Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 55 LAUGAVEGI, S: 511 1717 KRINGLUNNI, S: 568 9017 Dömur: Assure dragtir 9.800 Nicegirl peysur 2.990 Laura Aime skyrtur 20% afsl. Allar peusur 10% afsl. Herrar: 4You jakkaföt 18.900 Parks skyrtur 2.900 4you peysur 2.990 Diesel gallabuxur 5.990 Úrval af herraskóm Skór: Trend stígvél 3.990 Done stígvél 4.990 Zinda hælaskór 5.990 Theorema hælaskór 4.990 Kápur Jakkar Frakkar Úlpur ...mikið úrval! Langur laugardagur opið til kl. 18.00 Nú getur þú gert góð kaup í kuldanum... 20% aflsáttur af öllum yfirhöfnum föstudag og laugardag evaLAUGAVEGI 91, (2. hæð) s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FARHI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO - BZR - SELLER - FRANSI Langur laugardagur opið til kl. 18.00 15% aflsláttur af DKNY og Gerard Darel Nýtt Opnum í dag Laugavegi 91 verðdæmi: HEIMSMEISTARAKEPPNIN í skák fór af stað með látum og skák- áhugamenn fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð í fyrstu um- ferð mótsins. Anand og Morozevich fengu að kynnast því að Netmót FIDE hafði ekki verið neinn sýnd- arleikur, en báðir mættu þeir and- stæðingum sem höfðu unnið sér réttindi til þátt- töku í gegnum Netmótið. Anand tapaði fyrri skák- inni gegn Frakkanum Olivier Touz- ane, en tefldi hvasst og ákveðið í þeirri síðari og sigraði örugglega. Í atskákunum tveimur sem fylgdu í kjölfarið náði Anand síðan að tryggja sér sigur og áframhaldandi þátttöku í heimsmeistaramótinu. Morozevich, sem lenti í þeirri óþægilegu stöðu að þurfa að sættast á jafntefli gegn stigalausum skák- manni, tók sig saman í andlitinu í síðari kappskákinni gegn landa sín- um Nugzar Zeliakov og sigraði. Þannig náðu tveir stigahæstu kepp- endur mótsins, heimsmeistarinn sjálfur og fjórði stigahæsti skák- maður heims, að komast áfram í aðra umferð, en ekki fóru þeir sann- færandi af stað í mótinu. Fimmti stigahæsti skákmaður heims, hinn 21 árs gamli Ungverji Peter Leko, lenti einnig í vanda með sinn and- stæðing, suður-afrískan skákmann að nafni Watu Kobese. Leko sigraði í fyrri einvígisskákinni, en Kobese svaraði fyrir sig í þeirri síðari og því þurfti að grípa til atskáka til að fá úrslit í einvíginu. Þar sigraði Leko hins vegar örugglega 2-0. Þess má geta, að Leko er með 2.739 alþjóðleg skákstig, en Kobese er með 2.373 stig og ætti því að jafnaði að reynast Leko auðveldur andstæðingur. FIDE-heimsmeistarinn fyrrver- andi, Alexander Khalifman (2.702), náði ekki heldur að sigra óþekktan andstæðing sinn fyrr en gripið var til atskákanna, þannig að það gekk á ýmsu á efstu borðum í fyrstu umferð heimsmeistarakeppninnar. Að lok- um náði þó stigahærri keppandinn að komast áfram á 15 efstu borð- unum. Það var hins vegar Anatoly Karp- ov (2.692), fyrrum heimsmeistari, sem fékk það óyndislega hlutskipti á 16. borði að tapa fyrir mun stiga- lægri