Morgunblaðið - 30.11.2001, Side 66
UMRÆÐAN
66 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTI norræni
landnámsmaðurinn,
samkvæmt Ara fróða,
var Ingólfur Arnarson
og hann byggði í
Reykjavík. Íslenskir
fræðimenn hafa flestir
fallist á að frásögn Ara
sé rétt eða nægilega
rétt til að Ingólfur beri
titilinn fyrsti land-
námsmaðurinn. Nú
hafa komið í ljós forn-
ar leifar af bæ sem
hugsanlega og jafnvel
líklega hefur verið bú-
staður Ingólfs og konu
hans, Hallveigar
Fróðadóttur. Og í raun
skiptir ekki öllu máli hvort Ingólfur
þessi var nákvæmlega sá fyrsti sem
settist hér að til ævidvalar. Bara
það að nafn hans hefur í nærri 9 ald-
ir verið órjúfanlega tengt upphafi
landnáms norrænna manna á Ís-
landi gerir vissar kröfur til okkar
eftirkomenda þeirra hjóna.
Frásögn Ara fróða og Landnámu
um landnám Ingólfs og Hallveigar
kemur vel heim við staðhætti og
röklega hegðun fólks sem kemur að
óbyggðu landi. Það hafði fyrst dvöl
þar sem það kom að landinu. Kann-
aði landið og settist svo að þar sem
vænlegast var. Ingólfur bjó á tveim-
ur ef ekki þremur stöðum áður en
hann ákvað að setjast að í Reykja-
vík. Þar voru landgæði mikil, auðug
fiskimið, fiskur í ám og vötnum,
selalátur, fuglalíf, gott beitiland og
heitar laugar.
Þjóðir eiga það sammerkt að vilja
þekkja uppruna sinn alveg eins og
einstaklingar. Það er því mikils
virði fyrir ættbálk eða þjóð að geta
rakið uppruna sinn til tiltekinna for-
feðra og gildir um Íslendinga eins
og aðra. Gyðingar kenna sig t.d. við
Abraham, Ísak og Jakob. Þannig
mætti rekja ýmis dæmi. Áþreifan-
legir vitnisburðir um upphaf þjóða
eru þó sjaldgæfir enda langt um lið-
ið hjá flestum þjóðum. Við erum
hins vegar með yngstu þjóðum og
því þekkjum við sögu okkar og upp-
runa mjög vel. Við höfum hins vegar
ekki verið dugleg að gera fornminj-
um frá fyrstu tíð okkar hátt undir
höfði.
Áratugum og reyndar öldum
saman hafa Íslendingar reynt að
sannreyna ritaðar og munnlegar
heimildir um sögu sína og leita
markverðra fornminja. Fjölmörg
kuml hafa menn fundið auk þeirra
sem hafa blásið upp. Menn hafa
grafið í bæjarstæði víða um land.
Þannig var grafinn upp skálinn á
Sæbóli í Dýrafirði þar sem Gísli
Súrsson gekk um garða, tætturnar
á Bergþórshvoli þar sem vissulega
virðist hafa brunnið fjós, einnig
tóttir á Stöng í Þjórsárdal sem eru
fyrirmyndir að fornaldarbæ. Á
Þórsnesi er gamall blótsteinn tilbú-
inn til notkunar og Suðurgötumegin
við Þjóðminjasafnið stóð til skamms
tíma blótsteinn frá Þyrli sem getið
er í Harðar sögu, og mætti svo lengi
telja.
Lengi hafa menn talið sig vita að
upphaf byggðar í Reykjavík væri
við elstu götu bæjarins, Aðalstræti.
Rústirnar í Aðalstræti sem grafnar
voru upp í sumar eru óefað frá elstu
byggð í Reykjavík. Hvað gera
bændur þá? Byggja hótel ofan á
þeim og hafa þær hugsanlega í
kjallaranum til sýnis fyrir túrista?
