Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 35
Heimsferðir eru stoltar af að kynna nýjan gististað
sinn á Kanaríeyjum í vetur. Við getum nú boðið
Los Tilos gististaðinn á frábærum kjörum, en við
höfum einnig tryggt okkur viðbótargistingu á San Valentin Park,
Green Field og Hótel Neptuno. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í
allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér hentar best, 1, 2,
3, 4 vikur eða lengur. Þú nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á
meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800
vélum FUTURA flugfélagsins án millilendingar.
Við tryggjum
þér lægsta
verðið
Kr. 63.205.-
Vikuferð, 10. janúar,
hjón með 2 börn, Los Tilos.
Kr. 78.950.-
1 vika, Los Tilos,
10. janúar, 2 í íbúð.
Kr. 96.450.-
2 í íbúð, Los Tilos,
10. janúar, 2 vikur.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Vikuleg flug alla
fimmtudaga.
Brottfarir:
13.des viðbótarsæti
20.des 11 sæti
27.des 37 sæti
03.jan 11 sæti
10.jan 27 sæti
17.jan viðbótarsæti
24.jan viðbótarsæti
07.feb uppselt
14.feb 14 sæti
21.feb uppselt
aðrar dags. viðbótarsæti
Beint flug
alla fimmtudaga
í vetur
Los Tilos
á
Kanarí
í vetur
frá kr. 63.205
SÖGUSVIÐIÐ er Frakkland
nítjándu aldar. Úti á landi gengur
laus ógurleg skepna sem rífur í sig
fólk og tætir. Sama hversu mikið og
hversu margir reyna að fanga hana,
sleppur hún úr greipum allra. Þá
birtist Grégoire de Fronsac, dýralífs-
fræðingur einhvers konar, heimspek-
ingur, og ég veit ekki hvað, til að
redda málunum. Ýmsilegt á eftir að
ganga á, ástin og kynhvötin fá sinn
skammt, yfirnáttúrulegir hlutir og
meiriháttar mannillska.
Aðalleikarar tveir í þessari mynd
eru topparnir í franskri kvikmynda-
gerð. Nokkrar myndir hafa verið
sýndar hér á landi með Simon Le
Bihan, sem er eitt mesta kyntáknið
um þessar mundir. Vincent Cassel
hefur lengi verið vinsæll leikari og
margir íslenskir kvikmyndaáhuga-
menn þekkja hann. Simon leikur
góða manninn sem bjargar öllum og
öllu, en Vincent leikur vonda mann-
inn, systur greifynjunnar, sem er
reiður ungur maður.
Gamli jaxlinn Jacques Perrin kíkir
við í keimlíku hlutverki og í ítölsku
myndinni Cinema Paradiso, Jérémie
Rénier er eftirsóttur ungur leikari,
einnig Emélie Dequenne. Monica
Bellucci, sem lék Malenu, er hér
áhrifamikil og virt gleðikona, og
Mark Dacascos, sem leikur indíán-
ann, er þekktur bardagalistamaður.
En frambærilegir leikarar geta
ekki bjargað kvikmynd sem er ein
mesta hörmung sem ég hef lengi séð.
Hér er algerlega verið að reyna að
búa til kvikmynd eftir amerísku
formúlunni, en handritið er langt fyr-
ir neðan allar hellur. En þessu hefur
Frakkinn haft trú á og peningunum
er hér sóað þannig að manni verður
illt í augum á því að horfa á myndina.
Ég verð að viðurkenna að ég þekki
lítið til þessa leikstjóra og handrits-
höfundar, en þeir eru nú með aðra
mynd á leiðinni og verður Vincent
Cassel aftur með þeim í för, sem þýð-
ir að eitthvað hefur þessi mynd geng-
ið í Frakklandi og kannski víðar.
Le Pacte des Loups er að mínu
mati ótrúlegt samansull stíla og
stefja annarra kvikmynda héðan og
þaðan. Hér vottar hvorki fyrir frum-
leika né persónulegu handbragði eða
hugsun á neinn hátt. Þessir náungar
hafa stolið bestu atriðunum úr sínum
uppáhaldsmyndum og sullað þeim
saman í eina kvikmynd sem er órök-
rétt, ósannfærandi og full af lausum
þráðum. Höfundar virðast ætlast til
þess að fólk hafi þegar séð þessar
kvikmyndir og átti sig á því hvað er
að gerast án þess að skýra það neitt
nánar. Dæmi um það er þegar gleði-
konan lætur hann tyggja eitthvert
drasl og þannig halda allir að hann sé
dáinn en svo lifnar hann við eftir ein-
hvern tíma. Ekki ósvipað því sem
Rómeó gekk í gegnum í kvikmynd-
inni/leikritinu Rómeó og Júlía. Hér
má finna áhrif frá bardagamyndun-
um sem eru svo vinsælar nú um
mundir, og sem kemur fáránlega inn í
þetta samhengi. John Woo kíkir í
heimsókn, enda víst fleiri en Banda-
ríkjamenn undir áhrifum frá honum.
