Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 48

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                  !  "   # $     %&%  ! $       ! ! !"#"!   $!"#   %" ! !   &"#" !   ' (!) !   * +$(!,   !$ '         (       ' -   " .  " /0  1.23.  )    (  *! ) &)  +    , ,- ' %4$'    "$' %  (!)+  .   '  ' %  ' 5' %   !"#"+2!3  !"#,' %   &   +$' 6"  +1 ' %   +!!  ' % ' %  '   7%   * ' %   "$8   #"' %   "  .' %  9": !   !$     !    ( !     ; -4 +'<4 1"6%,  12 4=   *   *       . !  "> "#6"   !">    "#6""-   =6""">        ">    #"#6"  !""">   !, 6    !$ '             !     +! # ." 1 "%2?@ * 73 !    . !  !""!3 2   3 23   + !33    3 '   ""#6"      1 . !2 .1"$      )/         +' (9 --4 1"6%, 3#" (  .  #-"!3 +2."-"!3      $       . !    + 26  !#"(.    +#3!+ 26   3 !:#!    + !2 (!   !$4 "!   !$ Ég man fyrst eftir Kedda þegar ég var fimm ára gamall. Við vorum að leika okkur í sandhrúgu við Garð- hús, sem þá var nýlega byggt. Lífið var rétt að byrja, maður skynjaði umhverfið með augum barnsins og fjarlægðir voru að sjálfsögðu allar miðaðar við eigin stærð. Keddi sagði við mig „Greyið mitt gráa með nefið þitt bláa“ og brosti sínu blíðasta, en þessa þulu notaði hann til þess að fá mig til að koma heim með sér að Hvammi, til að fá eitthvað gott í munn og maga. Ekki brást vonum að fara heim með honum þar sem tekið var á móti mér opnum örmum og ekki stóð á góðgerðum. Foreldrar hans voru Jón Jónsson kennari og Sigríður Magnúsdóttir bæði ættuð úr Höfnum að lang- feðgatali. Heimili þeirra hjóna var annálað fyrir rausnarskap og gest- risni enda miðstöð menningar og fjarskipta hreppsins um alllangt tímabil. Jón kennari, sem var frá Vesturbæ í Höfnum, braust til mennta úr mikilli fátækt. Hann sagði mér eitt sinn að löngun sín hefði verið að læra til prests, en ekki hafi af orðið vegna fátæktar, en minnisstæðar eru mér enn jólasam- komur barnaskólans í Höfnum þeg- ar hann opnaði hjarta sitt fyrir okk- ur börnunum og fræddi á sinn sérstæða hátt um ástæður jólahátíð- arinnar. Sigríður kona hans var dóttir Magnúsar Guðmundssonar í Vesturhúsum í Höfnum. Með Jóni og Sigríði var jafnræði mikið, þó sitt á hvoru sviði. Hann var fyrst og KETILL JÓNSSON ✝ Ketill Jónssonfæddist í Hvammi í Höfnum 27. ágúst 1921. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Víðihlíð í Grindavík 5. nóvem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 9. nóvember. fremst leiðbeinandinn og menntamaðurinn en hún driffjöðrin í bú- skapnum, bæði til sjós og lands. Þau eignuð- ust þrjú börn, Magnús, Ketil og Ingibjörgu. Mér þótti undarlegt þetta Ketilsnafn á vini mínum. Fann ekki ástæður fyrir því nema ef ske kynni að kaffi væri svo mikils metið á hans bæ að yngri son- urinn hefði hlotið sam- heiti áhaldsins sem notað hefur verið um aldir til að laga drykkinn. Ég leit því barnsaugum til Sigríðar, þegar for- vitnin yfirbugaði mig og áræddi að spyrja hana. Mér til undrunar hló hún hjartanlega, tók mig í fang sér og sagði: „Þú ert nú meiri karlinn, Siggi minn. Hann Keddi minn heitir Ketill vegna þess að mig dreymdi hann Ketil yngsta í Kotvogi hvað eftir annað þegar ég gekk með barn- ið, hann leitaði fast nafns.