Morgunblaðið - 30.11.2001, Síða 75
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 75
Vesturgötu 2, sími 551 8900
Milljónamæringarnir
í kvöld
OUTLET 10
+++merki fyrir minna+++
Faxafeni 10, s. 533 1710
Opið
mán.-fös. 12-18
laugardag 11-16
50-80% lægra verð
GERÐU
GÓÐ KA
UP
Morgan buxur -- 1.900
Diesel gallabuxur -- 2.900
Exxem skór -- 990
Shellys stígvél -- 4.900
Billi bi stígvél -- 4.900
Kjólar -- 2.900
Levis bolir -- 990
Peysur -- 1.900
CAT skór 2.900
Snjóbretta skór 3.900
á merkjavöru og t ískufatnaði
Ný sending frá:
Öll jakkaföt 9.900
Parks skyrtur 990
Marco bindi 990
Hudson skór 990
Fila úlpur 3.500
InWear kápur frá 6.900
Matinique úlpur 6.900
Nicegirl jakkar frá 4.900
Dæmi:
SMASH
ÚLPUR
OUTLET 10
HARMONIKUBALL
„........hæ dúddelí dúddelí dæ.“
Dansleikur í kvöld frá kl. 22.00
í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima.
Félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur leika
fyrir dansi. Ragnheiður Hauksdóttir syngur.
Gömlu og nýju dansarnir. Dansleikur fyrir alla.
Meðgöngufatnaður
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið.
Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136
Í SUMAR kom sterkt í ljós að
drjúgt hlutfall íslenskra dægurtón-
listaráhugamanna er rokkhundar
með meiru. Um og
yfir 12.000 manns
flykktust þá á
tvenna tónleika
þýsku rokksveitar-
innar Rammstein í
Laugardalshöll og
fullyrt var að aldrei hefðu gestir
verið fleiri. Tónleikahaldarar afréðu
að reyna að fá hina goðsagnakenndu
sveit Ham til að hita upp fyrir
Rammstein er ljóst var að þeir
þýsku kæmu en sveitirnar þykja um
margt leika áþekka tónlist. Þetta
gekk eftir og ekki nóg með það,
heldur ákvað Ham einnig að halda
tvenna tónleika upp á sitt einsdæmi.
Enda Ham engin upphitunarsveit
eins og Hertoginn sjálfur, Sigurjón
Kjartansson, orðaði það.
Tónleikarnir fóru fram á Gauki á
Stöng og var stemmningin með
besta móti. Gamlir Hamistar í tonn-
atali og einnig nýir aðdáendur;
harðir mjög en halda mætti að þeir
hafi vart verið fæddir er Ham var
stofnuð, við enda níunda áratugar
síðustu aldar. Já, það er sannarlega
magnað hversu djúpt í hjartarætur
rokkara hljómsveitin Ham náði og
nær enn að skjóta sér.
Þegar mér barst þessi tónleika-
diskur í hendur spurði ég sjálfan
mig hvort markaðurinn væri ekki
fyrir löngu orðinn mettaður af efni
frá Ham. Af neðanjarðarsveit að
vera, sem eingöngu lét eftir sig eina
breiðskífu, og það slaka (Buffalo
Virgin), hafa komið út merkilega
margar plötur með sveitinni. Þrjár
hljómleikaplötur (þessi hér, upptaka
frá lokatónleikunum sumarið ’94 og
einnig er hægt að nálgast disk með
upptökum frá skemmtistaðnum
CBGB’s, sem staðsettur er í New
York, frá 1993), tvær safnplötur og
meira að segja myndband með tón-
leikaupptökum. Þessi plata hefur þó
nokkra sérstöðu, eins og ég mun
sýna fram á hér á eftir.
Ég ætla ekki að draga dul á það
að endurkomutónleikar eins og
þessir þykja mér vafasamt fyrir-
bæri. Oftast er þetta vettvangur
fyrir einhverja gamlingja til að end-
urupplifa „gömlu góðu dagana“,
þegar það var verið að búa til „al-
mennilega músík“. Á hinn bóginn
einhvers konar lifandi sagnfræði
fyrir þá sem voru of ungir til að
verða vitni að herlegheitunum frá
fyrstu hendi. Og stundum, og það
hlýtur manni að svíða, er þetta gert
til að maka krókinn.
