Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 46

Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ R íkisútgjöld verða á næsta ári hærri en nokkru sinni fyrr. Þessa fullyrðingu um þróun útgjalda ríkisins væri reyndar réttast að endurtaka nokkrum sinnum til áhersluauka enda á hún við ár eftir ár og hefur verið fullgild svo lengi sem menn muna. Það er nefnilega því miður þannig að útgjöld rík- isins vaxa ár frá ári og engin leið hefur fundist enn til að temja þessa ófreskju sem ríkisútgjöldin eru og satt að segja eru fáir sem treysta sér til að reyna. Það er nefnilega svo með ófreskjuna, að þótt hún valdi landsmönnum þungum búsifjum í formi hvers kyns skatta, gjalda og só- unar, þá á hún víða vini þegar á reynir. Þess- ir vinir hennar játa vinskap- inn svo sem sjaldan og láta jafnvel stundum eins og þeim sé í mun að koma á hana böndum. Þegar á reynir og færi gefst sést hins veg- ar hvort hugur fylgir máli eða hvort talið var marklaust. Oft kemur þá í ljós að ófreskjan á lygi- lega marga vini í raun. Þessa dagana er verið að af- greiða fjárlög og ræða hugmyndir um niðurskurð og þá hafa ýmsir sannir vinir útgjaldaófreskjunnar skotið upp kollinum. Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi til fjár- laga ársins 2002 eru skepnunni ætlaðir 258 milljarðar króna, en þó mun það að einhverra áliti ekki nóg. Meira að segja fjárlaganefnd kemur sjálf með tillögur um 2.278 milljóna króna aukningu útgjald- anna, og má segja að þar hlífi sá sem höggva skyldi. Í tillögum fjárlaganefndar um aukin útgjöld eru margir smáir út- gjaldaliðir og líklega þykir ýmsum það vera heldur ómerkilegur sparðatíningur að fetta fingur út í nokkrar milljónir hér og fáeinar þar. Þó er það nú þannig að þeir 258 milljarðar króna sem áformað er að setja í gin ófreskjunnar eru samsafn af örfáum milljónum króna sem dreift er hingað og þangað því víða þarf að stinga bita bæði í smáa og stóra munna sér- hagsmunanna. Til fróðleiks fyrir lesendur má nefna hér nokkrar tillögur fjár- laganefndar um útgjöld, sem sér- stök ástæða þótti til að bæta við milljarðana 258. Sem dæmi má greina frá því að fjárlaganefnd treysti sér ekki til annars en leggja til að eikarbáturinn Sædís fengi 31⁄2 milljónar króna yfirhaln- ingu á næsta ári og að vélbáturinn Gestur yrði tekinn í gegn fyrir sömu upphæð. Ekki var álitið full- nægjandi að skattgreiðendur styrktu Ungmennafélag Íslands um 17 milljónir króna á næsta ári, og hefur tillaga því verið gerð um 25 milljóna viðbót. Reiðskemma á Gaddstöðum fær 7 milljónir auka- lega nái fjárlaganefnd fram vilja sínum og skíðamannvirki í Skarðs- dal, fær úthlutað sömu upphæð. Hvorugt þótti þola bið þótt öllum væri ljóst að brýnt væri að nú yrði skorið niður. Svona mætti svo að segja enda- laust halda áfram, en rétt er að láta hér við sitja. Þó verður vart undan því vikist að láta þess getið að svo mjög þótti fjárlaganefnd að- kallandi að auka útgjöldin umfram það sem fram var komið í fjárlaga- frumvarpinu, að liðurinn „Ýmis framlög“ er aukinn úr 41⁄2 milljón króna í 22,4 milljónir, enda aldrei að vita nema hægt verði að finna einhverja leið til að eyða meira skattfé í eitthvað. Já, bara eig- inlega allt frekar en skilja féð eftir hjá skattgreiðendum. Til