Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 30.11.2001, Qupperneq 84
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar greindi frá því á fréttamannafundi í Vísindaakademíu New York í gær, að Íslensk erfða- greining hefði fyrst fyrirtækja í vís- indaheiminum lokið við gerð erfða- korts yfir genamengi mannsins. Nota má kortið til að rannsaka breytanleika í erfðamengi mannsins. Þessi niðurstaða er næsti áfanginn við rannsóknir á erfðamenginu en raðgreiningu á erfðamengi mannsins lauk á síðasta ári. Sú niðurstaða vakti heimsathygli og var talin marka þáttaskil í heimi líffræði og læknavísinda. Síðan þá hafa mörg fyrirtæki unnið að gerð erfðakorts eins og þess sem ÍE hefur nú lokið við, fyrst allra fyrirtækja í vísinda- heiminum. Ævintýralega tímafrek vinna „Þetta eru ekki niðurstöður af sama mikilvægi eins og raðgreining á erfðamengi mannsins en þetta eru alveg geysilega mikilvægar og gagn- legar niðurstöður engu að síður öll- um þeim sem vilja vinna að erfða- fræði,“ sagði Kári Stefánsson. Búa þyrfti til einhvers konar mæli- kvarða á breytileika erfðamengisins til þess að hægt væri að nýta fyllilega raðgreiningu erfðamengisins. Erfða- kortið gerði slíkt kleift við vísinda- rannsóknir. „Það sem við höfum gert er að búa til erfðakort sem er með um það bil sjö sinnum meiri upplýs- ingar en eru til staðar núna. Það ligg- ur ævintýralega tímafrek og dýr vinna að baki en út úr þessu hafa komið mjög spennandi niðurstöður,“ sagði Kári í samtali við Morgunblað- ið eftir fréttamannafundinn. Kortlögðu erfðavísi sem tengist liðagigt Reikna má með því að þessar nið- urstöður verði birtar í vísindatíma- riti innan skamms og verða þær þá formlega staðfestar af vísindaheim- inum. Kári segir að þá muni ÍE veita öllum aðgang að þessum niðurstöð- um á Netinu. Skömmu áður en fréttamanna- fundurinn hófst í gær birtu ÍE og Roche Diagnostic tilkynningu um að vísindamenn ÍE hefðu kortlagt erfðavísi sem tengdist liðagigt. Dr. Heino von Prondzynski, yfirmaður Roche, og Kári Stefánsson sögðu á fundinum að með þessu væri grunn- urinn lagður að frekari rannsóknum sem miðuðust að því að finna ný greiningar- og meðferðarúrræði. Samstarf ÍE og Roche Diagnostics hófst sl. sumar og fær ÍE áfanga- greiðslu fyrir þessa uppgötvun í samræmi við samning sem ÍE gerði árið 1998 við móðurfyrirtæki Roche, Hoffman LaRoche. Ekki liggja fyrir upplýsingar um það hver fjárhæðin er. Kortlagningin er talin vera stórt skref í átt að þróun nýrra og betri prófa til að greina liðagigt og þá sem eiga á hættu að fá sjúkdóminn. Slík próf eru talin skapa forsendur fyrir þróun fyrirbyggjandi meðferðarúr- ræða. Á fundinum sagði von Prondz- ynski að hann yrði fyrir vonbrigðum ef því yrði ekki lokið fyrir árin 2005– 2007. „Ég held að þessar niðurstöður séu mjög mikilvægar fyrir þróun nýrra aðferða til að greina, með- höndla og jafnvel koma í veg fyrir liðagigt,“ sagði Kári í gær. „Við þessa vinnu erum við svo heppin að vera í samstarfi við aðila sem er stað- ráðinn í að breyta uppgötvunum okk- ar í afurðir til að bæta líf þeirra sem þjást af liðagigt,“ var haft eftir Kára í fréttatilkynningu sem send var til fréttastofa um allan heim í gær. ÍE lýkur gerð erfðakorts fyrst allra fyrirtækja Reuters Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, kynnti niðurstöður rannsókna vísindamanna fyrirtækisins í New York í gær.  Fyrstir til/42 New York. Morgunblaðið. Bréf í de- CODE hækkuðu VERÐ hlutabréfa í deCODE Gene- tics, móðurfélagi Íslenskrar erfða- greiningar, hækkaði um 22,98% í gær og fór í 9,90 dollara við lokun markaða í Bandaríkjunum. Verð bréfanna, sem skráð eru á bandaríska Nasdaq-hlutabréfa- markaðinn, var í upphafi dags 8,05 dollarar og hækkaði um 1,85 dollara yfir daginn. Viðskipti dagsins námu alls tæpum 1,2 milljónum dollara eða tæpum 130 milljónum íslenskra króna. Alls eru rúmar 45 milljónir hluta í deCODE og sé miðað við lokagengi dagsins nemur verðmæti félagsins nú um 48 milljörðum ís- lenskra króna. ERLENDUR ríkisborgari gerði nýlega tilraun til peningaþvættis hér á landi þegar hann ætlaði að stofna reikning hjá Kaupþingi með því að senda þangað ávísun í pósti upp á tæp 110 þúsund sterlingspund. Miðað við gengi pundsins á þeim tíma var and- virði ávísunarinnar á bilinu 15– 16 milljónir króna en væri í dag í kringum 17 milljónir hefði til- raunin heppnast hjá manninum. