Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 43
það verk
nsson, töl-
að í fyrir-
að væri að
ngum við
kom í máli
lendingar
knum ÍE,
veita aðr-
rirtækinu
breytileik-
m byði upp
st hvergi
rstu fjöl-
datímarita
ttamanna-
nni í gær.
g Roche
æki Hoff-
kisins, og
ki heims,
Auk Kára
fluttu dr. Heino von Prondzysnki, yf-
irmaður Roche Diagnostics, dr.
Bruce Korf, lækningaforstöðumaður
við Partners Health Care, og dr.
Heiner Dreisman, forseti Roche
Molecular Diagnostics, erindi og
ávörp á fundinum, þar sem fjallað
var um erfðavísindi, lyfja- og sjúk-
dómsgreiningar og heilbrigðisþjón-
ustu framtíðarinnar.
Tekist hefur að kortleggja
gen sem tengist liðagigt
Skömmu fyrir fundinn í gær birtu
ÍE og Roche tilkynningu um að vís-
indamenn ÍE hefðu kortlagt erfða-
vísi sem tengdist liðagigt. „Þetta er í
fyrsta sinn sem slíkur erfðavísir er
kortlagður utan vefjaflokkasvæðis-
ins á litningi sex,“ segir í sameigin-
legri tilkynningu fyrirtækjanna. Á
fundinum fjölluðu Kári og von
Prondzynski um þessa niðurstöðu og
sögðu að með þessari uppgötvun
væri lagður grunnur að frekari rann-
sóknum sem miðuðust að því að
finna ný greiningar- og meðferðar-
úrræði. ÍE og Roche Diagnostics
gengu til samstarfs sl. sumar og fær
ÍE áfangagreiðslu frá Roche fyrir
þessa uppgötvun skv. samningnum
sem ÍE gerði við móðurfyrirtækið
Hoffman LaRoche 1998. Ekki liggja
fyrir upplýsingar um hve háa fjár-
hæð um er að ræða.
Kortlagningin er talin vera stórt
skref í átt að þróun nýrra og betri
prófa til að greina liðagigt og þá sem
eru í hættu á að fá sjúkdóminn. Von
Prondzynski sagði í fyrirspurnar-
tíma á fréttamannafundinum að
hann yrði fyrir vonbrigðum ef því
yrði ekki lokið fyrir árin 2005–07.
„Það er ekki ólíklegt að við verðum
komnir með eitthvað á markað innan
tveggja ára. Það er markmið sem
stýrihópurinn hefur sett sér,“ segir
Kári Stefánsson spurður um þetta.
Slík próf eru talin skapa forsendur
fyrir þróun fyrirbyggjandi meðferð-
arúrræða en með því að greina sjúk-
dóminn á byrjunarstigi megi beita
meðferð tímanlega og halda alvar-
legum skemmdum á liðamótum af
völdum sjúkdómsins í lágmarki. Að
mati forsvarmanna ÍE og Roche
verða slík greiningarpróf mikilvæg
fyrir þróun lyfjameðferða sem sniðn-
ar eru að þörfum hvers einstaklings,
en vísindamennirnir sem töluðu á
fréttamannafundinum í gær lýstu
þeirri framtíðarsýn að þróun lyfja og
lyfjameðferð myndi beinast í síaukn-
um mæli að einstaklingunum sjálf-
um og verða mun árangursríkari í
baráttunni við sjúkdóma.
„Ég held að þessar niðurstöður
séu mjög mikilvægar fyrir þróun
nýrra aðferða til að greina, með-
höndla og jafnvel koma í veg fyrir
liðagigt,“ sagði Kári í gær. „Áfram-
haldandi rannsóknir miðast að því að
finna fleiri erfðamörk sem tengjast
sjúkdómnum og einangra lyfjamörk.
Við þessa vinnu erum við svo heppin
að vera í samstarfi við aðila sem er
staðráðinn í að breyta uppgötvunum
okkar í afurðir til að bæta líf þeirra
sem þjást af liðagigt,“ var haft eftir
Kára í fréttatilkynningu sem send
var á fréttastofur um allan heim í
gær.
Von Prondzynski segir fyrirtæki
hans leiðandi í heiminum á sviði
greiningarprófa og hafi lengi haft
sérstakan áhuga og þekkingu á liða-
gigt.
„Í rannsóknum okkar höfum við
komist að því að ákveðin gerð af vefj-
aflokkasvæðinu tengist aukinni
hættu á að fá liðagigt, auk þess sem
ákveðnar gerðir tengjast því hversu
alvarleg sjúkdómseinkennin eru.
Með því að tengja niðurstöður okkar
við uppgötvun vísindamanna Ís-
lenskrar erfðagreiningar vonumst
við til að geta hannað ný próf til að
greina áhættu hópa og aðstoða við
val á meðferðarúrræðum.“ Þessar
niðurstöður vöktu athygli á frétta-
mannafundinum í gær og var spurn-
ingum um þýðingu þeirra beint til
vísindamannanna. Kári gerði grein
fyrir forsendum rannsóknarinnar en
hún skiptist í tvo hluta. Í samstarfi
við lækna á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi var arfgerð 2.500 manns,
sjúklinga og ættingja þeirra, könnuð
með tilliti til breytileika í vefja-
flokkasvæðinu sem nú er vitað að
tengist aukinni hættu á að fá liða-
gigt. Kári lagði áherslu á að mikil-
vægi þessarar niðurstöðu lægi ekki
eingöngu í því að tekist hefði að stað-
setja erfðavísi sem talinn er tengjast
liðagigt heldur hefði vísindamönnun-
um tekist að leiða í ljós samspil á
milli erfðavísa. Með því að skima allt
erfðamengi þessara einstaklinga
fannst ákveðið svæði á litningi, utan
vefjaflokkasvæðisins, sem tengist
ennfrekari líkum á að fá sjúkdóminn.
