Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 28

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 28
ERLENT 28 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTU munaði að Sádí-Arab- inn Osama bin Laden færist í einni af stýriflaugaárásum Bandaríkja- hers í lok október en þá var bin Laden staddur næturlangt í búðum al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna í útjaðri Kabúl. Virðist sem útsend- arar bin Ladens hafi gert honum viðvart, um að stýriflaugaárás væri yfirvofandi, og hvarf hann skyndi- lega úr búðunum um miðja nótt. Um þremur klukkustundum eftir brottför hans voru búðirnar síðan lagðar í rúst, þegar stýriflaugarnar hittu skotmörk sín. Frá þessu er greint í nýjum pistli breska blaðamannsins Tim Judah á heimasíðu virtrar rannsóknar- stofnunar, Institute for War and Peace Reporting, www.iwpr.net. Judah, sem unnið hefur fyrir BBC og ritað hefur bækur um átökin á Balkanskaga, er staddur í Kabúl. Hann hefur eftir ungum liðsmanni al-Qaeda, Amin að nafni, að um 120 lífverðir hafi fylgt bin Laden er hann kom til Beni Hissar-búðanna í útjaðri Kabúl. Mun bin Laden hafa sagt Abdul Aziz, súdönskum liðs- manni al-Qaeda sem stýrði búðun- um, að hann hygðist halda áfram ferð sinni kl. átta morguninn eftir. „En í staðinn vaknaði hann klukk- an fimm, fór með bænir sínar og hafði sig á brott,“ segir Amin. Var Amin og öðrum al-Qaeda-liðsmönn- um skömmu síðar sagt að forða sér einnig því von væri á flugskeyta- árás. Virðist þetta benda til að bin Laden hafi aðgang að afar traust- um upplýsingum um hernaðarað- gerðir Bandaríkjamanna. Fékk 120 dollara fyrir fram- lag sitt til málstaðarins Sagði Amin að þrátt fyrir að Bandaríkjamenn hefðu mjög snemma eyðilagt allar loftvarnir talibana í Afganistan hefðu íbúar Beni Hissar-búðanna fengið reglu- lega viðvaranir um yfirvofandi árásir. Mun þetta skýrast af því að erlendir liðsmenn al-Qaeda-hreyf- ingar bin Ladens búa yfir háþró- uðum tækjabúnaði, svokölluðum Codan-samskiptatækjum sem starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og erlendir hjálparstarfsmenn nota gjarnan á hættustöðum eins og Afganistan. Gerir tækjabúnaður- inn það að verkum, að í hvert sinn sem liðsmaður al-Qaeda sér her- þotur sem búnar eru stýriflaugum nálgast þarf hann ekki annað en til- kynna í Codan-tæki sitt hvar þær eru staddar og hvert þær stefni. Amin sagðist hafa komið til Beni Hissar eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september ásamt 14 öðrum afg- önskum starfsmönnum mennta- málaráðuneytis talibanastjórnar- innar. Var þeim ætlað að taka við ýmsum verkum sem svokallaðir „afganskir arabar“ höfðu áður sinnt í búðunum. Áttu arabarnir að fara og berjast í stríðinu sem þá var yfirvofandi. Amin fékk það verk- efni að fara með fjármál búðanna og kveðst hann hafa undrast mjög hversu bæði arabarnir og Afgan- arnir, sem voru í búðunum, fengu vel borgað fyrir störf sín. Fengu Afganarnir greidda 120 Banda- ríkjadali fyrir sitt framlag til mál- staðar al-Qaeda, eða um árslaun háskólaprófessors í Kabúl. Arab- arnir fengu enn meira, að sögn Am- ins. Segir hann að auðlegð arab- anna hafi þýtt að þeir tóku ekki við skipunum frá varnarmálaráðuneyti talibana heldur þvert á móti – oft voru það arabarnir sem lögðu línur í stríðinu við Bandaríkjamenn og Norðurbandalagið. Hársbreidd frá því að bana bin Laden? Reuters Þyrla af gerðinni SH-60 Seahawk baðar sig í kvöldsólinni en Bandaríkjamenn hafa beitt bæði herþyrlum og herþotum í leitinni að Sádí-Arabanum Osama bin Laden, höfuðpaur al-Qaeda-samtakanna. ’ Fór með bænirsínar og hafði sig á brott ‘ NOKKRIR af hæst settu mönnum al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osama bin Ladens, og nokkur hundruð dyggustu hermanna hreyfingarinnar hafa verið felldir eða handsamaðir í átökunum í Afganistan, að sögn bandarískra embættismanna. Fullyrða þeir að árásir Bandaríkjahers og sókn Norðurbandalagsins hafi lamað samskiptanet bin Ladens, bæði innan Afganistans og um allan heim. Dagblaðið Los Angeles Times greindi frá því í gær að tekist hefði að handsama einn af forystumönn- um al-Qaeda, sem jafnframt er sonur