Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 47
ykkur og alltaf nóg að bauka. Ég
man sérstaklega eftir því þegar þú
komst inn til að bjóða góða nótt og
sagðir alltaf: Guð geymi þig. Mér
fannst það svo fallegt og hlýnaði um
hjartað.
Svo man ég líka svo vel eftir vara-
litnum þínum. Þú varst alltaf með
bleikan varalit, meira að segja vara-
litaðir þú þig áður en við fórum í
laugarnar, sem við gerðum svo oft.
Lyktin af þér var svona góð ömmu-
varalitalykt.
Málaraherbergið var það her-
bergi í húsinu sem var vinsælast hjá
okkur barnabörnunum. Ég man eft-
ir því að ég gerði nokkrum sinnum
tilraun til þess og mála mynd. Fór í
slopp og fékk liti á undirskál hjá þér,
en ég gafst alltaf fljótt upp á því.
Það sem mér fannst aftur á móti
skemmtilegast var að vera hjá þér
þegar þú varst að kenna. Þá gat ég
hlustað á allt sem konurnar í tíma
voru að tala um og svo var ég auðvit-
að rosalega stolt af þér því þú varst
að aðstoða alla og hjálpa ef einhver
lenti í vandræðum. Svo var hápunkt-
inum náð þegar ég fékk að taka á
móti greiðslunni í enda tímans. Mér
fannst þú ekkert smárík þegar allir
voru búnir að borga. En ég veit að
það var ekki það sem þú hugsaðir
mest um. Það að kenna var þér mik-
ilvægast, það var það sem hélt í þér
lífi, þú elskaðir að kenna og mála.
Að fara í Skorrann í Skessuhorn
var þér svo mikils virði, þú varst
alltaf svo frjáls þar og leið svo vel og
ekki kipptir þú þér upp við það að
taka okkur öll, krakkaskarann, með.
Svo er hápunktur minninganna að
við hittumst alltaf öll fjölskyldan á
Bugðulæknum á aðfangadagskvöld.
Við fengum okkur heitt súkkulaði og
með því og nutum þess að vera sam-
an. Ætli ég eigi ekki eftir að sakna
þess mest, núna þegar það er svo
stutt í jólin.
Það var alltaf svo notalegt að
heimsækja þig á Bugðulækinn, þar
var maður alltaf eins og heima. Þá
settist ég í eldhúsið og við fengum
okkur eitthvað að borða og þú
bauðst mér alltaf kaffisopa. En ég
hef aldrei drukkið kaffi, það er Jón-
heiður sem dekkur kaffi. En hvernig
í ósköpunum áttir þú líka að muna
það. Svo varstu alveg sérstök með
það hvernig þú tókst á móti öllu nýja
fólkinu sem var farið að streyma inn
í fjölskylduna, öllum mökum barna-
barnanna. Þú áttir strax svo mikið í
þeim og þá tala ég sérstaklega um
hann Helga minn sem fannst svo
vænt um þig og leit á þig sem ömmu
sína og ég ber hér kveðju til þín frá
honum.
Elsku amma mín, guð geymi þig.
Minningin um þig mun varðveitast í
huga mínum þar til við hittumst á
ný.
Áhyggjulaus á bleiku skýi,
svífur þú um í faðmi afa,
umleikin hamingju og frelsi,
með Laxness og Kjarval þér á hægri hönd
og alla hina í kring.
Ég bið guð að vaka yfir okkur öll-
um og gefa okkur styrk til að takast
á við sorgina.
Bergrún.
Arna amma er dáin.
Þetta eru þung orð að segja og
erfitt að sætta sig við. Við þekkjum
ekki lífið án hennar Örnu ömmu sem
var okkur svo góð, en hún mun lifa í
hjörtum okkar um eilífð.
