Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 72
DAGBÓK 72 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skandia kemur í dag, Bluebird fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Opið hús fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl. 19.30, fé- lagsvist kl. 20, fólk vel- komið að koma og spila brids, kaffi á könnunni. Allir aldurshópar vel- komnir. Árskógar 4. Bingó kl. 13.30, kl. 13–16.30 opin smíðastofan. Allar upp- lýsingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 13 spilað í sal og glerlist. Litlu jólin verða fimmtud. 6. des., jólahlaðborð. Sr. Kristín Pálsdóttir flytur jólahugvekju, Björk Jónsdóttir syngur við undirleik Svönu Vík- ingsdóttur. Tvær ungar stúlkur leika á þver- flautu, Bjarki Már El- ísson, 11 ára, les jóla- sögu. Fagnaðurinn hefst kl. 18. Salurinn opnaður kl. 17.30. Skráning í s. 568 5052 fyrir 5. des. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Félagsstarfið, Hlaðhömrum, er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstudög- um kl. 13.30. Kóræfing- ar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ, á Hlaðhömrum fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Bingó verður spilað í Gullsmára 13 föstudag- inn 30. nóvember kl. 14. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13. „Opið hús“, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Föstudagur 30. nóv. Dansað í kjall- aranum í Kirkjuhvoli kl. 11. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu kl. 11.30, myndlist kl. 13, brids kl, 13.30. Dans- leikur kl. 20.30 með Caprítríói. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sun- nud.: Félagsvist kl. 13.30. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Jólafagnaður í Ásgarði, Glæsibæ, miðvikud. 5. des. og hefst kl. 20. Hugvekju flytur sr. Pétur Þor- steinsson, prestur Óháða safnaðarins, söngur undir stjórn Sig- urbjargar Hólmgríms- dóttur, ýmsir skemmti- kraftar, kaffi og meðlæti, dansað á eftir. Skráning á skrifstofu FEB. Miðar seldir við innganginn. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtudaginn 6. desem- ber nk. Panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofan er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10– 16, s. 588 2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Aðventu- skemmtun verður sunnud. 2. des. kl. 14– 16. Fjórar nýjar bækur kynntar, tónlist. Jóla- hlaðborð/skemmtun verður föstudagskvöldið 7. des. Tilkynna þarf þátttöku. S. 568 3132. Félagsstarfið, Furu- gerði. Kl. 9 útskurður, kl. 14 lesið upp úr völd- um bókum, kaffiveit- ingar. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, súpa og salatbar í hádeginu í veitingabúð, frá hádegi spilasalur op- inn. Myndlistarsýning Bryndísar Björnsdóttur stendur yfir. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Ljósmyndasýning Seyð- firðingafélagsins stend- ur yfir í Gjábakka á opnunartíma kl. 9–17 til 30. nóv. Laufa- brauðsdagur verður í Gjábakka laugard. 1. des kl. 14. Ungir sem aldnir eru hvattir til þátttöku og beðnir að taka með sér áhöld til laufabrauðsgerðar. Á sama tíma verður jóla- markaður, jólalög verða leikin á harmónikku og heitt súkkulaði og heimabakkelsi. Gullsmári, Gullsmára 13. Glerlistahópur kl. 10. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, kl. 11 spurt og spjall- að. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 dansað við lagaval Sigvalda, rjóma- terta með kaffinu. Þjón- ustumiðstöin fallega skreytt, allir velkomnir. Jólafagnaður verður fimmtud. 6. des. Húsið opnað kl. 17.30. Ragnar Páll Einarsson leikur á hljómborð. Jólahlað- borð, kaffi og eft- irréttur. Kór leikskólans Núps syngur jólalög undir stjórn Kristínar Þórisdóttur. Kvartett spilar kammertónlist. Gyða Valtýsdóttir, Ing- rid Karlsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir og Anna Hugadóttir. Dans- sýning frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Gospel systur í Reykja- vík syngja undir stjórn Margrétar J. Pálma- dóttur. Undirleikari Agnar Már Magnússon. Fjöldasöngur. Hug- vekja, séra Hjálmar Jónsson dóm- kirkjuprestur. Allir vel- komnir, uppl. og skrán- ing í s. 562-7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Aðventu- og jólafagnaður verður 6. des. Jólahlaðborð, ým- islegt til skemmtunar. Skráning í s. 561 0300. