Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 42

Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KÁRI Stefánsson, forstjóriÍslenskrar erfðagrein-ingar, greindi frá því í er-indi á fréttamannafundi í Vísindaakademíu New York (New York Academy of Sciences) í gær að vísindamönnum ÍE hefði tekist að ljúka gerð erfðakorts yfir gena- mengi mannsins sem nota má til að rannsaka breytanleika í erfðamengi mannsins með aðferðum erfðavís- inda. Með þessari niðurstöðu hefur náðst næsti áfangi við rannsóknir á erfðamenginu í framhaldi af því þeg- ar raðgreiningu erfðamengis manns- ins lauk á síðasta ári, en fyrirtæki vísindamannsins Craigs Venters, Celera Genomics, og fjölþjóðlegt samvinnuverkefni vísindastofnana (HGP) tilkynntu á síðasta ári að tek- ist hefði að ljúka frumgerð alls erfða- mengis mannsins. Vakti sú niðurstaða heimsathygli og var talin marka þáttaskil í heimi líffræði og læknavísinda. Fyrr á þessu ári var formlega staðfest að tekist hefði að raðgreina allt erfða- mengi mannsins þegar útgáfur genamengisins voru birtar í vísinda- tímaritum. Síðan þá hafa Celera og fleiri fyrirtæki og samstarfsaðilar unnið að gerð erfðakorts eins og þess sem ÍE hefur nú fullgert, fyrst fyrirtækja í vísindaheiminum. Mjög mikilvæg niðurstaða Kári sagði að hér væri um mjög mikilvæga niðurstöðu að ræða. Markmiðið með öllum rannsóknum á erfðamengi mannsins væri að finna hvernig breytileiki í röð á níturbös- um leiðir til breytinga á útliti og heilsu manna. Fyrsta skrefið í þá átt væri að afla skilnings á því hver breytileikinn er án tillits til mismun- andi svipgerðar, og nýttist erfða- kortið við þær rannsóknir. „Þetta eru ekki niðurstöður af sama mik- ilvægi eins og raðgreining á erfða- mengi mannsins, en þetta eru alveg geysilega mikilvægar og gagnlegar niðurstöður engu að síður öllum þeim sem vilja vinna að erfðafræði,“ sagði Kári. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið eftir fundinn í gær, er hann var beðinn að útskýra gildi þessarar niðurstöðu, að til þess að hægt væri að nýta fyllilega raðgreiningu erfða- mengisins þyrfti að búa til einhvers konar mælikvarða á breytileika erfðamengisins. Erfðakortið gerði það kleift við vísindarannsóknir. Erfðakort hefðu verið notuð til að greina litningablöndu sem einstak- lingarnir fá í arf frá móður og föður en fram að þessu hefðu slík erfða- kort byggst á mjög litlum upplýsing- um og úr takmörkuðum fjölda ein- staklinga. „Það sem við höfum gert er að búa til erfðakort sem er með um það bil sjö sinnum meiri upplýs- ingum en eru til staðar núna. Það liggur ævintýralega tímafrek og dýr vinna þarna að baki en út úr þessu hafa komið mjög spennandi niður- stöður,“ segir Kári. Reikna má með að þessar niður- stöður verði birtar í vísindatímariti innan skamms og verða þær þá formlega staðfestar í vísindaheimin- um og Kári segir að um leið og sam- þykki fæst fyrir birtingu greinarinn- ar muni fyrirtækið veita öllum aðgang að þessum niðurstöðum á Netinu. „Við lítum svo á að það sé eðlilegt framlag okkar til vísindaum- hverfisins að veita öðrum vísinda- mönnum aðgang að þessu korti á ná- kvæmlega sama hátt og HGP veitir aðgang að raðgreiningu erfðameng- isins,“ segir Kári. Þróa þurfti sérstakan hugbúnað um allt gagnasafnið sem þörf var á við gerð erfðakortsins en annaðist Daníel Guðbjörn fræðingur hjá ÍE. Kári lagði áherslu á þa lestrinum hve mikilvægt þa hafa aðgang að upplýsin erfðarannsóknir og fram k hans að um 60 þúsund Ísl hefðu tekið þátt í rannsók fallist á að gefa blóðsýni og ar upplýsingar sem gæfi fyr tækifæri til þess að skoða b ann í sínu erfðamengi, sem á möguleika sem þekktu annars staðar. Fulltrúar margra stær miðla, fréttastofa og vísind heims voru viðstaddir frét fundinn í Vísindaakademíu Íslensk erfðagreining og Diagnostics, dótturfyrirtæ man