Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 11
SÍFELLT fleiri ákveða nú að hefja
greiðslur í viðbótarlífeyrissparnað,
sér í lagi í ljósi þess að mótframlag
atvinnurekenda hækkar um helming
eftir áramót. Eftir þann tíma getur
fólk lagt 4% af tekjum sínum í við-
bótarlífeyrissparnað og fengið 0,4%
mótframlag frá ríkinu og 2% fram-
lag frá vinnuveitanda og verður þá
heildarframlag af launum í viðbót-
arlífeyrissparnað komið í 6,4%, ef
launþegi leggur fram 4%. Miðað við
150.000 króna mánaðarlaun nemur
sparnaðurinn þá 9.600 krónum á
mánuði en ráðstöfunartekjur á mán-
uði lækka hins vegar aðeins um
3.698 krónur.
Launþegar geta samið við ýmsar
fjármálastofnanir um að hefja slíkan
viðbótarlífeyrissparnað og nokkrir
af stærstu lífeyrissjóðunum hafa
séreignadeildir til ávöxtunar á líf-
eyrissparnaði. Fyrirtæki í verð-
bréfaþjónustu hafa einnig heimildir
til að taka við viðbótarlífeyrissparn-
aði og er hann geymdur þar í formi
fjárvörslusamninga. Bankar eru
bæði með fjárvörslusamninga og
innlán og þá bjóða líftryggingafélög-
in þennan sparnað í formi trygginga.
Ávöxtun sparnaðarins er auðvitað
misjöfn eftir því hvaða leið er valin
og þá skiptir einnig miklu hversu
mikil umsýslugjöld vörsluaðilar
taka. Á lífeyrisbókum bankanna er
ekki tekið umsýslugjald og séreigna-
deildir lífeyrissjóðanna taka yfirleitt
ekki slíkt gjald, en algengt er að
gjaldið sé um 0,5% í ávöxtunarleið-
um fjármálafyrirtækja. Launþegar
geta hins vegar þurft að greiða veru-
legar upphæðir í kostnað ef viðkom-
andi er heimsóttur af vátrygginga-
miðlara. Kaupþing hefur stofnað
nýjan sjóð sem ber nafnið Vista og
var settur sérstaklega á laggirnar
fyrir vátryggingamiðlara, sem heim-
sækja fólk til að veita ráðleggingar,
selja tryggingar og fá fólk til að taka
viðbótarlífeyrissparnað. Velji fólk
þann kost að leggja viðbótarlífeyr-
issparnað í Vistasjóðinn fara iðgjöld
fyrstu átta mánaða í kostnað og fer
greiðsla fyrstu sex mánaðanna í
söluþóknun til vátryggingamiðlara,
en tveir af þessum átta mánuðum
eru greiddir út við 60 ára aldur.
Miðað við 6,4% sparnað af 150.000
króna mánaðarlaunum nemur því
söluþóknunin til vátryggingamiðlara
alls 57.600 krónum og alls þarf laun-
þeginn að greiða 76.800 krónur í
kostnað en fær 19.200 til baka við 60
ára aldur. Þessar upphæðir hækka
síðan eftir því sem launin hækka,
þannig þarf einstaklingur með
300.000 mánaðarlaun að greiða vá-
tryggingamiðlurum 115.200 krónur í
söluþóknun, miðað við að iðgjöld
fyrstu sex mánaða renni til vátrygg-
ingamiðlarans.
Sjóðfélagar fá greiddan
lokabónus hjá Vista
Kaupþing býður síðan fólki sem
hefur samband beint við fyrirtækið,
með því að mæta á staðinn eða
sækja um á heimasíðu fyrirtækisins,
að legga sinn viðbótarlífeyrissparn-
að í sambærilegan sjóð og Vista. Þá
þurfa sjóðfélagar ekki að greiða
söluþóknun en borga hefðbundið
0,5% umsýslugjald sem tekið er af
ávöxtunarleiðum fjármálafyrir-
tækja.
Í tveimur sambærilegum bækl-
ingum sem Kaupþing gefur út, ann-
ars vegar um Vista lífeyrissparnað
og hins vegar um lífeyrissparnað
Kaupþings, kemur fram að um sömu
kjör er að ræða, fyrir utan söluþókn-
unina sem vátryggingamiðlarar fá
fyrir sölu á Vista. Samkvæmt töflum
í bæklingunum kemur fram að
ávöxtun í lífeyrissparnaði Kaup-
þings er heldur hagstæðari. Sam-
kvæmt því nemur ávöxtun sparnað-
arins eftir 20 ár 2.678.760 krónum á
lífeyrissparnaði Kaupþings, miðað
við 6% sparnað af 150.000 króna
mánaðarlaunum.
