Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 62

Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 62
UMRÆÐAN 62 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VEGNA umræðu um einkarekstur og einkavæðingu í heil- brigðisþjónustunni vil ég færa fram nokkrar staðreyndir um af- stöðu mína til þeirra mála. Ásta Möller, tals- maður Sjálfstæðis- flokksins í heilbrigðis- málum, heldur því fram að ég hafi lýst yf- ir því að ég sé mótfall- inn því að sjúklingar fái heimaþjónustu. Hún lætur líka að því liggja að ég vilji helst banna starfsemi lækna sem ekki byggist á greiðsluþátttöku Trygg- ingastofnunar ríkisins. Þetta er byggt á misskilningi. Ásta Möller ætti að vita manna best að það er verulegur munur á lækna- eða hjúkrunarfræðingsleyf- inu og rekstrarleyfi fyrirtækis, sem tekur að sér að stunda lækningar. Þegar ég nefndi að ég vildi kanna hvort viðkomandi hefði leyfi fyrir starfsemi sinni var ég að tala um að athuga hvers konar lækningastarf- semi verið væri að bjóða upp á, hvers konar rekstur væri þarna á ferðinni. Fyrirtæki, sem til að mynda ætlar að hasla sér völl og veita einkarekna hjúkrunarþjón- ustu, sækir um rekstrarleyfi til heilbrigðisráðuneytisins og fær, eða fær ekki, eins og Ásta Möller veit. Heilsugæslan hornsteinninn Minn vilji stendur til þess að efla grunnþjónustuna, þ.e.a.s. heilsu- gæsluna, um land allt vegna þess að heilsugæslan er sá hornsteinn sem heilbrigði þjóðarinnar í bráð og lengd byggist á. Þetta veit Ásta Möller. Í Reykjavík, þar sem þing- maðurinn er með útgerð sína, fer Heilsugæslan í Reykjavík með yf- irstjórn og samningsgerð vegna þeirrar grunnþjónustu sem heilsu- gæslan er. Á hennar vegum hefur til dæmis verið samið við sjálfstætt starfandi heilsugæslulækna sem vinna ágætt verk og þetta er fyr- irkomulag sem ég sé ekkert at- hugavert við. Hún veit líka að lækn- arnir geta gert samning um tiltekna þjónustu, eins og heima- þjónustu að deginum til, við Heilsu- gæsluna og ekkert við það að at- huga. Leysa markaðslausnir vandann? Málflutningur þingmannsins hef- ur í orði verið á þá leið að allir skuli eiga jafnan, víðtækan aðgang að læknum og hjúkrunarfólki á verði sem engum er ofraun, þ.e.a.s. óháð búsetu, stöðu og efnahag. Um þau grundvallaratriði verðum við að standa vörð segir þingmaðurinn, og undir það tek ég. Það hefur raunar verið rauði þráðurinn í málflutningi mínum þegar heilbrigðismál eru til umræðu. En allt snýst þetta um fé og skiptir þá rekstrarformið ekki máli. Sumir menn á hægri kanti stjórnmál- anna halda því stund- um fram að markaðs- lausnir leysi fjárhagsvanda heil- brigðisþjónustunnar. Í þessu sambandi skal á það bent að heilbrigð- isþjónusta er að eðlinu ekki venjuleg vara sem seld er á frjálsum markaði þar sem per- sónur og leikendur eru frjálsir menn og jafnir. Kostnaðartölur vegna sérfræði- lækniskostnaðar benda til að fram- boð á þjónustu ráði fremur umfangi einka- og verktakarekstursins en raunveruleg eftirspurn hinna sjúku. Biðlistar Þegar skoðaður er kostnaður við sérfræðilæknisþjónustuna í landinu árið 1999 og sjúklingarnir flokkaðir eftir heimilisfangi kemur í ljós að þar sem framboð þjónustunnar er mest er kostnaðurinn mestur. Kostnaður við sérfræðilæknisþjón- ustu á mann á árinu 1999 er til dæmis 273% meiri í Reykjavík en á Norðurlandi vestra svo dæmi sé tekið. Í fljótheitum myndu menn skýra þetta með almennum yfir- þyrmandi krankleika Reykvíkinga, eða þá því, að utan Reykjavíkur byggi þjóð við dauðans dyr, en hvorugt skýrir af alvöru málið. Sumir menn halda því líka fram að einkareksturinn og jafnvel einkavæðing heilbrigðisþjónustunn- ar bæti stórlega þá ágætu almennu heilbrigðisþjónustu, sem hér er veitt, og vinsælt er að halda því fram að með þessum rekstri gufi þeir upp biðlistarnir. Á fjórum árum hefur einka- og verktakarekstur