Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SKIPULAGS- og bygginga-
nefnd hefur samþykkt að
kynna tillögudrög að endur-
skoðuðu deiliskipulagi Mjódd-
ar fyrir hagsmunaaðilum á
svæðinu. Eitt aðalmarkmið
deiliskipulagsvinnunnar er að
fjölga bílastæðum í nágrenni
verslunarmiðstöðvarinnar og
að ganga frá umhverfi svæð-
isins.
Skipulagssvæðið afmarkast
af Reykjanesbraut, Breið-
holtsbraut, Stekkjarbakka og
Álfabakka en fjöldi verslana
og þjónustufyrirtækja er með
starfsemi á svæðinu. Að sögn
Ágústu Sveinbjörnsdóttur,
hverfisstjóra hjá Borgar-
skipulagi, var upphafið að
endurskoðuninni það að kaup-
menn töldu að töluverður bíla-
stæðaskortur væri á svæðinu
sem væri bagalegt í harðn-
andi samkeppni um viðskipta-
vinina. „Því er verið að skoða
að byggja þarna bílastæði á
opnum palli austan megin við
aðal verslunarhúsin og vestan
megin er verið að tala um að
gera bílakjallara undir hluta
bílastæðanna. Þannig að
þarna er verið að auka bíla-
stæðafjöldann í Mjóddinni al-
mennt.“
Óskir um að stækka
kvikmyndahúsið
Hún segir einnig til skoð-
unar óskir um að stækka
kvikmyndahúsið en þar vilji
menn byggja sal til viðbótar.
Loks er einn óbyggður reitur
sem áður var ætlaður undir
heilsugæslustöð en að sögn
Ágústu er verið að leggja til
að þar komi íbúðarhús í takt
við það eina íbúðarhús sem
fyrir er.
Ágústa leggur áherslu á að
ekki sé um endanlegar tillög-
ur að ræða heldur einungis
drög sem að þessu sinni verða
kynnt fyrir hagsmunaaðilum
á svæðinu. Munu þeir fá tvær
vikur til að skoða drögin og
koma með ábendingar varð-
andi skipulagið. Í framhaldinu
verður svo unnin skipulagstil-
laga sem færi í almenna aug-
lýsingu þar sem almenningi
gefst kostur á að kynna sér
tillöguna og koma með ábend-
ingar og athugasemdir ef ein-
hverjar eru.
Bílastæðum fjölgað
Morgunblaðið/Þorkell
Kaupmenn telja þörf á fleiri bílastæðum vegna harðnandi samkeppni um viðskiptavini.
Mjódd
Unnið að nýju deiliskipulagi umhverfis verslunarmiðstöðina
FYRIRKOMULAG sam-
keppni um deiliskipulag
Garðabæjar, sem auglýst
verður í desember, hefur
vakið nokkurn kurr innan
arkitektastéttarinnar þar
sem keppnin verður blönd-
uð. Það þýðir að annars veg-
ar verður boðskeppni þar
sem fjórum arkitektum og
teiknistofum verður boðin
þátttaka gegn þóknun og
hins vegar opin hugmynda-
samkeppni.
Valdís Bjarnadóttir, for-
maður Arkitektafélags Ís-
lands, segir þetta fyrirkomu-
lag hafa verið mjög lítið
notað á Íslandi til þessa.
„Samkeppnisreglur Arki-
tektafélagsins bjóða hins
vegar upp á þetta. Blönduð
samkeppni er almennt séð
fyrst og fremst notuð til
þess að tryggja ákveðna
þátttöku,“ segir Valdís. Þeg-
ar hún er spurð um hvort
keppni af þessu tagi verði
ekki til að mismuna þátttak-
endum þar sem sumir fái
greitt fyrir þáttöku og aðrir
ekki og þeir fyrrnefndu geti
því unnið tillögur sínar betur
segir hún að þátttakendur
viti að hverju þeir gangi og
þeim beri engin skylda til
þátttöku. Þá gildi það sama
og um venjulegar keppnir
þar sem ekki er borgað fyrir
þátttöku.