andstæðingi og detta þar með út úr keppninni strax í fyrstu um- ferð. Það var kínverski stórmeist- arinn Zhang Pengxiang, sem er með innan við 2.500 skákstig, sem sigraði Karpov. Þetta er mikið áfall fyrir Karpov, sem hafði nýlega náð sínum besta árangri á skákmóti um margra ára skeið og hafði lýst því yfir fyrir keppnina að hann ætlaði sér ekkert minna en heimsmeistara- titilinn. Breski stórmeistarinn Nigel Short féll einnig óvænt út úr keppn- inni og sama má segja um gamla baráttujaxlinn Viktor Korchnoi, sem nú er kominn á áttræðisaldur en er engu að síður í hópi 50 sterkustu skákmanna heims. Þrír af þeim átta skákmönnum sem fengu keppnisrétt á Netskák- móti FIDE komust áfram í aðra um- ferð heimsmeistaramótsins. Það voru Rússinn Sergei Shipov, Frakk- inn Igor Nataf og svo danski stór- meistarinn Peter Heine Nielsen. Úrslit á efstu borðum urðu annars sem hér segir: 1. W. Anand-O. Touzane 2½-1½ 2. M. Adams-G. Sarthou 2-0 3. A. Morozevich-N. Zeliakov 1½-½ 4. V. Ivanchuk-B. Shovunov 1½-½ 5. P. Leko-W. Kobese 3-1 6. E. Bareev-M. Gluzman 2-0 7. B. Gelfand-A. Cabrera 1½-½ 8. V. Topalov-F. Pierrot 2-0 9. A. Shirov-A. Rizouk 2-0 10. R. Kazimdz.ov-N. Vlassov 1½-½ 11. I. Smirin-A. Simutowe 2-0 12. A. Khalifman-S. Ganguly 3-1 13. L. Van Wely-R. Felgaer 1½-½ 14. K. Georgiev-F. El Taher 3-1 15. P. Svidler-A. Hoffman 1½-½ 16. A. Karpov-P. Zhang 1-3 17. A. Dreev-K. Supatashvili 1½-½ 18. J. Polgar-M. Al-Modiahki 2-0 19. R. Ponom.ov-Li Wenliang 1½-½ 20. Ye Jiangchuan-A. Barsov 3-1 Ókeypis kennslutímar fyrir stúlkur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir býður upp á ókeypis kennslutíma fyrir stúlkur á miðvikudögum kl. 17:30. Þessi kennsla er samstarfs- verkefni Taflfélagsins Hellis og Skákskóla Íslands. Kennslan fer fram á Bergstaðastræti 55. Allar ungar stúlkur sem hafa áhuga á skákkennslu eru velkomnar. Kennslan er ókeypis. Hægt er að skrá sig í síma 848 0100. Guðfríður Lilja er alþjóðlegur meistari kvenna og margfaldur Íslandsmeistari kvenna í skák. Short og Karpov úr leik eftir sögulega byrjun á HM í skák SKÁK Kreml 27.11. 2001–26.1. 2002 HEIMSMEISTARAKEPPNI FIDE Daði Örn Jónsson Anatoly Karpov Bridsfélag Siglufjarðar Mánudaginn 19. nóvember lauk Siglufjarðarmótinu í tvímenningi. Til leiks mættu 20 pör. Spilaður var „Barometer“, fimm umferðir á kvöldi með 5 spilum milli para eða 19 umferðir. Fljótlega í upphafi mótsins tóku þeir Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingrímsson afgerandi for- ystu, sem þeir létu ekki af hendi. Siglufjarðarmeistarar í tvímenn- ingi 2001 urðu því þeir Sigurður Haf- liðason og Sigfús Steingrímsson, sem hlutu alls 202 stig. Röð næstu para var þessi: Hreinn Magnúss. - Friðfinnur Haukss. 169 Ari M. Aras. - Ari M. Þorkelss. 134 Anton Sigurbjörnss. - Bogi Sigurbjss. 113 Haraldur Árnas. - Hinrik Aðalsteinss. 