Er vonast til að finna megi fleiri
erfðamörk við einangrun meingens-
ins.
Verðmætamat hátæknifyr-
irtækja mun aukast á ný
Kári tók einnig þátt í stórum fundi
með fjárfestum í líftækniiðnaðinum í
New York í vikunni. Í samtali við
Morgunblaðið var hann spurður
hvaða mat hann legði á stöðu há-
tæknifyrirtækja á verðbréfamarkað-
inum. „Síðastliðið eitt og hálft ár hef-
ur verið erfitt fyrir þennan iðnað.
Maður er aðeins farinn að sjá merki
þess að hlutirnir séu að lagast lítið
eitt. Ég held að þetta sé á leiðinni í
betri átt. Það er engin spurning að ef
litið er á hátækniiðnaðinn, upplýs-
ingatækninga og líftæknina, sem
hafa beðið hvað mest afhroð á mörk-
uðunum á síðasta einu og hálfu ári,
þá eru þessar greinar að breyta því
lífi sem við lifum. Upplýsingatæknin
hefur gjörbreytt lífi manna og það
þarf enginn að segja mér að í því
liggi ekki mikil verðmæti og ég er
ekki í nokkrum vafa um að samfélag-
ið kemur til með að veita upplýsinga-
tækni það verðmætamat, sem hún
hafði fyrir einu og hálfu ári. Ég held
að upplýsingatæknin hafi ekki verið
ofmetin heldur vanmetin fyrir einu
og hálfu ári, þegar verðmætamatið
var sem mest. Hið sama má segja
um líftæknina. Hún er á annan hátt
en engu að síður og án nokkurs vafa
að breyta mjög mikið því lífi sem við
lifum. Í því liggja geysileg verðmæti
og ég er ekki í nokkrum vafa um að
líftæknin kemur til með að sækja sér
það verðmætamat sem hún á skilið,“
svaraði Kári.
di frá nýjum vísindalegum uppgötvunum á fréttamannafundi í New York
ir til að ljúka gerð
korts til rannsókna
Reuters
ndaakademíu New York.
Reuters
ka
eð
ta
omfr@mbl.is
skrefið við rannsóknir á erfðamenginu frá
því að raðgreiningu erfðamengis mannsins
lauk á síðasta ári, en sá atburður vakti
heimsathygli. Kári Stefánsson, forstjóri
ÍE, greindi frá þessari niðurstöðu á frétta-
mannafundi í Vísindaakademíunni í New
York í gær. Þar var einnig sagt frá þeirri
uppgötvun að ÍE og Roche hefði tekist að
kortleggja gen sem tengist liðagigt. Ómar
Friðriksson var viðstaddur fundinn.
Tölvumynd af DNA-keðju en DNA er erfðaefni allra lífvera og kemur fyrir í litningum dýra og plantna og er í frumukjarna.
y Blair
ds héldu
nafund
rt.
rs vegar
gis-
enome
starfs-
nana og
m, einkum
etlandi.
að kort-
ðferðum
amanns-
a Genom-
ics í Maryland í Bandaríkjunum.
Kortlagning genamengisins hef-
ur verið talin marka upphafið að
nýjum veruleika í heimi líffræð-
innar og læknavísindanna, og af-
rekinu líkt við fyrstu tunglgöng-
una og upphaf iðnbyltingarinnar.
Þegar yfirlýsingin var gefin kom
fram að búið væri að greina um
97% erfðaefnisins í manninum.
Talið hefur verið að stökkbreyt-
ingar í erfðaefninu eigi þátt í
a.m.k. 1.500 sjúkdómum en mikið
skortir á þekkingu á því hvernig
þetta gerist. Kortlagning gena-
mengisins auðveldar mjög að
greina þessi tengsl en flestir vís-
indamenn hafa þó haldið því fram
að enn geti liðið mörg ár, jafnvel
áratugir, þar til búið verður að
rannsaka genamengið nægilega
vel til að nýta það markvisst við
lækningu sjúkdóma í stórum stíl
og byltingin í heilbrigðisþjónust-
unni því enn langt undan.
Flókið verkefni
Haft var eftir Craig Venter, for-
stjóra Celera, að eftir að kortlagn-
ingunni væri lokið myndu vís-
indamenn standa andspænis
geysilega flóknu verkefni sem
væri að finna og greina hin ýmsu
prótín sem genin mynda og átta
sig á því hvernig þau störfuðu.
Það gæti tekið heila öld.
Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, sagði
um þessi tíðindi þegar yfirlýsing
vísindamannanna var gefin að um
mjög þýðingarmikinn áfanga væri
að ræða. Þó væri þetta aðeins byrj-
unin, ,,Það sem þarf að gera núna
er að kanna hvernig ákveðnir
sjúkdómar, hvernig mótstaða
gegn ákveðnum sjúkdómum og
hvernig ákveðnir eiginleikar
mannsins fylgja breytileika í
erfðamenginu. Það er sú þekking
sem kemur til með að gagnast okk-
ur við að byggja upp nýja tegund
heilbrigðisþjónustu. Það kemur til
með að gagnast okkur við að nýta
erfðafræði til þess að búa til skiln-
ing á sjúkdómum og á því hvernig
við getum komið í veg fyrir þá og
læknað þá. Í mínum huga er þetta
því fyrst og fremst mjög spenn-
andi byrjun,“ sagði Kári í samtali
við Morgunblaðið í júní 2000.
namengisins upphafið að nýjum heimi