Nú líður að jólum og við hugsum
með okkur, jólin án heimsóknar til
ömmu og afa á Bugðulækinn sem
hefur verið fastur liður í jólahaldinu
hjá okkur, það verður bæði skrítið
og erfitt. En lítum á björtu hliðarn-
ar, minningarnar, amma hefði viljað
það. Lífið í Skessuhorninu var æv-
intýri útaf fyrir sig, bátsferðir, varð-
eldur, sundlaugaferðir og ýmsar
íþróttir og leikir. Okkur er minn-
isstæð ferð okkar hringinn í kring-
um landið sumarið 1997. Höfðum við
verið óheppin með veður á Austur-
og Norðurlandi og fórum því fljótt
yfir en þegar komið var á Akureyri
um kvöldmatarleytið til að gista síð-
ustu nóttina fyrir heimferð varð
okkur hugsað til ömmu og afa í
Skorranum. Þau voru þar eins og
flesta sumardaga. Hringdum við í
þau og boðuðum komu okkar. Þegar
í Skorrann var komið laust eftir mið-
nætti biðu þau eftir okkur með heit-
ar samlokur og vöfflur með rjóma
eins og við værum að koma í eft-
irmiðdagskaffi á sunnudegi, slík var
gestrisnin og umhyggjan. Við höfð-
um fréttir að færa þeim þessa nótt,
við settum upp trúlofunarhringana
daginn áður og voru þau fyrst til að
frétta það. Þau voru yfir sig ánægð
og kysstu okkur í bak og fyrir og
óskuðu okkur til hamingju með „op-
inberunina“ eins og amma kallaði
það. Þetta er bara ein af mörgum
minningum sem við eigum af ömmu
og afa og lífinu í Skorradalnum.
Við kveðjum þig, amma. Megi guð
vera með þér og allri fjölskyldunni.
Við vitum að það verður tekið vel á
móti þér þangað sem þú ert að fara.
Arnþór og Inga.
Elsku langamma, ég veit að engl-
arnir passa þig og langafa núna. Ég
fer alltaf með „litla Faðir vorið“ áð-
ur en ég fer að sofa.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt,
hafðu þar sess og sæti,
signaður Jesús mæti.
(Ók. höf.)
Unnar Freyr Arnþórsson.
Um þessar mundir er landið hulið
snjó og fuglar þyrpast til byggða í
leit að æti. Á bílskúrsþakinu á
Bugðulæk 17 í Reykjavík hafa þeir í
tugi ára mátt ganga að því vísu að
vera gefið. En nú er matmóðir
þeirra horfin á brott úr þessum
heimi og missirinn mikill, bæði fyrir
dýr og menn.
Til hennar föðursystur okkar,
Arnheiðar Einarsdóttur, fannst öll-
um gott að koma, enda bar hún í
brjósti einstaka gæsku til alls sem
lifði. Hún hafði til að bera mikið um-
burðarlyndi og hlýju og hún tók
hverjum manni eins og hann var.
Börn og unglingar gátu tjáð sig við
hana um hvaðeina án þess að fá nei-
kvæð viðbrögð en þess í stað ástúð-
lega leiðsögn og hvatningu. Dýr
skynjuðu einnig væntumþykju
hennar og löðuðust því að henni
jafnt og börnin.
Frænka var bókelsk og las ásamt
fagurbókmenntum rit um andleg
málefni og heimspeki. Hún hafði
skoðanir á samfélagsmálum, sem
einkenndust af ósk um réttlæti og
jöfnuð fólks. Frænka var einnig
mjög listhneigð og lærði teiknun og
málun sem ung kona. Í verkum
hennar kemur fram hversu gott
auga hún hafði fyrir fegurð og lit-
brigðum náttúrunnar, sem hún og
bar mikla umhyggju fyrir.
Ævistarf frænku var inni á heim-
ilinu þar sem hún hafði ærinn starfa
við að ala upp sex börn og síðar að
sinna barnabörnum og barnabarna-
börnum, sem hún hafði mikla
ánægju af. Samhliða þessu og allt
þar til í vor tók hún á móti fólki í for-
stofuherberginu á Bugðulæknum og
miðlaði því af þekkingu sinni í olíu-
málun. Hún naut þessa félagsskapar
og hafði einnig alltaf gaman af að
stofna til nýrra kynna. Það veittist
henni líka auðvelt þar sem hún var
kona sem öllum leið vel í návist við.