að vega nokkuð upp á móti þeirri útgjaldaaukningu sem fyr- irséð er að verður á milli áranna 2001 og 2002 vinnur ríkisstjórnin nú að niðurskurði upp á þrjá til fjóra milljarða króna, eins og for- sætisráðherra kynnti á dögunum. Hér er þó eiginlega ekki rétt að tala um niðurskurð, því aðeins er verið að tala um að auka útgjöldin minna en ella. Hvað um það, þarna er viss viðleitni sem óskandi væri að gengi eftir. En varla hafði verið nefnt að til stæði að setja fram til- lögur um minni útgjaldaaukningu þegar vinir hinnar óseðjandi ófreskju komu fram henni til varn- ar. Ekki liggur fyrir hvaða tillögur verða gerðar um að hægja á út- gjaldaaukningu ríkisins að þessu sinni, en þó hefur kvisast út að ef til vill verði sparaðar sjö til átta hundruð milljónir króna með því að fresta lengingu sérstaks fæð- ingarorlofs feðra. Sú frestun þýddi að í stað þess að foreldrar gætu samanlagt farið í átta mánaða fæð- ingarorlof á næsta ári hefðu þeir úr sjö mánuðum að spila. Þar sem heimildin til fæðingarorlofs er ekki nema að hluta millifæranleg yrði staðan á næsta ári þannig að fað- irinn gæti verið að hámarki í fjög- urra mánaða orlofi í stað fimm ef þessa aðhalds verður ekki gætt í ríkisfjármálum. Staða móðurinnar yrði hins vegar óbreytt, sex mán- uðir hámark. Þetta er nú allur munurinn fyrir foreldrana. En þótt litlu muni og öllum ætti að vera ljóst að ríkið þarf að draga úr aukningu útgjalda þá kveinka menn sér og hafa uppi stór orð í fjölmiðlum. Einn hrópaði að slíkur sparnaður væri stjórnarskrárbrot og virtist ekki, þrátt fyrir próf í lögfræði, gera sér grein fyrir að með lögum má breyta lögum. Ann- ar heldur því fram að margir hafi skipulagt lífið miðað við aukinn rétt til orlofs. Loks er því haldið fram að til séu hjón sem hafi frest- að barneignum þannig að barnið fæddist eftir næstu áramót. Með öðrum orðum þá er ýmsum rökum teflt fram þegar verja þarf aukin útgjöld ríkisins til fæðing- arorlofs og undrar svo sem engan sem fylgst hefur með baráttu þeirra sem þröngvað hafa sér- kennilegum hugmyndum sínum um fæðingarorlof upp á aðra. Þessi „rök“ og þrýstingur frá þeim sem gert hafa baráttu fyrir tiltek- inni gerð fæðingarorlofs að hálf- gerðu trúaratriði mega ekki koma í veg fyrir að dregið verði úr út- gjaldaaukningu ríkisins. Ríkið verður að spara hvar sem þess er kostur. Ef það á að vera mögulegt verða sérhagsmunirnir að víkja. Óseðjandi ófreskja Þessi „rök“ og þrýstingur frá þeim sem gert hafa baráttu fyrir tiltekinni gerð fæðingarorlofs að hálfgerðu trúaratriði mega ekki koma í veg fyrir að dregið verði úr útgjaldaaukningu ríkisins. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj @mbl.is ✝ Arnheiður Ein-arsdóttir fæddist á Búðarhóli í Austur- Landeyjum 10. ágúst 1922. Hún lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans við Hringbraut 17. