Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 38
MESTI fjársjóður kristinnar
kirkju í tónum talinn er án efa kant-
ötur J. S. Bachs. Það er því undr-
unarefni hversu lítt þeim er flíkað í
hérlendum guðshúsum. Hvað fálæt-
inu veldur er torskilið (nema þverr-
andi þýzkukunnátta og nýtilkomin
einokun „upprunaréttra“ flytjenda
hafi eitthvað að segja), því varla
myndi hvarfla að heilvita manni að
jafna hjálpræðispoppi nútímans við
þessar barokkperlur. E.t.v. er á ferð
svipuð sögufirring og lýsir sér í
minnkandi gengi forntónlistar og
vaxandi stundarhyggju almennt.
Líkt og þjóðin hafi sett upp andlegar
dráttarklársblöðkur og sjái nú að-
eins 30 gráður fram.
Það var því þakkarvert framtak í
bágri stöðu að bjóða hlustendum upp
á aðventukantötuna „Nun kommt
der Heiden Heiland“ á tónleikunum í
Háteigskirkju s.l. sunnudag. Ekki
var um samnefnda tónsetningu
Bachs frá 1724 á þýðingu Lúthers á
„Veni redemptor gentium“ að ræða
(BWV 62), heldur um eldri og
nokkru viðaminni gerð frá Weimar-
árinu 1714 við texta Neumeisters út
frá téðum fornkirkjuhymna. Slíkar
og fleiri tónsögulegar upplýsingar
hefðu gjarna mátt prýða tónleika-
skrá auk söngtextanna, því allt hefur
áhugavekjandi gildi. Hvort heldur
litlar ábendingar eins og um forn-
eskjulega strengjaraddskrá fyrir
tvær víóluraddir, „bank-affektar“
bassatónlessins „Ich stehe vor der
Tür und klopfe an“ (IV.; Opinberun
Jóh. 3,20) eða meiri eins og um fornu
hefðina fyrir að tigna komu Frels-
arans í byrjun aðventu sem höfð-
ingjaheimsókn. Jafnvel þótt dýrleg
tónlistin standi vitanlega alltaf fyrir
sínu skýringarlaust.
Punktuð hrynjandi franska for-
leiksins er í táknrænni samsvörun
við konunglega inngöngu himnanna
hátignar. Hún hefði mátt vera leikin
af meiri þunga og festu í litlu 8
manna strengjasveitinni, og hefðu
óbóin tvö á staðnum, er aðeins
heyrðust í Magnificati Vivaldis, þar
komið í góðar þarfir við að skerpa
línur 1. & 2. fiðlu, enda fráleitt óal-
gengt (þó ekki sé alltaf tekið fram í
partítúr). En trúlega hefði þá jafn-
vægis vegna orðið að sleppa „a
quattro“ einsöngvarakvartettinum í
kórhlutverki. Fjórmenningarnir
sungu ágætlega, en náðu vitaskuld
varla að miðla sama glæsileika og
fullskipaður kór. Einsöngstenórinn í
tónlesi og aríu var ekki án tilþrifa en
heldur ójafn í styrkdreifingu eftir
raddsviði. Þá vantaði greinilegri
danspúls í 9/8 aríunni hjá stjórnanda
og hljómsveit, sem flaut liðamóta-
laust áfram. Hljómmikill einsöngs-
bassinn í ofangetnu sérkennilegu
tónmálverki resítatífsins (IV.) missti
nokkuð áhrifamátt vegna slapps
þýzkuframburðar, og rútínuleysi
mótaði einnig nokkuð sópranaríuna
„Öffne dich, mein ganzes Herze“ í
formi misstyrkrar raddbeitingar og
stundum óöryggis í tónstöðu efra.
Svolítið endasleppur lokakór verks-
ins byggir aðeins á síðustu hending-
um kóralsins „Wie schön leuchtet
der Morgenstern“ úr samnefndri
glæsikantötu Bachs, sem sannarlega
væri gaman að fá að heyra hérlendis
í lifandi flutningi. Einsöngvarakvart-
ettinn gat hér, þrátt fyrir prýðisgóð-
an söng, enn síður en í inngangs-
kórnum komið í stað kröftugs
kórmassa.