laRoche-lyfjafyrirtæk stærsta greiningarfyrirtæk stóðu fyrir fundinum. A Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, greind Fyrsti erfðak Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, á fréttamannafundi í Vísin Íslensk erfðagreining hefur fyrst fyr- irtækja í vísindaheiminum lokið gerð erfðakorts sem nota má til að rannsak breytileika í genamengi mannsins. Me gerð þessa korts er búið að stíga næst SAMKEPPNI UM HAGSTÆTT REKSTRARUMHVERFI ÍSLENZK ERFÐAGREINING Ígær var skýrt frá því á blaðamanna-fundi í New York, að Íslenzk erfða-greining hefði fyrst fyrirtækja í vís- indaheiminum lokið gerð erfðakorts, sem nota má til að rannsaka breytileika í genamengi mannsins. Ómar Friðriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, sem fylgd- ist með fundinum í New York í gær lýsir mikilvægi þessa áfanga með eftirfarandi orðum í blaðinu í dag: „Með gerð þessa korts er búið að stíga næsta skrefið við rannsóknir á erfða- menginu frá því að raðgreiningu erfða- mengis mannsins lauk á síðasta ári, en sá atburður vakti heimsathygli.“ Á þessu stigi er of snemmt að segja til um hvaða áhrif þessi árangur muni hafa á starfsemi Íslenzkrar erfðagreiningar. Gera má ráð fyrir, að niðurstöðurnar verði birtar í vísindatímariti innan skamms, en í því felst formleg staðfesting vísindaheimsins á þeim. Tvennt er þó ljóst: Íslenzkri erfða- greiningu hefur tekizt að stíga næsta skrefið á undan öðrum fyrirtækjum, þar á meðal Celera Genomics, sem hafði ætl- að sér að ljúka þessum nýja áfanga fyrir lok þessa árs. Þessi árangur mun festa Íslenzka erfðagreiningu í sessi, sem eitt af leiðandi fyrirtækjum í heiminum á þessu sviði. Þegar horft verður til baka eftir nokk- ur ár má vel vera, að þá sjái menn, að hér hafi orðið mikilvæg þáttaskil í starfsemi Íslenzkrar erfðagreiningar. Á fundinum í New York í gær sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenzkrar erfðagreiningar m.a.: „Þetta eru ekki nið- urstöður af sama mikilvægi og raðgrein- ing á erfðamengi mannsins en þetta eru alveg geysilega mikilvægar og gagnlegar niðurstöður engu að síður öllum þeim, sem vilja vinna að erfðafræði.“ Í samtali við Morgunblaðið eftir fund- inn í gær sagði Kári Stefánsson einnig: „Við lítum svo á, að það sé eðlilegt fram- lag okkar til vísindaumhverfisins að veita öðrum vísindamönnum aðgang að þessu korti, á nákvæmlega sama hátt og HGP veitir aðgang að raðgreiningu erfða- mengisins.“ Á sama tíma og skýrt var frá þessum mikilvæga árangri Íslenzkrar erfða- greiningar var birt tilkynning frá fyrir- tækinu og Roche Diagnostics um að ÍE hefði kortlagt erfðavísi sem tengist liða- gigt. Er sá árangur rannsókna Íslenzkrar erfðagreiningar talinn stórt skref í átt að þróun nýrra og betri prófa til að greina liðagigt og þá, sem eiga á hættu að fá þann sjúkdóm. Ekki fer á milli mála, að sú mikla rann- sóknarvinna, sem unnin hefur verið á vegum Íslenzkrar erfðagreiningar er að byrja að skila merkum niðurstöðum, sem líklegar eru til að vekja heimsathygli. Í athyglisverðu viðtali við ViðskiptablaðMorgunblaðsins í gær segir Jón Sig- urðsson, forstjóri Össurar hf., frá því hvernig fyrirtæki hans flytur fram- leiðslueiningar óhikað á milli svæða og landa eftir því hvar rekstrarumhverfi er hagstæðast. Slíkum hreyfanlegum þekk- ingarfyrirtækjum fer fjölgandi og fyrir vikið fer samkeppnin milli landa um það hver bjóði hagstæðasta rekstrarum- hverfið sífellt harðnandi. Jón Sigurðsson bendir á nokkra ókosti þess að reka fyrirtæki á Íslandi og nefnir þar fyrst tvö atriði; annars vegar lítinn heimamarkað – það er staðreynd sem lít- ið er hægt að gera við – og hins vegar tíð- ar vinnudeilur. Jafnframt gerir hann að umtalsefni gengisáhættu og hærri vexti en í nágrannalöndunum, en hvort tveggja hefur reynzt íslenzkum fyrirtækjum þungt í skauti undanfarin misseri. Ljóst