Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 16
SUÐURNES
16 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
þrátt fyrir um það bil 6% meðaltals-
hækkun fasteignamats í bæjarfélag-
inu. Hækkun fasteignagjaldsins er
mismunandi eftir eignum. Sumar
hækka meira en aðrar minna. Önnur
hlutföll í álagningu fasteignagjalda
eru óbreytt svo og lóðarleiga en fast-
eignagjöld sem lögð eru á með fastri
krónutölu, svo sem sorphirðugjald,
eru óbreytt.
Flestar upphæðir í öðrum gjald-
skrám Reykjanesbæjar og stofnana
hans hækka um 5% frá því sem nú er.
Tekið tillit til bæjarbúa
Ellert Eiríksson bæjarstjóri segir
að það sé ekki nýtt að Reykjanesbær
nýti ekki heimildir til hækkunar út-
svarsálagningar. Útsvarið hafi verið
hækkað síðast en ákveðið sé að gera
það ekki nú. Hann segir að vissulega
megi færa rök fyrir því að bærinn
þurfi á hærra útsvari að halda, rétt
eins og önnur sveitarfélög. Rekstur
sveitarfélaga verði sífellt þyngri,
meðal annars vegna mikilla launa-
hækkana. Hins vegar sé eðlilegra að
láta þessar hækkanir koma fram með
jafnari hætti og taka tillit til hags-
muna bæjarbúa, eins og bæjarsjóðs.
Þess má geta að Reykjanesbær
fékk á þessu ári arð vegna breytingar
á Hitaveitu Suðurnesja í hlutafélag
og fær um 60 milljónir til viðbótar í
byrjun næsta árs. Ellert bæjarstjóri
segir að bæjarbúar njóti þessa í lægri
sköttum á næsta ári.
Varðandi óbreytta álagningu fast-
eignaskatts segir Ellert að álagning-
arprósentunni hafi verið haldið
óbreyttri um síðustu áramót, þótt þá
hafi mörg sveitarfélög hækkað. Nú
sé talið eðlilegt og sanngjarnt að hafa
sömu álagningarhlutföll þrátt fyrir
6% meðalhækkun fasteignamats.
Þetta komi að vísu misjafnlega við
fólk því fasteignamatið breytist mis-
munandi milli eigna. Megi færa rök
fyrir því að sum hús og lóðir hafi ver-
ið vanmetnar eignir og aðrar ofmetn-
ar og með fasteignamatinu hafi mis-
ræmi verið leiðrétt.
Mörg önnur sveitarfélög hafa verið
að hækka gjaldskrár sínar meira en
nemur þeirri 5% hækkun sem stefnir
í hjá Reykjanesbæ. Á þetta til dæmis
við um leikskólagjöld. Ellert segir í
þessu efni að leikskólagjöld hafi lengi
verið lægri í Reykjanesbæ en annars
staðar og stjórnendur Reykjanes-
bæjar séu ekki gefnir fyrir það að
dansa eftir ákvörðunum annarra.
Miðað við þróun mála að undanförnu
hafi þessi hækkun verið talin sann-
gjörn, bæði fyrir notendur þjónust-
unnar og bæjarsjóð.
Bullandi taprekstur
Kristmundur Ásmundsson bæjar-
fulltrúi segir að afstaða Samfylking-
arinnar komi fram á bæjarstjórnar-
fundi þegar gjaldskrárnar verði
teknar til afgreiðslu en fulltrúar
flokksins sátu hjá við atkvæða-
greiðslu um tillöguna í bæjarráði í
gær. Hann segir að vel geti verið að
nauðsynlegt sé að nýta betur heimild
til útsvarsálagningar en gert sé í til-
lögu meirihlutans, vegna þeirra
miklu fjárhagserfiðleika sem bærinn
eigi nú í. Bæjarsjóður hafi verið rek-
inn með bullandi halla, nema núna
vegna tilfallandi tekna sem komi til
vegna útgreiðslu á hluta af eign
Reykjanesbæjar í Hitaveitu Suður-
nesja. Hins vegar segir Kristmundur
að það sé ábyrgðarhluti að setja
meiri peninga í hendur meirihlutans,
hann hafi ekki farið svo vel með þá
hingað til.
Hann telur að almenn hækkun
gjaldskrár um 5% sé nokkuð eðlileg,
miðað við það sem almennt gangi og
gerist.
