Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 71
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 71
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
S: 564-4120
BRILLIANT
T Í M A N N A T Á K N
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Meðlagsgreiðendur!
Vinsamlegast gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
● ●
● ●
● !"#$
# ● #% &&
● ' (# ) ' &*+*,
LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7
HELDUR ÁFRAM
Opið virka daga frá kl. 13-18 en 11-17 um helgar.
Tökum bæði debet- og kreditkort.
Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus.
Sími 567 1210.
HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR
Glæsileg borðstofusett. Skápar og skenkar.
Klukkur og kamínur og margt
fleira spennandi.
Ath. aðeins ekta gamlir hlutir í góðu ástandi.
Sími 554 7770 www.ur.is
Bæjarlind 1
Antik&úr
Þrep
til jóla!
opið frá 10-18 / laugavegi 49 / sími 561 5813
38
KVEIKT verður á jólaljósunum í
Fjölskyldu- og húsdýragarðinum
laugardaginn 1. desember og heimili
jólasveinsins gert opinbert. Á hverj-
um degi fram að jólum frá og með 1.
desember mun heimili jólasveinsins
verða sýnilegt í einn klukkutíma á
dag kl. 14-15. Þá geta gestir og gang-
andi fylgst með jólasveininum og
samskiptum hans við Grýlu. Jóla-
sveinn dagsins heimsækir okkur alla
daga klukkan 14.45 frá og með 12.
desember og staldrar við í um 15 mín-
útur. Jólasagan verður lesin alla daga
í fjósinu kl. 10.40 frá og með 1. desem-
ber.
Hestateyming fyrir börnin verður
1., 2., 8. og 9. desember kl. 14-14.30, en
frá og með 12. desember verður
hestateyming alla daga fram að jólum
kl. 14-14.30.
1. desember mun Fjölskyldu- og
húsdýragarðurinn taka í notkun nýtt
upplýsingakerfi þar sem gestir geta
notað GSM-símann sinn á nýstárleg-
an hátt og fengið upplýsingar um dýr-
in og annað sem fyrir augu ber beint í
símann sinn, segir í fréttatilkynningu.
Jóladagskrá Fjöl-
skyldu- og hús-
dýragarðsins
KVENFÉLAG Kópavogs heldur
sinn árlega jólabasar, sunnudag-
inn 2. desember kl. 14 í húsnæði
félagsins í Hamraborg 10, 2. hæð
til hægri.
Seldir verða ýmsir handunnir
munir og heimabakaðar kökur.
Að venju verða seldar rjómavöffl-
ur og kaffi.
Allur ágóði rennur til líknar- og
menningarmála, segir í frétta-
tilkynningu.
Jólabasar Kven-
félags Kópavogs
KFUK heldur sinn árlega basar í
húsi KFUM&K við Holtaveg 28
laugardaginn 1. desember kl. 14.
Þar verða seldir ýmsir handunnir
munir, t.d. til jólagjafa. Einnig
verða seldar heimabakaðar smá-
kökur, tertur og fleira.
Kaffi og vöfflur með rjóma verða
seldar á meðan basarinn er opinn,
segir í fréttatilkynningu.
Basar KFUK
OPIÐ hús verður í Hússtjórnar-
skólanum í Reykjavík laugardaginn
1. desember kl. 13.30-17.
Sýning verður á handavinnu
nemenda, útsaumur, fatasaumur,
bútasaumur, prjón, vefnaður og
fleira.
Seldar verða heimalagaðar kök-
ur, sulta og marmelaði.
Kaffisala. Allir velkomnir, segir í
fréttatilkynningu.
Opið hús í Hús-
stjórnarskólanum í
Reykjavík
DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
flytur ávarp á sameiginlegum hádeg-
isverðarfundi Samtaka um vestræna
samvinnu (SVS) og Varðbergs laug-
ardaginn 1. desember kl. 12 í Sunnu-
sal á Hótel Sögu.