er að efasemdir um ágæti þess að nota krónuna í viðskiptum hér á landi fara vaxandi í atvinnulífinu, bæði vegna gengisáhættunnar og hærri vaxta. Hins vegar eru engar skyndilausnir til á þeim vanda, sem því getur fylgt að hafa sjálf- stæðan gjaldmiðil. Eini raunhæfi kostur Íslands á samstarfi við stærra myntsvæði er aðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Forsenda fyrir þátttöku í evr- unni er hins vegar aðild að Evrópusam- bandinu, sem er ekki á dagskrá stjórn- málanna nú og tekur aukinheldur einhver ár að semja um. Til þess að vega upp ókosti rekstrar- umhverfis á Íslandi verðum við því að gera betur en önnur lönd á þeim sviðum, sem er á valdi innlendra aðila að hafa áhrif á til skemmri tíma litið. Jón Sigurðsson nefnir að skattlagning hagnaðar fyrirtækja vegi þungt og bend- ir á að þær skattaráðstafanir, sem rík- isstjórnin hefur nú kunngert, séu „mjög afgerandi skref til að leiðrétta mismun á að reka fyrirtæki hér og annars staðar“. Skattabreytingarnar munu því augljós- lega veita Íslandi ákveðið samkeppnis- forskot á t.d. ríki meginlandsins, þar sem forstjóri Össurar segir að skattar séu svo háir að það hafi ekki komið til greina að hafa þar starfsemi. Þessi ríki geta hins vegar lækkað sína skatta í framtíðinni og þá verður meira að koma til af hálfu ís- lenzkra stjórnvalda. Jafnframt er ljóst að áform um að leyfa fyrirtækjum að gera upp reikninga sína í erlendri mynt, afleggja verðbólgureikn- ingsskil og jafnvel skrá hlutabréf í er- lendri mynt vega upp á móti sumum ókostum lítils myntsvæðis. Þótt verkföll séu tíðari á Íslandi en í mörgum samkeppnislöndum er vinnu- markaðurinn hér að mörgu leyti sveigj- anlegri og auðveldara fyrir fyrirtæki að bæta við starfsfólki eða fækka því eftir því hvernig á stendur í rekstrinum. Jón Sigurðsson nefnir alls kyns hömlur á starfsemi fyrirtækja, bæði í ESB-ríkjum og í einstökum ríkjum Bandaríkjanna, sem hafi átt að þjóna því hlutverki að auka atvinnu með því að gera fyrirtækj- um erfiðara fyrir að fækka fólki – en hafa haft þveröfug áhrif, því að fyrirtækin fara vegna þessara reglna. Þetta verður að hafa í huga hér á landi, bæði við laga- setningu og eins þegar aðilum vinnu- markaðarins er falið að útfæra með samningum nýjar EES-reglur á sviði fé- lagsmála. Ef við drögum úr sveigjanleika á vinnumarkaðnum erum við um leið að fæla fyrirtæki frá landinu. Síðast en ekki sízt mætti launþega- hreyfingin gjarnan taka mark á orðum forstjóra Össurar um það óhagræði, sem hlýst af tíðum verkföllum. Einn daginn gæti komið að því að einhver hinna hreyf- anlegu fyrirtækja fengju nóg af vinnu- deilunum á Íslandi og flyttu sig um set til að vera laus við þær. Launþegahreyfing- in verður að átta sig á að hún er þátttak- andi í alþjóðlegri samkeppni, ekkert síð- ur en stjórnvöld og fyrirtæki. Hún á í samkeppni við launþega í öðrum ríkjum um vel launuð störf hjá góðum fyrirtækj- um. SAMEIGINLEG yfirlýsing vísinda- manna í júní á síðasta ári um að lokið hefði verið við frumgerð að korti yfir erfðamengi mannsins vakti heimsathygli. Var niðurstöð- unni líkt við byltingu í læknavís- indum. Með kortinu þar sem genin eru staðsett verða til upplýsingar, sem líkt hefur verið við uppskrift að mannslíkamanum en markmiðið með kortlagningunni er að stað- setja genin nákvæmlega á litn- ingapörunum sem eru 23 í hverri frumu mannsins. Bill Clinton Bandaríkjaforseti og Tony forsætisráðherra Bretland sameiginlegan fréttamann þegar tilkynningin var bir Gerð kortsins var annar unnin á vegum Genameng áætlunarinnar (Human Ge Project), fjölþjóðlegs sams verkefnis, opinberra stofn háskóla í mörgum löndum þó Bandaríkjunum og Bre Hinn aðilinn sem vann a lagningunni með öðrum að var einkafyrirtæki vísinda ins Craigs Venters, Celera Kortlagning gen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.