Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 53
✝ Bragi Arasonfæddist á Súlu-
völlum á Vatnsnesi
16. maí 1954. Hann
lést á Landspítalan-
um í Reykjavík 21.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
eru Ari Guðmunds-
son, f. á Valdalæk á
Vatnsnesi 17. sept.
1921, og Sigríður
Sigurbjörg Þórhalls-
dóttir, f. í Tungu á
Vatnsnesi 20. sept.
1926.
Systkini Braga eru
Þór, f. 21. okt. 1946, Eiríkur, f. 11.
des. 1950, Baldur (tvíburabróðir),
f. 16. maí 1954, Guðmundur, f. 17.
okt. 1955, Ari, f. 9. apríl 1958, og
Þórdís, f. 1. nóv. 1960.
Bragi var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans er Laufey Margrét Jó-
hannesdóttir, f. 6. sept. 1957. Þau
slitu samvistum. Bragi og Laufey
eignuðust fjögur börn: Jóhannes
Kára, f. 4. ágúst 1976, Arnar Karl,
f. 17. des. 1977, d. 27.
mars 1997, Svein
Inga, f. 20. nóv. 1979,
og Kolbrúnu, f. 8.
maí 1984. Barnabarn
Dagur Smári Kára-
son, f. 16. júlí 1999.
Seinni kona Braga
er Sveina Guðbjörg
Ragnarsdóttir, f. 15.
júní 1957. Dóttir
þeirra er Arna Rós,
f. 13. okt. 1997.
Bragi ólst upp á
Hvammstanga til tíu
ára aldurs en flutti
þá, ásamt foreldrum
og systkinum, að Efri-Svertings-
stöðum í Miðfirði. Hann fór ungur
að sinna ýmsum sveitastörfum
fyrir bændur, eins og algengt var
með unglinga á þeim tíma. Lengst
af starfaði hann sem bílstjóri og
síðustu árin hjá Kaupfélagi V-
Húnvetninga.
Útför Braga fer fram frá
Hvammstangakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Baráttunni er lokið, var það
fyrsta sem kom upp í hugann þegar
við fengum fréttirnar um að Bragi
Arason væri látinn. Það eru margar
tilfinningar sem bærast í manni við
svona fréttir. Ef tala má um réttlæti
og óréttlæti varðandi líf og dauða þá
finnst manni það óréttlátt að maður
eins og Bragi, í blóma lífsins, falli
frá. Hann var búinn að fá sinn
skammt af mótlæti í lífinu og ekki
fannst manni meir á hann leggjandi.
En ekki er farið í manngreinarálit
þegar sjúkdómar eru annars vegar.
Við kynntumst Braga á fyrstu ár-
um okkar á Hvammstanga. Með ár-
unum urðu samskiptin nánari og
með okkur tókst ágætur vinskapur
og um síðir fjölskyldubönd er hann
fór að búa með Sveinu. Það sem við
kunnum alltaf svo vel við í fari
Braga var hvað hann var traust-
vekjandi, áreiðanlegur og hjálpleg-
ur. Hlutirnir voru aldrei neitt mál,
ef á annað borð var hægt að redda
þeim þá var þeim reddað. Bragi var
baráttumaður og það sem hann tók
sér fyrir hendur reyndi hann að
klára af bestu samviskusemi.
Bragi og Sveina komu oft í Ás-
brekku og þá var glatt á hjalla.
„Hvað segirðu Ólafur, besti vinur
minn?“ Og Ólafur var alltaf besti
vinur Braga. Hann dýrkaði Braga
því hjá Braga voru hlutirnir ekkert
mál. Svo eignuðust þau litla skottið
hana Örnu Rós og það hefur ekki
verið lognmollan í kringum hana.
Það er oft fjör þegar þau frænd-
systkinin hittast Ólafur og Arna
Rós og þegar okkur fannst nóg um
sagði Bragi: „Hvað, þau þurfa nú
aðeins að fá að tala saman.“ Börnin
hans voru honum mjög mikils virði
og gátu þau alltaf treyst á hann.
Missir þeirra er mikill.
Sjúkdómurinn uppgötvaðist í vor
og trúði Bragi því bjargfastlega að
hann kæmist yfir þetta. Það sást
best hvað hann var tilbúinn að berj-
ast, að uppgjöf var ekki til í hans
huga, og barðist hann fram á síð-
asta dag fyrir lífi sínu. Sveina hefur
staðið eins og klettur við hlið hans
og sýnt ótrúlegt þrek.
