Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 61
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 61
ERU aðstæður í ís-
lenskum sjávarútvegi
þannig að sóknarstýr-
ing eins og notuð er í
Færeyjum geti hentað
okkur? Þetta er oft full-
yrt í þeirri umræðu
sem nú stendur yfir um
brottkast á Íslandsmið-
um.
Íslendingar hafa
mikla og slæma
reynslu af sóknarstýr-
ingarkerfum. Slík kerfi
leiða til mikils og
kostnaðarsams kapps
við veiðarnar og mikill-
ar óarðbærrar fjárfest-
ingar í skipum og búnaði til að ná
sem mestum afla út úr takmörkuð-
um fjölda sóknardaga. Til að koma í
veg fyrir ofveiði þarf síðan sífellt að
fækka veiðidögunum og því nýtist
fjárfestingin afar illa.
Grundvöllur fær-
eyska kerfisins er sá að
takmarkaður fjöldi
báta fær veiðileyfi. En
það er vandséð að setja
megi slíkar reglur hér-
lendis vegna dóms
Hæstaréttar frá 1998,
svonefnds „Valdimars-
dóms“. Á þá að fækka
sóknardögum eftir því
sem skipunum fjölgar
þangað til afraksturinn
verður enginn umfram
kostnaðinn við veiðarn-
ar?
Mikið er gert úr því í
umræðunni að brott-
kast tíðkist ekki á færeyskum fiski-
skipum. Árangri sínum gegn brott-
kasti ná Færeyingar með því að
stýra sókninni án þess að takmarka
afla einstakra tegunda. Þetta leiðir
af sér að sóknin beinist mest að verð-
mætustu tegundinni. Varla getur
þetta gengið fyrir íslenska flotann?
Þessu fylgir sú hætta, að fiskistofn-
arnir verði ofveiddir einn af öðrum
og í þeirri röð sem aflaverðmæti seg-
ir til um.
Ég fæ ekki séð að færeyska leiðin
geti hentað Íslendingum. Þeir sem
aðhyllast þess háttar sóknarstýringu
við íslenskar aðstæður þurfa greini-
lega að skýra mál sitt betur.
Færeyska
draumsýnin
Kristján
Þórarinsson
Höfundur er stofnvistfræðingur hjá
Landssambandi íslenskra
útvegsmanna.
Sjávarútvegsmál
Á að fækka sóknardög-
um eftir því sem skip-
unum fjölgar, spyr
Kristján Þórarinsson,
þangað til afraksturinn
verður enginn
umfram kostnaðinn
við veiðarnar?
Hrei
nsum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.