Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 58
UMRÆÐAN
58 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
fiú safnar frípunktum
og getur líka unni›
utanlandsfer›.
Tveir aukavinningar
dregnir út vikulega.
Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is
fiú safnar hjá okkur...
VIÐSJÁR eru miklar
í heiminum nú um
stundir og hugur al-
mennings bundinn við
hryðjuverk og styrj-
arldarátök. Endur-
minningarnar eru enn
ferskar um átökin á
Balkanskaga og þar áð-
ur við botn Persaflóans.
Þrátt fyrir þetta er ekki
rétt að horfa fram hjá
því sem breyst hefur á
sviði öryggismála
heimsins og í umræðum
um öryggismál síðast-
liðin 10–15 ár. Með falli
Berlínarmúrsins, upp-
lausn Sovétríkjanna og
því að Varsjárbandalagið var lagt nið-
ur breyttust aðstæður í öryggismál-
um í heiminum í grundvallaratriðum.
Ógnarjafnvægi tveggja kjarnorku-
stórvelda var skyndilega úr sögunni
og eitt stóð eftir á sviðinu með algjöra
yfirburði þar sem voru Bandaríkin.
Athygli manna fór þá í vaxandi mæli
að beinast að öðrum þáttum, sem
ógnuðu frið og stöðugleik í heiminum,
fremur en vopnuðum átökum her-
velda einum saman. Öryggishugtakið
tók smátt og smátt á sig nýja og
breiðari mynd og viðhorf manna til
þess hvað gæti ógnað öryggi og stefnt
friði í hættu breyttust.
Umræða af þessum toga hefur m.a.
farið fram á vettvangi Norðurlanda-
ráðs og fer þar vaxandi. Tillögur hafa
verið fluttar sem ganga út á endur-
skilgreiningu öryggishugtaksins og í
umræðum um öryggismál er í vax-
andi mæli horft til orsaka, leitað skýr-
inga og að undirrót átaka innan ríkja
og í millum. Nú síðast á þingi sínu í
Kaupmannahöfn, dagana 29.–31.
október, samþykkti Norðurlandaráð
stefnumótandi áherslur fyrir Norður-
lönd hvað varðar fyrirbyggjandi og
borgaralegar aðferðir við lausn deilu-
mála (konfliktförebyggande och civil
krishantering). Þingið samþykkti
samhljóða tillögur starfshóps sem
settur var á fót í framhaldi af tillögu-
flutningi flokkahóps vinstrisósíalista í
ráðinu.
Nú gætir þess í vaxandi máli að
framganga Vesturlanda, jafnt ríkis-
stjórna sem stórfyrirtækja og Al-
þjóðastofnana, og áhrif svonefndrar
hnattvæðingar eru komin í sviðsljósið
þegar fjallað er um öryggismál.
Áhersla á borgaralegar, og friðsam-
legar og fyrirbyggjandi aðgerðir við
lausn deilumála, hefur samhliða
þessu farið vaxandi eins og áður
sagði. Hugmyndir sem lagðar voru til
grundvallar uppbyggingu stofnunar-
innar um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu, ÖSE, voru og eru af þessum
toga. Reynt er að leggja áherslu á
borgaralegar, friðsamlegar og fyrir-
byggjandi aðgerðir, grípa inn í deilu-
mál áður en hlutirnir fara úr bönd-
unum styrkja lýðræði og
mannréttindi og vinna þannig gegn
þeim aðstæðum sem reynslan sýnir
að verða gróðrarstía ofstækis, ofbeld-
ishugsunar og síðar vettvangur átaka
sé ekkert að gert.
Breytinga er þörf
Reynslan sýnir ótvírætt að breyta
þarf í grundvallaratriðum um hugs-
unarhátt og vinnubrögð hvað varðar
framtíðarskipan öryggismála í heim-
inum.
Í fyrsta lagi á að leggja áherslu á
það sem að ofan var
rætt, þ.e. friðsamlegar
og fyrirbyggjandi að-
gerðir. Áherslan er um
leið færð frá hinni hern-
aðarlegu hugsun, þ.e. að
friðarins verði best
gætt, eða hann tryggð-
ur, með vopnum.
Í öðru lagi þarf að
koma á víðtækum, bind-
andi alþjóðasamningi
um vopnaviðskipti.
