Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HALLDÓR Ásgrímsson (B) utanrík-
isráðherra flytur Alþingi venju sam-
kvæmt skýrslur um þróun og stöðu
utanríkismála tvívegis á ári, að hausti
og vori. Ræða ráðherrans í gær tók
m.a. fyrir áhrif hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum hinn 11. september
sl., stækkun Evrópusambandsins og
gildistöku Evrumyntar, þróun EES-
samningsins og alþjóðleg viðskipta-
mál. Sagði hann að útflutningsvið-
skipti væru undirstaða hagsældar Ís-
lendinga. Fá ríki byggðu á utan-
ríkisviðskiptum í eins ríkum mæli og
Ísland. Samkvæmt tölfræðiskýrslu
sem skrifstofa EFTA hefur tekið
saman er Ísland í 6. sæti ríkja heims
þegar þau eru flokkuð eftir mikilvægi
útflutningsviðskipta.
EES-samningurinn mikilvæg-
asti viðskiptasamningur okkar
Halldór sagði að samningurinn um
Evrópska efnahagssvæðið væri lang-
mikilvægasti viðskiptasamningur Ís-
lendinga og samningurinn hefði stað-
ið undir efnahagslegum væntingum
og verið nauðsynlegur grundvöllur
framfara. EES-samningurinn myndi
áfram gegna lykilhlutverki þar sem
hann tryggði aðgang að mikilvægasta
útflutningsmarkaði Íslendinga. Sá
markaður myndi eflast með stækkun
ESB til austurs en vaxandi líkur væru
á að allt að tíu ný ríki yrðu aðilar að
ESB árið 2004. Við það sköpuðust
ótvíræð sóknarfæri vegna nýrra
samninga á vettvangi Alþjóðavið-
skiptastofnunarinnar og vegna nýrra
fríverslunarsamninga EFTA.
EES-samningurinn
hefur staðið í stað
Halldór sagði að frá gerð EES-
samningsins hefði þróunin innan
ESB verið hröð en á sama tíma hefði
EES-samningurinn staðið í stað. Því
hefði hann beitt sér fyrir því innan
EFTA að EES-samningurinn yrði
uppfærður. Vísbendingar hefðu bor-
ist um að ESB kynni nú að vera
reiðubúið að ræða takmarkaða tækni-
lega endurskoðun samningsins.
Halldór sagði að EFTA-ríkin hefðu
á liðnum árum gert fríverslunar-
samninga við flest þessara nýju aðild-
arríkja, sem m.a. fælu yfirleitt í sér
fulla fríverslun með fisk. Við inn-
göngu ríkjanna í ESB féllu þessir
samningar úr gildi og reglur svo-
nefndrar bókunar 9 tækju við og
hefðu í för með sér óhagstæðari toll-
meðferð. Ísland muni því formlega
fara fram á að EES samningurinn
verði aðlagaður þessum staðreyndum
og að markaðsaðgangur verði ekki
verri eftir stækkun ESB.
„Af viðbrögðum ESB má ráða að
þessi róður verður þungur en þar sem
hér er um gífurlegt hagsmunamál að
ræða verður það sótt af fullum
þunga,“ sagði Halldór.
Halldór sagði að við síðustu stækk-
un ESB hefði Ísland fengið tollfrjálsa
innflutningskvóta sem miðuðust við
viðskiptareynslu. Vandinn við að
beita þessari lausn nú fælist í því að
Ísland hefði litla markaðshlutdeild á
þessu svæði eftir hrun kommúnism-
ans. Halldór sagði að markaðsupp-
bygging Íslendinga hefði verið tak-
mörkuð í þessum löndum á undan-
förnum árum en á sama tíma hefðu
Norðmenn lagt í verulegt markaðs-
átak í Póllandi. Þeir hefðu nú um 50%
markaðshlutdeild í fiski á pólskum
markaði en Ísland hefði 1%.
„EFTA-ríkin hafa lagt sitt af mörk-
um til efnahagslegrar uppbyggingar í
Evrópu með framlögum í þróunar-
sjóð fyrir fátækari ríki ESB. Búast
má við að ESB óski viðbótarframlags
frá EFTA-ríkjunum vegna stækkun-
arinnar. Evrópusambandið hefur lýst
því yfir að stækkun eigi ekki að hafa
þær afleiðingar að nýir tollmúrar
verði reistir í Evrópu. Því tel ég að
ESB beri skylda til að horfa á þetta
mál í breiðu samhengi. Hafa ber í
huga að EFTA-ríkin gerðu fríversl-
unarsamninga sína áður en umsókn-
arríkin sóttu um aðild að sambandinu.