Dansar við úlfa er ekki fjarri, og andi
Hróa hattar svífur yfir vötnum.
Skrímslið er eitthvert ótrúlega furðu-
legt sambland af hinum vinsælu risa-
eðlum og einhverju öðru furðudýri,
en það virkar einsog tímaskekkja alla
myndina. Þegar maður fær útskýr-
ingar á því, á maður ósköp bágt með
að trúa að þetta sé mögulegt. Drak-
úla og aðrir kunnuglegir djöflar beita
einnig sínum áhrifum, og svo mætti
lengi telja.
Svona myndir þar sem allt er stælt
eru gjarna kallaðar „pastiche“ mynd-
ir. Mig langar frekar að segja að
þetta sé „paródía“ eða skopstæling,
því svona sundurlaust og samansull-
að eru þessi áhrif, sem meistaralega
hafa verið fundin upp og notuð, orðin
að hálfgerðum brandara. En 142 mín-
útur er langur brandari.
Ótrúlegt samansull
KVIKMYNDIR
Háskólabíó
Leikstjóri: Christophe Gans. Handrit:
Stéphane Cabel og C. Gans. Kvikmynda-
taka: Dan Lautsen. Aðalhlutverk: Sam-
uel Le Bihan, Vincent Cassel, Emélie
Duquenne, Jérémie Rénier, Monica Bell-
ucci og Mark Dacascos. 142 mín.
Frakkland 2001. Universal Pictures.
SÁTTMÁLI ÚLFANNA /
LE PACTE DES LOUPS
Hildur Loftsdóttir
TUTTUGASTA
öldin mun mjög lík-
lega verða skilgreind
sem tími mikilla
sviptinga í listsköp-
un og þá mun verða
miðað við stórmenni
eins og Schönberg,
Webern og Berg,
sem reyndu að koma
nýrri skikkan á tón-
hugmyndir manna,
er varðar tónferli,
blæbrigði og hryn-
skipan en notuðu
hefðbundin hljóð-
færi. Edgar Varése
reyndi nýjar tón-
myndunaraðferðir
og hljóðið, án sér-
stakrar tónstöðu,
varð viðfangsefni
hans.
Í verkum hans voru tekin í notkun
mörg ný hljóðfæri, jafnvel sírenur og
rafhljóð, það er ljóst að verk eins og
Ionisation (jónun), sem Varése
samdi á árunum 1929–31, hafði af-
gerandi áhrif á tónskáld og umbylti
hugmyndum manna um tónlist.
Verkið er samið fyrir 41 slaghljóð-
færi (ekki 37 eins og stendur í efnis-
skrá) og tvær sírenur og er trúlega
eitthvert fægasta verk meistarans.
Hér var það afburðavel flutt af
Kroumata-slagverkshópnum, þótt
frekar hafi hlutur sírenanna verið í
tæpara lagi, hvað snertir hljóm og
verkað hljómlitlar sem eftirlíkingar.
Annað verkið á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands í gærkveldi
var hljómsveitar- og rafverkið
Punktar eftir Magnús Blöndal Jó-
hannsson sem hann samdi 1961 og
markaði það tímamót í íslenskri tón-
list, bæði er varðaði ritháttinn fyrir
hljómsveitina, sem er í samræmi við
nafn verksins, byggt á tónpunktum,
sem líta má á sem framhald þeirrar
tækni er Webern vann eftir, og einn-
ig fyrir samskipan rafhljóða sem þá
var algjör nýjung hér á landi. Þetta
tímamótaverk hefur elst vel og var
mjög vel flutt undir stjórn Diegos
Massons. Trúlega þyrfti að endur-
vinna rahljóðaþáttinn til samræmis
við nýrri og full-
komnari upptöku-
tækni en völ var á
þegar verkið var
samið.
Lokaverk tón-
leikanna var verkið
Geschlagene Zeit,
eftir Slesíumanninn
Georg Katzer (1935).