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Einar Högnason bóndi á Búðarhóli, fæddur á Núpi í Fljótshlíð 16. júní 1887, d. 20. júní 1931, og kona hans Jónheiður Einars- dóttir skreðari, fædd á Arngeirsstöðum í Fljótshlíð 11. september 1884, d. 20. október 1968. Bróðir Arnheiðar var Arn- þór kjötiðnaðarmaður, f. 1. nóvem- ber 1918, d. 24. febrúar 1977, og fóstursystir þeirra er Erna Kristín Elíasdóttir, f. 21. mars 1926. Hinn 21. júní 1947 giftist Arn- heiður Þorsteini Herði Björnssyni vélfræðingi, f. 2. júní 1926, d. 28. mars 2000. Foreldrar hans voru Björn Kristján Gottskálksson út- gerðarmaður, fæddur á Stakk- hamri, Miklaholtshreppi 1. októ- ber 1896, d. 5 janúar 1974, og Laufey Guðmundsdóttir, fædd á Stokkseyri 14. júlí 1904, d. 7. febr- úar 1993. Stjúpfaðir hans var Ein- ar Óskar Þórðarson húsgagna- smiður, fæddur á Súgandafirði 20. nóvember 1905, d. 13. júlí 1979. Börn Arnheiðar og Þorsteins Harðar eru: 1) Eyrún, f. 1945, hennar maður Guðmundur Hann- ing Kristinsson, synir þeirra, Högni, f. 1970, Kristinn Hörður, f. 1972, Arnþór, f. 1974, og barna- börnin eru fimm. 2) Heiður, f. 1949, hennar maður Guðmundur J. Ein- arsson, börn þeirra Þorsteinn Örn, f. 1966, Garðar Örn, f. 1974, Arn- heiður, f. 1977, Einar Örn, f. 1980, og barnabörnin eru þrjú. 3) Einar, f. 1950, d. 6. janúar 2000, dætur hans og Vilborgar Elínar Krist- jónsdóttur eru Helga Hrund, f. 1969, Arnheiður Dögg, f. 1978, og barnabörnin eru þrjú. Sonur Ein- ars og Ásu Kristínar Knútsdóttur er Hjalti Knútur, f. 1990, og fósturdætur hans, dætur Ásu, eru Þuríður Annabel Tix, f. 1983, og Yvonne Dorothea Tix, f. 1985. 4) Laufey Hrönn, f. 1952, henn- ar maður Ísleifur Árni Jakobsson, börn þeirra Jónheiður, f. 1977, Bergrún, f. 1979, og Jakob Árni, f. 1983. 5) Hörður, f. 1957, sambýliskona hans er Margrét Þór. Synir hans og Erlu Bjargar Sigurðardóttur eru Daníel Þór, f. 1974, og Guðfinnur Ýmir, f. 1988. 6) Arna Björk, f. 1960, henn- ar maður Jóhann Thorarensen, börn þeirra Salka, f. 1990, og Jök- ull, f. 1992. Arnheiður lauk barnaprófi frá farskóla í Austur-Landeyjum. Hún fluttist með móður sinni og bróður fjórtán ára gömul til Reykjavíkur. Næstu ár starfaði hún aðallega við verslunarstörf. Tvítug hóf hún nám í þeirri list að mála á silki og striga og varð það hennar aðal- áhugamál, jafnframt því sem hún hóf að leiðbeina öðrum í meðferð olíulita. Eftir að hún giftist hafði hún það að aukastarfi alla tíð með heimilisstörfum og barnauppeldi. Fyrstu búskaparárin gerðust þau hjón, ásamt dóttur sinni tveggja ára, frumbýlingar í Kópa- vogi, er þau árið 1947 festu kaup á sumarbústað á Kópavogsbraut 2, í félagi við Arnþór, bróður Arnheið- ar, Sólveigu konu hans og Jónheiði móður þeirra systkina. Hófust þeir þegar handa við stækkun og lag- færingar á húsinu, sem varð heim- ili þeirra allra og smám saman fimm nýrra barna í þessum tveim- ur fjölskyldum. Tíu árum seinna, árið 1957, fluttust Arnheiður og Þorsteinn Hörður með fjölskyldu sína á Bugðulæk 17 í Reykjavík og bjuggu þar æ síðan. Útför Arnheiðar fer fram frá Laugarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var árið 1944 að Arnheiður kom eins og sólargeisli inn í litlu fjölskylduna okkar sem kærastan hans stóra bróður, glæsileg með tinnusvart hár og suðrænt yfir- bragð. Þau höfðu kynnst á skautum á Tjörninni, hann 17 ára, hún 21 árs. Úr því varð ást sem átti eftir að end- ast ævina alla. Fyrir ellefu ára gutta voru þetta mikil tíðindi og ekki síður að kærastan þekkti bíódyravörð sem sýndist ég vera bara nokkuð fullorðinn ef ég slóst í för með þeim á bannaðar myndir. Arnheiður vann við afgreiðslu- störf, fyrst í