Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 60

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 60
UMRÆÐAN 60 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÉG hélt að fátt kæmi mér nú orðið á óvart í sambandi við kvóta eða stefnu stjórnvalda í fiskveiði- stjórnun en mig rak í rogastans þegar ég heyrði í útvarpinu um daginn að Hjálmar Árnason vildi fara að breyta einhverju í sambandi við smábáta og vertíðarbáta. Bíð- um nú við – síðan hve- nær hefur hann verið að hugsa um okkur smælingjana eða til- heyrir hann kannski einhverri annari ríkisstjórn með allt aðra stefnu um stjórn fiskveiða? Nei, ég held ekki. En það var líka annar þingmaður sem tilheyrir þessari ríkistjórn, og var og er sjálfsagt ennþá þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sem sagði í umræðum í sjónvarpinu stuttu eftir að lög voru sett á sjómannaverk- fallið að annað hefði ekki verið hægt því byggðum landsins hafi verið farið að blæða! Hún greinilega fylgist ekki mikið með hvað er að gerast úti á landsbyggðinni. Mörg- um byggðum er þegar blætt út en aðrar eru á góðri leið með það, og það skal sérstaklega þakka stefnu stjórnvalda í fiskveiðistjórn. Þessi ágæti þingmaður veit kannski ekki að síðan framsal á kvóta var leyft hefur fjöldi manna gengið út úr stéttinni með svo milljörðum skiptir og hefur ekki þurft að borga skatt af því, en sem betur fer eru líka menn sem hafa fjárfest aftur í þess- ari atvinnugrein og skapað störf til lands og sjávar. Í einu byggðarlagi er að rísa al- veg nýtt hverfi, það er í daglegu tali nefnt ,,kvótahverfið“ og væri nú al- veg tilhlýðilegt að það fólk sem byggir það hverfi myndi nú skíra einhverjar götur t.d ,,Dórastígur“ eða ,,Davíðsgata“ í virðingarskyni við þá menn sem komu á og hafa viðhaldið því kerfi sem skapaði þessu fólki þau auðævi sem gera því og ungum þess kost á að dansa í kringum gullkálfinn. Allir þekkja þá sögu og vita hvernig fór fyrir því fólki. Það er orðið skrýtið að fiskurinn í sjónum er orðinn þannig að hann erfist til barna þessara háu herra sem fengu hann á silfurfati með stjórnvaldsaðgerðum. (Hvernig er með erfðaskatt af óveiddum þorski?) Síðan er það orðin lenska að sameina fyrirtæki út og suður, til hvers? Hagræðing segja sumir, til að viðhalda bruðlinu og sukkinu segja aðrir. Ég held að það sé það síðarnefnda. Fólki er lofað við sam- einingu að allt verði óbreytt, en hvað svo? Fólki er sagt upp og það er fullt af fólki sem hefur unnið hjá sama fyrirtækinu til fjölda ára og þar sem ég þekki til var ekki einu sinni sagt ,,skammastu þín“. En þessir háu herrar halda að það sé bara nóg að henda í fólk nokkrum hundr- aðköllum og þá sé mál- ið leyst en málið er bara ekki svona ein- falt. Fólk er óánægt, sjó- menn eru óánægðir en stjórnendur fyrirtækja virðast vera á kafi í einhverju sukki. Það eru reist musteri, keyptir bílar, einbýlis- húsin skjóta upp koll- inum eins og gorkúlur, ungarnir fá trillur og aka um á flottum jeppum og það virðist sem sumstaðar sé eitthvert allsherjar sukk í gangi! Verkafólk horfir á og skilur ekki af hverju það er ekki hægt að borga því hærri laun og sjómenn spyrja sjálfa sig af hverju sé ekki hægt að fá hærra fiskverð? Eins og fyrr segir þá er það þetta fólk sem hefur skapað þann auð sem þessir háu herrar eru að bruðla með út og suður í dag. En gleymið því ekki, háu herrar, hvar væruð þið án verkafólks og sjómanna? En eins og máltækið segir: ,,Sjaldan launar kálfur ofeldi.