Samningurinn þarf að
fela í sér reglur um
takamarkanir á vopna-
viðskiptum, reglur um
upplýsingar sem skylt
sé að veita um vopnavið-
skipti og um það hvernig alþjóðlegu
eftirliti skuli háttað. Hvers kyns við-
skipti með gereyðingarvopn og vopn
sem eingöngu miðast við að drepa eða
slasa fólk eins og klasasprengjur á að
banna með öllu. Strangt, alþjóðlegt
eftirlit á að vera með öllum vopna-
viðskiptum og sérstaklega hert á því
þegar í hlut eiga háþróuð og öflug
vopn. Samhliða hinu alþjóðlega eftir-
liti þurfa að vera til staðar heimildir
til að stöðva tímabundið eða banna al-
farið vopnaviðskipti inn á svæði þar
sem ástæða er til að óttast að átök
geti verið í aðsigi.
Í þriðja lagi þarf að vinna að útrým-
ingu gereyðingarvopna og víðtækri
afvopnun, friðlýsingu svæða, friðar-
fræðslu og friðaruppeldi, þar sem of-
beldi er úthýst og hvers kyns ofbeld-
isdýrkun er hafnað. Markmiðið um að
engar erlendar herstöðvar skuli fyr-
irfinnast á að vera lokatakmark slíkr-
ar víðtækrar afvopnunaráætlunar.
Það þýðir að í framtíðinni haldi engin
þjóð úti herstyrk eða herstöðvum á
annarra landi og aðeins alþjóðasveitir
öryggisstofnana starfi óháð landa-
mærum. Herstyrkur og viðbúnaður
einstakra ríkja verði þá einungis til
varnar innan eigin landamæra.
Í fjóra lagi þurfa Sameinuðu þjóð-
irnar sjálfar og eftir atvikum einnig
svæðisbundnar öryggisstofnanir eins
og ÖSE að hafa yfir að ráða sínum
eigin öryggisgæslusveitum. Einnig
fjármagn til að senda þær á vettvang.
Það er óviðunandi ástand að þessar
stofnanir þurfi að leita til einstakra
ríkja um hermenn úr þeirra herjum
og betla út sérstakan fjárstuðning í
hverju einstöku tilviki. Grundvallar-
atriði er að hver deild í slíkum sveit-
um sé fjölþjóðleg; í henni sé blanda
fólks af ólíku þjóðerni þannig að hvar
sem slíkar sveitir séu á vettvangi eigi
helstu þjóðir, menningarsvæði og
trúarbrögð sína fulltrúa í hverri og
einni sveit.
Í fimmta lagi þarf að draga upp-
hafleg markmið með stofnun Samein-
uðu þjóðanna fram í dagsljósið og
hefja uppbyggingarstarf á ný í anda
frumkvöðlanna þannig að SÞ fái stað-
ið undir nafni sem alheims-öryggis-
gæslustofnun um leið og dregið verði
úr áherslu á hernaðarbandalög og
þau leyst upp.
Einhverjir verða örugglega til að
segja að þessi framtíðarsýn sé óraun-
hæf, nánast útópísk, en því fer fjarri
að svo þurfi að vera. Óhjákvæmilega
mun taka tíma að vinna sig út úr og
burt frá núverandi aðstæðum vígvæð-
ingar og gereyðingarógnar. Sem
framtíðarmarkmið er ofangreind
framtíðarsýn sú eina sem virkilega
heldur vakandi voninni um betri og
friðvænlegri heim og samrýmist frið-
arhugsjónum fyrr og síðar. Hinar
geysifjölmennu og öflugu friðarhreyf-
ingar níunda áratugar síðustu aldar
knúðu fram samninga um víðtæka
kjarnorkuafvopnun í sjálfum frost-
hörkum kaldastríðsins. Engin skildi
því vanmeta friðarvilja almennings og
stuðning við friðarhugsjónina.
Nýtt alþjóðlegt
öryggis-
gæslukerfi
Steingrímur
J. Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstri hreyf-
ingarinnar græns framboðs og situr
í utanríkismálanefnd Alþingis.
Utanríkismál
Engin skyldi vanmeta
friðarvilja almennings,
segir Steingrímur J.
Sigfússon, og stuðning
við friðarhugsjónina.