skóbúð og síðar í bóka- búð Ísafoldar og var því ein af Aust- urstrætisdætrum hans Tómasar Guðmundssonar borgarskálds. Í Austurstrætinu var einnig Jóhannes Kjarval með vinnustofu og hann hafði heldur betur augun hjá sér þegar hann leit inn í bókabúðina því til er röð andlitsmynda af Arnheiði eftir hann dregnar á búðarpappír og hafa þær ætíð myndað veglegen sess í stofunni hjá henni. Starfið í bókabúðinni veitti henni þá ánægju að geta verið innan um bækur en langvinn veikindi sem hún hafði átt í áður höfðu gert hana að miklum lestrarhesti. Voru það eink- um íslenskar nútímabókmenntir sem hún hafði dálæti á og var Hall- dór Laxness þar efstur á lista. Á þessum tíma bjó Arnheiður ásamt Arnþóri bróður sínum hjá móður þeirra Jónheiði sem hafði eft- ir snöggt andlát eiginmannsins brugðið búi í Austur-Landeyjum og flutt til Reykjavíkur fyrir stríðsbyrj- un. Og þar, á Bergþórugötu 21, fæddist árið 1945 fyrsta barn þeirra, dóttirin Eyrún. Tveimur árum síðar gerðust þau ásamt Arnþóri bróður hennar sem í millitíðinni hafði kvænst Sólveigu sinni frumbyggjar í Kópavogi er þau keyptu lítinn sumarbústað með stórri lóð á Kópavogsbraut 2. Þar hófu þau sambýli, systkinin með mökum sínum og móður, og sann- aðist þar hið fornkveðna að þröngt mega sáttir sitja því aðeins tvö 9 fer- metra herbergi komu á hvora fjöl- skyldu auk herbergis móðurinnar og sameiginlegs rýmis. Á Kópavogs- brautinni fæddust þeim Arnheiði og Herði þrjú börn til viðbótar og Sól- veigu og Arnþóri tvö. En þótt byggt hefði verið við bústaðinn og mikið fyrir hann gert fór svo að þrengslin urðu of mikil og Arnheiður og Hörð- ur ákváðu 1957 að festa sér hæð í nýju húsi á Bugðulæk 17. Og enn stækkaði fjölskyldan er tvö börn bættust í hópinn. Arnheiður hafði í stríðslok farið að nema teiknun og listmálun á námskeiðum og nokkru síðar hóf hún að leiðbeina öðrum á því sviði. Það starf, í upphafi hugsað sem aukastarf, gaf henni ákaflega mikið og entist henni fram til síðasta dags. Nemendur hennar skipta nú hundr- uðum og í vinnustofu hennar má sjá hálfkláruð málverk nemenda hennar að bíða eftir leiðbeinanda sínum. Okkur sem umgengust Arnheiði fannst aðdáunarvert að fylgjast með uppeldisaðferðum hennar. Aldrei skipti hún skapi, alltaf var hún já- kvæð og bjartsýn. Börnum sínum, vinum þeirra og frændsystkinum sýndi hún óendanlega hlýju og þol- inmæði, þau voru frædd um rétt og rangt, reglurnar voru fáar en skýrar en að öðru leyti var hún til staðar fyrir hvern og einn þegar á þurfti að halda, skarst í leikinn ef hann varð ójafn en lét þau afskiptalaus á með- an þau ærsluðust í glöðum leik. Er fram liðu stundir fjölgaði áfram í fjölskyldunni er börnin sex eignuðust sína maka og sín börn. Barnabörnin urðu 17 talsins og barnabarnabörnin 11 þannig að Reykjavíkurmærin sem kynntist eiginmanni sínum á skautasvellinu forðum var orðin ættmóðir þriggja kynslóða, alls 34 afkomenda auk tveggja fósturbarnabarna þegar hún kvaddi þennan heim. Smám saman þróaðist heimili þeirra hjóna í að vera miðstöð stór- fjölskyldunnar. Bílskúrinn var inn- réttaður til íveru og þar byrjuðu tvö barnanna og fjögur barnabarna sinn búskap. Heimilið varð uppeldisstöð, mótsstaður, athvarf, barnapössun, húsdýrapössun og fréttamiðstöð og í miðju