Mannkærleikur, réttsýni, um-
burðarlyndi og fordómaleysi var það
sem einkenndi frænku umfram allt.
Þessara eiginleika fengu allir henn-
ar afkomendur og aðstandendur að
njóta. Það er von okkar að við meg-
um öll bera gæfu til að miðla því sem
við lærðum af hennar lífssýn áfram
til okkar afkomenda og samferða-
fólks.
Erna Jóna og Auður Lilja.
Fyrir tæpum tveimur árum var
ég búsett í Noregi þegar Hörður
fyrrverandi eiginmaður minn
hringdi í mig og tilkynnti mér að
Einar bróðir hans hefði látist í bíl-
slysi. Mig setti hjóða. Einar var að-
eins 49 ára í blóma lífsins og er mik-
ill missir að honum, sérstaklega
fyrir börn hans og barnabörn og
ekki síður var það erfitt fyrir systk-
ini Einars og foreldra hans, þau
Örnu og Hadda, sem voru enn á lífi.
Haddi var mikið veikur þegar þetta
gerðist og lést tveimur og hálfum
mánuði síðar og nú er hún Arna líka
dáin. Það er skammt stórra högga á
milli.
Örnu og Hadda kynntist ég haust-
ið 1978 og varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að verða tengdadóttir þeirra.
Ég skynjaði strax í upphafi að þau
voru hvort á sinn máta vel innrétt-
aðar manneskjur, hjón sem hlúðu
vel að börnum sínum, tengdabörn-
um og barnabörnum. Eldri syni
mínum, sem þá var fjögurra ára,
tóku þau opnum örmum sem einu af
sínum barnabörnum. Það sem ein-
kenndi samskipti þeirra í milli og við
annað fólk var kærleikur og virðing.
Arna og Haddi bjuggu sér fallegt og
hlýlegt heimili á Bugðulæk 17 í
Reykjavík og var alltaf notalegt að
koma þangað, sem margir munu
sakna. Þau voru bæði tvö skemmti-
legar og skarpgreindar manneskjur
og var oft gaman að spjalla í eldhús-
króknum á Bugðulæknum. Haddi
hafði góðan húmor og sagði vel frá.
Arna hafði einstaklega gott innsæi
og skilning á þörfum fólks, hún var
víðlesin bæði í bókmenntum og sál-
félagsvísindum. Hún var listamaður,
málaði og teiknaði, hennar ævistarf
var að kenna að mála. Kennsluna
stundaði hún frá því að hún var ung
kona og sameinaði vinnu sína og
heimilisstörfin alla tíð. Það var góð
samvinna með þeim hjónum, bæði
varðandi heimilisstörfin og vinnu
Örnu. Haddi stóð oft í eldhúsinu og
eldaði og sá um innkaupin, svo hafði
hann á færi sínu tækniteiknun, sem
kom að góðu gagni í undirbúningi
Örnu fyrir málarakennsluna. Hann
var vélstjóri að mennt og starfaði
tæp fjörutíu ár í Áburðarverksmiðju
ríkisins. Þau voru traustar og hóg-
værar manneskjur, en hvetjandi,
það var gott að koma og spjalla við
þau bæði um það sem miður fór og
þegar ástæða var til að fagna. Þrátt
fyrir skilnað okkar hjóna árið 1993
slitnaði ekki samband mitt við þau,
það var ennþá á sömu nótum og
fyrr, þó að formið hefði breyst.
Ég kveð nú í hinsta sinn þessi
mætu hjón með söknuð í hjarta. Ég
votta eftirlifandi börnum þeirra,
þeim Eyrúnu, Heiði, Hrönn, Herði
og Björk, barnabörnum, barna-
barnabörnum og tengdabörnum
innilega samúð.
