Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 33 Laugavegi 32, sími 551 6477 AFMÆLISVEISLA Daman 30 ára Fallegur náttfatnaður. Satín með bómull að innan. Silki og bómull. Mikið úrval af sloppum og innigöllum úr velúr og flís. 20% afmælisafsláttur helgina 30. nóv. og 1. des. Ath. þetta! Gleraugnaumgjörð og gler fyrir vinnu, lestur og tölvu frá kr. 11.600 Ennfremur frábært verð á progressiv/margskiptugleri Laugavegi 36 Jólagjaf irnar hjá okkur eru í glæsi legum gjafaumbúðum Bankastræti 8, sími 511 1135 Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra www.jaktin.is Laugavegi 54, sími 552 5201 Peysur 2 fyrir 1 Opið til kl. 18 laugardag Tilvaldar í jólagjöf Ullarkápur Kr. 12.990 Stærðir 36-46 JÓLABYRJUN Í FLASH Rúllukragapeysur Vinnufatabúðin Laugavegi 76, sími 551 5425. Spa raðu 30% Turtleneck peysur í 5 litum DIANE Pretty, sem er dauð- vona vegna vaxandi lömunar, ákvað í gær að halda áfram bar- áttu sinni fyrir því að fá að stytta sér aldur en breska lávarða- deildin, æðsta dómstig í Bret- landi, hafði þá hafnað þeirri ósk hennar. Lávarðadeildin úrskurðaði, að eiginmaður Pretty gerðist sekur um glæp ef hann hjálpaði henni við að svipta sig lífi. „Ég vil fá að fara en svo er að sjá sem ég sé alveg réttlaus,“ sagði Pretty eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp en hún er lömuð frá hálsi og niður og verður að nærast í gegnum slöngu. Á hún líklega aðeins nokkra mánuði ólifaða. Ætlar hún nú að skjóta málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu. Dómararnir eða lávarðarnir fimm, sem dæmdu í málinu, kváðust hafa mikla samúð með Pretty og ósk hennar um að „fá að deyja með reisn“ en lögin væru skýr og eftir þeim yrði að fara þar til þingið breytti þeim. Þeir bentu líka á, að evrópska mannréttindalöggjöfin heimil- aði ekki líknarmorð og sam- kvæmt enskum lögum eru við- urlög við því allt að 14 ára fangelsi. Vegna lömunarinnar getur Pretty ekki kvatt þrautir sínar ein og óstudd en Brian, eigin- maður hennar, vill fá að hjálpa henni með löglegum hætti. Fær ekki hjálp við að deyja London. AFP. HERSVEITIR Bandaríkjanna reyna nú að þrengja hringinn um forsprakka talibana og al-Qaeda í Afganistan, og einbeita sér að tveim stöðum þar sem mótspyrnan er hvað hörðust, og á hvorum stað um sig er við ramman reip að draga. Annar staðurinn er borgin Kand- ahar í suðurhluta landsins, andleg miðstöð talibanahreyfingarinnar og sá staður sem bandaríska varnar- málaráðuneytið (Pentagon) reiknar með að verði síðasta vígi Mohamm- ads Omars, leiðtoga hreyfingarinn- ar, sem talinn er vera í borginni núna, og talsverðs hóps staðfastra stuðningsmanna hans. Hellar og fjallafylgsni Hinn staðurinn er stórt, ógreið- fært landsvæði í austurhlutanum á milli höfuðborgarinnar Kabúl og Khyber-skarðs, sem er á landamær- um Afganistans og Pakistans. Á því svæði er fjöldi afskekktra hella og fjallafylgsna – þ. á m. virkið Tora Bora, sem er grafið rúma 300 metra inn í fjallshlíð í um 3.900 m hæð yfir sjávarmáli í Nangahar-héraði. Vitað var að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda, kom oft á þennan stað áður en loftárásir Bandaríkj- anna á Afganistan hófust 