Í kjölfar hryðjuverkanna í New
York og Washington 11. september
sl. gjörbreyttist ástand heimsmála,
ekki aðeins á sviði öryggis- og utan-
ríkismála, heldur settu þau efna-
hagsumhverfi heimsbyggðarinnar á
annan endann. Mikil óvissa hefur
skapast meðal almennings um allan
heim sem meðal annars birtist í því
að um þriðjungs samdráttur hefur
orðið í ferðaþjónustu í heiminum.
Átökin í Afganistan hafa jafnframt
grafið undan tiltrú manna á friði í
heiminum og skapað óþarfa spennu í
samskiptum þjóða.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
mun fjalla um breytta heimsmynd í
kjölfar hryðjuverkanna og áhrif
þeirra á öryggis- og utanríkismál Ís-
lands.
Fundurinn er opinn öllu áhuga-
fólki um öryggis- og utanríkismál Ís-
lands og þróun alþjóðamála, segir í
fréttatilkynningu.
Fundur SVS og
Varðbergs
HRINGURINN heldur sitt árlega
jólakaffi á Broadway sunnudaginn 2.
desember kl. 13.30.
Jólakaffið er einn liður í fjáröflun
fyrir Barnaspítalann og á næsta ári
verður tekinn í notkun nýr barna-
spítali sem er sérsniðinn að þörfum
barna og aðstandenda þeirra, en það
hefur verið markmið félagsins um
áratugaskeið.
Boðið verður upp á kaffihlaðborð
auk tónlistar og skemmtiatriða.
Einnig er happdrætti og verða
margir vinningar í boði, s.s. utan-
landsferðir, matarköfur o.m.fl. sem
hinir ýmsu velunnarar Hringsins
hafa gefið.
Allur ágóði rennur í Barnaspítala-
sjóð Hringsins, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Jólakaffi
Hringsins
FYRIRLESTUR verður á vegum
Líffræðistofnunar föstudaginn 30.
nóvember kl. 12.20 í stofu G-6 á
Grensásvegi 12.
Fjallað verður um mat á nátt-
úru- og menningarminjum og for-
gangsröðun virkjanakosta. Þóra
Ellen Þórhallsdóttir kynnir að-
ferðafræði faghóps 1 um náttúru-
vernd og minjar innan ramma-
áætlunar um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma.
Allir eru velkomnir.
Fyrirlestur um
náttúruvernd
GRÝLUGLEÐI verður haldin á
Skriðuklaustri laugardaginn 1. des-
ember kl. 15 og sunnudaginn 2. des-
ember kl. 14 og 16. Þar verður sagt
frá og sungið um Grýlu og hyski
hennar sem hefur löngum eldað
grátt silfur við Fljótsdælinga og
fleiri. Um er að ræða fjölskylduvæna
dagskrá þar sem fram koma meðal
annarra Skógartríóið, álfar, grunn-
skólabörn af Héraði, og hver veit
nema Grýla og Leppalúði komi við
eins og í fyrra?
Í tengslum við Grýlugleðina var
efnt til teiknisamkeppni meðal barna
í 1.–6. bekk grunnskóla á Austur-
landi. Fjöldi mynda af Grýlu prýðir
því veggi Gunnarshúss og verða af-
hent verðlaun í samkeppninni á laug-
ardeginum.
Aðgangseyrir er 400 kr. Ókeypis
fyrir 12 ára og yngri. Veitingastofan
Klausturkaffi verður með jólaköku-
hlaðborð að dagskrá lokinni.
Grýlugleðin nýtur að þessu sinni
styrks úr Menningarborgarsjóði og
er unnin í samstarfi Gunnarsstofn-
unar við Leikfélag Fljótsdalshéraðs
og Skógartríóið, segir í fréttatil-
kynningu.
Grýlugleði á
Skriðuklaustri
BARÐSTRENDINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík ætlar að endurvekja
samkomur sínar annað kvöld, 1.
desember, í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14, með skemmtun sem
hefst kl. 22.
Þessar samkomur hafa að mestu
legið niðri undanfarin ár, segir í
frétt frá stjórn Barðstrendinga-
félagsins.
Barðstrendinga-
félagið með
skemmtun