“ Í lokin vil ég beina orðum mínum til sjómanna: Eitt vopn eigið þið eft- ir sem verður ekki frá ykkur tekið eða sett lög á, það er atkvæðið ykk- ar. Hafið í huga hverjir hafa traðk- að á ykkur og komið fram við ykkur eins og dónar. Ég trúi því ekki að þegar maður heyrir um fylgi rík- isstjórnarinnar að það séu sjómenn eða þeirra fjölskyldur sem styðja hana. Er það kannski með mann- fólkið eins og sagt er um hundana að því meira sem þeir eru barðir því hlýðnari verði þeir? Ég trúi því ekki að það eigi við um ykkar stétt. Ger- ið hreint fyrir ykkar dyrum og ekki gefast upp því nú er nóg komið og við erum öll löngu búin að fá upp í kok og hreinlega upp fyrir haus af þessu öllu saman. Hingað og ekki lengra! Nóg komið Kristín Þórðardóttir Höfundur er verkakona og er gift sjómanni. Sjávarútvegsmál Mörgum byggðum er þegar blætt út en aðrar eru á góðri leið með það, segir Kristín Þórðardóttir, sem telur að þar beri að þakka stefnu stjórnvalda í fiskveiðistjórn. KJARTAN Val- garðsson spurði fyrir skömmu í netgrein á Strikinu hvað VG ætti við með þeirri stefnu flokksins á landsfundi í október að áskilja sér „rétt til að færa einkavædda almanna- þjónustu til opinberra aðila á nýjan leik“. Við hvaða fyrirtæki er hér átt? spyr Kjartan, og líka um það hvern- ig VG hyggist nýta þennan „rétt“ – með hlutabréfakaupum á verðbréfamarkaði eða eignarnámslögum á þinginu? Kjartan hefur enn ekki fengið annað svar en frá formanni VG- félagsins í Kópavogi, Einari Ólafs- syni, sem segist svara bara fyrir sjálfan sig: Hér sé í fyrsta lagi um að ræða hvaða fyrirtæki sem vera skal, þó tæplega til dæmis Þormóð ramma eða Áburðarverksmiðjuna „þótt mér persónulega finnist ekk- ert athugavert við að opinberir að- ilar reki slík fyrirtæki“. Í öðru lagi verði þær leiðir kannaðar sem fær- astar eru „þegar eða ef við stönd- um frammi fyrir því“ segir Einar en tekur fram að „ef um slíka eignaupptöku yrði að ræða yrðu einstaklingar ekki skildir eftir á köldum klaka“. Sú er þó skoðun Einars að „við þurfum ekki að greiða „fullar bætur“ til auðmanna sem hafa makað krókinn á braski í kjölfar einkavæðingar almanna- þjónustu“. Allir vita að VG hefur skýra og afdráttarlausa stefnu. En þetta er ekki alveg skýrt svar frá formann- inum í Kópavogi. Ályktunin sem um ræðir var hinsvegar samþykkt einróma á landsfundinum, og til að geta rætt þessa athyglisverðu nýj- ung í efnahags- og atvinnumálum hljóta áhugamenn um stjórnmál að eiga „rétt“ á að forystumenn VG skýri betur stefnu flokksins: Hvaða fyrirtæki er átt við? Og hvernig hyggst VG standa að „eignaupptökunni“? Úr EFTA? Enn réðust mikil forlög smárrar þjóðar á landsfundi VG. Sem kunnugt er hefur flokkurinn lagst ein- dregið gegn öllu tali um Evrópusamband- ið, en á fundinum var bætt um betur og samþykkt að landið „standi utan efna- hagsbandalaga og ríkjasambanda“. Hér virðist vera ætlunin að taka EES-samn- inginn úr sambandi og ganga úr EFTA, sem auðvitað er eða var á sinn hátt efna- hagsbandalag ef ekki ríkjasamband. Þessi túlkun verður enn áleitnari síðar í ályktuninni: „Vegna EES-samn- ingsins og annarra framtíðarsam- skipta við Evrópusambandið verði af Íslands hálfu leitast við að þróa þau í átt til tvíhliða samninga um viðskipti og samvinnu.“ Ennþá skýrara og afdráttarlaus- ara mundi þetta þó verða ef for- ystumenn VG svöruðu hér hinum augljósu spurningum: Burt með EES-samninginn? Og hvað um ávinninga hans, félagslega, menn- ingarlega og efnahagslega? Út úr EFTA? Gegn NATO Fleiri einarðar stefnuályktanir voru samþykktar á þessum lands- fundi, meðal annars um öryggis- og varnarmál. Rúmum mánuði eft- ir atburðina 11. september og rúmum áratug eftir fall kommún- ismans í Austur-Evrópu sam- þykktu landsfundarfulltrúar VG að „árétta“ að „Ísland eigi að vera herlaust land. Íslenskum stjórn- völdum ber að ganga þegar til samninga við Bandaríkin um brottför setuliðsins á Miðnesheiði. Jafnframt því á Ísland að ganga úr Atlantshafsbandalaginu. Ísland úr NATO, herinn burt.