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma- og prjónaklúbbur, vöfflur með kaffinu. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Vestfirðingafélagið Að- alfundurinn verður haldinn sunnud. 2. des. kl. 14 í Kvennaskólanum á Fríkirkjuvegi 9. Allir Vestfirðingar og gestir þeirra velkomnir. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Hafnarfirði. Jólafundurinn verður haldinn í Skútunni, Hólshrauni 3, sunnud. 2. des. kl. 20. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma býður til fræðslu- og orlofs daga í Skálholti 3.–5. desember. M.a. fjallað um fjölmiðla og áhrif þeirra á líf eldri borg- ara. Skálholtsstaður skoðaðaður frá sjón- arhorni kirkjusögu og síðustu 70 ár verða skoðuð frá sögulegu sjónarhorni. Skipulagð- ar kvöldgöngur og gönguferðir um um- hverfi Skálholts. Skrán- ing á skrifstofu Elli- málaráðs, s. 557 1666, og í Skálholtsskóla í s. 486 8870, netfang: rekt- or@skalholt.is. Barðstrendingafélagið í Reykjavík heldur skemmtun í Breiðfirð- ingabúð við Faxafen laugardaginn 1. des kl. 22. Breiðholtsskóli. For- eldra- og kennarafélag verður með jólafönd- urdag laugardaginn 1. desember. frá kl. 12–15 Allir velkomnir. Í dag er föstudagur 30. nóvember, 334. dagur ársins 2001. Andrésmessa. Orð dagsins: Sál mín er óttaslegin, en þú, ó Drottinn – hversu lengi? (Sálm. 6, 5.) LÁRÉTT: 1 snjódyngja, 4 fjall, 7 krúsar, 8 kvíslin, 9 guð, 11 heimili, 13 bylur, 14 gyðja, 15 ekki margt, 17 borðar, 20 op, 22 slitna, 23 glerið, 24 ákveð, 25 kveðskapur. LÓÐRÉTT: 1 brotlegur, 2 engan und- anskilinn, 3 dæld, 4 ósoð- inn, 5 náðhús, 6 hitt, 10 fiskinn, 12 óþrif, 13 liður, 15 láta af hendi, 16 skoll- ar, 18 oft, 19 gyðju, 20 vegg, 21 tryggur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kotungana, 8 fágað, 9 syfja, 10 aki, 11 túlar, 13 neita, 15 lítil, 18 hrósa, 21 aur, 22 skarn, 23 arinn, 24 strákling. Lóðrétt: 2 orgel, 3 urðar, 4 gisin, 5 nefni, 6 eflt, 7 gata, 12 api, 14 err, 15 losa, 16 trant, 17 Langá, 18 hrafl, 19 ós- inn, 20 agns. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... VIÐMÆLANDI Víkverja, opin-ber starfsmaður sem ekki má vamm sitt vita, fékk fyrir stuttu inn- heimtubréf frá Tollstjóranum í Reykjavík vegna ógreiddra opin- berra gjalda. Honum brá við, enda kannaðist hann ekki við að hafa feng- ið tilkynningu um að hann skuldaði opinber gjöld, hvað þá fengið greiðsluseðil. Ákvað þessi viðskipta- vinur Tollstjóra að hringja í embætt- ið og athuga hverju þetta sætti. Hann sendi Víkverja útskrift af sím- talinu, sem hér fer á eftir. x x x FYRST er gefið samband fráskiptiborði eftir að erindið hef- ur verið gefið upp. Opinberi starfs- maðurinn kallar sig M og T stendur fyrir starfssystur hans hjá Toll- stjóraembættinu: M: Ég heiti M og hef fengið eitt- hvert bréf um gjaldfallna skuld op- inberra gjalda. T (kona á sextugsaldri á að gizka): Já, þetta er örugglega vangoldin staðgreiðsla af launatekjum. M: Nei, það getur nú varla verið. Ég held að það sé tekið strax af mér. T: Nei, nei, þú fékkst bréf sent í byrjun ágúst, hefur ekki greitt skuldina og þess vegna fékkstu þetta bréf núna. M: Ha? Nei, ég kannast nú ekkert við það. Ég er nú vanur að greiða svona lagað strax. T: Þú fékkst innheimtuseðil send- an í byrjun ágúst og hefur ekki greitt hann! M: Ég vinn nú hjá ríkinu og venju- lega er dregið af laununum ef maður skuldar eitthvað, ef ég man rétt. T: Nei, nei! Þú vinnur ekki hjá rík- inu heldur hjá Ellingsen. M: Nei, það getur ekki verið. T: Ég er að segja þér það, þú vinn- ur hjá Ellingsen!! (Þögn) Nei … öh ... nei ... já ... þú ert þá hjá ríkinu. M: Ja, mér hafði alltént ekki verið tilkynnt um annað ... annars veit maður aldrei á tímum einkavæðing- ar. T: Ríkisbókhaldi var send krafan og þeir eiga að draga þetta af laun- unum þínum. M: Fékk ég þá aldrei neinn greiðsluseðil sendan? T: (Þögn) Nei, það virðist ekki vera. ER ÞARNA var komið sögu tjáðiviðskiptavinur Tollstjóraemb- ættisins viðmælanda sínum að hon- um hefði fundist hún dónaleg. Hann kynni illa við að vera stimplaður van- skilamaður, auk þess sem honum þætti óþarfi að lenda í rökræðum við hana um það hvort hann ynni hjá Ellingsen eður ei. Þá kom í ljós að tollfrúnni hafði líka fundizt