Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 31 • Náttföt frá kr. 2.400. • Skyrtur kr. 1.990. • Einlit polyester-slifsi kr. 800. • Silki-slifsi kr. 2.200. • Leðurhanskar kr. 2.900. • Ullartreflar frá kr. 1.100. • Daniel Hechter-bolir frá kr. 2.200. GÆÐAVARA Á GÓÐU VERÐI Laugavegi 34, sími 551 4301 ÞÝSK JAKKAFÖT Stakir jakkar og buxur 15% afs látt ur af ö llum vör um á lö ngu m l aug ard egi CAM göngugrind 4 hæðastillingar Gott leikborð Kr. 4.500 ABC göngugrind Leikborð m/leikfangi Nokkrar hæðastillingar Kr. 6.500 ABC göngugrind Vandað leikfang Bremsar í hæðarmismun Kr. 9.500 Klapparstíg 27, sími 552 2522 Mikið úrval af göngugrindum Langur laugardagur PEYSUDAGAR Flíspeysur, nú kr. 3.990, áður kr. 5.990 - Allt að 30% afsláttur af íþróttapeysum Laugavegi 23, sími 551 5599 Gerðu góð kaup í kuldanum Lagersalan opin með nýjum og spennandi vörum á frábæru verði SKARTGRIPAVERSLUN FYRST OG FREMST Sendum myndalista Trúlofunar- hringar Laugavegi 45 ● Sími 561 6660 www.gullkunst.is 15% AFSLÁTTUR LANGAN LAUGARDAG JÓLA- KJÓLARNIR KOMNIR Glæsilegt úrval Laugavegi 54, sími 552 5201 ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í harðorðri ræðu í gær að Ísraels- stjórn myndi ekki hvika frá því skil- yrði sínu að átaka- laust þyrfti að vera í Ísrael og á sjálfstjórnar- svæðunum í sjö daga áður en unnt yrði að framfylgja ákvæðum friðar- samninga. Forsætisráðherrann hélt síðar í gærdag í heimsókn til Banda- ríkjanna. Bæði Palestínumenn og Shimon Peres, utanríkisráðherra Ísraels, eru mótfallnir skilyrði Sharons um sjö daga vopnahlé og sögðu palestínskir embættismenn í gær að sendimaður Bandaríkjastjórnar, fyrrverandi hershöfðinginn Anthony Zinni, hefði ekki léð máls á því á fundi sínum með Yasser Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, á miðvikudag. Sökuðu Palest- ínumenn Sharon um að nota þetta sem átyllu til að skorast undan skuld- bindingum Ísraelsstjórnar sam- kvæmt friðarsamningi sem náðist fyr- ir milligöngu Bandaríkjastjórnar. Peres og Sharon deila Utanríkisráðherrann Peres deildi einnig á Sharon fyrir að vilja ein- skorða friðarviðræður við öryggis- mál, en útiloka umræður um pólitísk- ar hliðar málsins. „Ég tel að í viðræðum um vopnahlé verði að tak- ast á við pólitísk, tilfinningaþrungin og efnahagsleg atriði,“ sagði Peres á miðvikudag. „Ella munum við ekki ná neinum árangri.“ Í vikunni hefur einnig komið til árekstra milli Peres og Sharons vegna skipunar fulltrúa í samninga- nefnd, sem tekur þátt í viðræðum við Palestínumenn undir stjórn banda- ríska sendimannsins Zinnis. Sharon skipaði hershöfðingjann Meir Dagan formann samninganefndarinnar, en hann er m.a. sagður hafa stjórnað „dauðasveit“ á vegum Ísraelshers. Peres fullyrti að Dagan væri of öfgafullur og að hann skorti pólitíska reynslu, og gagnrýndi jafnframt að nefndin væri að öðru leyti einungis skipuð sérfræðingum í öryggismál- um, en ekki mikilvægum stjórnmála- mönnum. Meðlimir samninganefndar Palestínumanna eru á hinn bóginn háttsettir embættismenn og þraut- reyndir í samningaviðræðum. Í fimm daga heimsókn sinni til Bandaríkjanna mun Sharon m.a. ræða við George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Hann mun einnig skoða rústir World Trade Center-turnanna í New York, sem hrundu í hryðju- verkaárásunum 11. september. Ítrekar skilyrði Ísraels um sjö daga vopnahlé Jerúsalem. AFP, AP. Ariel Sharon Ariel Sharon heldur í fimm daga ferð til Bandaríkjanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.