Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.11.2001, Blaðsíða 59
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 59 Kanarí 7.000 kr. afsláttur á mann Rauður afsláttur framlengist til 12. desember Úrvalsfólk 7.000 kr. afsláttur á mann 5. janúar - örfá sæti laus 2. mars - uppselt/biðlisti Höfum bætt við Úrvalsfólksferðum 23. febrúar í 4 vikur og 9. mars í 3 vikur Tökum vel á móti nýjum félögum Meiriháttar sólarfrí í allan vetur Strandlíf og sólskin fyrir fólk á öllum aldri, útivist, skoð unarferðir, skemmtun, kræsingar, svalandi drykkir og fjör á kvöldin. Frábært úrval gististaða á verði fyrir alla. Bjóðum frábæran golfpakka á Salobre golfvellinum. Verð á hring með golfbíl aðeins 4.500 kr. 19. des. Jólaferð - 12 sæti laus 20. des. Jólaferð - uppselt/biðlisti 5. jan. Úrvalsfólk - örfá sæti laus 2. feb. 16 sæti laus 16. feb. Uppselt/biðlisti 2. mar. Úrvalsfólk - uppselt/biðlisti Sæti laus í aðrar brottfarir. Golf á hagstæðu verði Bókunarstaða: ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 1 61 16 1 1. 01 Lækkaðu ferðakostnaðinn og borgaðu með frípunktum. ÞESSARI spurningu og öðrum til leitaðist Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, að svara á málþingi sem haldið var í Lög- bergi þann 26. september síðastlið- inn. Við könnumst öll við umræðuna um dyslexíu en þeir sem haldnir eru þessum kvilla eiga oftar en ekki erf- iðara með nám þar sem þeir geta ekki lesið á sama hátt og aðrir. Það er ekki svo langt síðan að lesblindir voru af- skrifaðir strax í barnaskóla sem „tossar“ eða „letingjar sem ekki nenntu að læra“ og ljóst má vera að margir góðir hæfileikamenn hafi ekki getað þroskað það sem í þeim bjó vegna fordóma og skilningsleysis. Þá var auðvitað ekki búið að greina þenn- an vanda og því máttu lesblindir þola þetta viðhorf. Staðan er auðvitað tals- vert breytt í dag og ekki leiðum að líkjast frá því sem áður var. Bæði barna- og gagnfræðaskólastigið hafa gert heilmikið átak í að hjálpa þessum nemendum að takast á við vanda sinn. Sama má segja um nær alla fram- haldsskóla. En þá stendur spurningin eftir hvað það er sem háskólasamfé- lagið gerir til að mæta þörfum les- blindra nemenda? Mikið og gott starf hefur verið unnið hjá námsráðgjöfum, í öllum háskólum landsins, í málefn- um lesblindra. Það birtist meðal ann- ars í því að þessir nemendur fá aukinn próftíma, gefinn er kostur á munn- legum prófum þar sem því verður komið við, nemendur geta hljóðritað fyrirlestrana og svo framvegis. Við Háskóla Íslands er til að mynda sæmilegt Hljóðbókasafn, sem keypt var fyrir frumkvæði Vöku en félagið stóð fyrir söfnunum á sínum tíma til að koma því á fót. Meginvandi Háskóla Íslands í mál- efnum lesblindra virðist vera sá að ekki sitja nemendur í öllum deildum við sama borð. Það virðist vera mis- munandi milli deilda hvernig tekið er á vandanum og jafnvel er það geð- þóttaákvörðun hvers kennara fyrir sig hvernig t.a.m. próftöku er háttað. Það er með öllu óásættanlegt að nem- endur í stærsta og elsta háskóla landsins búi ekki við jafnræði er þeir leita lausna á vanda sínum. Það er ljóst að Háskóli Íslands verður að setja sér einhverjar samræmdar regl- ur í þessum málum þannig að jafnt gangi yfir alla, sama hvort viðkom- andi nemendur sitja í viðskiptafræði- deild eða raunvísindadeild. Þessi vandi orsakast af lífeðlisfræðilegum þáttum og fer ekki í manngreining- arálit. Nemendur með leshamlanir eru í öllum deildum og eru eins ólíkir og þeir eru margir. Það er skylda stúdentahreyfinganna og dyslexískra að uppræta fáfræði og fordóma í garð þeirra sem lesblindir eru og tryggja að þeir sem eiga við einhverskonar hamlanir að stríða búi við jafnrétti til náms. Vaka hefur löngum predikað að jafnrétti til náms snúist ekki einvörð- ungu um efnahag, ekki megi gleyma því að aðrar hindranir geti staðið í vegi fyrir því að fólk geti stundað nám sitt með eðlilegum hætti. Dæmi um slíkar hindranir eru líkamleg fötlun, andleg veikindi, lesblinda og annað þar fram eftir götunum. En það sem við höfum komist að er að þessar hindranir tengjast, því það getur ver- ið dýrara fyrir þessa nemendur en aðra að stunda nám sitt. Í tilfelli les- blindra verða þeir að fara í greiningu hjá taugasálfræðingi til að tekið sé á málum þeirra. Er það eðlileg krafa til að tryggt sé að réttir aðilar fái rétta meðferð en það sem kemur á óvart er að þessi greining er óvenju dýr, eða um 25.000 kr. Þannig að líta má svo á að það kosti lesblindan nemanda tvö- falt meira að hefja nám við H.Í. en aðra nem- endur, eða um 50.000 kr. Er það sanngjarnt að lesblindir þurfi að greiða þetta miklu meira til að hefja nám en aðrir? Jafnframt spyrjum við hvernig hægt sé að koma til móts við þennan kostn- að? Vaka vill berjast fyrir því að Lánasjóður íslenskra námsmanna komi til móts við þenn- an kostnað með víkkun á úthlutunarreglunum. Það er ekkert nema sanngjarnt og eðlilegt að svo sé enda fá þeir sem eru í öðrum háskólum þar sem greidd eru skóla- gjöld aukið fjármagn frá sjóðnum til að mæta þeim kostnaði. Tilgangur málþingins var sá að kanna og skilgreina vanda dyslex- ískra, fara yfir það sem vel er gert og jafnframt það sem bæta mætti. Í aka- demísku samfélagi verða menn stöð- ugt að taka kenningar sínar og að- ferðir til endurskoðunar og athuga hvernig enn frekari árangur geti náðst. Þannig heldur samfélagið framþróun sinni áfram og staðnar ekki. Þetta er það sem Vöku tókst í góðu samstarfi við helstu sérfæðinga á þessu sviði og mun í framhaldi af þessu málþingi móta sér raunsæja stefnu í málefnum lesblindra nem- enda við Háskóla Íslands. Gerum góðan Háskóla enn betri. Búa lesblindir við jafnrétti til náms? Elín Kristín Guðmundsdóttir Dyslexía Það er óviðunandi, segja Guðfinnur Sigurvinsson og Elín Kristín Guðmunds- dóttir, að nemendur í stærsta og elsta háskóla landsins búi ekki við jafnræði er þeir leita lausna á vanda sínum. Guðfinnur er stúdentaráðsliði Vöku og Elín Kristín er lesblindur nemandi við HÍ. Guðfinnur Sigurvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.