klínískra sérfræði- lækna á einkastofum og inná spítöl- um aukist um nærri 70 af hundraði í magni. Kostnaður Tryggingastofn- unar ríkisins við sérfræðilækningar hefur í heild tvöfaldast og stefnir upp á við, en biðlistarnir – þeir hafa ekki styst sé miðað við þær tölur sem oftast er haldið á lofti. Í heilbrigðisráðuneytinu er unnið að tillögum um með hvaða hætti til- teknir erfiðir biðlistar verða styttir og rétt að geta þess hér að að minnsta kosti 80 milljónum króna verður á næsta ári varið til þess sérstaklega að stytta biðlista til við- bótar því fé sem áður var ákveðið. Það þarf nefnileg fé til að vinna á biðlistunum. Ég hvet þá sem vilja gæta al- mannahagsmuna í heilbrigðisþjón- ustunni til að skoða það sem þar er að gerast og taka þátt í að greina og grípa til raunhæfra aðgerða til að lagfæra annars ágætt kerfi. Einkarekstur í heilbrigðis- þjónustu Jón Kristjánsson Höfundur er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Heilsuþjónusta Á fjórum árum, segir Jón Kristjánsson, hefur einka- og verktaka- rekstur klínískra sér- fræðilækna á einkastof- um og inni á spítölum aukist um nærri 70% í magni. 1. Þeir, sem veljast til faglegrar og rekstrar- legrar forystu á sjúkra- húsum, lenda flestir fyrr eða síðar í an- kannalegri stöðu. Ann- ars vegar togast á skyldan að láta hags- muni sjúklinga ganga fyrir, hins vegar sú skylda að fara að lög- um, þar með fjárlögum. Sumir starfsmenn hafa unnið eið að hinu fyrr- nefnda. Þessi vandi er alþjóðlegur og virðist því óhjákvæmilegur, en hann birtist því nær árlega á vettvangi íslenskra fjölmiðla í tengslum við gerð fjárlaga og rekstrarspá ríkisstofnana. Á þessu hausti hefur umræðan verið óvenju illvíg og ósanngjörn. Enginn vafi leikur á því, að lækn- ismeðferð á sjúkrahúsum er hjálp- ræði hinna sjúku. Lyfjameðferð nú- tímans bætir líðan og heilsu þeirra, sem hennar njóta, lengir líf og bætir starfsorku. Fatlaðir kasta hækjum sínum eftir mjaðmaraðgerðir, hjartasjúkir öðlast nýtt líf eftir hjá- veituaðgerðir eða æðavíkkanir. Barnlaust fólk eignast afkomendur með tilstilli frjóvgunaraðgerða. Lamaðir öðlast styrk með aðstoð sjúkraþjálfara. Ekki nóg með það. Sannað hefur verið, að flestar þessar aðgerðir bera umtalsverðan arð í beinhörðum pen- ingum. Hvað kostar það þjóðfélagið að vanrækja lyfjameðferð liðagigtar- sjúklinga, sem eru óvinnufærir og stöðugt kvaldir af verkjum, þjálfun lamaðra og fatlaðra og þarfir hjarta- sjúkra, fólks, sem með viðeigandi heilbrigðisþjónustu gæti hæglega fundið sér stað á vinnumarkaði? Mörg undanfarin ár hefur ríkis- framlag til Landspítala – háskóla- sjúkrahúss (LSH) ekki nægt til að standa undir þeirri þjónustu, sem þar er veitt. Þetta hefur leitt til lok- unar deilda, yfirlagna, m.a. á ganga sjúkrahússins, færri innkallana til ýmiss konar aðgerða og lengri bið- lista. Hjá venjulegum fyrirtækjum er aukin framleiðsla og framleiðni lofuð af eigendum þeirra, sem stuðla að enn frekari afkasta- aukningu. Svo er ekki á íslenskum sjúkrahús- um þar sem fastar og naumar fjárveitingar kalla beinlínis á fækk- un aðgerða, minni framleiðslu. Samtímis krefst þjóðin þess, að sjúklingar njóti eðli- legrar þjónustu, sem er sjálfsagt. Við þessar aðstæður lenda stjórn- endur, sem þurfa að þjóna tveimur herrum, í pattstöðu. Heilbrigð- isyfirvöld þekkja þessa staðreynd mæta vel, en eru ófáanleg til að ákveða, hvaða þjónustu megi leggja niður. Þegar stjórn LSH ákvað ný- lega að hætta tímabundið frjóvgun- araðgerðum varð uppnám í ráðu- neyti heilbrigðismála, þótt sama ráðuneyti hefði áður sett slíkar að- gerðir neðarlega í forgangsröð heil- brigðismála. Stjórnvöld verða að gera upp hug sinn um hvaða verk- efnum spítalinn á að gegna. Í því felst þversögn að öllum skuli veitt al- hliða þjónusta samtímis því að fjár- magn er skorið niður. Á þessu ári er útlit fyrir nokkurn halla af rekstri LSH, og horfurnar fyrir næsta ár eru enn dekkri. Hverjar eru skýringarnar? Hvað um sameiningu sjúkrahúsanna? Hefur hún skilað einhverju enn? Hefur hún ekkert kostað? Minna má á, að sam- eining Íslandsbanka og FBA var skv. fréttum talin kosta um einn milljarð. 