ÚTSVAR og fasteignagjöld verða
óbreytt í Reykjanesbæ á næsta ári,
frá því sem nú er, samkvæmt tillögu
fulltrúa meirihluta bæjarstjórnar
sem samþykkt var í bæjarráði í gær.
Óbreytt álagningarprósenta fast-
eignaskatts hefur í för með sér aukn-
ar álögur á suma húseigendur vegna
hækkunar fasteignamats frá síðasta
ári. Gjaldskrár fyrir þjónustu stofn-
ana bæjarins hækka almennt um 5%.
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa
þann hátt á að ákveða einu sinni á ári,
við gerð fjárhagsáætlunar, allar
skattaálögur og gjaldskrár komandi
árs. Bæjarstjóri auglýsir síðan gjöld-
in opinberlega. Bæjarráð hefur nú
samþykkt tillögu meirihluta Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
en fulltrúar Samfylkingarinnar sátu
hjá. Tillagan verður afgreidd endan-
lega á fundi bæjarstjórnar á næst-
unni.
Ekki nýtt heimild til hækkunar
Í tillögunni felst að útsvar verður
12,7% á næsta ári, sama hlutfall og í
ár. Reykjanesbær mun samkvæmt
því ekki nýta sér þá heimild til hækk-
unar útsvars um 0,33% sem veitt hef-
ur verið.
Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis
verður 0,36% og atvinnuhúsnæðis
1,65% Eru þetta sömu hlutföll og í ár
Lagt til að gjaldskrár Reykjanesbæjar hækki um 5%
Óbreytt útsvar og
fasteignaskattar
Reykjanesbær
GLATT var á hjalla á Hjallatúni í
gær þegar ömmu- og afadagur
var haldinn í sex af sjö leik-
skólum Reykjanesbæjar. Þetta
var í fyrsta sinn sem slíkur dagur
var haldinn í bænum og ekki ólík-
legt að úr verði árviss viðburður,
miðað við áhuga.
Margar ömmur og margir afar
heimsóttu barnabörnin á Hjalla-
túni. Þau hlustuðu á söng
barnanna, léku við þau og þáðu
kaffiveitingar.
Allir virtust skemmta sér vel,
ungir sem gamlir og voru sam-
mála um að vel hefði tekist til.
Sigríður Óskarsdóttir, amma
Magna Ásgrímssonar, sagði að
framtaki væri gott. „Það er búið
að vera gaman. Mér finnst að
þetta megi verða árlegur við-
burður,“ sagði Sigríður.
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Börnin á leikskólanum Hjallatúni í Njarðvík sungu Hátt uppi í fjöllunum fyrir ömmur sínar og afa.
Glatt á
Hjalla
Morgunblaðið/Sigríður Hjálmarsdóttir
Magni Ásgrímsson og Sigríður Óskarsdóttir, amma hans, teiknuðu.
Reykjanesbær
TUGIR manna hafa sýkst af
slæmum augnvírusi sem herjað
hefur á íbúa Reykjanesbæjar og
nágranna undanfarnar vikur. Í
einum grunnskólanum, að
minnsta kosti, hefur verið gripið
til þess ráðs að láta nemendur og
starfsfólk þvo sér ótt og títt um
hendurnar, til að reyna að draga
úr útbreiðslu sjúkdómsins sem nú
er í rénun.
Augnvírusinn, sem mun vera
slæmur kvefvírus, stakk sér fyrst
niður í Reykjanesbæ fyrir um það
bil sex vikum, að sögn Kristmund-
ar Ásmundssonar, yfirlæknis hjá
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Augu fólks sem smitast verða eld-
rauð og bólgin og fólk fær slæman
sviða og útferð. Vírusinn fer síðan
gjarnan í hitt augað. Segir Krist-
mundur að fólk eigi að leita sér
læknis þegar það verður vart við
einkennin. Fólk á yfirleitt í þessu
vandamáli í 2–3 vikur og gengur
stundum með lepp fyrir auga.
Hann segir að vírusinn sé ekki
mjög alvarlegur. Þó hafi komið
fyrir að fólk hafi fengið ský á sjón-
himnu og bólgur í lithimnu og þá
þurfi að leita til augnlæknis.
Tugir manna hafa sýkst í
Reykjanesbæ og nágrenni og
áætlar yfirlæknirinn að talan sé á
milli 40 og 50. Vírusinn smitast við
snertingu og hafa meðal annars
tveir læknar á heilsugæslustöð-
inni fengið hann. Það er fólk á öll-
um aldri sem fengið hefur
slæmskuna í augun. Tekur Krist-
mundur fram að faraldurinn sé í
hraðri rénun.