Sheik Omar Abdel Rahman, blinds klerks sem dæmdur var árið 1995 fyrir að hafa lagt á ráðin um sprengjutilræðið í World Trade Center í New York árið 1993. Að sögn blaðsins stjórnaði Ahmad Abdel Rahman, sem er 35 ára, þjálfunarbúðum fyrir hryðjuverka- menn í Afganistan og var virkur við að fá nýja meðlimi til liðs við hreyfinguna. Hermenn Norður- bandalagsins munu hafa haft hend- ur í hári hans, en vangaveltur eru uppi um að hann og fleiri al-Qaeda- liðar verði fluttir til einhverrar af bækistöðvum Bandaríkjahers á Kyrrahafssvæðinu. Gætu framið hryðjuverk sem þegar hafa verið skipulögð Þúsundir liðsmanna al-Qaeda leika enn lausum hala í Afganistan og hermt er að þeir séu flestir reiðubúnir að berjast til síðasta manns. Þeir eru jafnframt sagðir hafa hótað hermönnum talibana líf- láti, hyggi þeir á uppgjöf. Þar að auki er óttast að al-Qaeda-liðar ut- an Afganistans séu enn færir um að framkvæma hryðjuverk, sem hugsanlega hafa þegar verið skipu- lögð, þó þeir geti ekki náð sam- bandi við æðstu leiðtoga samtak- anna. Talið er að 4.000 til 5.000 erlend- ir bardagamenn með tengsl við bin Laden eða al-Qaeda hafi verið í Afganistan áður en bandamenn hófu árásir á landið 7. október síð- astliðinn. Þeir hafa í flestum til- vikum dvalist og barist með her- sveitum talibana. AP-fréttastofan hafði í gær eftir ónafngreindum embættismanni í bandaríska varn- armálaráðuneytinu að nokkur hundruð þessara erlendu málaliða hefðu fallið á síðustu vikum og að Bandaríkjaher teldist svo til að sjö af foringjum al-Qaeda væru látnir. Sá hæst setti þeirra er Mo- hammed Atef, annar af nánustu ráðgjöfum bin Ladens, sem féll í loftárás Bandaríkjahers nálægt Kabúl um miðjan mánuðinn. Atef er talinn hafa skipulagt mörg hryðjuverk, þar á meðal sprengju- tilræðin við sendiráð Bandaríkj- anna í Kenýa og Tansaníu árið 1998 og árásirnar 11. september. Hermt er að tveir menn, Sayf al- Adl og Abd al-Aziz al-Jamal, hafi tekið við hlutverkum Atefs og séu því komnir ofarlega á lista yfir þá menn sem Bandaríkjaher vill helst koma höndum yfir. Þá eru að minnsta kosti tveir aðrir úr innsta hring al-Qaeda, Egyptarnir Mo- hammed Salah og Tariq Anwar al- Sayyid Ahmad, taldir hafa fallið í sprengjuárás Bandaríkjahers ná- lægt bænum Khowst í austurhluta Afganistans. Flestir þeirra liðsmanna al- Qaeda sem enn eru á lífi og ekki hafa verið handsamaðir eru taldir hafast við á afmörkuðum svæðum austur af Kandahar og suður af Kabúl. Sveitir þeirra eru sagðar eiga erfitt með að hafa samskipti innbyrðis og við liðsmenn í öðrum löndum, vegna árása bandamanna og sóknar Norðurbandalagsins. Bandaríkjaher leggur höfuð- áherslu á að fella eða handsama forystumenn hreyfingarinnar og rjúfa boðskiptaleiðir. Nokkrir for- ystumanna al-Qaeda sagðir fallnir AP Sérsveitarmenn úr Bandaríkjaher að störfum í Mazar-e-Sharif í gær. Kabúl, Washington. AFP, AP, Los Angeles Times. ÍTALSKA lögreglan hefur handtekið þrjá Norður-Afríkumenn, sem hún telur vera félaga í al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Ladens. Mennirnir eru Yassine Chekkouri frá Marokkó, Nabil Banattia frá Tún- is og Hafed Remadna frá Alsír. Eru þeir allir 35 ára. Eru þeir sakaðir um að hafa haft undir höndum sprengi- efni og eiturefni og fölsk skilríki. „Við teljum, að þessir menn séu út- sendarar bin Ladens á Norður-Ítalíu og meginverkefni þeirra hafi verið að afla nýrra liðsmanna,“ sagði Mass- imo Mazza, háttsettur maður í þeirri deild lögreglunnar, sem berst gegn hryðjuverkum. Saksóknarar segja, að einnig sé fjórða mannsins leitað, Abdelkadir Es Sayed frá Egypta- landi, en talið er, að hann sé farinn frá Ítalíu. Eru handtökurnar í tengslum við rannsókn á hryðju- verkahópi, sem nú hefur verið upp- rættur, en hann var undir forystu Essid Sami Ben Kamis, manns frá Túnis. Hefur hann verið í fangelsi í Mílanó frá því í apríl. Fylgst hafði verið með mönnunum um nokkurt skeið og símtöl þeirra hleruð. Samfara handtökunum var gerð húsleit í tveimur moskum eða múslímamiðstöðvum í Mílanó. Sagðir félagar í al-Qaeda Róm. AFP. Handtökur og húsleit í moskum á Ítalíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.