Minninguna um góðan dreng
geymum við í hjörtum okkar. Hans
verður minnst með hlýhug og sökn-
uði. Við færum börnum hans,
Sveinu, foreldum og systkinum
innilegar samúðarkveðjur okkar.
Haukur, Sigríður Anna
og Ólafur.
Elsku Bragi.
Mikið er erfitt að kveðja þig. Nú
loksins þegar lífið blasti við ykkur
Sveinu og börnunum, þarft þú að
kveðja. Lífið hefur nú ekki alltaf
farið mjúkum höndum um þig. Ég
kom stundum norður og vann með
Hauki bróður, þá hittumst við, enda
þið Haukur góðir vinir. Oftast
spjölluðum við um áhugamálið okk-
ar, börnin, enda bæði að baslast ein.
Já, við vorum sammála um að þau
gáfu lífinu gildi. Ég var svo ánægð
þegar þið Sveina fóruð að vera sam-
an og ég tala nú ekki um þegar
fréttist að þið ættuð von á barni.
Síðan kom Arna Rós, litli sólargeisl-
inn ykkar. Það eru ekki nema fjögur
ár síðan.
Elsku Sveina, Kári, Sveinn, Kol-
brún og Arna Rós, missir ykkar er
mikill. Ég get ekkert sagt til að sefa
ykkar miklu sorg en vil senda ykkur
smá kærleiksvott með þessari vísu,
sem mér var eitt sinn send.
Rís sól
speglar von í augum
Syngur vori blóm
Dansar ljós á bláum hyl.
Rís dagur
hrannast ský – sverta sólu
Flýgur svanur – úr byggð
Náttdögg fellur.
Systir mín
Legg af stað
nóttin að baki
dagurinn framundan
mikilvægasti dagurinn
– dagurinn í dag.
Mundu, innra með þér er Ljós heimsins
hið eina ljós, er varpar birtu á veginn.
Legg því af stað
og blóm næturinnar opnast
en ekki til að deyja
heldur til að gefa
– óafvitandi af fegurð sinni,
og í hjarta þínu átt þú bænina
sem breytir voninni í blóm kærleikans.
Systir mín, legg af stað
því að í hjarta þínu
áttu fjársjóð
– dansandi ljós milli blárra fjalla.
(sbg.)
Hrönn Friðriksdóttir.
Með nokkrum orðum langar okk-
ur að minnast Braga, sem var ætíð
hvers manns hugljúfi og var einn af
þessum mönnum, er öllum vildu vel.
Hjálpsamur var hann og ætíð stutt í
húmorinn, með eindæmum laginn
ökumaður og farsæll, kom bíl sínum
og farmi í heilu lagi á áfangastað og
margar urðu ferðirnar á milli
Hvammstanga og Reykjavíkur.
Bragi háði síðustu mánuði mikla
baráttu við sjúkdóm sinn og verður
nú að játa sig sigraðan, þrátt fyrir
mikinn styrk og lífslöngun.
Fjölskyldu og vinum Braga vott-
um við okkar dýpstu samúð. Félagi
okkar, Bragi Arason, er farinn í
sína hinstu ferð.
Kveðja,
bílstjórar og starfsfólk
Flytjanda.
Kæri vinur.
Við kveðjum þig um sinn með
söknuði og trega og reynum að ylja
okkur við ljúfar minningar sem eng-
inn mun taka frá okkur. Elsku
Bragi, þú barðist eins og hetja við
illvígan sjúkdóm og vildum við trúa
því að þú hefðir betur þótt raunin
reyndist önnur en við vitum að son-
ur þinn, hann Arnar Karl, hefur
tekið á móti þér opnum örmum. Við
skiljum oft ekki tilgang lífsins enda
er okkur líklega ekki ætlað að skilja
suma hluti en okkur fannst þú vera
alveg búinn að fá þinn skammt af
mótlæti í lífinu. Það fljúga gegnum
huga manns svo ótal mörg minn-
ingabrot þegar komið er að kveðju-
stund. Fór ég margar ferðirnar með
þér í flutningabílnum hér á milli og
var þá margt spjallað, bæði í gamni
og alvöru. Þú varst traustur vinur
vina þinna og vildir allt fyrir þá
gera og aldrei neitt mál. Þegar
pabbi drukknaði í fyrrahaust varstu
strax kominn til okkar til að hlúa að
okkur og hugga. Er það tilviljunar-
kennt eða hvað? Að ári eftir að
pabbi fannst kveður þú þennan
heim og við fylgjum þér síðasta
spölinn á afmælisdaginn hans?