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi fannst árvökulum starfsmanni fyrirtækisins ekki allt vera með felldu og leitaði hann eftir frekari gögnum frá manninum. Þar sem hann var ekki reiðubúinn að láta þau af hendi, samkvæmt símbréfi sem hann sendi Kaupþingi, var haft samband við efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra sem ásamt alþjóðadeild hafði samráð við er- lenda starfsbræður sína vegna málsins. Fljótlega kom í ljós að ávísuninni hafði verið stolið. Forræði rannsóknar í Bretlandi Að sögn Jóns H. Snorrasonar, yfirmanns efnahagsbrotadeildar- innar, er frekari rannsókn máls- ins undir forræði lögregluyfir- valda í Bretlandi. Vitað er að maðurinn hafi reynt að koma illa fengnu fé inn á bankareikninga þar í landi og víðar í Evrópu. Jón segir mál af svipuðum toga oft hafa komið upp hér á landi sem m.a. hafa teygt anga sína til Níg- eríu. Starfsmenn Kaupþings vinna í tilvikum sem þessum eftir ströngum reglum sem fyrirtækið hefur sett og þeim er einnig vel kunnugt um lög um peninga- þvætti. Mál af svipuðum toga hafa komið upp áður hjá fyr- irtækinu en fjárhæð sem þessi ekki sést fyrr. 17 milljóna ávísun reyndist illa fengin Erlendur ríkisborgari gerði tilraun til peninga- þvættis með því að stofna reikning hjá Kaupþingi ÍSLANDSBANKI opnaði skrifstofu í London í gær. Er henni ætlað að efla þá þjónustu sem veitt er stærri fyr- irtækjum á Íslandi, einkum á sviði fjármögnunar á alþjóðamarkaði og við samruna og yfirtökur fyrirtækja. Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði skrifstofuna formlega og sagði hann við það tækifæri að hún væri mikilvæg fyrir íslenskan fjár- málamarkað og aukin sérfræðiþekk- ing myndi færast til Íslands vegna starfsemi skrifstofunnar og slíkt væri ekki síður mikilvægt en fjárhagsleg- ur hagnaður. Að sögn Vals Valssonar, forstjóra Íslandsbanka, er skrifstofan ótengd starfsemi einkabankans Raphaels sem er í eigu Íslandsbanka en sam- starf þeirra sé ekki útilokað og það sé vel mögulegt að þau geti skapað hvort öðru tekjur í framtíðinni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, segir að markmið skrif- stofunnar sé m.a. að styrkja net bankans í Bretlandi. Íslandsbanki Skrifstofa opnuð í London  Íslandsbanki/20 SAMÞYKKT hefur verið af stjórn Aco-Tæknivals að veita forstjóra fé- lagsins heimild til þess að kanna að- skilnað verslunarsviðs félagsins frá öðrum rekstri þess með stofnun nýs félags. Til verslunarsviðs teljast BT-verslanir, Office 1-verslanir, Apple-búðin og Sony-setrið. Eins hefur verið ákveðið að loka versl- unum BT í Grafarvogi og Keflavík en rekstur þeirra hefur ekki gengið samkvæmt áætlunum. Ekki er ljóst með hvaða hætti Office 1-verslunin á Akureyri verður rekin en við- ræður eiga sér nú stað við heima- menn á Akureyri um rekstur henn- ar. Að sögn Magnúsar Norðdahl, for- stjóra Aco-Tæknivals, hafa þó- nokkrir aðilar sýnt áhuga á að koma að rekstri verslunarsviðsins. Hann segir að aðskilnaðurinn sé til- tölulega einfaldur og hægt sé að skilja verslunarreksturinn frá Aco- Tæknivali að fullu fyrir áramót sé áhugi fyrir hendi. Endurfjármögnun lokið Endurfjármögnun Aco-Tæknivals er lokið og hefur eigið fé þess verið aukið um 550 milljónir króna og skammtímaskuldir lækkaðar um 800 milljónir. Líkt og fram hefur komið var ákveðið að auka hlutafé félagsins um 200 milljónir að nafn- verði á genginu 2,85. Söluverðið er því 570 milljónir króna. Búnaðar- banki Íslands sölutryggði útboðið og er nú stærsti hluthafinn í Aco- Tæknivali með tæplega 50% hlut. Stefnt að skipt- ingu Aco-Tækni- vals í tvennt  Tveimur/20 ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.