Úr varð, að umsjónar- menn námskeiðsins, ég ásamt Önnu Björgu Aradóttur, tóku að sér að leita til áhugafólks á sviðinu og kanna grundvöll fyrir stofnun slíks félags. Haldinn var kynningarfundur um málið og þar mættu aðilar úr ýmsum áttum heilbrigðisþjónustunn- ar. Augljóst er, að mik- ill áhugi er fyrir stofnun félags um lýðheilsu.“ – Eru einhverjar fyrirmyndir að þessu félagi? „Við undirbúning stofnunarinn- ar hefur verið litið til sambæri- legra félaga á Norðurlöndunum, Bretlandi og víðar í Evrópu, auk alþjóðlegra samtaka. Slík félög eru nokkurs konar regnhlífarsam- tök áhugafólks um lýðheilsu, bæði þeirra sem starfa sem fagmenn og þeirra sem koma að málinu frá öðrum hliðum. Á vettvangi slíkra félaga er tækifæri til að stilla sam- an strengi og vinna að því að tillit sé tekið til heilbrigðissjónarmiða á sem flestum sviðum þjóðlífsins. Þetta er gert með ýmiss konar verkefnum og aðgerðum á sviði forvarna og heilsueflingar.“ – Á hvaða hátt verður unnið að markmiðum félagsins? „Til dæmis um málefni á sviði lýðheilsu má nefna geðvernd. Þar er til að mynda mikilvægt að vekja athygli almennings og stjórnvalda á málinu að vinna gegn fordómum. Slíkt er t.d. gert á vettvangi fjöl- miðla, skóla og vinnustaða. Önnur dæmi eru umhverfismál og smit- sjúkdómavarnir. Síðan má nefna verðlagningu á matvöru og mark- aðssetningu skyndibita sem hefur mikil áhrif á neyslu okkar, ekki síst ungra. Inn í þessa umræðu blandast síðan tækifæri fólks til að afla sér þekkingar og að leita sér þjónustu. Í því samhengi er lögð áhersla á jafnræði til heilbrigðis sem verður æ mikilvægara um- ræðuefni eftir því sem fjölmenning einkennir þjóðfélagið. Segja má að með stofnun félags um lýðheilsu sé verið að líta til sameiningar og samstarfs því þrátt fyrir að sér- hæfing sé af hinu góða er sam- vinna í víðum skilningi forsenda framfara á sviði lýðheilsu.“ – Hver bjó til orðið, þ.e.a.s. „lýðheilsa“? „Orðið hefur verið notað um nokkurn tíma og hefur trúlega orðið til í huga skarpra og þjóð- legra heilbrigðisstarfsmanna, óþekktra.“ Sigrún Gunnarsdóttir  Sigrún Gunnarsdóttir fæddist í Reykjavík 16. maí 1960. Hún lauk BS-gráðu og MS-gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ árin 1986 og 2000 og stundar nú dokt- orsnám á sviði lýðheilsu við London School of Hygiene and Tropical Medicine. Er á meðan í leyfi frá deildarstjórastöðu á Landsspítala – háskólasjúkra- húsi. Áður var hún gæðastjóri á Landsspítala, verkefnisstjóri heilsueflingar hjá heilbrigð- isráðuneyti, deildarstjóri á Heilsugæslustöðinni á Seltjarn- arnesi o.fl. Einnig hefur hún ver- ið formaður félags háskóla- menntaðra hjúkrunarfræðinga. Er gift Agnari H. Johnson rekstrarverkfræðingi og eiga þau þrjú börn, Hannes, Kristin og Sigrúnu. Regnhlífar- samtök áhugafólks Það skal ekki spyrjast um okkur að við tökum ekki á málunum í hinu besta kvótakerfi heims, bræður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.