Það er vissulega snjallt að geta leitt
hótelgestina að moldargröfinni og
sagt: „Hér settist fyrsti Íslending-
urinn að. Hér er upphafið að sögu
Íslendinga.“ Og útlendingarnir falla
í stafi yfir að sjá þennan upphafsreit
í lífi þjóðar og kaupa ótal minjagripi
og margir fá eflaust vinnu við þetta.
En það hangir meira á spýtunni
og er óháð hugsanlegum fjárhags-
legum ávinningi. Það er nánast ein-
stakt að þjóð geti bent á einhvern
stað og sagt: „Hér var upphaf bú-
setu í landinu.“ Sennilega er hvergi
í veröldinni hægt að sýna blettinn
þar sem fyrsti landnámsmaðurinn
eða ættfaðirinn bjó.
Þessi blettur hefur nú verið graf-
inn upp hér í Reykjavík. Þessir fáu
fermetrar eru einstakir í þjóðarsög-
unni. Það er eins vel sannað og orðið
getur að fyrsti landnámsmaður Ís-
lands bjó á þessum stað, byggði hér
bæ og er grafinn einhvers staðar
hér nálægt. Þessir 2–300 fermetrar,
eða hvað lóðin er stór, eru mikil-
vægustu fermetrar á Íslandi, því
hér er upphaf sögu þjóðarinnar.
Hvað viljum við gera við þennan
blett?
Það getur svo sem verið góðra
gjalda vert að byggja hótel í rúst-
unum, en refta yfir moldarflekkinn
og hafa t.d. einhverja glugga handa
fólki að kíkja inn um. Annars vegar í
kjallaranum verður svo væntanlega
kyndiklefi og sorpgeymsla og hin-
um megin neðanjarðarbílastæði.
Glæsilegt nágrenni. En er þetta
framtíðin sem á að bíða einhvers
mikilvægasta staðar íslensku þjóð-
arinnar? Nei, hér er einstakt tæki-
færi í veraldarsögunni. Að benda á
blettinn þar sem landnámið hófst.
Segja: „Hér byrjaði það.“ Er ekki
hægt að reisa hótel annars staðar?
Má ekki breyta Morgunblaðshöll-
inni í hótel? Þótt þessir 2–300 fer-
metrar séu látnir í friði, jafnvel þótt
þetta sé allt að hálfur hektari (=
hálfur kýrfóðursvöllur að fornu
mati) þá er það varla ofrausn þótt
vel sé gert við þennan blett. Er ekki
kominn tími til að gera vel við vík-
ingaaldarminjar hér í höfuðstaðn-
um?
Öllum hugmyndum um hótel á
fornminjareitnum í hjarta bæjarins
á að varpa fyrir róða, þrátt fyrir til-
lögur um rústir í „kjallara“. Þess í
stað á að byggja veglega byggingu
yfir bæ Ingólfs og Hallveigar,
fyrstu landnámshjúanna. Byggingu
sem Þjóðminjasafn og e.t.v. fleiri
hafa umsjón með. Það má örugglega
skapa þar áhugavert safn eins og
dæmi eru um hjá stórhuga þjóðum.
Safn sem skólar, almenningur og
erlendir ferðamenn gætu haft gagn
og gaman af. Hér á að vera miðdep-
ill Reykjavíkur sem „allir“ þurfa
einhvern tímann að sækja heim.
Það er ráðleysi og skammsýni að
reisa hótel á þessum skika. Grípum
þetta einstæða tækifæri sem nú
býðst.
Lóð Ingólfs og
Hallveigar
Jón
Torfason
Jón er íslenskufræðingur. Eiríkur er
sagnfræðingur. Báðir starfa á Þjóð-
skjalasafni Íslands.
Fornminjar
Sennilega er hvergi í
veröldinni, segja Jón
Torfason og Eiríkur G.
Guðmundsson, hægt að
sýna blettinn þar
sem fyrsti landnáms-
maðurinn eða ættfað-
irinn bjó.
