Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 1

Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 1
Morgunblaðið/RAX Gleðileg jól MORGUNBLAÐIÐ 23. DESEMBER 2001 295. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 HAMID Karzai sór í gær embætt- iseið sem forsætisráðherra í nýrri bráðabirgðastjórn Afganistans. Var þetta í fyrsta sinn í marga áratugi sem valdaskipti fara fram í landinu með friðsamlegum hætti. Þegar Karzai hafði skrifað und- ir embættisbréf sitt frammi fyrir Mohammed Qasim, forseta hæsta- réttar, faðmaði Karzai fráfarandi forseta, Burhanuddin Rabbani, við dynjandi lófatak erlendra stjórnarerindreka og afganskra ættbálkaleiðtoga sem hópast höfðu til Kabúl frá öllum lands- hornum. „Ég heiti því, að ég mun full- nægja þeirri skyldu minni, að koma á friði í Afganistan,“ sagði Karzai, klæddur hefðbundinni lambaskinnshúfu og úzbeskri skikkju, í ræðu sem hann hélt á móðurmáli sínu, pastúnísku, og darí, tveim helstu tungumálunum í Afganistan. Auk Karzais eiga sæti í bráða- birgðastjórninni 29 ráðherrar, þar af tvær konur. Karzai hét því að hann myndi þegar í stað snúa sér að málefnum á borð við tján- ingarfrelsi, kvenréttindi og illa farið menntakerfi landsins. Karzai sver emb- ættiseið Reuters Kabúl. AP. RODRIGUEZ Saa verður næsti forseti Argentínu, og hefur hann lýst sig fylgjandi því, að greiðslur erlendra skulda ríkissjóðs verði stöðvaðar um tíma, og hyggst koma á strangri aðhaldsstefnu í efnahags- málum. Fyrrverandi forseti, Fern- ando de la Rua, sagði af sér emb- ætti sl. fimmtudag, í kjölfar mikilla óeirða í landinu, er kostuðu 27 manns lífið. Voru óeirðaseggirnir að mótmæla aðhaldsaðgerðum ríkis- stjórnar de la Ruas. Saa var valinn af flokki Peronista, andstæðinga de la Ruas, sem eru í meirihluta á argentínska þinginu. Hann er fylkisstjóri í öðru einungis tveggja fylkja landsins þar sem af- gangur hefur verið af fjárlögum. Heimildamenn AFP-fréttastof- unnar sögðu að leiðtogar Peronista- flokksins væru að leggja á ráðin um fjölda aðgerða í efnahagsmálum, er miðuðu að því að breyta innlendum út- og innlánum, sem væru í banda- rískum dollurum, í pesóa. Síðan yrði gengi pesóans fellt, jafnvel allt að 50%, en ekki væri ljóst hvort það yrði fast- skráð eða látið fljóta. Fyrir tíu árum var gengi pesóans tengt gengi Banda- ríkjadollarans, til þess að koma böndum á óðaverðbólgu, en þeirri ráðstöfun hefur síðan verið kennt um hækkanir á verði útflutnings- vara og þriggja ára djúpa efnahags- kreppu. Ennfremur var haft eftir heim- ildamönnum, að eftir gengisfell- inguna myndi stjórnin lýsa því yfir að hún gæti ekki greitt erlendar skuldir sínar, er alls nema 132 millj- örðum dollara, eða um 13.500 millj- örðum króna, og afborganir af lán- unum yrðu stöðvaðar í allt að þrjú ár. Saa sagði að setjast yrði niður með lánardrottnum ríkissjóðs og semja um stöðvun afborgana. Gengi pesó- ans verði fellt Rodriguez Saa Buenos Aires. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.