Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 64
UMRÆÐAN
64 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nánari uppl‡singar áwww.frikort.is
fiú gætir unni› vöruúttekt
fyrir 10.000 krónur!
fiú safnar hjá okkur...
Á VORMÁNUÐUM ákvað
stjórn Íslandssíma hf. að sækja
skyldi um skráningu hans á mark-
að. Forstjóri fyrirtækisins ljómaði
þegar hann tilkynnti að þetta nýja
óskabarn þjóðarinnar yrði nú loks
eitt af fyrirtækjum þeim sem
skráð væru á Verðabréfaþing Ís-
lands (VÍ). Frumkvöðullinn hafði
skilað af sér, fyrirtækið hafði vaxið
og ómæld hamingja fyllti loftið
hreinum vorblæ.
Umsókn um skráningu var send
VÍ. Tóku þar sérfræðingar þess og
stjórn, forstjórar og frændur,
pabbar og bankastjórar, ákvörðun
um að hliðra reglum eilítið til – þó
ekki mikið – til þess að óskabarnið
næði skráningu. Svo var skálað í
fjölskylduboðum langt fram eftir
nóttu.
Kjánarnir og óskabarnið
Spennan jókst. Útboðslýsing
undirrituð af virtum
banka í borginni var
gefin út. Lýsingarnar
á fyrirtækinu voru
þannig að landsmenn
héldu ekki vatni. Út-
boðsgengið var ákveð-
ið 8,75 til almennings
og stofnfjárfesta. Sal-
an hófst og eftir-
spurnin var svo mikil
að menn mundu ekki
aðra eins tíma. Við-
varanir nokkurra fjár-
málafyrirtækja, sem
mæltu ekki með kaup-
um í fyrirtækinu, voru
virtar að vettugi enda
stjórnuðu þeim fyrir-
tækjum kjánar og tengdust vafa-
sömum öflum í samfélaginu.
Við útboðslýsingu, yfirlýsingar –
og við fyrirtækið
sjálft – voru bundnar
vonir. Vonir fjárfesta,
almennings og starfs-
manna. Vonir um arð
og ávöxtun. Hundruð
Íslendinga fjárfestu í
bréfum fyrirtækisins
fyrir hundruð millj-
óna. Um miðjan júní
var svo skálað um
land allt þegar félagið
var skráð á markað.
Hinn 12. júlí – eða
um einum mánuði eft-
ir að félagið var skráð
á markað – gaf fyr-
irtækið frá sér af-
komuviðvörun sem
öllum er í fersku minni. Afkoma
fyrirtækisins var langt undir áætl-
unum útboðslýsingarinnar. Hið
sama ættarmót VÍ og gefið hafði
fyrirtækinu undanþágu til skrán-
ingar var kallað saman til að
álykta um að það sjálft hafði ekk-
ert rangt gert. Málið fékk dágóða
umfjöllun í fjölmiðlum og var svo
til lykta leitt. Enn í dag bíða þeir,
sem keyptu hlut í fyrirtækinu, eft-
ir því að fá ávöxtun fjárfesting-
arinnar. Nýjum forstjóra Íslands-
síma er óskað góðs gengis við að
rétta fyrirtækið úr kútnum.
Fordæmið er gefið
Fjármálaeftirlit ríkisins (FME)
er eftirlitsstofnun sem er m.a. ætl-
að það hlutverk að fylgjast með
ýmsum fjármálastofnunum lands-
ins, þ. á m. VÍ. Ýmsar spurningar
hafa að undanförnu vaknað um
starfsemi þess og tilgang. Var mál
VÍ og Íslandssíma tekið fyrir hjá
FME? Ef svo var ekki, hvaða for-
sendur gaf FME sér til að fjalla
ekki um það? Ef málið var tekið
fyrir, með hvaða hætti var það
gert? Eru einhver tengsl milli
stjórnenda FME annars vegar og
VÍ eða Íslandssíma hins vegar?
Það væri vert fyrir áhugasama
að kynna sér starfsemi fjármála-
eftirlita nágrannalandanna. Þar er
unnið af heilindum og kappi og
málin krufin til mergjar. Mál af
þessu tagi og hér hefur verið rakið
er skýlaust tekið fyrir og kannað
ofan í kjölinn. Öðrum víti til varn-
aðar og þar hafa verið kveðnir upp
harðir dómar sem ekki gefst tæki-
færi til að rekja hér.
Á Íslandi hefur hins vegar for-
dæmið verið gefið. Hver sem er
má á hvaða hátt sem er veita al-
menningi rangar og villandi upp-
lýsingar um kaup á hlutabréfum.
Fjármálaeftirlit ríkisins verður
ekki fyrir.
Fjármálaeft-
irlit ríkisins
Hjálmar Blöndal
Guðjónsson
Fjármál
Á Íslandi hefur hins
vegar fordæmið verið
gefið, segir Hjálmar
Blöndal Guðjónsson.
Hver sem er má á hvaða
hátt sem er veita al-
menningi rangar og vill-
andi upplýsingar um
kaup á hlutabréfum.
Höfundur er nemi og blaðamaður.
Ungbarnafatnaður
Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.