Þessir, á stundum grátbroslegu,
viðburðir urðu ekki reglubundnir
fyrr en við upphaf tíunda áratug-
arins og í dag finnst manni eins og
flestar sveitir sem voru einhvern
tíma í meðallagi vinsælar hafi snúið
aftur, oftast með hrapallegum ár-
angri.
Hvernig á að taka á þessum hlut-
um, svona faglega séð? Svona tón-
leika þarf í raun að taka og skoða
sem einangraða viðburði. Skítt með
það sem ég var að segja hér á und-
an. Það sem skiptir máli er: Rokkar
þetta? Er þetta gott? Er þetta þess
virði að leggja sig eftir? Í tilfelli
Skerts flogs er svarið: Ó já.
Fyrir það fyrsta rokkar platan
ógurlega. Ham er með bestu tón-
leikasveitum sem Frónið hefur alið
af sér og krafturinn skilar sér hér
svo um munar. Hljómur er afbragð
og sveitinni er haldið þéttri og
öruggri af snilldartrommuleik nafna
míns Ómarssonar.
Lagavalið hér er enn fremur ein-
staklega vel heppnað. Að mestu er
sneitt framhjá „flipplögunum“ (eins
og „Austur“ og „2000“) og menn
halda sig við dimmari lagasmíðar.
Upphafleg áhrif Ham, sem voru frá
gotneskum brjálæðissveitum eins
og Swans og álíka, koma vel fram.
T.d. er byrjað á upphafslagi fyrstu
afurðar Ham, tólftommunnar Holds.
Og „Trúboðasleikjarinn“ gefur
sannarlega tóninn. Minna þekkt lög
eins og „Lonesome Duke“, „Mi-
sery“, „Death“ og „Bulldozer“
prýða plötuna í bland við ofurrokk-
ara eins og „Animalia“ (hvílík
snilld!), „Sanity“, „Musculus“ og að
sjálfsögðu hið ódauðlega „Partý-
bær“.
Sem heildarpakki virkar þetta
gríðarvel. Það er ekki dauðan punkt
að finna og í harðkjarna-rokkpartíi
er þessi skífa í raun ómissandi.
Tónlistin, eða öllu heldur rokkið,
sigraði með glæsibrag í þetta skipt-
ið. Láttu það því eftir þér að bæta
sjöundu Hamplötunni í safnið. Það
er vel þess virði.
Tónlist
Trúboð
trylla
HAM
Skert flog
HITT/EDDA
Skert flog, hljómleikadiskur hafnfirsku
rokksveitarinnar Ham. Upptökur fóru
fram á seinni endurkomutónleikum sveit-
arinnar á Gauki á Stöng fimmtudaginn
14. júní, 2001. Upptaka var gerð af
tæknideild RÚV; upptökumenn voru
Hjörtur Svavarsson og Páll S. Guðmunds-
son; hljóðblöndun sá Ívar Ragnarsson um
og hljómjöfnun var í höndum Bjarna
Braga Kjartanssonar. Meðlimir Ham voru
Óttarr Proppé, Arnar Geir Ómarsson, S.
Björn Blöndal, Sigurjón Kjartansson og
Jóhann Jóhannsson. Þeim til aðstoðar
voru Fraterculus Voces sem skipaðar
voru þeim Gísla Magna, Hjálmari P. Pét-
urssyni, Guðmundi H. Jónssyni og Guð-
laugi Viktorssyni. Lög eftir Kjartansson
og textar eftir Proppé. Þorgeirsson á
hluta í laginu „Partýbær“ og Jóhannsson
á hluta í textanum við „Musculus“. Lagið
„Voulez-vous“ er eftir þá Ulvaeus og And-
ersson. 43.38 mínútur.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
„Ham! Ham! Ham! Ham!“