Eiríkur G.
Guðmundsson
FORMAÐUR Ör-
yrkjabandalagsins
beindi þeirri spurningu
nú á dögunum til ráða-
manna hvort þeir gætu
gefið félagsmönnum í
bandalaginu uppskrift
að því hvernig lánast
mætti að lifa mann-
sæmandi lífi af þeim
bótum sem við teljum
okkur sæma að
skammta úr hnefa til
öryrkja.
Það varð að vonum
fátt um svör enda veit
enginn til þess að
mannsæmandi kjör séu
útsöluvarningur nú
þegar tekur að fjara undan góðær-
inu, síst að þau séu föl á þann spott-
prís sem öryrkjar kynnu að geta
reitt fram.
Forsætisráðherra og einnig ráð-
herra fjármála töldu sig raunar við
annað bundna en að svara þvílíkri
hótfyndni því þeir voru einmitt báðir
staddir á halelújasamkomu Flokks-
ins, en í þeim félagsskap, eins og víð-
ar, eru menn löngu hættir að líta svo
á að milli launa, að ég nú ekki tali um
bóta, annars vegar og mannsæmandi
lífs hins vegar liggi gagnvegir ein-
hverjir.
Þetta bagalega sambandsleysi
milli lífs og launa kann að stafa af því
að æði margir hafa þá trú að laun séu
aðeins einhvers konar hugtak sem
ætlað sé skattinum og sé því að öðru
leyti að mestu án tengsla við raun-
veruleikann og í ótrúlega mörgum
tilvikum mun einmitt svo vera. En
eins og gefur að skilja er öryrkjum
annan veg farið. Bæturnar eru sá
skerfur sem þeim er ætlaður, ekki
tímabundið heldur til lífstíðar, og er
væntanlega ætlaður til mannsæm-
andi tilveru. Spurningin sem þeir
beindu til þeirra sem skömmtuðu
bæturnar var því tæpast út í hött.
Það er varla ósanngjörn krafa að
þeir sem ákveða hvað maturinn megi
kosta sýni gestunum matseðilinn.
Samt sem áður barst ekkert svar
við spurningunni því bæði fyrsti og
annar kokkur voru að setja saman
matseðil af allt öðru tagi eimitt þessa
dagana. Og þar var nú ekki soðið upp
á naglann einan fremur
en í þjóðsögunni.
Þar reyndist upp-
skriftin að framtíð
nýrri og betri í aðalat-
riðum á þann veg að
skatta á fyrirtæki skal
nú lækka úr 30% í 18%,
hins vegar skal hækka
tryggingargjald, sem
er flatur skattur, og
leggst með sama þunga
á jafnt smáa sem stóra.
Ráðstafanir af þessu
tagi munu því einkum
bæta hag þeirra er best
stóðu fyrir.
Skatta á einstaklinga
skal lækka lítillega en
þar sem ekki er hreyft við persónu-
afslætti en lækka á bæði hátekju-
skatt og eignaskatt, er einnig þar
einkum verið að auka ráðstöfunar-
tekjur þeirra sem höfðu þær hæstar
fyrir.
Með þeirri aðferð að láta persónu-
afslátt ekki fylgja launaþróun er
ekki aðeins stöðugt verið að þyngja
skattbyrði þeirra sem verst eru
staddir heldur einnig að fara með
skattheimtu niður eftir launastigan-
um. Laun sem ekki voru skattskyld
fyrir tveimur árum eru það í dag.
Ef við berum þá nú saman, ná-
granna okkar, Jón tónlistarkennara
og Jón athafnamann, þá er einfalt að
þekkja þá hvorn frá öðrum. Jón tón-
listarkennari er sá sem sefur út á
hverjum morgni og Skódinn hans
ryðgar niður því hann er í verkfalli.
