Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 31

Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 31 • Náttföt frá kr. 2.400. • Skyrtur kr. 1.990. • Einlit polyester-slifsi kr. 800. • Silki-slifsi kr. 2.200. • Leðurhanskar kr. 2.900. • Ullartreflar frá kr. 1.100. • Daniel Hechter-bolir frá kr. 2.200. GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI Laugavegi 34, sími 551 4301 ÞÝSK JAKKAFÖT Stakir jakkar og buxur 15% afs látt ur af ö llum vör um á lö ngu m l aug ard egi CAM göngugrind 4 hæðastillingar Gott leikborð Kr. 4.500 ABC göngugrind Leikborð m/leikfangi Nokkrar hæðastillingar Kr. 6.500 ABC göngugrind Vandað leikfang Bremsar í hæðarmismun Kr. 9.500 Klapparstíg 27, sími 552 2522 Mikið úrval af göngugrindum Langur laugardagur PEYSUDAGAR Flíspeysur, nú kr. 3.990, áður kr. 5.990 - Allt að 30% afsláttur af íþróttapeysum Laugavegi 23, sími 551 5599 Gerðu góð kaup í kuldanum Lagersalan opin með nýjum og spennandi vörum á frábæru verði SKARTGRIPAVERSLUN FYRST OG FREMST Sendum myndalista Trúlofunar- hringar Laugavegi 45 ● Sími 561 6660 www.gullkunst.is 15% AFSLÁTTUR LANGAN LAUGARDAG JÓLA- KJÓLARNIR KOMNIR Glæsilegt úrval Laugavegi 54, sími 552 5201 ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í harðorðri ræðu í gær að Ísraels- stjórn myndi ekki hvika frá því skil- yrði sínu að átaka- laust þyrfti að vera í Ísrael og á sjálfstjórnar- svæðunum í sjö daga áður en unnt yrði að framfylgja ákvæðum friðar- samninga. Forsætisráðherrann hélt síðar í gærdag í heimsókn til Banda- ríkjanna. Bæði Palestínumenn og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, eru mótfallnir skilyrði Sharons um sjö daga vopnahlé og sögðu palestínskir embættismenn í gær að sendimaður Bandaríkjastjórnar, fyrrverandi hershöfðinginn Anthony Zinni, hefði ekki léð máls á því á fundi sínum með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, á miðvikudag. Sökuðu Palest- ínumenn Sharon um að nota þetta sem átyllu til að skorast undan skuld- bindingum Ísraelsstjórnar sam- kvæmt friðarsamningi sem náðist fyr- ir milligöngu Bandaríkjastjórnar. Peres og Sharon deila Utanríkisráðherrann Peres deildi einnig á Sharon fyrir að vilja ein- skorða friðarviðræður við öryggis- mál, en útiloka umræður um pólitísk- ar hliðar málsins. „Ég tel að í viðræðum um vopnahlé verði að tak- ast á við pólitísk, tilfinningaþrungin og efnahagsleg atriði,“ sagði Peres á miðvikudag. „Ella munum við ekki ná neinum árangri.“ Í vikunni hefur einnig komið til árekstra milli Peres og Sharons vegna skipunar fulltrúa í samninga- nefnd, sem tekur þátt í viðræðum við Palestínumenn undir stjórn banda- ríska sendimannsins Zinnis. Sharon skipaði hershöfðingjann Meir Dagan formann samninganefndarinnar, en hann er m.a. sagður hafa stjórnað „dauðasveit“ á vegum Ísraelshers. Peres fullyrti að Dagan væri of öfgafullur og að hann skorti pólitíska reynslu, og gagnrýndi jafnframt að nefndin væri að öðru leyti einungis skipuð sérfræðingum í öryggismál- um, en ekki mikilvægum stjórnmála- mönnum. Meðlimir samninganefndar Palestínumanna eru á hinn bóginn háttsettir embættismenn og þraut- reyndir í samningaviðræðum. Í fimm daga heimsókn sinni til Bandaríkjanna mun Sharon m.a. ræða við George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Hann mun einnig skoða rústir World Trade Center-turnanna í New York, sem hrundu í hryðju- verkaárásunum 11. september. Ítrekar skilyrði Ísraels um sjö daga vopnahlé Jerúsalem. AFP, AP. Ariel Sharon Ariel Sharon heldur í fimm daga ferð til Bandaríkjanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.