Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
24 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSLEYFI verðbréfafyrir-
tækisins Burnham International á
Íslandi hf. var afturkallað fyrr í vik-
unni og var skrifstofum fyrirtækis-
ins lokað í framhaldinu. Forsvars-
menn Burnham hafa greint frá því
að fyrirtækinu hafi gengið ágætlega
í byrjun síðasta árs en markaðsþró-
unin hafi síðan verið á móti því. Tap
af rekstrinum hafi verið langvarandi
þótt reynt hafi verið að bæta ástand-
ið allt þetta ár. Eins og markaðurinn
hafi verið, sérstaklega eftir 11. sept-
ember, hafi það verið mjög erfitt.
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að meginástæðan fyrir erfið-
leikum Burnham International á Ís-
landi séu kaup fyrirtækisins á
hlutabréfum í bresku netfyrirtæki
fyrir um eina milljón sterlingspunda,
jafngildi rúmlega 150 milljóna ís-
lenskra króna. Þetta mun að mestu
vera tapað fé, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Kaupin á hluta-
bréfum þessa netfyrirtækis voru á
genginu u.þ.b. 50 en fljótlega féll
gengi bréfanna niður í um 5.
Burnham keypti umrædd hluta-
bréf fyrir lánsfjármagn. Beint tap
fyrirtækisins er a.m.k. 130–140 millj-
ónir króna, ef einungis er litið til
lækkunar á gengi bréfanna. Það er
hærri fjárhæð en þær u.þ.b. 90 millj-
ónir sem fyrirtækið þurfti að eiga að
lágmarki í eigin fé, þ.e. 8% af
áhættugrunni, samkvæmt lögum um
verðbréfaviðskipti. Ástæða þess að
viðskiptaráðuneytið afturkallaði
starfsleyfi Burnham fyrr í vikunni
var einmitt sú að eiginfjárhlutfall
fyrirtækisins var undir lágmarks-
kröfum laga um verðbréfaviðskipti
varðandi eigið fé.
Þegar Burnham International á
Íslandi var stofnað sagði Jon Burn-
ham, forstjóri og stjórnarformaður
Burnham Securities í New York og
stjórnarmaður í Burnham Internat-
ional á Íslandi, að fyrirtækið myndi
innleiða nýjungar á íslenskum fjár-
málamarkaði. Þær nýjungar náðu
hins vegar ekki að setja mark sitt á
markaðinn á þeim rúmu tveimur ár-
um sem fyrirtækið hefur verið starf-
rækt hér á landi.
Burnham tekur yfir Handsal
Verðbréfafyrirtækið Burnham
International á Íslandi hf. tók yfir
verðbréfafyrirtækið Handsal hf. um
mitt ár 1999. Burnham Securities í
New York eiga 36% hlut í fyrirtæk-
inu. Guðmundur Franklín Jónsson,
sem starfar sem einn af fram-
kvæmdastjórum Burnham Securit-
ies í New York, á 40% í fyrirtækinu
og er jafnframt stjórnarformaður
þess. Afgangurinn af hlutafé félags-
ins, 24%, er í eigu 61 hluthafa. Þar á
meðal eru fyrrverandi eigendur
Handsals.
Stjórnarmenn í Burnham Inter-
national á Íslandi auk Guðmundar
Franklín eru Davíð Scheving Thor-
steinsson, Jon Burnham, Sigrún Ey-
steinsdóttir, framkvæmdastjóri
Burnham International á Íslandi, og
Ingvar J. Karlsson framkvæmda-
stjóri.
Tap af rekstri Handsals
Tilkynnt var til Verðbréfaþings
Íslands í júní 1999 að nafni Handsals
hefði verið breytt í Burnham Int-
ernational á Íslandi, en Handsal var
þingaðili á VÞÍ. Um þremur mán-
uðum áður hafði VÞÍ sent Handsali
tilkynningu þar sem fyrirtækinu var
gefinn skammur frestur til að ráða
bót á kröfum um lágmarks eigið fé.
Verðbréfafyrirtækið Handsal var
stofnað í janúar 1991. Fyrirtækið var
rekið með tapi fjögur ár í röð, frá
1995 til 1998, áður en Burnham tók
það yfir. Í byrjun árs 1998 hafði
hlutafé Handsals verið fært niður og
aukið að nýju, vegna ónógrar eigin-
fjárstöðu.
Góð afkoma á fyrsta ári
Fyrstu fréttir af afkomu Burnham
International á Íslandi voru á þá
lund að tapi hefði verið snúið í hagn-
að. Sex mánaða uppgjör Burnham á
árinu 2000 skilaði rúmlega 85 millj-
óna króna hagnaði. Tapið á sama
tíma árið áður hafði verið rúmar 30
milljónir, sem sagt var að mætti að
nær öllu leyti rekja til þess tíma áður
en Burnham keypti Handsal. Um-
skipti á rúmlega einu ári frá því því
Burnham tók til starfa voru því hátt í
120 milljónir króna.