Þetta veist þú núna en við fáum að
vita síðar.
Gaman var hjá okkur um árið
þegar við fórum saman til Dublin,
en þó varstu spenntur að komast
heim aftur, því þú varst í tilhugalífi
með henni Sveinu þinni. Við laum-
uðumst út í búð til að finna handa
henni gjöf sem þú vildir færa henni
við heimkomuna, þú varst eins og
unglingspeyi, ljómaðir og varst svo
ástfanginn. Já, það er margt hægt
að rifja upp og því munum við aldrei
gleyma. Síðast þegar við hittumst
áttum við góða stund saman þó
veikur þú værir, við ræddum um
margt; lífið, tilveruna og fleira. Þú
munt alltaf eiga stað í hjarta okkar
og hefur átt, þú hefur svo oft reynst
okkur vel bæði í gleði og sorg.
Elsku Sveina, þið Bragi hafið
reynt svo mikið saman á ekki lengri
tíma en nýtt tímann vel. Þú stóðst
alltaf sem klettur við hlið hans, hvað
sem á dundi, þú ert líka hetja. Elsku
Kári, Sveinn Ingi og Kolbrún, þið
svona ung hafið aldeilis þurft að
kynnast sorg og söknuði og elsku
litla Arna Rós, hvernig er hægt að
skilja að pabbi geti ekki verið leng-
ur hjá þér? Við biðjum góðan Guð
að styðja ykkur og styrkja á þessum
erfiða tíma og um ókomin ár, einnig
foreldra hans, systkini og aðra að-
standendur.
Elsku Bragi, það er komið að
kveðjustund að sinni, við hittumst
þótt síðar verði. Elsku vinur, við
gleymum þér aldrei.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þínir vinir
Bjarki og Erna.
BRAGI
ARASON
✝ Georg SighvaturSigurðsson fædd-
ist á Hofsósi 29. maí
1922. Foreldrar hans
voru Sigurður Frið-
rik Jónsson, f. 27.
mars 1892 á Þor-
geirsbakka á Höfð-
aströnd, fórst í sjó-
slysi með póstskipinu
Þengli 7. feb. 1939,
og Ingibjörg Ingi-
mundardóttir frá
Ólafsfirði, f. 8. nóv.
1901, d. 14. des. 1957.
Systkini Georgs eru:
Guðrún Margrét, f. 4.
jan. 1925, d. 22. feb. 1927, Guðrún
Margrét, f. 3. feb. 1928, maki
Kjartan Friðriksson, f. 1927, bú-
sett í Garðabæ. Jón, f. 26. júní
1930, maki Guðlaug Þórdís Guð-
jónsdóttir, f. 1929, búsett í Reykja-
vík. Jakob Sigvaldi, f. 3. jan 1935,
maki Jónína Margrét Her-
mannsdóttir, f. 1937 búsett í Innri
Njarðvík, og Hulda Sigríður, f. 7.
apríl 1939, maki Eysteinn Einars-
son, f. 1931, búsett í Keflavík.
Hinn 25. desember 1944 kvænt-
ist Georg Ólöfu Egilsdóttur frá
Ísafirði, f. 7. júlí 1926, d. 30. sept.
1989. Þau skildu í janúar 1967.
Börn þeirra eru: 1) Sigurður Ingi,
f. 5. nóv. 1944, umsjónarmaður við
Menntaskólann við Sund, maki
Anna Sigríður Sigurðardóttir, f.
1946, bréfberi, búsett í Reykjavík.
Synir þeirra: 1a) Sævar, f. 1973,
sambýliskona Anna Margrét Jóns-
dóttir, f. 1976 á Sölvabakka í A-
Húnavatnssýslu. 1b) Sigurður Elv-
ar, f. 1976, sonur 1ba) Axel Berg-
mann, f. 1996. 2) Róshildur Agla, f.
12. maí 1946, sjúkraliði, starfar á
Hrafnistu í Hafnarfirði, maki Ólaf-
ur Finnbogason, f. 1937. Þau
skildu í maí 1999. Börn þeirra 2a)
Gerður, f. 1967, maki Jörgen Heið-
ar Þormóðsson, f. 1966. Börn
þeirra. 2aa) Ólafur Tröster, f.
1988, og 2ab) Gígja, f. 1993. 2b)
Finnbogi, f. 1968, maki Harpa
Karlsdóttir, f. 1965. Börn þeirra:
2ba) Sæunn Rós, f. 1990, 2bb) Guð-
jón Ólafur, f. 1996, 2bc) Sara Rós,
f. 1998. 2c) Ágústa Þorbjörg, f.