„Keppendur eru þá í sömu
stöðu og í venjulegri
keppni,“ segir Valdís.
Fjórar gerðir
samkeppna
Hún segir mjög einstak-
lingsbundið hversu mikla
vinnu arkitektar leggi í til-
lögur sínar og segir það fara
eftir umfangi samkeppninn-
ar hvort þátttaka verði mikil
í samkeppnum.
Tegund samkeppni er
ferns konar. Almenn opin
keppni þar sem þátttakend-
ur alls staðar að úr veröld-
inni geta tekið þátt, boðs-
keppni þar sem einstökum
arkitektum er boðin þátt-
taka, tveggja þrepa keppni
þar sem tillögur eru unnar í
tveimur áföngum, og um-
rædd blönduð keppni.
„Arkitektafélagið vill al-
mennt hvetja til opinna sam-
keppna af því að þá eru
mestar líkur á að margar
mismunandi lausnir komi
inn og góður samanburður
fáist,“ segir Valdís. Sam-
keppnum hefur farið fjölg-
andi og undanfarið hafa þær
verið 3–5 á ári. Í flestum til-
fellum hafa samkeppnir leitt
til þess að vinningstillögur
hafa verið útfærðar og þykja
verk þessi hafa verið kjarn-
inn í framþróun í íslenskum
arkitektúr. Á heimasíðu
Arkitektafélags Íslands seg-
ir að við það að halda sam-
keppni öðlist verkkaupi
mjög víða sýn á viðfangsefn-
ið. „Um leið eru samkeppnir
hvati að frjórri hugsun, bæði
hjá verkkaupa og þátttak-
endum. Forsenda fyrir góð-
um arkitektúr er góður
verkkaupi og góður verk-
kaupi verður enn betri í kjöl-
far arkitektasamkeppni,“
segir jafnframt á síðunni.
Hvatt til op-
inna arkitekta-
samkeppna
Garðabær
ÞAÐ er ekki dónalegt lífið
hjá lífsglöðum krökkum
þegar snjókorn taka að falla
og hægt er að skemmta sér
við þeysireið á sleðum og
öðru tiltæku. Ekki vantar
snjóinn í höfuðborgina
þessa dagana og er ekki að
sjá annað en að ungviðið
kunni vel að meta þessa til-
breytni frá gráum og blaut-
um götunum. Þessi hópur
gerði sér mat úr góðri
sleðabrekku fyrir utan
Morgunblaðshúsið á dög-
unum og var ekki annað að
sjá en að fjörið væri í al-
gleymingi þegar þau
brunuðu niður brekkuna.Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Brunað
niður
brekkuna
Kringlan
BORGARRÁÐ hefur sam-
þykkt að borgin leysi til
sín lóðarréttindi og mann-
virki á lóð nr. 78 við Sól-
vallagötu. Er það mat
borgarlögmanns að borgin
hafi verið bótaskyld vegna
samþykktar deiliskipulags
þar sem gert var ráð fyrir
leikvelli á lóðinni.
Forsaga málsins er sú
að í júní árið 1999 sam-
þykkti borgarráð að gerð-
ur yrði leigusamningur við
lóðarhafa um lóðina þegar
núverandi hús hefði verið
fjarlægt og hafin yrði
bygging íbúðarhúss á lóð-
inni.
Deiliskipulagstillaga,
sem unnin var ári síðar
gerði ráð fyrir að á lóðinni
yrði byggt 300 fermetra
fjölbýlishús en vegna fjöl-
margra athugasemda
hagsmunaaðila var fallið
frá því. Í staðinn gerði
samþykkt deiliskipulag
ráð fyrir að á lóðinni kæmi
leikvöllur.