Hið glæsilega a cappella verk
Gunnars Reynis Sveinssonar, Gloria
frá 1984, virtist í erfiðara lagi fyrir
kór Háteigskirkju að svo stöddu og
vantaði bæði kraft, hrynskerpu og
stundum betri inntónun, ekki sízt í
tenór. Hins vegar nutu margar fal-
legar söngraddir kórsins sín vel í
dúnmjúkum flutningi á smáperlu
Mozarts, Ave verum corpus. Fyrr-
greint kraftleysi (og karlaleysi) háði
kórnum að hluta í lokaverkinu,
Magnificati Vivaldis, en annars tókst
það víða furðuvel, sérstaklega þó
„Esurientes“, einsöngvaradúett
sóprans og alts, sem geislaði af dill-
andi sætleika. Verk Vivaldis var mun
smærri tónsetning á lofsöng Maríu
en samnefnt glæsiverk Bachs, sem
legið hefur allt of lengi óbætt hjá
garði í hérlendum kirkjum, en engu
að síður gætt stæltum þokka. Vel
heppnað val fyrir lítinn kirkjukór á
uppleið.
Nú kemur heims-
ins hjálparráð
TÓNLIST
Háteigskirkja
Bach: Kantata BWV 61. Gunnar Reynir
Sveinsson: Gloria. Mozart: Ave verum
corpus K618. Vivaldi: Magnificat
RV610. Einsöngvarar: Gyða Björgvins-
dóttir, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Eyjólf-
ur Eyjólfsson og Hjálmar P. Pétursson.
Kór Háteigskirkju og kammersveit u. stj.
Douglasar A. Brotchies. Sunnudaginn
26. nóvember kl. 20.
KÓRTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
LISTIR
38 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
KVINTETTINN Meski, sem leika
átti á Múlanum þetta kvöld, breyttist
á síðustu stundu í kvartett þarsem
básúnuleikari kvintettsins, Leifur
Jónsson, veiktist. Ætli klassískur
kvintett hefði ekki aflýst tónleikun-
um, en djassinn er annars eðlis. Spun-
inn er aðal hans, en að sjálfsögðu
breyttist tónlistin við það að Eiríkur
Orri varð að blása einraddað það sem
þeir Leifur hefðu blásið tvíraddað.
Verkin á efnisskránni voru að hálfu
eftir Eirík Orra og Davíð Þór – hin
eftir bandaríska djassmeistara. Ég
hef minnst á það áður og geri enn að
það væri gaman ef þessir ungu strák-
ar, sem eru að stíga fyrstu skrefin,
leyfðu Könunum að hvílast um stund
og í staðinn fyrir ópusa eftir Joe Lov-
ano, Dave Douglas, Uri Caine og Eric
Dolphy hefðu verk eftir Jóel Pálsson,
Tómas R. Einarsson, Óskar Guðjóns-
son og Sigurð Flosason verið á dag-
skrá. Kannski heilla útlendingarnir
meira – kannski eru íslenskir ópusar
ekki á dagskrá í djassdeild Tónlistar-
skóla FÍH.
Fyrsta verk kvöldsins nefndist
Greip, þambað eftir Eirík Orra.
Þarna var bæði stílblanda og takt-
blanda á ferðinni. Fyrir brá blæ af
fönki og gamaldags frjálsdjassi og
fönkbragð var líka af seinna verki Ei-
ríks Orra, Headpakning, þarsem
blúsaður píanósóló Davís Þórs gladdi
eyrað. Sóló Davíðs í eigin verki, 2
staðir og bauja á milli, var líka grúví
og þar sem annarsstaðar bjargaði
markviss trommuleikur Matthíasar
tónlistinni frá litleysi. Ballaða Davíðs
Þórs, Lag no. 2 á disknum, býr yfir
töfrum sem Valdimar Kolbeinn kom
vel til skila í stórgóðum bassasóló.
Annars var Valdimar ekki öfunds-
verður þetta kvöld, því bassahljóm-
urinn í salnum er ömurlegur og hlýt-
ur óhjákvæmilega að koma niður á
bassaleiknum. Davíð lék fallega, en
maður hefur oft heyrt hann betri en
þetta kvöld. Hann býr yfir góðri
tækni og frjórri tónhugsun, en mætti
á stundum vera agaðri þótt ekki vildi
ég missa villimennskuna úr spuna
hans. Hinn ótamdi kraftur er hann
býr yfir er fágætur aflgjafi í íslensk-
um djassleik.