2. Af sameiningarmálum eru stór tíðindi. Samsvarandi deildir hafa verið sameinaðar undir einni stjórn og sumar þeirra flust í nýtt húsnæði. Nefna má þvagfæraskurðdeild, æða- skurðlækningadeild og smitsjúk- dómadeild. Á fyrstu mánuðum næsta árs verður mestöll núverandi starf- semi á Vífilsstöðum flutt í Fossvog. Það eru engin smátíðindi að unnt sé að koma þessari umfangsmiklu starfsemi fyrir í húsnæðisþrengslun- um, sem ríkja í aðalbyggingunum tveimur. Bráðlega hefst starfsemi sameinaðrar krabbameinsdeildar og hjartadeildar við Hringbraut og skömmu síðar taugadeildar í Foss- vogi. Geðdeild verður aðeins við Hringbraut. Stjórnsýsla LSH hefur að sjálfsögðu öll verið sameinuð, og stærsta tölvudeild landsins hefur orðið til. Apótek LSH er orðið sjálf- stæð stofnun, og svipað gildir um rannsóknardeildirnar. Þjónustu- samningar hafa verið gerðir um ýmsa starfsemi. Samningar við Há- skóla Íslands um kennslu- og fræða- hlutverk spítalans eru á lokastigi og munu staðfesta stöðu stofnunarinn- ar sem háskólaspítala og einnar stærstu skólastofnunar landsins. Öll þessu flóknu mál hafa unnist í furðu góðri sátt við starfsfólkið, en það er meira en sagt verður um flesta slíka samruna sem hafa átt sér stað í ná- grannalöndunum. Aðalávinningur sameiningar sjúkrahúsanna er fag- legur, enda gefur hún kost á stór- aukinni sérhæfingu og verkaskipt- ingu sjúklingum til hagsbóta. Enginn vafi er þó á því að samein- ingin mun að lokum skila nokkrum fjárhagshagnaði. Svo virðist sem fjárveitingarvaldið hafi talið, að sameiningin myndi kosta lítið sem ekkert. Þetta álit var fjarri sanni. Flutningur starfsemi milli bygginga og innan byggingar krefst endurnýjunar húsnæðis, nýs og breytts tækjabúnaðar og breyttr- ar nýtingar stoðdeilda. Biðlauna- greiðslur eru umtalsverðar, og sam- eining upplýsingakerfa er fjárfrek. Sýnt þykir að beinn sameiningar- kostnaður nemi á þessu ári a.m.k. um 150 milljónum króna. Nokkur sparnaður hefur nú þegar hlotist af sameiningunni, einkum með fækkun stjórnenda. Samanburður á rekstrarkostnaði ársins 2000 og þessa árs skv. útkomuspá leiðir í ljós aukinn rekstrarkostnað um 0,7% eða 140 milljónir króna, leiðrétt fyrir viður- kenndu launaskriði og gengisbreyt- ingu. Þessi upphæð er sambærileg við sameiningarkostnaðinn og sýnir þessi samanburður, að rekstarkostn- aður spítalans fer lítt eða ekki vax- andi. 3. Hér hafa verið leidd rök að því, að stjórnendur sjúkrahúsa hljóti að hafa hagsmuni skjólstæðinga sinna að leiðarljósi og það sjónarmið vegi a.m.k. jafnþungt og rekstrarlegar forsendur. Ekkert bendir til þess, að útgjaldaaukning LSH sé óeðlileg og beri vitni um sóun. Þvert á móti má rekja hana til kostnaðar vegna sam- einingar sjúkrahúsanna og þjóð- hagslegra aðstæðna, sem spítalinn ber enga ábyrgð á. Starfsfólk LSH heitir því á Alþingi að afgreiða nú fjárlög sem markast ekki af ósk- hyggju, heldur velvilja í garð spít- alans og skjólstæðinga hans og raun- sæju mati á kostnaði þess að reka nútíma heilbrigðisþjónustu. Spítalinn og fjárlögin Þórður Harðarson Fjárlögin Starfsfólk LSH heitir á Alþingi, segir Þórður Harðarson, að afgreiða nú fjárlög sem markast ekki af óskhyggju, heldur velvilja í garð spítalans og skjólstæðinga hans. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á LSH. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g a r g ja fa vö ru r Mokkabollar kr. 1.890 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Mýkir og róar RAKAKREM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.