“ Nú hljómar þetta nokkuð skýrt og afdráttarlaust enda kannski ekki alveg sama nýnæmið og ályktunin um eignaupptökuna eða andstöðuna við EFTA. Hér hefur heimurinn hinsvegar verið svo ókurteis að breytast án tillits til gömlu vígorðanna. NATO er þann- ig orðið allt annað kompaní en fyr- ir hálfri öld, og tæplega hernaðar- bandalag lengur í skilningi 19. og 20. aldar, en nauðsyn alþjóðasam- vinnu í varnarmálum viðurkennd um allan okkar heimshluta: Ætlar VG að segja landið úr NATO ef það fær að ráða í ríkisstjórn? Hvað ætlar VG að setja í staðinn í öryggismálum Íslendinga? Ellegar nokkuð á leið Landsfundur VG markaði spor í sögu flokksins. Okkur sem forðum mynduðum Alþýðubandalagið kemur ekki á óvart hvert þau spor virðast stefna – því meginhluti fulltrúa sýnist hafa komið úr þeim hluta gamla ABR-félagsins í Reykjavík sem lengi hélt tryggð við sérkennilegustu þættina í arfi Sósíalistaflokksins, og taldi sér skylt að vera eindreginn andskoti endurnýjunar og málefnalegrar framþróunar í Alþýðubandalaginu. Þá voru á fundinum mjög á kreiki gamlir kunningjar úr Fylkingunni og öðrum vinstri-vinstrisamtökum sem ýmist voru með eða á móti Allaballa heitnum en eru nú orðnir innanstokksmunir í samtökum Steingríms J. Sigfússonar. Um svona stöðu hefur það verið ort að mönnunum muni annað- hvurt nokkuð á leið eða aftur á bak. Svör forystumanna VG við spurningunum að ofan geta einnig gefið vísbendingu um stefnu flokksins hvað þessa staðhæfingu skáldsins varðar. Eignaupptaka VG og fleiri spurningar Mörður Árnason Stjórnmál Til að geta rætt þessa athyglisverðu nýjung, segir Mörður Árnason, hljóta áhugamenn um stjórnmál að eiga rétt á að forystumenn VG skýri betur stefnu flokksins. Höfundur er varaþingmaður í Reykjavík fyrir Samfylkinguna. Á NÝAFSTÖÐNUM landsfundi Samfylkingarinnar voru stigin ábyrg skref í Evrópustefnunni og róttækar tillögur sam- þykktar í lýðræðis- málum. Samfylkingin ákvað að Evrópuút- tektin, sem kom út á dögunum í bókinni Ís- land í Evrópu, færi til kynningar í flokknum og á næsta ári gengju allir flokksmenn til allsherjaratkvæðis um hvort sækja eigi um aðild að ESB eða ekki. Umbætur í lýðræðismálum Samfylkingin er róttækur umbóta- flokkur í lýðræðismál- um. Flokkurinn boðar milliliða- laust lýðræði þar sem landsmenn kjósa beint um mörg af megin- verkefnum samfélagsins, ekki síst í skipulags- og umhverfismálum, á sveitarstjórnarstiginu. Samfylk- ingin gengur á undan með góðu fordæmi og boðar nú beint lýðræði innan flokks. Þannig munu flokks- menn sjálfir ákveða niðurstöðuna í Evrópumálum og kjósa formann og varaformann beinni kosningu. Sam- þykkt var lagabreyt- ingatillaga Óskars Guðmundssonar blaðamanns, þess efn- is að hér eftir kysu allir flokksmenn for- ystuna í almennri póstkosningu nokkr- um vikum fyrir lands- fund. Jafn atkvæða- réttur Jafnaðarmenn hafa lengi barist fyrir því að landið yrði eitt kjördæmi og að allir landsmenn hefðu jafn- an kosningarétt. Sú tillaga í stjórnmálaályktun flokksins á landsfundinum var samþykkt með lófataki og hefur frumvarp þess efnis nú verið lagt fram á Alþingi af þingmönnum hans. Þá sam- þykkti flokkurinn að bókhald flokksins skyldi opnað og að hæstaréttardómarar skyldu valdir þannig að flokkspólitísk áhrif hefðu þar sem allra minnst áhrif. Sérstöðu Samfylkingarinnar í ís- lenskum stjórnmálum má draga saman í orðin auðlindir, Evrópa og lýðræði. Þetta eru þeir málaflokk- ar sem skapa Samfylkingunni al- gjöra sérstöðu í íslenskum stjórn- málum og eru um leið stærstu verkefni stjórnmálanna á næstu árum. Ábyrg Evrópustefna og róttækni í lýðræðismálum Björgvin G. Sigurðsson Stjórnmál Þannig munu flokks- menn sjálfir ákveða nið- urstöðuna í Evrópu- málum, segir Björgvin G. Sigurðsson, og kjósa formann og varafor- mann beinni kosningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. MÁLARINN og sálmurinn hans um litinn Kvikmynd eftir Erlend Sveinsson **** Heillandi leiðsla ÓHT/RÚV *** Ómetanleg SV/Mbl *** heillandi listaverk GH/kvikmyndir.com **+ gefandi kvikmynd og falleg HK/DV Ný bíóupplifun - nýtt kvikmyndaform Sýnd áfram um helgar í Háskólabíói ... listaverk í augum leikmanns, allt í senn, einlæg, sterk, hlý og sönn. Friðrik Pálsson, Mbl. Munnleg ummæli: Grípandi mynd Kraftur og jákvæðni til lífsins Ótrúlegt drama

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.