Jón athafnamaður vekur hins veg-
ar allt hverfið þegar tröllajeppinn
hans boðar nýjan dag með nýjum
tækifærum. Báðir þessir Jónar eru
skattborgarar og ættu því að greiða
til samfélagsins sambærilegan hlut.
Fari nú svo sem flest vitiborið fólk
óskar, að samningar takist við tón-
listarkennara og laun þeirra hækki,
mun tekjuskattur þeirra einnig
hækka og þar sem persónuafsláttur
fylgir ekki launaþróun mun skatt-
byrði þeirra aukast hlutfallslega.
Hins vegar er að því stefnt að tekju-
skattur og eignarskattur Jóns at-
hafnamanns lækki til muna.
Þar sem Jóni tónlistarkennara er
ætlað að lifa af launum sínum þarf
hann að greiða af þeim launum
27,5% tekjuskatt og útsvar að auki,
eftir þá greiðslu er nánast útséð um
að hann geti veitt sér það sem kallað
er mannsæmandi líf. Jón athafna-
maður þiggur aftur á móti ekki laun í
mörgum tilfellum, í mörgum tilfell-
um leigir hann út fjármagn en ekki
vinnuafl og því greiðir hann aðeins
10% af innkomunni hafi hann ekki
haft rænu á að kaupa sér nægilega
myndarlegt tap til þess að vera ekki
ónáðaður af skattinum næstu ára-
tugina.
Nú má færa fyrir því ýmis rök að
brýna nauðsyn beri til þess að búa
fyrirtækjum hér á Íslandi hagstætt
„skattalegt umhverfi“ svo hingað
fýsi erlend stórfyrirtæki. Þótt þess-
ar ráðstafanir hafi, eftir því sem for-
sætisráðherra segir, haft þau áhrif
að a.m.k. tvö fyrirtæki sem höfðu
hótað því að flytja starfsemi sína úr
landi hafa nú frestað þeim fyrirætl-
unum þá eru önnur atriði, s.s. fjar-
lægð frá mörkuðum, tungumál o.fl.,
sem valda því að jafnt harðsvíraðir
gróðapungar sem ómerkilegar
sjoppur eignast nú sem óðast tvífara
jafnt í Lúxemborg sem Líma.
Ég ætla svo sem ekki að draga í
efa að þessi umsvif komi einhverjum
fleirum en þeim einum til góða.
En ef við höfum efni á því að
greiða með óeðlilegu vöruverði fyrir
fjárfestingar í erlendum verslunar-
rekstri og ef við höfum efni á að
skuldsetja útgerðina upp í masturs-
toppa til að þeir sem þar á bæ vilja
snúa sér að öðrum störfum geti verið
í fjárfestingarleikjum upp á millj-
arða í öðrum löndum höfum við þá
efni á því að láta ósvarað spurningu
Garðars Sverrissonar sem vitnað var
til hér að framan?
Svar óskast
Sigríður
Jóhannesdóttir
Öryrkjar
Það er varla ósanngjörn
krafa, segir Sigríður
Jóhannesdóttir, að þeir
sem ákveða hvað mat-
urinn megi kosta sýni
gestunum matseðilinn.
Höfundur er alþingismaður Sam-
fylkingar í Reykjaneskjördæmi.
ALLMÖRG undan-
farin ár hafa fulltrúar
Íslands á alþjóðafund-
um og víðar sett á töl-
ur, og flutt tillögur
um nauðsyn þess að
afnema ríkisstyrki í
sjávarútvegi. Ekki
hefir farið mikið fyrir
þessum málflutningi á
innlendum vettvangi,
enda vita viðkomandi
að landinn veit betur.
Vinnubrögðin eru
dæmigerð framsókn-
armennska, þar sem
staðreyndir eru látnar
lönd og leið en yfir-
drepsskapur hafður í
fyrirrúmi og afmán má kallast.