1973, dóttir: 2ca) Róshildur Agla,
f. 1993. 2d) Georg Sigurbjörn, f.
1984. 3) Anna Þuríður, f. 24. sept.
1949, búsett í
Reykjavík, maki
Haraldur Stefáns-
son, f. 1938. Þau
skildu í sept. 1987.
Börn þeirra: 3a)
Guðrún Ólafía, f.
1969, börn hennar:
3aa) Elísa Sjöfn, f.
1989, 3ab) Ragnar
Harald, f. 1990, og
3ac) Steinunn Lilyan,
f. 1992. 3b) Ólöf
Fjóla, f. 1970, dætur:
3ba) Þurí Ósk, f.
1989, 3bb) Lelíta
Rós, f. 1995. 3c) Stef-
án Már, f. 1979. 4) Jóna Margrét, f.
29. maí 1951, vinnur við heima-
hjúkrun, maki Kristinn Magnús-
son byggingaeftirlitsmaður, f.
1950, búsett í Mosfellsbæ. Börn
þeirra: 4a) Gunnhildur, f. 1972 í
Reykjavík, sambýlismaður Ólafur
Geir Sverrisson, f. 18. des. 1968 á
Fáskrúðsfirði. Dóttir: 4aa) Jóna
María, f. 2000. 4b). Erla, f. 1980.
Frá árinu 1977 hélt Georg heim-
ili með Ólafíu Ólafsdóttur, f. 25
feb. 1927. Hennar börn eru: Svan-
hvít Ásta Jósefsdóttir, maki: Ás-
geir Ólafsson, þau eiga þrjú börn
og þrjú barnabörn, Björn Ingi Jós-
efsson, maki Dóra Ásgeirdóttir,
hann á þrjú börn úr fyrri sambúð,
og Ólafur Jósefsson, maki Stein-
unn Gísladóttir, þau eiga þrjú
börn.
Barn að aldri byrjaði Georg sjó-
mennsku með föður sínum og
stundaði hana lengst af, fyrst sem
skipstjóri eða stýrimaður á minni
fiskiskipum, þá lengst frá Akra-
nesi þar sem hann var lengst af á
skipum frá Heimaskaga hf. Þegar
hann flutti til Reykjavíkur réðst
hann á strandferðaskipið Esjuna
sem timburmaður og var þar til
1965. Árið 1966 réð hann sig á
Bakkafoss. Á árunum 1967 til 1973
keyrði hann hjá Sendibílastöðinni
Þresti en þá hóf hann störf hjá bif-
reiðastöðinni Steindóri þar sem
hann var til ársins 1975. Þá skipti
hann yfir á bifreiðastöðina Hreyfil
og ók hann þar til starfsloka 1990
en þá slasaðist hann illa á öxlum
og varð að hætta akstri.
Útför Georgs fór fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Við systkinin kynntumst Georg
okkar fyrst á árinu 1977 þegar hann
flutti inn á heimili móður okkar. Tók
Georg okkur fljótlega eins og værum
við hans eigin börn og reyndist okk-
ur eins og besti faðir. Börn okkar og
barnabörn leituðu mjög til afa og var
algengt að börn og fullorðnir dveldu
í góðu yfirlæti á heimilinu í Skipholti
til lengri eða skemmri tíma.
Á seinni hluta níunda áratugarins
tók heilsa Georgs að bila, og fór
máttur í öxlum og handleggjum
fyrst. Varð hann þá að hætta leigu-
akstri. Síðustu ár ævinnar varð
heilsuleysi hans þess valdandi að
hann gat ekki tekið eins mikinn þátt í
daglegu lífi fjölskyldu sinnar og
hann hefði helst óskað, en eftir sem
áður tók hann þátt í fjölskylduboðum
í Hveragerði, Garðabæ og á Akra-
nesi eins og heilsan leyfði.
Við verðum ætíð þakklát Georg
fyrir umhyggju hans og alúð og mun-
um minnast hans með söknuði. Vilj-
um við þakka börnum Georgs, systk-
inum hans og fjölskyldum þeirra
fyrir samverustundir á liðnum árum.
Ásta, Björn og Ólafur
Jósefsbörn.
Elsku afi okkar. Við munum ávallt
sakna þín, allar samverustundir og
minningar verða ávallt ofarlega í
huga okkar. Við metum þetta mikils.
Guð veri með þér, elsku afi.
Í hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
(M. Joch.)
Gunnhildur og Erla.
GEORG
SIGURÐSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
Formáli
minningar-
greina