7. október, og bandarísk yfirvöld hafa nokkra ástæðu til að ætla að bin Laden sé nú í felum á þessu svæði ásamt allt að tvö þúsund al-Qaeda-liðum. Með stöðugum loftárásum Banda- ríkjamanna, sérsveitum á jörðu niðri og samstarfi við afganska andstæð- inga talibana hefur tekist að hrekja talibana og hermenn al-Qaeda burt úr flestum héruðum landsins. En árás á Omar í Kandahar og leit að bin Laden í fjöllunum setja banda- ríska hermenn í erfiðustu aðstöðu sem þeir hafa lent í í Afganistan. Ef til vill kallar þetta því á nýjar aðferð- ir, öðruvísi vopn og aukinn mannafla. Tommy Franks, yfirmaður her- afla Bandaríkjamanna í Afganistan, útskýrði hvers vegna herförin, sem staðið hefur í tæpa tvo mánuði, beindist nú að þessum tveimur stöð- um. Þar sem svo að segja allir aðrir staðir í landinu eru nú í höndum and- stæðinga talibana er eðlilegt að stríðið beinist nú að þeim fáu stöðum sem eftir eru. Aðdráttarleiðum lokað Franks sagði að við Kandahar hygðist hann beita sömu aðferðum og notaðar voru til að hrekja talibana á brott frá borgum í norðurhlutanum – loka aðdráttarleiðum og bíða við borgarmörkin, ásamt afgönskum stjórnarandstæðingum, á meðan samið er um uppgjöf, fremur en að reyna að rústa öllu á svæðinu. Það hefur valdið Bandaríkja- mönnum nokkrum erfiðleikum í suð- urhluta Afganistans, að þar var ekki fyrir hendi neitt bandalag andstæð- ing talibana, eins og í norðurhlutan- um, þar sem Úsbekar, Hasarar og Tadsíkar höfðu tekið höndum sam- an. En á undanförnum dögum hafa nokkrir leiðtogar ættbálka Pastúna í suðurhlutanum reynt að ná völdum á öðrum svæðum sem talibanar réðu. Fyrr í vikunni settu bandarískir landgönguliðar upp bækistöð í eyði- mörkinni suðvestur af Kandahar, sem benti til að Bandaríkjamenn kynnu að hafa í hyggju að ráðast á borgina. En Franks sagði að tilgang- urinn með bækistöð landgöngulið- anna – sem hann sagði að yrði fjölg- að í um eitt þúsund – væri fyrst og fremst að auka sálrænan og hern- aðarlegan þrýsting á borgina, með því að loka vegum og koma í veg fyr- ir að talibanar og erlendir liðsmenn þeirra geti flúið. Leitað eftir aðstoð Við leitina að bin Laden hafa Bandaríkjamenn falast eftir aðstoð ættbálkahöfðingja sem hafa mann- skap er þekkir fjallahéruðin vel. Einn þessara höfðingja, Haji Mo- hammed Zaman, sagði í síðustu viku að hann væri reiðubúinn til að um- kringja fjallavirkið Tora Bora og loka aðdráttarleiðum – en ekki nema hann fengi peninga og vopn frá Vest- urlöndum. Síðastliðinn miðvikudag kvaðst Zaman hafa átt fund með fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Þá hefði hann einnig sent afganska sendinefnd frá borginni Jalalabad til fjarlægs fjalla- þorps til þess að fara fram á stuðning Shinwari-ættbálksins, en yfirráða- svæði hans liggur að Tora Bora. Virkið var byggt af mujahedeen- skæruliðum með hjálp frá banda- rísku leyniþjónustunni á níunda ára- tugnum, er skæruliðarnir börðust gegn sovéska hernum. Þá var virkið, sem er flókið net af hellum og göng- um, grafið í fjallshlíð, notað sem felu- staður skæruliða og höfuðstöðvar. Síðustu vígi talibana erfiðustu hjallarnir The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.