SUNNUDAGINN
25. nóvember síðastlið-
inn birtist á síðum
þessa blaðs heilsíðu-
grein þar sem undir-
ritaður er hund-
skammaður fyrir það
sem Ingvar Gíslason
fyrrverandi alþingis-
maður og ráðherra
kallar í fyrirsögn að
„ófrægja Framsóknar-
flokkinn“. Þar sem
höfundur í upphafi
greinar sinnar viður-
kennir að hann kemur
fram sem talsmaður
annarra, og um leið
sést að hann hefur
ekki kynnt sé málið á annan hátt en
af afspurn, hlýtur að slæðast inn
ónákvæmni og lýrískt minnisleysi
sem ég tel mig knúinn til að leið-
rétta. Ég hirði ekki um að lýsa að-
draganda þessa máls sem í upphafi
var að mínu mati skondið, en hefur
snúist upp í að verða fremur leið-
inlegt og þreytandi. Ég svara aðeins
þeim hluta þessarar greinar sem að
mér snýr.
Um ríkislaun til handa
Páli Ísólfssyni
Samhengið milli vinsælda Páls Ís-
ólfssonar og starfa hans sem org-
anista Dómkirkjunnar, skólastjóra
Tónlistarskólans í Reykjavík og
tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins ann-
arsvegar og launa hans hinsvegar
er ekki sem sýnist. Páll var alla tíð
á hálfum launum sem starfsmaður
útvarpsins og einnig var organista-
og skólastjórastarfið sem hlutastarf.
Öll þessi störf voru afskaplega illa
launuð. Þá var það oftar en ekki að
Páll gaf eftir aukalaun sín fyrir að
leika við jarðarfarir því hann þekkti
alla í bænum og sagði stundum sem
svo „Þetta fólk hefur af engu að
taka“. Þá kenndi hann oftar en ekki
efnilegum orgelnemendum án end-
urgjalds. Einnig má benda á í þessu
sambandi að þegar
Páll gaf Jóni Leifs eft-
ir stöðu sína við út-
varpið á sínum tíma þá
þáði Jón full laun. Í
endurnýjuðum ráðn-
ingarsamningi Páls
eftir að hann tekur við
starfinu að nýju er
tekið fram að hann
skuli þiggja hálf laun.
Staðan var launuð að
fullu að nýju eftir að
Páll hætti.
Annað ber að athuga
í þessu máli. Engir líf-
eyrissjóðir voru til
handa organistum né
starfsmönnum Tónlist-
arfélagsins á þessum árum og því
ekki von á neinum lífeyrisgreiðslum
fyrir þau áratugastörf sem Páll
hafði sinnt þessu sviði. Þessu til
staðfestingar vil ég nefna að í fund-
argerð organistafélagsins frá því 27.
september árið 1957 stendur...
„Ekki er fallist á tillöguna um að
stofna lífeyrissjóð enda ber ekki að
skoða organistastarfið sem aðal-
starf“. Enda kom það í ljós að þegar
Páll hætti störfum þáði hann ein-
ungis eftirlaun fyrir þessa hálfu
stöðu sína hjá Útvarpinu. Páll bjó í
leiguhúsnæði allt til ársins 1947 en
þá fyrst gat hann keypt litla íbúð,
og þá með hjálp Ragnars í Smára
og fleiri góðra manna. Það er því
ekkert óeðlilegt né vanhugsað af fé-
lögum Páls í Félagi íslenskra org-
anista að beita sér fyrir því að Páll
kæmist á ríkislaun sem dómorgan-
isti eins og altítt var með kollega
hans á Norðurlöndum á þeim tíma.
Líða tók að starfslokum Páls á þess-
um árum og séð var fyrir hvernig
staða hans yrði í ellinni.