viðmæl- andinn dónalegur og síðan var skellt á. x x x ÞESSI frásögn sýnir svo ekkiverður um villzt, að hið gamla mottó sumra ríkisstofnana, „við- skiptavinurinn hefur alltaf rangt fyr- ir sér“, er enn í fullu gildi. Á seinni árum hefur þó borið á nýstárlegum hugmyndum um að þessar stofnanir eigi að veita þeim þjónustu, sem borga rekstrarkostnað þeirra, þ.e. skattgreiðendunum. Það er aldrei að vita nema sá hugsunarháttur sé byrjaður að grípa um sig hjá Toll- stjóraembættinu eins og víðar, en þá ætti að útskýra hann fyrir starfsfólk- inu. Ungur nemur gamall temur ÉG æfi handbolta í 5. flokki kvenna með liði í Reykjavík og við vorum að keppa á móti nú nýlega. Það var ekki hægt að hrópa húrra fyrir dómur- unum. Ég er ekki bara að tala um þetta mót, heldur öll hin mótin sem við erum búnar að fara á í ár, og í fyrra. Flestir eru dómar- arnir unglingar, bæði stelpur og strákar, á aldr- inum 15–19 ára, sem oftast æfa með liðinu sem heldur mótið. Sumir dómararnir eru alveg ágætir en sumir eru nú frekar hlutdrægir, og dæma með sínu liði. Svo kemur það oft fyrir að dómararnir eru svokallaðir stúkudómararar. Það þýðir að þeir þora ekki annað en að dæma algerlega með því liði sem á foreldri uppi í stúku – eða annar hvor þjálfarinn segir. Eins og þið lásuð hér of- ar í greininni eru sumir dómararnir 2–3 árum eldri en við. Það finnst mér nú kannski frekar of lítill ald- ursmunur á dómurum og keppendum. Það er í lagi að hafa yngri dómara að dæma en það verður þá að hafa eldri og reyndari dómara með. Ungur nem- ur, gamall temur. Síðan finnst mér mjög óréttlátt að pabbar kepp- enda fái að dæma leiki, en það var gert á mótinu nú síðast. Þó að við séum bara í fimmta flokki kvenna þá eigum við betra skilið en þetta. Og ég bið ykkur hjá HSÍ að taka þetta til alvarlegr- ar íhugunar, það myndi koma öllum til góða. Iðkandi í 5. flokki kvenna. Tapað/fundið Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst á göngustíg í Fossvogi. Upp- lýsingar í síma 896 1518. Vettlingur í óskilum HVÍTUR og dökkblár hægri handar vettlingur, útprjónaður. Hann fannst í leigubíl fyrir 3–4 vikum. Upplýsingar í síma 554 1858 eða 864 1858. Bíllyklar týndust Í HÁDEGINU sl. mánu- dag töpuðust bíllyklar ásamt nokkrum húslykl- um, þar af einum grænum, í námunda við lögreglu- stöðina á Hverfisgötu. Vin- samlega hafið samband við skiptiborð Reykjalundar í síma 566 6200. Dýrahald Enn bólar ekkert á Felix BLESSAÐUR kötturinn minn hann Felix er enn í felum síðan 3. janúar sl. Mér hefur hins vegar dott- ið í hug að hann gæti verið kostgangari hjá einhverj- um hjartahlýjum dýravini. Ég vil þess vegna biðja þá sem af velvilja fóðra bless- uð dýrin að athuga hvort Felix hafi nokkuð bæst í hópinn. Felix er tveggja ára grábrúnbröndóttur á litinn. Hann er eyrna- merktur og var með græna sjálflýsandi ómerkta hálsól þegar hann fór að heiman. Hann á heima á gistiheim- ilinu Baldursbrá sem er á horni Laufásvegar og Baldursgötu. Vinsamlega hafið samband við Ariane í síma 861 1836 ef þið hafið einhverjar upplýsingar um ferðir hans. Snúlli er týndur SNÚLLI týndist fimmtu- daginn 15. nóv. sl. í Eski- hlíð. Snúlli er svartur og hvítur á trýni, hálsi, bringu og löppum. Hann er með fjólubláa ól og merki, er eyrnamerktur R1H 023. Snúlli gæti hafa lokast inni. Þeir sem gætu gefið uppl. vinsamlega hafi samband í síma 554 3310 eða 865 6405 eftir kl. 17 á daginn. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hef- ur mikið verið rætt um fasteignamat og lækkun skatta. Hjá mér hækkaði mat lóðar, en við það hækkar væntanlega lóðarleigan. Ég á ekki þessa lóð, sem er í Reykjavík, en borga af henni leigu, sem má teljast eðlilegt. Annað finnst mér óeðli- legt, að borga af henni fasteignaskatt og eigna- skatt. Er það ekki einum (tveimur) of mikið að borga þrjá skatta af einni lóð sem maður á ekki? Í leiðbeiningum með skattframtali segir að leigulóðir séu færðar til eignar. Er hægt að eigna manni eitthvað sem maður á ekki og skattleggja það síðan? Er þetta ekki lögleysa og jafnvel mannréttinda- brot? Ég legg til að fast- eignaskattur og eigna- skattur af leigulóðum verði afnuminn. Ingibjörg og Davíð ættu að geta sameinast um það. Ármann. Er þetta ekki lögleysa? 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.