Þetta verk er samið
1997 og sver sig í ætt
við tilraunatónlistina
frá því um miðbik ný-
liðinnar aldar og er
að því leyti til ekki
sérlega frumlegt en
vel unnið að mörgu
leyti og sérlega vel
flutt af Kroumata-
slagverkshópnum og
Sinfóníuhljómsveit
Íslands undir frá-
bærri stjórn Diegos
Massons. Kroumata-hópurinn er
skipaður afburðagóðum slagverks-
mönnum og svona til að létta mönn-
um skapið léku þeir sem aukalag
tangó, unninn yfir þekkt stef eftir
Kurt Weill, á tvær harmonikkur, tvo
víbrafóna, bassa og trommur. Þarna
gat að heyra sérlega vel útfærðan
leik á víbrafónana og einnig
skemmtilega mótaðan hrynleik með
harmoikkunum og fékk Kurt Weill
þarna alveg nýja mynd, í sérlega
skemmtilegri útsetningu eins úr
Kroumata-hópnum.
Tónleikarnir voru í raun „nost-
algia“ í bestu merkingu orðsins, þar
sem nýliðinn nútími var viðfangsefn-
ið því flutt voru tvö verk sem ýfðu
upp viðkvæm vandamál og deilur
varðandi listsköpun á nýliðinni öld
en eru nú orðin klassísk fortíð og eitt
nýtt, sem þó er ekki nýtt í gerð sinni,
heldur bergmál þess sem var.
Nýliðinn
nútími
TÓNLIST
Háskólabíó
Flutt vor tónverk eftir Edgar Varése,
Magnús Blöndal Jóhannsson og Georg
Katzer. Einleikarar Kroumata slagverks-
hópurinn. Stjórnandi Diego Masson.
Fimmtudagurinn 29. nóvember 2001.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
Diego Masson
FJÓRAR íslenskar listastofnanir,
Íslenska óperan, Þjóðleikhúsið, Sin-
fóníuhljómsveit Íslands og Listahá-
tíð í Reykjavík, undirrituðu í gær-
dag viðamikinn samstarfssamning
um flutning óperunnar Hollend-
ingsins fljúgandi eftir Richard
Wagner.
Þórunn Sigurðardóttir, listrænn
stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík
sagði að undirbúningur að þessu
samstarfi hefði staðið í um það bil
ár og að þetta væri jafnframt í
fyrsta sinn sem Wagnerópera er
flutt á Íslandi í fullri lengd. Óperan
verður frumsýnd á stóra sviði Þjóð-
leikhússins á opnunarkvöldi
Listahátíðar í Reykjavík þann 11.
maí 2002.
Undir samninginn rituðu fyrir
hönd samstarfsaðila Bjarni Dan-
íelsson, óperustjóri, Stefán Bald-
ursson þjóðleikhússtjóri, Þröstur
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveitar Íslands og
Halldór Guðmundsson, stjórn-
arformaður Listahátíðar í Reykja-
vík.
Bjarni sagði að Íslenska óperan
myndi leggja verkefninu til 40
manna kór undir stjórn Garðars
Cortes og jafnframt alla einsöngv-
ara en þeir verða Matthew Best, El-
ín Ósk Óskarsdottir, Magnea Tóm-
asdóttir, Viðar Gunnarsson, Kol-
beinn Ketilsson, Alina Dubik og
Snorri Wium.
Þjóðleikhúsið leggur til alla að-
stöðu til sviðsetningarinnar og list-
ræna stjórnendur sem eru Saskia
Kuhlmann leikstjóri, Heinz Hauser
leikmyndahönnuður, Þórunn Sig-
ríður Þorgrímsdóttir og Filippía
Elíasdóttir búningahönnuðir, Björn
Bergsteinn Guðmundsson ljósa-
hönnuður og Randver Þorláksson
aðstoðarleikstjóri. Sinfóníu-
hljómsveitin leggur til hljómsveit-
ina og stjórnandann Gregor Bühl.
Í máli Björns Bjarnasonar
menntamálaráðherra kom fram að
samstarf sem þetta væri alls ekki
jafn einfalt og ætla mætti, til þess
að af því mætti verða hefði þurft að
stilla saman fjölmarga strengi enda
hver stofnun með alls kyns skuld-
bindingar um starfsemi sína sem
taka hefði þurft tillit til.
Við sama tækifæri undirrituðu
Þórunn Sigurðardóttir og Halldór
J. Kristjánsson bankastjóri Lands-
banka Íslands samstarfssamning,
en Landsbankinn er sérstakur kost-
unaraðili verkefnisins.
Morgunblaðið/Golli
Björn Bjarnason, Halldór Guðmundsson, Þröstur Ólafsson, Stefán Baldursson, Bjarni Daníelsson og Halldór J.
Kristjánsson að lokinni undirritun viðamikils samstarfssamnings um óperuflutning á Listahátíð í gær.
Undirrita samning um flutning
Hollendingsins fljúgandi