Með þeim samningum var lagður
grundvöllur að uppbyggingu við-
skipta til lengri tíma litið og því hafa
þeir skapað tækifæri sem enn eru að
mestu ónýtt. Við höfum óhagstæðan
viðskiptajöfnuð við þessi lönd og
helstu tækifærin til markaðssóknar
þar eru á sviði sjávarútvegs. Það er
því mikilvægt að stækkunin útiloki
ekki að við fáum nýtt þessi tækifæri.
Ég á erfitt með að færa rök fyrir því
að Alþingi samþykki aukin framlög í
þróunarsjóð vegna stækkunarinnar,
ef stækkunin skerðir markaðsaðgang
okkar og tækifæri í milliríkjaviðskipt-
um,“ sagði Halldór m.a. í yfirgrips-
mikilli ræðu sinni.
Fjölmargir þingmenn úr öllum
flokkum tóku þátt í umræðunni og
varð úr hin fjölbreytilegasta orðræða
þar sem fátt á vettvangi alþjóðamála
varð útundan. Margir þingmenn
lögðu út frá hryðjuverkunum í
Bandaríkjunum hinn 11. september
sl. og áhrifum þeirra, sem og stríðinu í
Afganistan og baráttunni gegn
hryðjuverkum. Samrunaferlið í Evr-
ópu setti svip sinn á umræðuna, ekki
síst staða Íslands og eins EFTA.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, gerði Evrópu-
málin að umtalsefni og lýsti þeirri
vinnu sem staðið hefur yfir á vegum
Samfylkingarinnar í því skyni að
meta kosti og galla aðildar Íslands að
ESB. Lýsti hann þeirri skoðun sinni,
eftir ýtarlega yfirlegu og skoðun, að
kostir aðildar fyrir Ísland væru meiri
en gallarnir, en gat um leið þess að
innan Samfylkingarinnar hefði verið
ákveðið að fara þá leið að láta flokks-
menn sjálfa ákveða stefnu flokksins í
atkvæðagreiðslu. Ekki væri nægilegt
fyrir fullvalda þjóð að sætta sig við
það sem henni væri áskapað með
EES-samningnum.
Ögmundur Jónasson (Vg) lýsti
málflutningi Össurar á þann veg að
hann „hefði komið út úr skápnum“
gagnvart Evrópuumræðunni og nú
væri skoðun hans ljós. Skýrt kom hins
vegar fram í máli hans og formanns
Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfús-
sonar, afdráttarlaus andstaða við að-
ild að Evrópusambandinu. Taldi Ög-
mundur t.d. aðspurður að algengur
misskilningur væri að tengsl Íslands
við ESB gegnum EES-samninginn
hefðu fært íslenskri verkalýðshreyf-
ingu mikla sigra. Sagði hann það allt
ofmetið og sagði fjölmargt í réttind-
um launafólks hér langtum betra en í
löndum ESB. Össur Skarphéðinsson
furðaði sig á þessum ummælum Ög-
mundar og gat þess á sl. þingi ASÍ
hefði komið fram skýr vilji til þess að
Evrópuumræðan yrði sett á dagskrá
og EES-samningurinn hefði fært ís-
lensku launafólki umtalsverð réttindi.
Evrópusinnar sakaðir um aðför
að íslensku krónunni
Athygli vakti að Tómas Ingi Olrich
(D), formaður utanríkismálanefndar,
hélt uppi harðri gagnrýni á Evrópu-
sambandssinna í ræðu sinni og sagði
þá veikja stöðu íslensku krónunnar
með stöðugum málflutningi um gild-
istöku evrunnar og hugsanlega aðild
okkar að Myntbandalagi Evrópu.
Sagði hann tekið eftir þeim sem töl-
uðu þannig og að fylgst yrði með þeim
áfram. Benti hann á að enn hefði eng-
inn flokkur þorað að setja aðild að
Evrópusambandinu á oddinn, en
staða Sjálfstæðisflokksins væri hins
vegar skýr; aðild væri ekki á dagskrá.