Á þessum tíma, þ.e. um mitt ár
2000, var eigið fé Burnham Inter-
national á Íslandi 177 milljónir og
eiginfjárhlutfallið 16,7%. Ávöxtun
eigin fjár fyrstu 6 mánuði ársins
2000 var tæp 50%.
Afkoma Burnham á árinu 2000 var
ekki birt opinberlega en ljóst er að
frá því greint var frá hagnaðinum
um mitt árið fór að halla undan fæti.
Veltu- eða fjárfestingarbók
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins voru kaup Burnham Int-
ernational á Íslandi á hlutabréfunum
í breska netfyrirtækinu, sem að
framan greinir og mikið tap varð á,
færð á svonefnda veltubók fyrirtæk-
isins. Lækkun á gengi hlutabréfa
breska fyrirtækisins kom því strax
fram í bókhaldi Burnham. Hugsan-
lega hefði verið hægt að framlengja
líf Burnham eitthvað ef hlutabréfin
hefðu verið færð í svonefnda fjár-
festingarbók, í þeirri von að gengi
þeirra myndi einhvern tíma hækka,
og ef það hefði verið ætlun fyrirtæk-
isins að eiga bréfin.
Áberandi í fjármálaheiminum
Burnham-fjölskyldan hefur lengi
tengst fjármálum. I.W. Burnham,
faðir Jons Burnham, stofnaði Burn-
ham & Company árið 1935. Fyrir-
tækið dafnaði ágætlega. Árið 1972
keypti það annað verðbréfafyrir-
tæki, Drexel Firestone, og voru fyr-
irtækin tvö sameinuð. Fimm árum
síðar gekk fyrirtækið til samstarfs
við belgískan banka, Banque Brux-
elles Lambert, og úr varð verðbréfa-
fyrirtækið Drexel Burnham Lam-
bert. Það átti eftir að vekja mikla
athygli og vaxa gífurlega á áratugn-
um þar á eftir en nálægt 12.000
manns störfuðu hjá fyrirtækinu þeg-
ar mest var. Mesta athyglin sem fyr-
irtækið vakti kom þó ekki til af góðu.
Einn frægasti starfsmaður Drexel
Burnham Lambert var ungur verð-
bréfamiðlari, Michael R. Milken að
nafni. Hans er minnst fyrir að hafa
þróað leið til að skapa markað fyrir
svokölluð skuldabréf með mikilli
óvissu, sem á ensku nefnast „junk
bonds“. Á níunda áratug síðustu ald-
ar var Michael R. Milken ókrýndur
konungur slíkra viðskipta og velti
hundruðum milljarða dollara á fáum
árum.
En Milken rataði af vegi dyggð-
arinnar. Hann var kærður fyrir
óheiðarlega viðskiptahætti og inn-
herjaviðskipti árið 1988, og dæmdur
til fangelsisvistar og greiðslu á sekt
og málskostnaði upp á rúman einn
milljarð dollara. Engu að síður var
Milken auðugur maður á eftir.
Í framhaldi af þessum hremming-
um lenti Drexel Burnham Lambert-
fyrirtækið í vandræðum og var tekið
til gjaldþrotaskipta árið 1990, en
jafnframt lentu fleiri aðilar í Banda-
ríkjunum í vandræðum vegna þessa
máls. I.W. Burnham var hættur af-
skiptum af stjórn fyrirtækisins er til
þessa kom, en hann var forstjóri
Drexel Burnham Lambert til ársins
1976 og stjórnarformaður til 1984, er
hann seldi meginhlutann af hluta-
bréfum sínum í fyrirtækinu.
Burnham Securities var stofnað
árið 1989. Hjá fyrirtækinu starfa um
80 manns og eins og áður segir er
Jon Burnham, forstjóri og stjórnar-
formaður.
Nýjungar á fjármálamarkaði
Jon Burnham sagði í samtali við
Morgunblaðið 15. apríl 1999, þegar
greint hafði verið frá fyrirhuguðum
kaupum Burnham Securities á
Handsali hf. ásamt Guðmundi
Franklín Jónssyni, að Burnham fjöl-
skyldan hefði alltaf haft áhuga á að
gera eitthvað nýtt. Hann sagði að
þetta væri í fyrsta sinn sem banda-
rískt verðbréfafyrirtæki, sem starf-
aði í New York, opnaði útibú á Ís-
landi, sem honum fyndist áhugavert.
Gamla Burnham-fyrirtækið hefði
einmitt verið fyrst bandarískra verð-
bréfafyrirtækja til að setja upp útibú
erlendis.
Jon Burnham sagði einnig að með
kaupunum á Handsali væri í raun að-
eins verið að kaupa húsnæði, hús-
gögn, tölvur og slíkt. Því fylgdu eng-
ar skuldbindingar sem tilheyrðu
Handsali og því yrði alveg um nýtt
fyrirtæki að ræða. Með kaupunum
hefði hins vegar ekki þurft að byrja
frá grunni.