Erla Björg Sigurðardóttir.
Það var kalt, við vorum litlir bóg-
ar. Við Eyrún gengum þegjandi. Við
ætluðum heim til hennar. Ég var
svolítið spennt, ef til vill kvíðin. Hún
fór á undan upp tröppurnar, opnaði.
Ég fann grípandi ilminn af olíulitum.
Arna kom á móti okkur, heilsaði mér
eins og ég væri alvöru manneskja,
ekki bara telpukorn, krakki. Hún
var svo falleg, hafði svo undurfalleg
tindrandi augu og fullt af bros-
hrukkum kring um þau. Hún var að
mála fjall, Lómagnúp. Í huga mér er
hann og verður fjallið hennar Örnu,
minnisvarði.
Ég hef lengi vitað hversu dýrmæt
áhrif það hefur haft á uppeldi mitt í
bernsku, að njóta samvista við perl-
ur í mannhafinu, hreinar perlur,
sem voru vitrar, hlýjar, skynsamar
en þó umfram allt mannlegar. Perl-
ur, sem létu mann hlýða sér, töluðu í
mann kjarkinn og sannfærðu mann
um að hægt væri að yfirvinna það
ómögulega? Þannig var Arna. Ómet-
anleg! Þau munaði ekki um það
Örnu og Hadda að taka eina telpu
með í barnahópinn sinn stóra. Það
fór vel um mig í öllum samskiptum
og samvistum á því heimili.
Eftir að Haddi dó, ætlaði Arna að
fara með mér upp í gilið fyrir ofan
húsið mitt. Þar höfðu þau hjónin ung
átt rómantískar stundir. Hún ætlaði
að sýna mér myndmótívin mörgu,
sem hún vissi um þar. En einhvern
veginn treysti hún sér aldrei, gat
ekkert gengið, sagði hún. Það var
henni augljóslega sárt. Hún var
náttúrubarn, náttúruunnandi, sem
hafði þá náðargáfu, að geta endur-
skapað náttúruna með litum á léreft.
Hún lét aðra njóta þessa og kenndi
öðrum. Hún tók okkur með á sýn-
ingar. Sem barni þótti mér meira til
þess koma að sjá myndirnar hennar
verða til, en að sjá annarra verk á
vegg. Til eru myndir af henni eftir
meistara Kjarval. Mér fannst ekkert
merkilegt, að Kjarval skyldi mála
hana, en mér fannst sem barni, að
hann hefði getað haft myndirnar af
henni fallegri! Kannski þarf meiri
meistara en Kjarval til að mála
mannkosti konu.
Ég þurfti að keyra fram hjá
Lómagnúp daginn eftir að Arna dó.
Þar kvaddi ég hana. Mikil mann-
eskja á skilið mikinn minnisvarða,
óhefðbundinn minisvarða. Í mínum
huga er minnisvarðinn um Örnu val-
inn. Það er ekki opinber minnis-
varði, en minnisvarði um hana milli
mín og Guðs, sem Arna sagði mér nú
nýverið að hún vissi að væri til, þó
hún segðist hafa kosið, að vera ekki
að gera sér neitt tíðrætt um hann.
Ef allir þeir, sem eru með guðsorð á
vörum, svo og allir aðrir lifðu lífi
sínu af sömu trúmennsku og Arna
væri heimurinn betri.
Elsku Eyrún mín, Heiður, Einars
fólk, Hrönn, Hörður, Arna Björk og
ykkar fólk allt. Þökk fyrir, að ég
fékk að njóta mömmu ykkar með
ykkur. Ég votta ykkur öllum djúpa
hluttekningu. Blessuð sé minning
Arnheiðar Einarsdóttur.
Þórey Guðmundsdóttir.
Elsku Arnheiður. Þrátt fyrir ríku-
legar minningar eru orð mín fátæk-
leg. Veruleikinn verður víst ekki
umflúinn og ég verð að venjast
þeirri staðreynd að koma heim að
auðu húsi.