Sambærilegur sparnaður skilar
hins vegar 2.590.054 krónum hjá
Vista, sem er 88.706 krónum minna.
Hjá Vista fá sjóðfélagar hins vegar
greiddan lokabónus, ef sjóðurinn er
greiddur út eftir 60 ára aldur eða við
fráfall eða örorku, sem eftir 20 ára
sparnað nemur 97.323 krónum. Mið-
að við lokabónus er ávöxtunin á
Vista því hagstæðari sem nemur
8.617 krónum eftir 20 ára sparnað,
en hins vegar þarf launþegi að
greiða 57.600 krónur í upphafskostn-
að, miðað við sömu forsendur launa
og sparnaðar.
Vistasjóðurinn var settur á mark-
að í samkeppni við erlend fyrirtæki
eins og Sun Life sem selja söfnunar-
líftryggingar, en sum slíkra fyrir-
tækja taka allt að átján mánaða
greiðslu í kostnað. Vista er hins veg-
ar ekki söfnunarlíftrygging þó svo
að uppsafnaður sjóður greiðist út til
erfingja við fráfall sjóðfélaga.
Viðbótarlífeyrissparnaður hag-
stæðari en söfnunarlíftrygging
Samkvæmt útreikningum Hag-
deildar ASÍ frá 1999 var 2% viðbót-
arlífeyrissparnaður þá næstum
helmingi hagstæðari en Sun Life
sparnaðarleið með líftryggingu.
Miðað við að launatekjur hjóna væru
362.000 krónur á mánuði nemur
sparnaðurinn eftir 30 ár 6,1 milljón
króna með viðbótarlífeyrissparnaði,
að frádregnum sköttum, en 4,1 millj-
ón króna með sparnaðarleið Sun
Life. Þá voru ráðstöfunartekjur
meiri á mánuði í viðbótarlífeyris-
sparnaði og því gott ráðrúm til að
kaupa líftryggingu að auki, eftir því
sem fram kemur á heimasíðu ASÍ.
Tiltölulega einfalt er fyrir laun-
þega að gera samning um viðbót-
arlífeyrissparnað við fjármálastofn-
anir. Margir hafa fengið send heim
samningseyðublöð frá sínum við-
skiptabönkum eða lífeyrissjóðum,
sem einfalt er að fylla út og senda til
baka. Þá gerist það sjálfkrafa að
framlag launþega, ríkis og vinnu-
veitanda er lagt inn á reikning og
getur sjóðfélagi síðan fylgst með
ávöxtun sparnaðarins.
Verulegur kostnaður vegna viðbótarlífeyrissparnaðar hjá Vistasjóði Kaupþings
Iðgjöld fyrstu 6 mán-
aða fara í söluþóknun
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt
mann í tveggja mánaða fangelsi og
svipt hann ökurétti ævilangt, vegna
slyss sem hann varð valdur að und-
ir áhrifum áfengis.
Maðurinn ók bifreið sinni aftan á
aðra bifreið skammt frá Hellu í júní
í fyrra. Hinn bíllinn kastaðist út af
veginum og slasaðist ökumaður
hans alvarlega. Áfengismagn í blóði
mannsins mældist 1,82 prómill, en
blóðsýnið var tekið um einum og
hálfum tíma eftir slysið.
Maðurinn neitaði að hafa verið
undir áhrifum áfengis, en sagðist
hafa drukkið vín með mat kvöldið
fyrir áreksturinn, haldið áfram
áfengisdrykkju um nóttina og fram
á morgun og þá verið orðinn blind-
fullur. Hann hefði þá sofnað, en
vaknað aftur um hádegisbil.
Þá hélt maðurinn því fram, að
hann hefði drukkið um fimm hálfs-
lítra dósir af léttöli eftir að hann
settist undir stýri og loks nánast
tæmt eina bjórdós eftir árekstur-
inn.
Nýtur vafans um magnið
Í dómi Hæstaréttar segir að þeg-
ar litið sé til framburðar mannsins
um drykkju sína nóttina áður og
sama dag og hann ók, framburðar
hans um drykkju eftir slysið, mikils
áfengis í blóði og alls annars þyki
hafið yfir allan skynsamlegan vafa
að hann hafi við aksturinn verið
undir áhrifum áfengis í skilningi
umferðarlaga. Hann var þó látinn
njóta vafans um hversu mikið magn
áfengis yfir löglegum mörkum var í
blóði hans.
Maðurinn hefur áður verið
dæmdur og gengist undir sáttir
vegna ölvunaraksturs.
Tveggja mán-
aða fangelsi
fyrir ölvunar-
akstur