91 Nú er hafin blönduð hraðsveita- keppni. Sveitir eru þannig myndaðar að par nr. 1 og 20 í Siglufjarðar- mótinu mynda sveit, par nr. 2 og 19, par nr. 3 og 18 og svo framvegis. Þannig er þátttökufjöldi sveita 10 og spilaður „Patton“. Eftir fyrsta kvöldið af þremur er staða efstu sveita þessi: Sveit Guðrúnar J. Ólafsdóttur 69 Sveit Sigurðar Gunnarssonar 67 Sveit Önnu Láru Hertervig 53 Sveit Georgs Ragnarssonar 51 Þá er hafin baráttan um brons- stigin en sá sem hlýtur flest brons- stig yfir veturinn hlýtur nafnbótina besti spilari félagsins, jafnframt því að góð verðlaun eru í boði auk pen- ingaverðlauna fari stigafjöldi yfir 645 í heildina. Staða efstu spilara um bronsstigin er nú þessi: Sigfús Steingrímsson 148 Sigurður Hafliðason 148 Friðfinnur Hauksson 116 Hreinn Magnússon 116 Ólafur Jónsson 99 Anton Sigurbjörnsson 95 Bogi Sigurbjörnsson 95 Alls hafa 39 spilarar hlotið brons- stig það sem af er starfsárinu. Norðurlandsmót í brids Helgina 3.–4. nóvember var haldið Norðurlandsmót í sveitakeppni á vegum félagsins. Af einhverjum ókunnum orsökum var þátttaka í mótinu mjög léleg. Aðeins mættu til leiks sveitir frá Siglufirði og Akur- eyri. Úrslit urðu þau að þrjú efstu sætin komu í hlut siglfirsku sveit- anna, en þær sveitir voru skipaðar neðangreindum spilurum: Sveit Guðlaugar Márusdóttur 91 stig Spilarar: Jón Sigurbjörnsson, Björk Jóns- dóttir, Jón Tryggvi Jökulsson, Ólafur Jóns- son og Sigurður Gunnarsson. Sveit Hreins Magnússonar 85 stig Spilarar: Hreinn – Friðfinnur, Anton/Sigfús – Bogi. Sveit Stefáns Benediktssonar 78 stig Spilarar: Stefán – Þorsteinn, Ari Már – Ari. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyrar Tveimur kvöldum af fjórum er lokið í Greifamótinu í sveitakeppni hjá Bridsfélagi Akureyrar. Sveit Reynis Helgasonar er enn á toppn- um en sveit Sveins Pálssonar náði hæstu skori síðasta spilakvöld og minnkaði bilið. Þannig er staða efstu sveita þegar mótið er hálfnað: Sv. Reynis 590 Sv. Sveins 551 Sv. Ragnhildar Haraldsdóttur 521 Sv. Gylfa Pálssonar 493 Sv. Sveins Stefánssonar 480 Spilað er í Hamri á þriðjudags- og sunnudagskvöldum og eru allir vel- komnir. Þá hyggst Bridsfélag Akureyrar halda skemmtikvöld á Greifanum föstudagskvöldið 30. nóv. og eru spil- arar hvattir til að láta sjá sig þar. Bridsfélag Dalvíkur og Ólafsfjarðar Mánudaginn 26. nóv. lauk þriggja kvölda sveitakeppni hjá félaginu og styrkti Þormóður rammi – Sæberg mótið. Úrslitin urðu eftirfarandi: Ingvar Jóhannsson, Jóhannes Jónsson, Kristján Þorsteinsson, Hákon Sigmundsson og Jón A. Jónsson 61 Tryggvi Guðmundsson, Grzegorz Maniakowski, Jón Halldórsson og Þorsteinn Ásgeirsson 55 Jón A. Helgason, Jón Kr. Arngrímsson, Guðmundur Sigurbjörnsson og Magnús G. Gunnarsson 30 Silfureinmenningur (TOPP 16) fé- lagsins verður spilaður fimmtudags- kvöldið 6. des. kl. 19.30.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.