“ Ég held að ég hafi þá ekki skilið til fulls það sem hún var að segja en vissi þó að Katlar þrír höfðu búið í Kotvogi hver eftir annan og sá yngsti var nýdáinn þegar Ketill Jónsson fædd- ist. Leiðir okkar Ketils lágu mikið saman fram á unglingsár, þótt ald- ursmunur væri nokkur, eða um fjög- ur ár. Þá er aldur nokkuð afgerandi í samskiptum – og þó. Hann kynntist konuefni sínu í Höfnunum. Á þessum árum var tals- verð útgerð á staðnum og af því leiddi mikill samgangur Hafna- manna við vermenn víðsvegar að af landinu, einkum þó frá Skagaströnd og víðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Sóttu vermenn þá oft og tíðum að sömu skipum og formönnum, jafnvel árum saman. Hún kom með bræðrum sínum á vertíð og síðan aftur þá næstu. Ástin í lífi Ketils var Heiðrún Guðlaugsdóttir, frá Þverá í Norðurárdal í Vestur-Húnavatns- sýslu. Þau settust að í Keflavík og eignuðust þar heimili og börn. Eins og gengur á vissu skeiði skildu leiðir okkar um langa hríð. Hann vann við sjóinn og síðan við akstur og verslunarstörf, ég fór til náms, nokkuð langt í burtu um tíma og vann síðan á öðrum sviðum. Við Guðrún kona mín komum okk- ur upp sumarbústað í Grímsnesi þegar fram liðu stundir. Eitt kvöld sáum við Kedda og Heiðu á kvöld- göngu á svæðinu og að sjálfsögðu urðu fagnaðarfundir. Þau voru að koma sér upp sumarhúsi rétt hjá þar sem við höfðum haslað okkur völl. Samgangur varð eins og gengur þegar gamlir vinir hittast eftir lang- an aðskilnað, leitað eftir fréttum og högum. Eftir þetta hittumst við nokkuð oft og ræddum um gamla daga, að- allega frá Höfnum varðandi menn og viðburði okkar tíma þar. Okkur fundust það ánægjustundir, hlógum mikið og tíminn var fljótur að líða. Veiðiklóin kom oft upp í Kedda þegar hann var að segja frá ýmsum veiðiferðum sem hann hafði farið í, hann lýsti veiðisvæðum og staðhátt- um af mikilli nákvæmni, fiskigengd og möguleikum á að ná í þann stóra. Eitt sinn sagði hann mér að ef hann næði nú þeim stóra, sem hann var búinn að brölta við um lengri tíma, þá myndi hann vafalaust sleppa hon- um aftur eftir að fá að handleika hann stutta stund. Þetta lýsir nátt- úruunnanda, hann kunni best við sig í faðmi náttúrunnar, en ekki var að- alatriði að drepa sem mest. Svona liðu árin, við hittumst í Norðurkotinu í Grímsnesi og á fund- um sameiginlegs hagsmunafélags okkar þar sem við vorum báðir í stjórn um tíma. Ketill var góður félagi og glað- værðarmaður mikill. Það varð hon- um því erfitt hlutskipti að hverfa frá okkur smátt og smátt vegna sjúk- dóms síns, aftur til fyrri daga og að lokum inní einsemd sem enginn get- ur upplokið. Við hjónin kveðjum Ketil Jónsson með bestu þökkum fyrir liðin ár og vinsemd. Heiðu, börnum þeirra og öðrum vandamönnum færum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðrún og Sigurjón Vilhjálmsson. Þórður Sigurðsson frændi minn er látinn. Hann fæddist að Kleif- um í Skötufirði 5. júlí 1907. Hann var sonur Sigurðar Gunnarssonar bónda á Kleifum og konu hans Þorbjargar E. Pálsdóttur. Þorbjörg var föðursystir mín. Kjör smábænda og þurrabúðar- fólks voru kröpp við Djúp um það leyti sem Þórður kom í heiminn. Jarðnæði lítið og víða fátækt. Ekki átti hann kost á því að alast að öllu leyti upp hjá foreldrum sínum. Hon- um var komið fyrir fjögurra ára gömlum í fóstur á næsta bæ hjá Guð- mundi Reginbaldssyni og Guðrúnu Þórðardóttur. Ólst hann þar upp til 14 