Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 79

Morgunblaðið - 30.11.2001, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 79 Sýnd kl. 10. Vit 296  Kvikmyndir.is  DV  Strik.is Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5, 8 og 11. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com 1/2 Kvikmyndir.is  Hausverk.is  RadioX Sýnd kl. 8. Vit 283 Allur heimurinn mun þekkja nafn hans Nýr og glæsilegur salur betra en nýtt Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 10. Frumsýning MAGNAÐ BÍÓ Sýnd kl. 6, 8 og 10. Lúði lúðanna með sítt að aftan, í snjóþvegnum gallabuxum og finnst hann svalasti töffar- inn...því miður er enginn sammála honum! Endalaust fyndin mynd frá framleiðendum Big Daddy og Wedding Singer og snillingurinn David Spade (Just Shoot Me) er súper-lúðinn! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5, 8 og 11. Vit 307 1/2 Kvikmyndir.com Allur heimurinn mun þekkja nafn hans www.lordoftherings.net Bardagasnillingurinn Jet Li fer hér á kostum í frábærri hasarmynd sem inniheldur stórkostlegar tæknibrellur og mögnuðustu bardagaatriði sem sést hafa. Eltingaleikurinn við hættulegasta glæpamann alheimsins er hafinn Sýnd kl. 6, 8 og 10. 1/2 HL Mbl  ÓHT Rás 2Myndin hefur hlotið lof áhorfenda og gagnrýnenda víða um heim. Myndin hlaut hið virta Gullna Ljón á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum nú í ár. Sýnd kl. 6, 8 og 10. FRUMSÝNING Sýnd kl. 5.50, 8 og 10. Ath textuð KVIKMYNDIN Sólon Íslandus hefur hlotið tvo framleiðslustyrki með stuttu millibili úr þýskum kvikmyndasjóðum, í Norðurrín- Vestfalen annars vegar og Bæjaralandi hins vegar. Nemur hvor styrkur um sig 24,5 millj- ónum króna. Þar að auki hefur verið gerður dreifingarsamningur um kvikmyndasýningar um gjörvallt Þýskaland og sjónvarpsrétturinn hefur verið seldur til þýsku stöðvarinnar Vox. Samanlagt nemur þýskt fjárframlag til mynd- arinnar 85 milljónum króna í formi styrkja og sölu á myndinni og fullyrða aðstandendur að engin íslensk kvikmynd hafi fengið eins mikið fé frá Þýskalandi. Kvikmyndasjóðurinn í Bæjaralandi hefur hingað til einbeitt sér að því að styrkja al- þýskar myndir en meðal þeirra örfáu al- þjóðlegu mynda sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum utan Sólons eru Sunshine eftir Istv- an Szabos og væntanleg kvikmynd Romans Polanskis The Pianist. Sólon Íslandus byggist á samnefndri skáld- sögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi sem „fjallar um líf og ástir málarans, spek- ingsins, vindbelgsins og flakkarans Sölva Helgasonar“ eins og segir í fréttatilkynningu. Handritið er skrifað af Klaus Richter og Margréti Rún Guðmundsdóttur en Margrét Rún mun jafnframt leikstýra myndinni. Ingv- ar E. Sigurðsson hefur verið ráðinn til að fara með hlutverk Sölva en með önnur hlut- verk fara Edda Arnljótsdóttir og Baltasar Kormákur. Framleiðendur eru Friðrik Þór Friðriksson/Íslenska Kvikmyndasamsteypan ehf. og Robert Busch/Edgar Reitz Filmpro- duktion GmbH í München. Stefnt er að því að hefja gerð myndarinnar næsta vor og munu tökur fara fram á Íslandi. Margrét Rún Guðmundsdóttir Teikning af Sölva Helgasyni, söguhetju myndarinnar Sólon Íslandus. Þjóðverjar styrkja Sólon Íslandus EVRÓPSKU kvikmyndaverðlaunin verða af- hent annað kvöld í Berlín. Flestir muna að Ís- lendingar voru nokkuð áberandi þar í fyrra, en þá var Ingvar E. Sigurðarson valinn vin- sælasti leikarinn fyrir Engla alheimsins, og Björk fékk verðlaun sem besta leikkonan og sú vinsælasta fyrir Myrkradansarann auk þess sem Myrkradansarinn var kosin besta myndin. Enginn Íslendingur er tilnefndur til verð- launa þetta árið, en Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri verður einn af fimm þekktum leik- stjórum sem teknir eru fyrir á sérstakri heið- ursdagskrá í kvöld, sem nefnist „First Cut“. Með honum verða Lone Scherfig leikstjóri Italiensk for Begyndere, István Szabo Sun- shine, Ken Loach Bread and Roses, og Berl- ínarbúinn Dieter Buchner sem einnig gerði Erotic Tale, einsog Friðrik Þór og fleiri leik- stjórar. „Þetta er dagskrá sem Krzysztof heitinn Kieslowski og Wim Wenders komu á fót í kringum akademíuna,“ segir Friðrik Þór í viðtali við Morgunblaðið. „Fimm leikstjórum úr akademíunni er boðið að sýna sín fyrstu verk og ræða þau.“ Friðrik þór mun sýna Eldsmiðinn, heim- ildamynd sem hann gerði árið 1981, og munu flestir sýna heimildar- eða stuttmyndir, nema Scherfig sem sýnir fyrstu kvikmyndina sína Kaj́s Fødselsdag. Berlínarbúar og meðlimir akademíunnar verða í meirihluta þeirra sem fá að njóta dag- skrárinnar. Friðrik Þór mun ekki hljóta neina viðurkenningu, hér er um kvikmynda- legan menningaratburð að ræða. Friðrik Þór heiðraður Friðrik Þór Friðriksson kynnir Eldsmið- inn í Berlín í kvöld. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.