Hafnaði Tómas Ingi því alfarið að
krónan sem gjaldmiðill væri ónýt.
„Á meðan þeir þora ekki opinskátt
að mæla með inngöngu eru þeir reiðu-
búnir til að grafa undan gengi ís-
lensku krónunnar með óábyrgu tali
um að hún sé ónýt og ekkert geti
styrkt stöðu okkar nema aðild að evr-
unni. Svo er því sleppt að aðild að evr-
unni gengur ekki nema aðild að Evr-
ópusambandinu sé komin þegar,“
sagði hann og rakti m.a. hugmyndir
sem nú væru uppi í Brussel um n.k.
samræmt skattakerfi og galt varhug
við slíku yfirþjóðlegu valdi.
Formaður utanríkismálanefndar
vék einnig að hugmyndum utanríkis-
ráðherra um endurskoðun á bókun 9 í
EES-samningnum og nauðsyn þess
að leiðrétta tollaívilnanir vegna fisk-
afurða í ljósi versnandi viðskiptakjara
okkar á Evrópumarkaði með þessar
afurðir. Sagði hann sjálfsagt að skoða
þetta en varaði við því að slík endur-
skoðun væri líkleg til að hafa í för með
sér auknar kröfur af hálfu ESB til
veiðiheimilda hér við land, t.d. af hálfu
Spánverja og Portúgala.
Tala fyrir aðild Eystrasaltsríkja
Allan þennan málflutning taldi for-
maður Samfylkingar mega túlka sem
árásir formanns utanríkismálanefnd-
ar á utanríkismálanefnd og furðaði
sig á því hversu ósamstiga þessir for-
ystumenn Íslendinga í utanríkismál-
um væru. Sagði hann undarlegt að
formaður utanríkismálanefndar vildi
ekki aðild að Evrópusambandinu og
væri jafnframt andsnúinn því að
EES-samningurinn yrði endurskoð-
aður. Þórunn Sveinbjarnardóttir (S)
gagnrýndi Tómas Inga harkalega fyr-
ir að vilja banna alla Evrópuumræðu
og spurði hvert við værum komin
þegar almenn umræða um ESB og
evruna væri nú orðin að aðför að
krónunni í augum sjálfstæðismanna.
Sigríður Anna Þórðardóttir (D) vék
að Eystrasaltslöndunum og vilja
þeirra til inngöngu í NATO. Spurði
hún um afstöðu utanríkisráðherra til
þessa og hvað íslensk stjórnvöld
hefðu gert gagnvart þessum óskum.
Halldór Ásgrímsson svaraði því til að
íslensk stjórnvöld töluðu jafnan fyrir
aðild Eystrasaltsríkjanna að NATO
og hann mæti það svo að aldrei áður
hefðu verið jafn miklir möguleikar á
því að ríkin fengju inngöngu. Íslend-
ingum áskotnaðist einstakt tækifæri
til að ræða þessi mál sem gestgjafar á
utanríkisráðherrafundi NATO í maí á
næsta ári.
Umræður á Alþingi um stöðu og horfur í utanríkismálum
Utanríkisráðherra segir
EES-samninginn standa í stað
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Halldór Ásgrímsson flutti Alþingi skýrslu um utanríkismál í gær.
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
sagði á Alþingi í gær, er hann flutti skýrslu
sína um utanríkismál, að hann ætti erfitt
með að færa rök fyrir því að Alþingi sam-
þykkti aukin framlög í þróunarsjóð fyrir fá-
tækari ríki Evrópusambandsins vegna
væntanlegrar stækkunar ESB ef stækk-
unin skerti markaðsaðgang Íslendinga og
tækifæri í milliríkjaviðskiptum.
MENNTAMÁLANEFND Alþingis
samþykkti á fundi sínum í gær að
vísa frumvarpi Gunnars Birgis-
sonar (D) og fleiri þingmanna úr
mörgum flokkum til annarrar um-
ræðu. Líklegt er að sú umræða
fari fram í næstu viku.
Frumvarpið um lögleiðingu
ólympískra hnefaleika hefur um
nokkurt skeið verið eitt umdeild-
asta deilumálið á Alþingi. Það var
fellt naumlega í atkvæðagreiðslu í
lok þingstarfa vorið 2000, en kom
aftur fram um haustið það ár og
allt stefndi í afgreiðslu frumvarps-
ins sl. vor þegar það var tekið af
dagskrá á síðustu dögum þingsins
til þess að liðka fyrir þinglokum.