hringiðunnar stóðu hjónin Arnheiður og Hörður. En án þess að á hann sé hallað var það Arnheiður með sterkri nærveru, rólegu fasi og jafnaðargeði sem réð miklu um þessa þróun. Hún naut tengslanna við afkomendurna, naut þess að fylgjast með hverjum og einum, að aðstoða þar sem hægt var, vera sálusorgari þegar á bjátaði og gleðj- ast með þeim sem gladdist. Kona með slíkt lundarfar hlaut auðvitað að hæna að sér fleiri en afkomendur sína. Einn af einlægum aðdáendum hennar var faðir minn sem í áratugi heimsótti hana í morgunkaffi á sunnudögum og eftir að móðir mín varð ein var hún tíðum daglegur gestur hjá þeim hjónum. Kærustum og mökum var tekið opnum örmum og jafnvel þótt upp úr slitnaði breytti það engu um tengslin við hana. Arnheiður naut samræðna við fólk, forvitnaðist um hugðarefni við- mælenda sinna og þótti gaman að ræða sín eigin, einkum bókmenntir og listir og það sem efst var á baugi á hverjum tíma en hún fylgdist vel með. Þegar grannt er skoðað var þó einn þáttur í hugarfari hennar og gildismati sem stóð öðrum ofar og veitti henni andlegan styrk: sterk mannúð og samkennd með öllum vanmátta og voru dýrin þar ekki undanskilin. Húsdýrin undu sér vel á Bugðulæknum og dýr merkurinn- ar gleymdust ekki heldur. Skaddaðir fuglar fengu slysahjálp og fóstur. Hún fóðraði reglulega herskara af fuglum á bílskúrsþakinu og vissi nákvæmlega um óskamat- seðil hverrar tegundar. Jafnvel hagamúsin við sumarbúðstaðinn í Skorradalnum þar sem þeim hjón- unum veittist sú ánægja að vera í snertingu við náttúruna, oft sumar- langt, fékk sinn uppáhaldsrétt – Cheerios frá General Mills. Þótt lífið hefði fært mágkonu minni margt fékk hún samt sinn hluta af andstreymi þess. Föður- missirinn þegar hún var aðeins átta ára gömul setti mark sitt á hana, langvarandi veikindi bróður míns skildu einnig eftir sig sín spor. Þá reyndi mikið á innra þrek hennar og æðruleysi þegar hún missti í janúar á síðasta ári eldri son sinn af slysför- um og í mars sama ár eiginmann sinn. Áföll sem skildu eftir sig var- anleg sár, beygðu hana en buguðu ekki. Eftir mikil veikindi í sumar ákvað hún af eðlislægri bjartsýni að fara í nauðsynlega hjartaaðgerð en úr henni átti hún ekki afturkvæmt. Í dag kveðjum við þessa einstæðu konu er mikið gaf. Er hún hverfur úr þessum heimi lifir hún áfram í hinum fjölmörgu afkomendum sín- um. Framar öðru lifir hún þó í hinni jákvæðu lífssýn samkenndar, um- burðarlyndis og kærleika sem hún innrætti þeim og öðru samferðafólki með fordæmi sínu og lífi. Renata og Þórir Einarsson. Elsku amma, núna ertu komin til afa. Mikið voru þetta nú sorglegar fréttir sem ég fékk snemma á laug- ardagsmorgni þar sem ég lá og svaf í henni stóru Köben. Amma mín var dáin, hún sem var eilíf í mínum huga. Ég sem hélt að ég myndi hitta hana í heimsóknum mínum til Ís- lands næstu árin. En svona er lífið nú einu sinni, það eina sem er alveg öruggt þegar við fæðumst í þennan heim er að við deyjum. En þó þú sért dáin, amma mín, lif- ir minningin um þig enn í hjarta mér svo ljúf og góð. Ég man svo vel eftir því þegar ég gisti hjá afa og þér á Bugðulæknum sem var ekki sjaldan á yngri árum. Það var svo notalegt að vera hjá ARNHEIÐUR EINARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.