Þvo sér oft um hendurnar
Vírusinn stingur sér niður í
skólunum, eins og annars staðar.
Jónína Guðmundsdóttir, aðstoð-
arskólastjóri Holtaskóla, segir að
bæði nemendur og starfsfólk hafi
fengið hann í augun. Ekki hafi þó
verið talin þörf á að halda nem-
endum eða starfsfólki heima
vegna þessa, nema í undantekn-
ingartilvikum.
Í Holtaskóla var gripið til þess
ráðs að dreifa handþvottakremi
víða um húsið og láta starfsfólk og
nemendur þvo sér ótt og títt um
hendurnar til þess að reyna að
draga úr útbreiðslu vírussins.
Tugir manna sýkst af augnvírusi
Þvo sér ótt
og títt um
hendurnar
Reykjanesbær
FERÐAMÁLASAMTÖK Suður-
nesja efna til kirkjuskoðunardags á
Reykjanesi næstkomandi sunnudag,
í samvinnu við sóknarpresta.
Verða þá til sýnis og sóknar fimm
kirkjur sem byggðar eru á nítjándu
öld. Eru þetta elstu kirkjurnar á
svæðinu. Vakin er athygli á að sér-
stakur byggingarstíll einkennir þær,
hverja á sinn hátt, og að allar eiga
þær merka sögu. Kirkjurnar eru:
Kálfatjarnarkirkja á Vatnsleysu-
strönd, Innri-Njarðvíkurkirkja, Út-
skálakirkja í Garði, Hvalsneskirkja
við Sandgerði og Kirkjuvogskirkja í
Höfnum.
Kirkjurnar verða opnar frá kl. 13
til 17 á sunnudag. Á þeim tíma verð-
ur veittur fróðleikur um kirkjurnar
og sögu þeirra.
Haldnar aðventumessur
og aðventustundir
Aðventumessur verða í Útskála-
kirkju klukkan 14 og Hvalsneskirkju
kl. 17. Aðventustund verður í Kálfa-
tjarnarkirkju kl. 17. Eftir messu í
Útskálakirkju heldur kvenfélagið
Gefn í Garði basar í safnaðarheim-
ilinu. Víða verður kaffi á könnunni.
Í fréttatilkynningu frá Ferða-
málasamtökunum er vakin athygli á
þessu tækifæri Suðurnesjamanna til
að skoða nágrannakirkjur og sækja
aðventumessur í næstu sókn. Einnig
eru íbúar höfuðborgarsvæðisins
hvattir til að leggja land undir fót og
skoða sjávarbyggðakirkjur á
Reykjanesi.
Fimm elstu
kirkjurnar opn-
ar til skoðunar
Reykjanes
PÁLL Óskar Hjálmtýsson baritón
og Monika Abendroth hörpuleikari
halda tónleika í Njarðvíkurkirkju í
kvöld, föstudagskvöld, klukkan
20.30. Á tónleikunum flytja Páll Ósk-
ar og Monika lög af nýrri plötu sinni
auk þess sem þau krydda dagskrána
með þekktum lögum í flutningi Páls
Óskars, nú í hörpuútsetningum.
Miðar verða seldir við innganginn
og kosta 1.200 kr.
Páll Óskar og
Monika með
tónleika
Njarðvík
TVÍTUGUR maður var dæmdur í
þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í vikunni fyrir að stela
tækjum úr tveimur bílum í Grinda-
vík. Fullnustu refsingarinnar var
frestað og fellur hún niður eftir tvö
ár haldi maðurinn almennt skilorð.
Maðurinn, sem einnig var dæmd-
ur til að borga allan kostnað sakar-
innar, játaði sakargiftir greiðlega.
Honum var gefið að sök að hafa í
apríl sl. stolið úr tveimur bifreiðum
Black & Decker hjólsög, MVP sup-
erline hleðslutæki, járnsög, tveimur
hömrum, tveimur bogsögum, lóð-
byssu, Wacker múrbrotsfleyg, Tip
rafmagnsborvél, Kinzo slípijuðara,
Agojama slípirokk og dráttarbeisli.
Dæmdur
fyrir að stela
tækjum
Grindavík
♦ ♦ ♦