Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 13
BAUKAR og gíróseðlar frá Hjálp- arstarfi kirkjunnar berast nú inn á heimili landsmanna vegna ár- legrar jólasöfnunar. Sem fyrr er safnað fjármunum til neyð- arhjálpar og þróunarstarfs er- lendis og til verkefna á Íslandi. Að þessu sinni geta þeir sem styðja vilja Hjálparstarf kirkj- unnar tilgreint hvaða þátt starfs- ins þeir vilja helst styðja. Er hægt að merkja við reit á gíró- seðlinum og senda hann síðan til Hjálparstarfsins. Verkefnin eru: Afríka, hreint vatn. Indland, menntun barna. Palestína, mann- réttindavakt. Ísland, ýmiss konar aðstoð. Meðal verkefna sem Hjálp- arstarf kirkjunnar vinnur nú að erlendis er menntun barna og unglinga og fræðsla meðal dalíta, hinna lægst settu á Indlandi, vatnsöflun í Mósambik, heilsu- gæsla og skólastarf í Eþíópíu og mannréttindavakt í Palestínu. „Hjálparstarf kirkjunnar vinn- ur með fólki sem býr við örbirgð, áhrifaleysi og kúgun. Á undan- förnum árum hefur líf margra þeirra sem notið hafa aðstoðar frá Íslandi tekið stakkaskiptum. En það krefst staðfestu og eft- irfylgdar að efla fólk til sjálfs- hjálpar, skapa grunn að stöð- ugleika og tækifærum,“ segir m.a. í frétt frá Hjálparstarfinu. Þá kemur fram að jólasöfnunin sé aðalfjáröflun starfsins og að á henni byggist að miklu leyti möguleikar á aðstoð. Auk heims- endra gíróseðla liggja þeir frammi í bönkum og sparisjóðum. Einnig má koma framlagi gegn- um söfnunarsímann 907 2002. Jólasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar að hefjast Hægt að velja hvaða verkefni skal styrkt FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 13 Skyrtudagar fös., lau. og sun. 20% afsláttur af skyrtum UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að dóms- og kirkjumálaráðuneytinu hafi verið óheimilt að hafna beiðni tveggja kvenna frá Armeníu um frestun úr- skurðar um brottvísun þeirra úr landi þar til að dómur lægi fyrir í máli þeirra gegn íslenska ríkinu. Konunum var vísað úr landi 23. októ- ber sl. Umboðsmaður segir að þar sem konurnar hafi verið fluttar úr landi séu ekki forsendur til þess að um- boðsmaður beini sérstökum tilmæl- um til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins í tilefni af málum þeirra. Þeim tilmælum er hins vegar beint til ráðuneytisins að séð verði til þess að sambærilegum málum verði framvegis hagað í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í álitinu. Umboðsmaður telur þá afstöðu ráðuneytisins ekki hafa verið í sam- ræmi við lög að hafna beiðnum kvennanna um frestun brottvísunar úr landi á þeirri forsendu að ráðu- neytið hefði ekki lagaheimild til að taka beiðnirnar til efnislegrar með- ferðar. Hafnað sem flóttamönnum Armensku konurnar tvær komu til Íslands 21. október 2000 og höfðu vegabréfsáritun í fjóra daga. Þær sóttu síðar um hæli sem flóttamenn en útlendingaeftirlitið hafnaði því. Konurnar kærðu málið til dóms- og kirkjumálaráðuneytis sem staðfesti úrskurði útlendingaeftirlits 21. des- ember 2000. Konurnar höfðuðu þá mál á hendur íslenska ríkinu til ógildingar á úrskurðum ráðuneytis- ins og voru stefnur í málunum þing- festar í Héraðsdómi Reykjavíkur 6. september sl. Hæstiréttur vísaði máli kvennanna tveggja frá dómi 29. október sl. á þeirri forsendu að kon- urnar hafi þegar verið færðar úr landi þegar málið var tekið fyrir. Umboðsmaður Alþingis um dómsmálaráðuneytið Fór ekki rétt að í máli armenskra kvenna VAGNSTJÓRAR hjá Strætó bs. eru ósáttir við þá ákvörðun borgarráðs að opna á ný fyrir bílaumferð um Hafnarstræti til austurs og inn á Lækjargötu til suðurs. André Bach- mann, einn trúnaðarmanna starfs- manna Strætó, segir hættu á slysum aukast stórlega þegar farþegar muni ganga yfir Hafnarstrætið frá bið- skýli og yfir í strætisvagnana á stæði sem sérstaklega var gert fyrir þá. André segir að vagnarnir, sem fjöl- margir stöðvi við Hafnarstrætið samkvæmt leiðakerfinu, eigi einnig erfiðara með að halda tímaáætlun vegna umferðartafa. „Framkvæmdastjórinn okkar, Ás- geir Eiríksson, hafði lagt til við borg- aryfirvöld að opna ekki aftur fyrir umferð á þessum stað, þannig að strætisvagnarnir gætu áfram notið forgangs. Sagt er að opnað sé vegna verslana sem eru við götuna en eina verslunin sem heitið getur er Rammagerðin og þar á bakvið eru næg bílastæði. Aðalmálið eru far- þegarnir, sem eru á öllum aldri. Þeir eru vanir að ganga úr biðskýlinu út í vagnana og þarna á eftir að verða mikil slysagildra. Við skiljum ekki hvað borgaryfirvöld eru að fara með þessu,“ segir André. Hann telur umferðina tefjast enn frekar þar sem bílum verður aðeins heimilt að beygja til hægri inn á Lækjargötu, ekki fara beint áfram og upp Hverfisgötu. Þá undrast hann einnig að málið skuli ekki hafa farið fyrst fyrir samgöngunefnd borgarinnar heldur skipulags- og byggingarnefnd. Þvert á markmið Að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, framkvæmdastjóra Strætó, hefur stjórn byggðasamlagsins ekki fjallað um þetta mál en hann á jafnvel von á ályktun á næsta stjórnarfundi. Hann minnir á að sveitarfélögin sem standi að Strætó bs. hafi lýst því yfir að efla skuli almenningssamgöngur og auka forgang strætisvagna í umferðinni. Ákvörðun borgarráðs gangi þvert á þá yfirlýsingu. Vagnstjórar Strætó bs. ósáttir við opnun Hafnarstrætis á ný Aukin slysahætta og vagnar tefjast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.