Eiríkur Orri er kornungur tromp-
etleikari og þótt hann búi enn ekki yf-
ir þeirri tækni sem þarf til að skapa
fyrsta klassa trompetsólóa er djass-
tilfinning hans ekta. Hann notar fyrst
og fremst mið- og neðra tónsvið
trompetsins og tókst það sérdeilis vel
í sóló sínum í baujuópus Davíðs þar-
sem risið var sterkt í dúettkafla hans
og Matthíasar.
Eiríkur Örn, Davíð Þór og Valdi-
mar Kolbeinn eru í fremstu röð ís-
lenskra æskudjassara og þegar
Matthías M.D. Hemstock styður við
bakið á þeim fær tónlist þeirra nýja
vídd. Verst að Leifur skyldi veikjast
því að gaman hefði verið að heyra út-
setningar þeirra verka sem flutt voru
eins og þær voru hugsaðar.
DJASS
Múlinn í Húsi Málarans
Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Davíð Þór
Jónsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sig-
urjónsson bassa og Matthías Már Dav-
íðsson Hemstock trommur. Fimmtudags-
kvöldið 22.11. 2001.
MESKI
Æsku-
lýðsdjass
Vernharður Linnet
HÖFUNDARSTYRKIR Félags leik-
mynda- og búningahöfunda voru af-
hentir á dögunum. Styrkir voru að
þessu sinni hækkaðir í 65.000 kr.
Magnús Pálsson og Steinþór Sig-
urðsson voru heiðraðir fyrir braut-
ryðjendastörf við leikmyndagerð hjá
LR og víðar og hlutu báðir stórridd-
arakross félagsins. Höfundarstyrki
hlutu Sigurjón Jóhannsson og Elín
Edda Árnadóttir. Björn G. Björns-
son hlaut rannsóknarstyrk félagsins.
Alls hafa nú 16 hlotið höfund-
arstyrki frá félaginu.
Elín Edda Árnadóttir, Sigurjón Jóhannsson, Steinþór Sigurðsson,
Eyvindur Erlendsson, f.h. Magnúsar Pálssonar, og Björn G. Björnsson.
Tveir „stór-
riddarar“
bætast
í hópinn
BÓKASAMBAND Íslands hefur
gert könnun á prentstað íslenskra
bóka sem birtust í Bókatíðindum Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda 2001.
Heildarfjöldi bókartitla er 496 eða
11,9% færri en var árið 2000 sem
voru 563.
Könnunin sýnir að hlutfall prent-
unar erlendis hefur aukist milli ára
eða 38,3% í ár en var 33,4% í fyrra.
Hlutfall prentunar erlendis eykst
um 4,9% milli ára og er það mesta
aukning í fjölda ára.
Hlutfall
prentunar
erlendis eykst
BEGGJA skauta byr nefnist sýning
á teikningum eftir Guðmund R. Lúð-
víksson sem opnuð verður í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi kl.
20 í kvöld.
Verkin á sýningunni eru unnin á
einum mánuði, dag hvern, í Hrísey
fyrir norðan og í Elliðakotslandi fyr-
ir sunnan. Myndirnar eru því 60 tals-
ins, tvær fyrir hvern dag mánaðar-
ins. Listamaðurinn mun sýna verk
sem hann hefur látið náttúruöflin um
að móta þennan nóvembermánuð,
bæði norðanlands og sunnan.
Guðmundur hefur um langt skeið
unnið við gerð svonefndra veður-
teikninga, þar sem vindurinn hefur
ráðið sköpunarferlinu við listaverk-
in, og listamaðurinn alfarið lotið vilja
hans um endanlega útkomu verk-
anna. Þannig fær náttúran að tjá sig
með beinum hætti í listaverkinu, og
listamaðurinn verður þjónn hennar
fremur en túlkandi.
Listamaðurinn sjálfur hefur bent
á, að atferli manns er háð náttúrunni
/ veðurfarinu. Allt frá landnámi hef-
ur veður verið meginþátturinn sem
ræður för og gjörningi hverju sinni.
Ingólfur og félagar sigldu til fyrir-
heitna landsins eftir vindi. „Beggja
skauta byr bauðst mér aldrei fyrr,
bruna þú nú bátur minn“, orti skáld-
ið Eggert Ólafsson.
„Umræðan um veðrið hefur ekk-
ert minnkað við tækniframfarir eða
grúsk glámskyggnra pælara, hvort
sem þeir eru fyrir vestan, norðan,
austan eða sunnan. Samræður
manna á meðal um veðrið, gott, miðl-
ungs eða aftaka veður er óþrjótandi.