Gunnar lagði frumvarpið enn
fram á fyrstu dögum yfirstand-
andi haustþings og mælti fyrir því
í fyrra mánuði. Samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins skiptast
þingmenn á löggjafarsamkomunni
enn í tvær fylkingar, með og á
móti efni þess, og því er útlit fyrir
spennandi umræðu í næstu viku.
Menntamálanefnd mun ekki
hafa breytt frumvarpinu mikið í
meðförum sínum en þó mun það
snúast um lögleiðingu áhuga-
mannahnefaleika eftir afgreiðslu
hennar, í stað ólympískra hnefa-
leika áður.
Frumvarp um
hnefaleika afgreitt
LÁRA V. Júlíusdóttir hæstarétt-
arlögmaður segist ekki geta séð að
menn muni eiga lögvarða kröfu á
hendur ríkinu fyrir fæðingaror-
lofsgreiðslur verði ákvörðun tekin
um það með nýrri lagasetningu að
fresta gildistöku ákvæða í lögum
um fæðingar- og foreldraorlof sem
fela í sér aukinn rétt feðra til töku
fæðingarorlofs.
Eins og fram hefur komið í
Morgunblaðinu er nú rætt um það
meðal stjórnarmeirihlutans á Al-
þingi að fresta gildistöku ákvæðis í
fæðingar- og foreldraorlofslögum
sem felur í sér að feður fái tveggja
mánaða sjálfstæðan rétt til fæð-
ingarorlofs í stað eins áður. Er tal-
ið að með því verði hægt að spara
ríkissjóði um 700 til 800 milljónir
kr. í útgjöld á næsta ári. Umrætt
ákvæði á skv. núgildandi lögum að
koma til framkvæmda hinn 1. jan-
úar nk.
Lára segir það einnig afar lang-
sótt að um stjórnarskrárbrot verði
að ræða, t.d. brot á eignarrétt-
arákvæði stjórnarskrárinnar, verði
tekin ákvörðun um frestun um-
rædds ákvæðis í fæðingar- og for-
eldraorlofslögunum. Vísar hún
máli sínu til stuðnings m.a. til
dóma sem gengið hafi í málum þar
sem lög hafi verið sett á til að aft-
urkalla launahækkanir í kjara-
samningum. Í þeim dómum hafi
verið komist að þeirri niðurstöðu
að lögin um afturköllun launa-
hækkana hafi staðist stjórnar-
skrána.
Eigi ekki
kröfu
á hendur
ríkinu
Hæstaréttarlögmaður
um frestun
fæðingarorlofs
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
MAÐUR sem framdi vopnað rán í
söluturninum Bússu við Garðastræti
í fyrrakvöld var ófundinn í gær.
Hann var vopnaður hnífi við ránið og
komst á brott með lítilræði af pen-
ingum og tóbaki. Rannsókn málsins
stendur enn yfir hjá lögreglu, sem
leitar mannsins.
Ræningi
ófundinn
TORE Dyrdahl, talsmaður Den
Norske Bank (DnB), vildi í samtali
við Morgunblaðið í gær hvorki stað-
festa né heldur neita því hvort
bankinn ætti í viðræðum um að
gerast kjölfestufjárfestir í Lands-
banka Íslands.
Valgerður Sverrisdóttir, við-
skiptaráðherra, staðfesti í liðinni
viku að norrænn banki ætti í við-
ræðum við HSBC-bankann í Lund-
únum en hann er ráðgjafi íslenska
ríkisins varðandi söluna á Lands-
bankanum.
„Ef svo vildi til að við hefðum
áhuga á að eignast hlut í Lands-
banka Íslands myndum við ekki tjá
okkur um það í fjölmiðlum,“ segir
Dyrdahl.
Den norske Bank er stærsti
banki Noregs með um 483 milljarða
norskra króna efnahagsreikning og
hjá honum starfa um 7.400 manns.
Norska ríkið á liðlega 47% hlut í
bankanum en stefnt er að því að
minnka eignarhlut ríksins í bank-
anum.
Landsbankinn
DnB neitar
ekki áhuga
á kaupum