Síðastliðið eitt og hálft árið hefur
verið mér mikilvægt, mikilvægt að
því leyti að ég kynntist betur hug-
ljúfum einstaklingi sem með mán-
uðunum varð ein af mínum bestu
vinkonum. Það eru forréttindi að
geta státað sig af því að hafa átt þig
að, svo sérstakan vin, svo sterka af
hlýju og góðvild. Vinur sem geislaði
líkt og geislar sólu á besta degi sum-
ars og þeir eru vanfundnir þeir ein-
staklingar sem ekki dáðu þig og til-
báðu.
Ég minnist sárt dýrmætu sam-
verustundanna við eldhúsborðið þar
sem við skiptumst á skoðunum um
lífið og tilveruna og kynntumst lífs-
viðhorfi hvor annarrar.
Það voru þessar umræður sem
styttu okkur stundir og gerðu okkur
kleift að kynnast líkt og við gerðum.
Fyrir það verð ég ævinlega þakklát
og eru minningarnar um þig dýr-
mæt eign.
Söknuðurinn er sár, en á milli tár-
anna gleðst ég yfir því ferðalagi sem
þú ert í þann mund að hefja með ást-
vinum sem nú hafa tekið við þér.
Ástvinum sem munu vernda þig og
geyma í faðmi sér og ganga með þér
um slóðir himinhvelfsins.
Elsku Arnheiður, ég kveð þig með
virðingu og þökk. Hvíldu í friði.
Þín
Bjarney.
Við fráfall Arnheiðar Einarsdótt-
ur 17. nóvember síðastliðinn koma
upp í hugann minningar og minn-
ingabrot frá kynnum okkar systra af
þessari einstöku konu. Okkur langar
að minnast Arnheiðar og Harðar,
eiginmanns hennar, sem lést 28.
mars á síðastliðnu ári, með nokkrum
orðum.
Hörður og Arnheiður eignuðust
sex börn og fæddust yngstu börnin á
Bugðulæknum og þar hófust kynni
okkar. Byggðu foreldrar okkar og
þau hjónin hús hlið við hlið. Allar
þrjár eigum við góðar minningar frá
heimili þeirra þar sem við áttum
samleið með börnunum.
Á þeim árum sem við vorum að
alast upp var algengast að mæður
ynnu ekki utan heimilis. Með sanni
má segja að Arnheiður ynni ekki ut-
an heimilis en inni á því setti vinna
hennar sterkan og sérstæðan svip á
daglegt líf fjölskyldunnar.
Hún var listakona, forstofuher-
bergið var helgað vinnu hennar, en
þar málaði hún fögur listaverk í öll-
um regnbogans litum. Við systurnar
undruðumst að hún væri ekki jafn
fræg og Kjarval. Við vinnu sína var
Arnheiður íklædd hvítum sloppi,
með málningu á fingrum og jafnvel á
nefinu. Að líta inn í þetta herbergi
var ævintýri líkast og þar vorum við
börnin velkomin. Þar voru málverk
á mismunandi stigum um alla veggi
og lykt af olíulitum og terpentínu.
Við snertum að sjálfsögðu ekki neitt
og trufluðum ekki þegar Arnheiður
var að kenna. Vinna hennar var að
kenna öðrum að mála, en til hennar
flykktust nemendur, flest konur.
Arnheiður sagði þeim til af einstakri
nærgætni við blöndun lita og hvar
væri rétt að draga örlítið úr og hvar
að bæta ofurlítið við. Og viti menn,
þetta var einmitt það sem þurfti til
að gera verkið gott. Þáttur Harðar
við að undirbúa námskeiðin var mik-
ill og var gaman að sjá hann draga á
strigann alls kyns myndir.
En það var margt fleira sem gerði
Arnheiði einstaka og þegar horft er
til baka sjáum við að hún bjó yfir
mikilli ró. Á hennar stóra heimili,
sex börn og nemendur að koma og
fara, vorum við ávallt velkomnar. Í
minningunni hafði Arnheiður alltaf
tíma til að tala við okkur börnin.