Borgin borgi
5,2 milljónir
Í millitíðinni höfðu lóð-
arhafar látið teikna bygg-
ingu á lóðinni í samræmi
við nýtingarhlutfall aðal-
skipulags og fyrstu hug-
myndirnar að deiliskipu-
laginu sem aldrei voru
samþykktar. Töldu lóðar-
hafar sig eiga bótarétt á
borgina enda höfðu þeir
verið með staðfest kaup-
tilboð í lóðina upp á
5.820.000 króna með þeim
réttindum sem henni
fylgdu.
Í bréfi borgarlögmanns
til borgarráðs kemur fram
að hann telur borgina
bótaskylda vegna málsins.
Samþykkt borgarráðs frá
því í júní 1999 um gerð
lóðarsamnings um lóðina
og uppbyggingu á henni
hafi verið ívilnandi stjórn-
valdsathöfn sem borgarráð
ógilti með samþykkt deili-
skipulagsins. Því beri
borgarsjóði að leysa lóðina
til sín enda sé nú gert ráð
fyrir að hún verði nýtt fyr-
ir leiksvæði.
Kemur fram í bréfinu að
samkomulag hafi tekist við
lóðarhafa um að Reykja-
víkurborg leysi til sín lóð-
arréttindin og trésmíða-
verkstæði sem á lóðinni er
fyrir 5,2 milljónir króna.
Hefur borgarráð með sam-
þykkt sinni fallist á það.
Borgin leysir til
sín lóðarréttindi
Vesturbær
FULLTRÚAR Sjálfstæðis-
flokksins í umhverfis- og heil-
brigðisnefnd Reykjavíkur-
borgar lögðu til á fundi
nefndarinnar í gær að fram-
kvæmdir við göngustíga í
grennd við hesthúsabyggð í
Víðidal yrðu endurskoðaðar
hið fyrsta með það að mark-
miði að skilja í sundur eins og
kostur er umferð hesta og fót-
gangandi. Í tillögunni sem
lögð var fram af Guðlaugi Þór
Þórðarsyni og Helgu Jó-
hannsdóttur segir að við end-
urskoðun skuli haft samráð
við Hestamannafélagið Fák
og Íslenska fjallahjólaklúbb-
inn.
Fáksmenn héldu fjölmenn-
an fund í síðustu viku þar sem
þeir lýstu áhyggjum sínum yf-
ir þróun reiðvegamála.
Vilja fresta
göngu-
stígum
Víðidalur
Framkvæmdir í
hesthúsahverfi
BÆJARRÁÐ Kópavogs hef-
ur samþykkt að veita afslátt á
leikskólagjöldum barns ef
systkini þess er í dagvistun
hjá dagmóður. Verður gjaldið
þá það sama og forgangshóp-
ar greiða.
Samþykktin gerir ráð fyrir
að barnið sem afsláttinn fær
sé eldra en eins árs. Að sögn
Sesselju Hauksdóttur, leik-
skólafulltrúa hjá Kópa-
vogsbæ, er talsvert um að
systkini séu í dagvistun hjá
dagmóður annars vegar og í
leikskóla hins vegar. „Það er
systkinaafsláttur í leikskólum
og það er líka systkinaafslátt-
ur ef tvö börn eru hjá dag-
móður. Það hefur verið bent á
að það sé óeðlilegt að þetta
gildi ekki líka þegar annað
systkinið er hjá dagmóður og
hitt í leikskóla,“ segir hún.
Tekur gildi um áramót
Sesselja segir að með þessu
fái eldra barnið, þ.e. barnið
sem er í leikskólanum, 35 pró-
sent afslátt af gjöldum sem sé
það sama og forgangshópar
greiði. Gerir samþykktin ráð
fyrir að afslátturinn verði
veittur frá næstu áramótum.
Reiknast systkinaafslátturinn
samkvæmt reglum um leik-
skóla og fer í gegn um það
kerfi.
Bæjarráð samþykkir nýja
reglu varðandi leikskólagjöld
Afsláttur ef
systkini er hjá
dagmóður
Kópavogur