Spurður um framtíðarsýn hins
nýja fyrirtækis, Burnham Internat-
ional á Íslandi, sagðist Jon Burnham
viss um að fyrirtækið myndi innleiða
einhverjar nýjungar á íslenskum
fjármálamarkaði. Fyrirtækið muni
geta haft „opinn glugga“ inn á fjár-
málamarkaðinn í Wall Street vegna
tengsla við móðurfyrirtækið í New
York. „Hér munu verða til reiðu upp-
lýsingar um t.d. fjárfestingarkosti í
Bandaríkjunum með greiðari hætti
en áður. Eins getum við innleitt ýms-
ar nýjar leiðir við að ganga frá fjár-
mögnun fyrirtækja. Ég held að það
muni koma ýmsar nýjungar fram
með tímanum,“ sagði Jon Burnham.
Hann bætti og við að með tengsl-
unum við Bandaríkin myndi ef til vill
koma hingað til lands einhver amer-
ísk hugvitssemi.
Viðskiptavinir skaðast ekki
Sigurmar Albertsson hrl. hefur
verið skipaður skiptastjóri Burnham
International á Íslandi, til að taka við
rekstri félagsins og standa vörð um
hagsmuni þeirra sem réttindi eiga á
hendur félaginu.
Guðmundur Franklín Jónsson
sagði í samtali við Morgunblaðið að
viðskiptavinir Burnham Internation-
al á Íslandi mundu ekki skaðast af
slitum félagsins. Hluthafar mundu
hins vegar tapa öllu sem þeir hefðu
lagt í fyrirtækið.
Burnham International á Íslandi hf. náði ekki að innleiða nýjungar eins og að var stefnt
Kaup í netfyrirtæki
gerðu útslagið
Morgunblaðið/Golli
Halla fór undan fæti hjá Burnham á Íslandi eftir um eins árs starfsemi.
Óhagstæð markaðs-
þróun er meginástæða
þess að starfsleyfi
Burnham International
á Íslandi hf. hefur verið
afturkallað. Stóran
þátt eiga þó kaup fyrir-
tækisins á hlutabréfum
í bresku netfyrirtæki
fyrir um ári. Tap
Burnham vegna þeirra
kaupa er að lágmarki
130–140 milljónir króna.
SLÁTURFÉLAG Suðurlands, SS,
var rekið með 103 milljóna króna tapi
fyrstu níu mánuði ársins samanborið
við 8 milljóna króna hagnað á sama
tímabili í fyrra. Tap af reglulegri
starfsemi nam 114 milljónum króna
en 15 milljóna króna hagnaður var á
sama tímabili í fyrra.
Helstu skýringar á verri afkomu
félagsins er að finna í auknum fjár-
munagjöldum, úr 33 milljónum í 122
milljónir. Samkvæmt upplýsingum
frá SS stafar aukningin af lækkun
krónunnar og niðurfærslu hluta-
bréfaeignar.
Rekstrartekjur SS námu 2.353
milljónum króna samanborið við
2.243 milljónir á sama tímabili í fyrra.
Rekstrargjöldin námu 2.238 milljón-
um en voru 2.094 milljónir á sama
tímabili í fyrra.
Veltufé frá rekstri lækkar úr 134
milljónum í 79 milljónir en eiginfjár-
hlutfallið er 43%.
Í tilkynningu til Verðbréfaþings
Íslands kemur fram að afkoma fé-
lagsins á fyrstu níu mánuðum ársins
2001 sé óviðunandi og einkennist af
mikilli verðsamkeppni sem hafði nei-
kvæð áhrif á afkomu félagsins, auk
gengistaps og kostnaðarhækkana.
„Fjárhagsstaða Sláturfélagsins er þó
sterk, jafnframt því sem markaðs-
hlutdeild félagsins er að vaxa á kjöt-
markaðnum. Afkoma Sláturfélagsins
hefur undanfarin ár verið best á síð-
asta ársfjórðungi. Þetta stafar m.a. af
afkomu afurðadeildar en umsvif
hennar aukast við haustslátrun sauð-
fjár en mikil aukning var í sauðfjár-
slátrun hjá Sláturfélaginu í haust
sem leiðir til betri nýtingar á slát-
urhúsum félagsins. Gripið hefur verið
til hagræðingaraðgerða til að draga
úr útgjöldum auk þess sem fjárfest-
ingar í varanlegum rekstrarfjármun-
um verða enn dregnar saman á
næstu misserum. Gert er ráð fyrir að
framangreindar aðgerðir og aðstæð-
ur á markaði muni leiða til bættrar
afkomu Sláturfélagsins á síðasta árs-
fjórðungi, en þó ekki nægjanlega til
þess að hagnaður verði á árinu 2001,“
segir ennfremur í tilkynningu til VÞÍ.
Umskipti til hins verra hjá
Sláturfélagi Suðurlands
Tilboð:
Ef keyptar eru þrjár vörur frá Chicco fylgir vegleg
taska með baðvörum að verðmæti 1.995 kr.*
*meðan birgðir endast
ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA
OG NÆRA MEÐ BARNAVÖRUNUM
FRÁ CHICCO
Hvar sem barn er að finna
leikföng
umönnunarvörur
baðvörur