Henni tókst með sínum hógværa
málflutningi að benda okkur á mik-
ilvægi þess að nýta og þroska hæfi-
leika okkar sem best.
Sú yngsta okkar systranna átti
skjól hjá Arnheiði eftir skóla, með
hennar börnum, þegar móðir okkar
hóf vinnu utan heimilis.
Hörður var vélstjóri og vann í
Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi.
Þar byrjaði hann á því að setja niður
vélarnar þegar verksmiðjan var
reist. Í beinu framhaldi fór hann að
vinna í verksmiðjunni og vann þar
allan sinn starfsaldur. Fyrir kom að
í sumar- eða vetrarfríum færi Hörð-
ur sem vélstjóri á millilandaskip.
Arnheiður tók sig oftar en einu sinni
upp og ferðaðist með manni sínum
út um heim, þegar það að fara til út-
landa hét að fara í siglingu. Hún
hafði mestan áhuga á að fara í lengri
ferðir, t.d. fór hún til Rússlands.
Þetta var ekki algengt og verður
minnisstæð spennan og tilhlökkunin
þegar von var á þeim heim.
Næmleiki Arnheiðar fyrir öllu lífi
kom berlega í ljós þegar kom að
trjáklippingum, en hún vildi að trén
fengju að vaxa frjáls.
Hrein unun var að heyra hana
tala um börnin og barnabörnin hin
síðari ár. Þar var aldrei á nokkurn
hallað og hagur þeirra og hamingja
var henni fyrir mestu.
Síðastliðin tæp tvö ár var mikið
lagt á Arnheiði. Í byrjun árs 2000
lést Einar sonur þeirra í bílslysi sem
var mikið áfall fyrir alla fjölskyld-
una. Skammt var stórra högga á
milli því eins og áður hefur komið
fram lést Hörður skömmu síðar. Við
þessar erfiðu aðstæður hélt Arn-
heiður ró sinni. Hún bjó áfram á
Bugðulæknum og vann að list sinni,
en hún gekk ekki heil til skógar.
Arnheiður vonaðist til að fá meira
þrek í hjartaaðgerð sem hún gekkst
undir. Daginn áður en hún var lögð
inn til aðgerðar sagði hún móður
okkar hve heppin hún væri að svona
margt væri hægt að gera fyrir til-
stuðlan framfara í læknavísindum.
Aðgerðin virtist ganga vel en Arn-
heiður vaknaði ekki að henni lokinni.
Minningin sem við geymum í
huga okkar er af fíngerðri, sér-
stæðri konu sem gaf lífinu lit og við
munum ætíð minnast með hlýhug.
Elskulegu systkini og fjölskyldur.
Við, foreldrar okkar og fjölskyldur
vottum ykkur okkar innilegustu
samúð.
Sigrún, Guðrún og Bryndís.
Okkur langar að kveðja með örfá-
um orðum kæra vinkonu okkar.
Þegar við fluttum á Bugðulæk 17
fyrir rúmum þremur árum fengum
við hlýjar móttökur hjá Arnheiði.
Alltaf vorum við velkomin upp í kaffi
og spjall og sóttu börnin sérstaklega
í að fá að kíkja upp í heimsókn, enda
vandfundin hlýrri og indælli mann-
eskja en hún.
Þegar við kvöddumst í haust, áður
en við héldum til námsdvalar í Eng-
landi, vonuðumst við til að hitta Arn-
heiði hressa og spræka að ári liðnu.
Svo verður víst ekki.
Það verður skrítið að flytja aftur
heim á Bugðulæk og engin Arna
uppi, ekki lengur hægt að skreppa
upp í kaffi og kleinur og fá að kíkja í
dótaskúffuna góðu.
Fjölskyldu Arnheiðar sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Hennar er sárt saknað.
Fjóla, Óli, Saga og Hugi,
Oxford, Englandi.