Listasafn Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu er kjörinn staður til sýningar
á veðurteikningum, þar sem húsið
vísar í sjálfu sér til hafnarinnar, sjó-
mennsku og mikilvægi veðursins á
undirstöðuatvinnuveg þjóðarinnar,
sjávarútveginn,“ segir Guðmundur.
Sýningin stendur til 20. janúar.
Safnið er opið alla daga, frá kl. 11–
18, fimmtudaga til kl. 19.
Veðurfar nóvember-
mánaðar fest á blað
Veðurfar einn nóvemberdag komið á pappír.
Listasetrið Kirkjuhvoli,
Akranesi
Sýningu Hrannar Eggertsdóttir,
Friðþjófs Helgasonar og Helga
Daníelssonar á málverkum og ljós-
myndum lýkur á sunnudag. Lista-
setrið er opið daglega frá kl. 15-18.
Sýningu lýkur
♦ ♦ ♦
Andvari, rit Hins íslenska þjóðvina-
félags, er kominn út, 126. árgangur,
hinn 43. í nýjum flokki. Aðalgreinin að
þessu sinni er æviþáttur um Snorra
Hallgrímsson lækni eftir Árna Björns-
son lækni. – Snorri var forgöngumaður
í bæklunarlækningum hérlendis, síðar
prófessor og yfirlæknir við Landspít-
alann og einn allra virtasti skurðlæknir
landsins á sinni tíð. – Aðrar greinar í
Andvara eru þessar: Sverrir Jakobsson
skrifar um útlendinga á Íslandi á mið-
öldum, Páll Björnsson um Íslands-
heimsókn þýska bókaútgefandans
Heinrichs Brockhaus árið 1867 og Að-
algeir Kristjánsson um háskóla-
kennslu Gísla skálds Brynjúlfssonar.
Silja Björk Huldudóttir og Þorkell Ágúst
Óttarsson rita um kristileg minni í Að-
ventu Gunnars Gunnarssonar, Þor-
steinn Þorsteinsson fjallar um fyrstu
ljóðabók Sigfúsar Daðasonar, Ástráð-
ur Eysteinsson um sögur Svövu Jak-
obsdóttur og Soffía Auður Birgisdóttir
um uppruna og þróun sjálfsævisagna.
Ritstjórinn, Gunnar Stefánsson, skrifar
um lýðræði og hnattvæðingu. Andvari
er 168 bls. Oddi prentaði, en um dreif-
ingu sér Sögufélag, Fischerssundi 3.
Tímarit
Skaftfellingur, 14. árgangur tímarits-
ins er kominn út. Í ritinu er að þessu
sinni m.a. grein Baldurs Jónssonar
prófessors, Hornfirska vegin og met-
in, grein Guðrúnar Kvaran, Nokkrar at-
huganir á austur-skaftfellskum orða-
forða og grein Huldu S. Þráinsdóttur
þjóðfræðings, Eigi er ein báran stök,
en hún fjallar um trú og hjátrú sjó-
manna. Þá skrifar Sigurður Björnsson
á Kvískerjum um Hofskirkju og síð-
ustu smalareið í Öræfum. Unnur
Kristjánsdóttir frá Lambleiksstöðum
segir frá Páskaveðrinu 1917 og göng-
um og réttum á Mýrum. Sveinbjörn
Pálsson nemi rekur sögu fyrstu bif-
reiða og bifreiðastjóra í sýslunni,
Kristín Gísladóttir kennari segir frá
skólaferðalagi í Öræfi 1952, Jóhanna
og Torfhildur Ólafsdætur frá Hestgerði
minnast einbúans í Kambtúni og Gísli
Sverrir Árnason forstöðumaður fjallar
um áhrifavaldinn Vatnajökul. Formála
skrifar Inga Jónsdóttir, formaður
menningarmálanefndar. Auk þessa
efnis má nefna ýmis sögubrot úr fór-
um Héraðsskjalasafnsins.
Útgefandi er Menningarmiðstöð
Hornafjarðar. Ritnefnd skipa Sigurður
Björnsson, Guðbjartur Össurarson og
Zophonías Torfason sem jafnframt er
ritstjóri. Verð: 2.500 kr.
♦ ♦ ♦