Þegar betur er að gáð er vafa-
laust hvergi í víðri veröld sem
sjávarútvegur býr við aðra eins
ríkisframfærslu og á Íslandi. Er
þar fyrst að nefna gjafakvótakerf-
ið. Talið er að með því kerfi af-
hendi stjórnvöld lénsherrum út-
vegsins gefins andvirði milli 4 –
fjögur – og 5 – fimm- hundruð
milljarða króna. Nú gætu útgerð-
arfyrirtæki að sjálfsögðu nýtt sér
hina sameiginlegu auðlind sjávar-
ins – hina verðmætustu í heimi –
án þess að þeim væri af stjórnvöld-
um gefið eignarhald á henni. Með
þeim hætti væri þeim gert fært að
reka fyrirtæki sín sjálfstætt og án
gjafafjár ríkisstjórnarinnar. Kerfið
gefur hinsvegar eigendum fyrir-
tækjanna færi á að maka eigin
krók ótæpilega á kostnað almenn-
ings. Í skjóli þess gjafafjár ná þeir,
sem mest fá í sinn
hlut, fljótlega tangar-
haldi á æ stærri hlut
auðlindarinnar og örfá
fyrirtæki verða innan
skamms allsráðandi.
Að vísu líta sægreif-
ar ekki svo á að auð-
lindin sé færð þeim að
gjöf, heldur eigi þeir
óskoraðan frumburð-
arrétt til hennar sem
Guðs útvaldir og Dav-
íðs.
Hvað skyldi skatta-
afsláttur sjómanna-
stéttarinnar heita á
máli útsendara ríkis-
valdsins um víða vegu,
sem leggja að öðrum þjóðum að af-
nema styrki til sjávarútvegs? Hvað
skyldi það heita, þegar ríkisvaldið
léttir milljarða sköttum af útgerð-
inni, sem henni ber að greiða, ef
það telzt ekki til styrkja?
Kunnugir menn áætla að fram-
lög ríkisins, og sá kostnaður sem
hið opinbera ber af útgerðinni,
nemi allt að 3 – þremur prósentum
– af útgjöldum ríkisins, sem er þá
meira en 6 – sex – milljarðar króna
miðað við fjárlagafrumvarpið, sem
nú liggur fyrir alþingi. Auðvitað
sést sú tala varla með berum aug-
um í samanburði við stórstyrkinn –
auðlindina sjálfa.
Það verður undinn bráður bugur
að því að upplýsa þessar stað-
reyndir á heimsvísu. Kann þá að
sluma í sendimönnum utanríkis-
ráðherrans íslenzka á næstu al-
þjóðaráðstefnu um niðurfellingu
styrkja til sjávarútvegs, sem hann
þykist hafa forystu um.
Það er ekki eitt heldur allt, sem
snýr á haus í málflutningi og öðru
framferði stjórnvalda í sjávarút-
vegsmálum Íslands.
Dapurlegt er það að verða að
gjalti meðal þjóða vegna umsnún-
ings staðreynda, sem raunar er
ekkert annað en bláköld ósannindi
eins og allur annar málflutningur
lénsherranna og þjóna þeirra og
þerna á valdastólum.
Og nú fer á netinu eins og eldur
í sinu út um öll heimsins ból kvik-
myndin um gegndarlausa sóun Ís-
lendinga á einni af dýrmætustu
fæðutegundum sem um getur. Það
þarf ekki að opna sendiráð fyrir
milljarð til að koma þeirri vanvirðu
á framfæri. Skipan mála í íslenzk-
um sjávarútvegi fær ókeypis á fæt-
urna.
Við þessa og þvílíka afmán meg-
um við Íslendingar nú um stundir
búa.
Afmán
Sverrir
Hermannsson
Auðlindin
Sægreifar líta ekki svo á
að auðlindin sé færð
þeim að gjöf, segir
Sverrir Hermannsson,
heldur eigi þeir óskor-
aðan frumburðarrétt til
hennar sem Guðs út-
valdir og Davíðs.
Höfundur er alþingismaður og
formaður Frjálslynda flokksins.