ára aldurs. Þá fluttist Þórður til Hnífsdals og hóf að sækja sjóinn á opnum bátum og þilskipum, frá Hnífsdal og öðrum útgerðarplássum við Djúp. Þórður var m.a. á M.b. Eggerti Ólafssyni frá Hnífsdal ásamt bróður sínum, Guðmundi Sig- urðssyni, þegar báturinn fórst árið 1936. Guðmundur drukknaði í þessu slysi og eftir það hætti Þórður til sjós og hóf störf í landi. Hugur hans stóð til mennta en að- stæður leyfðu það ekki fyrr en hann ÞÓRÐUR SIGURÐSSON ✝ Þórður Sigurðs-son fæddist á Kleifum í Skötufirði 5. júlí 1907. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Ísafjarðar 1. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hnífsdals- kapellu 10. nóvem- ber. fór í Bændaskólann á Hvanneyri árin 1934– 35. Þórður giftist eftir- lifandi eiginkonu sinni Guðnýju Finnsdóttur árið 1938. Sama ár stofnuðu þau heimili sitt í Hnífsdal og bjuggu þar alla sína tíð. Um tíma stunduðu þau búskap á jörðinni Bakka og þar kom bún- aðarnámið að góðu gagni. Þórður var mikill fé- lagsmálamaður og starfaði að hinum ýmsu félagsmálum í sinni heimabyggð. Alla tíð aðhylltist hann stefnu Sjálf- stæðisflokksins og var dyggur stuðningsmaður flokksins til ævi- loka. Þórður var lengst af starfsmað- ur hreppsins og m.a. byggingar- fulltrúi þess tíma. Hafði hann eftirlit með nýbyggingu barnaskóla, kapellu og félagsheimilis auk annarra bygg- inga hreppsins. Einnig átti Þórður sæti í skólanefnd, var formaður sóknarnefndar og sinnti ýmsum skyldum á hennar vegum. Jafnframt var hann virkur félagi í stjórn verka- lýðs- og sjómannafélags Hnífs- dælinga. Við sameiningu sveitar- félaganna Eyrarhrepps og Ísafjarð- arkaupstaðar, árið 1968, hætti Þórður að mestu afskiptum af hreppsmálum og hóf störf á öðrum vettvangi. Starfaði hann m.a. í bygg- ingarvöruversluninni Björk á Ísa- firði. Alla tíð hafði Þórður mikinn áhuga á ættfræði og þjóðlegum fróðleik. Liggur eftir hann allnokkurt verk á því sviði. Þórður rakti ættir fjöl- margra sem vildu vita meira um upp- runa sinn, skráði hann af natni og vandvirkni allar slíkar upplýsingar. Við ýmis tækifæri, svo sem ættar- mót og þ.u.l., voru verk hans notuð til að rekja saman einstaklinga og ættir. Minni hans var einstaklega gott og hugurinn frjór. Aldrei kom ég að tómum kofunum hjá Þórði ef mig vantaði upplýsingar um ættir okkar og annarra Vestfirðinga. Samverustundir okkar hjóna urðu allmargar og góðar, einkum er árin fóru að færast yfir. Á æskuslóðum sínum á Kleifum í Skötufirði, naut Þórður sín einstaklega vel enda þekkti hann öll kennileiti fjarðarins sem og sögu fólks og sveitar. Frá- sagnargleðin var slík að sögur hans um mannlífið á fyrri tíð urðu ljóslif- andi. Með eftirlíkingu af gamla bæn- um á Kleifum, sem hann smíðaði sjálfur, lýsti hann fyrir okkur hverj- um krók og kima bæjarins og átti hvert skot sína sögu, m.a. hvar hann sjálfur sat er kona mín, Lilja Ólafs- dóttir, kom í heiminn. Hún var sett í fang hans nýfædd meðan beðið var eftir að tvíburasystir hennar liti dagsins ljós. Nú er Þórður frændi minn horfinn til feðra sinni og verða samveru- stundir okkar ekki fleiri hér um slóð- ir. Þökkum við hjónin samfylgdina og biðjum Guð að blessa eftirlifandi eiginkonu hans og fjölskyldu. Guðmundur Rósmundsson og Lilja Ólafsdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.