Um þátt Jóns Ísleifssonar
Ingvar Gíslason hengir sig fast í
árið 1951 og að þessi ósk um að Páll
kæmist á ríkislaun sé frá því ári. Þá
vill hann endilega að Jón Ísleifsson
hafi sagt frá þessari málaleitan af
afspurn. Um þetta vil ég segja:
Fyrsta launanefnd Félags ís-
lenskra organista var kosin á aðal-
fundi félagsins 1. nóvember árið
1952. Í þá nefnd voru kosnir Jón Ís-
leifsson, Páll Halldórsson og Páll
Kr. Pálsson. Jón Ísleifsson átti eftir
að starfa í launanefnd félagsins
nokkur næstu ár. Í fundargerð Fé-
lags íslenskra organista dagsettri
20. desember 1964 þar sem fjallað
er um launamálin stendur eftirfar-
andi:
„Jón Ísleifsson: Um ríkislaun
Páls Ísólfssonar skal ég upplýsa að
fyrir nokkrum árum er launanefnd
(Jón Ísl.) talaði við Gunnar Thor-
oddsen en Gunnar talaði við Ólaf
Thors um þetta og samþykktu þeir
báðir strax tillögu um ríkislaun
handa dómorganistanum, en svo
strandaði bara á Eysteini Jónssyni,
sem þá var fjármálaráðherra og
hótaði jafnvel stjórnarslitum ef
fram gengi.“
Hér var Jón Ísleifsson ekki að
bera fréttir af afspurn. Hann ræddi
sjálfur við þessa menn og eru því
heimildirnar frá fyrstu hendi.
Um réttarsönginn
Söngur í íslenskum réttum á
haustin er eitt af menningarfyrir-
bærum þjóðarinnar. Í mínum aug-
um er þessi söngur eitt af merki-
legri félagslegum fyrirbærum í sögu
þjóðarinnar og ég veit ekki til að
þessi ágæti siður sé stundaður með-
al annarra þjóða. Þegar ég segi að
afgreiðsla Eysteins (sem ég hef
enga ástæðu til að rengja) sé „ekki í
fyrsta sinn sem framsóknarmenn á
þessum árum töldu réttarsönginn
hið eina rétta í starfi tónlistar-
mannsins“ á ég við að stefna flokks-
ins hafi á þessum árum verið sú að
tónlistarlífið ætti að vera rekið á fé-
lagslegum grunni með starfi áhuga-
manna. Það sem mér var efst í huga
í því sambandi er grein sem birtist í
Tímanum 12. apríl árið 1950 með yf-
irskriftinni „Ríkisframfærsla symfó-
níuhljómsveitarinnar“ en þar segir
m.a.: „Þess er líka vert að minnast,
að íslenzkt tónlistarlíf hefur blómg-
ast vel á undanförnum áratugum
eða á meðan það hefur verið borið
upp af sjálfboðavinnu og fórnfúsum
áhugamönnum. Það er ekki víst, að
það yrði því til gæfu að kippa því af
þeim grundvelli og færa það yfir á
svið ríkisframfærslunnar“. Þetta er
bara söguleg staðreynd og verður
að skoðast út frá þeim tíma sem allt
þetta gerðist sem ekki virðist mega
rifja upp. Til eru mörg fleiri dæmi
sem sýna þetta viðhorf.
Niðurlag
Ég hef aldrei efast um ágæti Ey-
steins Jónssonar, hvorki sem per-
sónu, stjórnmálamanns né áhuga
hans á menningarmálum. Ég hef
enga þörf fyrir að ófrægja Fram-
sóknarflokkinn né neinn annan
stjórnmálaflokk. En ég áskil mér
fullan rétt á að minnast á viðhorf og
störf bæði stjórnmálamanna og
annarra í sögulegri umfjöllun um ís-
lenskt tónlistarlíf í þáttum mínum
hjá Ríkisútvarpinu meðan ég fæ að
sinna því. Það er engum greiði
gerður með því að afneita sögunni.
Vona ég svo að þessu máli, sem búið
er að veltast í útvarpsráði, og nú í
tveimur dagblöðum í bráðum hálft
ár, sé hér með lokið. Þeim sem stað-
ið hafa að þessum fáránlega mála-
tilbúnaði í kringum ca. 10 sekúndna
innskot í útvarpsþætti hefur svo
sannarlega tekist að vekja athygli á
sér og sínum.
Að ófrægja
stjórnmála-
flokk
Bjarki
Sveinbjörnsson
Tónlist
Ég, segir Bjarki
Sveinbjörnsson, hef
enga þörf fyrir að
ófrægja Framsókn-
arflokkinn.
Höfundur er dagskrárgerðarmaður,
tónlistardeild Ríkisútvarpsins.
Velkomin
í Hólagarð