Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Opið til 23.00
www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
K
R
I
16
21
2
1
2/
20
01
Jólasveinn dagsins
kemur kl. 17.00
ÞEIR sem rýna í brekkuna neðan
við veginn hjá Garðaholti sjá þar
kannski lágreistan bæ með þremur
burstum. Þessi litli bær á lítið sam-
eiginlegt með steyptum híbýlum nú-
tímans og eiginlega er eins og hann
tilheyri allt öðrum og löngu liðnum
tíma. Þó er ekki lengra en 16 ár síð-
an að þar bjó öldruð kona með ketti
sínum.
Það var árið 1934 að Þorbjörg
Stefanía Guðjónsdóttir fluttist í bæ-
inn Krók á Garðaholti ásamt fjórum
ungum börnum sínum og tengda-
móður. Eiginmaður Þorbjargar, Vil-
mundur Gíslason, hafði þá nýverið
veikst og lá á Landspítalanum. Með
flutningnum sá hún möguleika á að
geta séð börnum sínum farborða
með fiskvinnslu inni í Hafnarfirði.
„Mamma sagði alltaf að enginn
skyldi búa í þessum bæ eftir að hún
væri dáin,“ segir Elín Vilmundar-
dóttir, ein af systkinunum fjórum
sem fluttust í bæinn þetta ár, en nú
hefur bæjarfélagið Garðabær end-
urgert bæinn með öllum innan-
stokksmunum sem í honum voru.
Elstu systkinin, Ragnheiður og Gísli,
eru látin en Elín hefur ásamt systur
sinni Vilborgu haft umsjón með upp-
röðun húsmunanna við endurgerð-
ina.
Þær útskýra fyrir blaðamanni að
eftir andlát móður þeirra, sem bjó í
bænum allt til ársins 1985, hafi kom-
ið upp sú hugmynd að gefa Garðabæ
bæinn gegn því að hann héldi hon-
um við. Það tók svo ein þrettán ár
áður en hafist var handa við að
hrinda hugmyndinni í framkvæmd.
„Við vorum sjö heimilisföst hérna,
fjórir krakkar, foreldrar og föð-
uramma sem svaf hérna,“ segir Elín
og klappar á beddann sem hún situr
á en Vilborg systir hennar heldur
frásögninni áfram. „Hún var með
einn krakka upp í arminn sem kall-
að var, og svo var einum krakka
kannski stungið til fóta.“
Í ljós kemur að þar með er ekki
allt upp talið. „Það var mikill gesta-
gangur hérna því við vorum fædd í
Biskupstungunum. Þar voru stórar
ættir og mikið skyldfólk sem kom
oft til að gista og heimsækja ætt-
ingja hér í Garðabæ. Og ef það var
ekki hægt að stafla meira í rúmin þá
var búin til flatsæng á gólfinu,“ seg-
ir Elín og maður veltir fyrir sér
hvernig sjö manns hafi getað lagst
til svefns í húsinu, hvað þá fleiri.
Góðir gestir voru oft á ferli þó
stundum kæmu þeir óvænt. „Ég
man eftir því einhverju sinni þegar
presturinn kom að vísitera, hann
séra Garðar Þorsteinsson heitinn.
Hvort við höfðum komið inn blautar
man ég ekki en að minnsta kosti var
ég ekki klædd heldur sat uppi í rúmi
á klukku og sumarbrók og mér
fannst svolítið leiðinlegt að vera
ekki í fötum og almennilega klædd
þegar sjálfur presturinn kom,“ segir
Elín og brosir við.
Kötturinn vitlaus í jólakökuna
Jólahald í húsinu ber á góma og
þar er ekki komið að tómum kof-
unum hjá þeim systrum. „Ég man
afskaplega sterkt eftir fyrstu jól-
unum hérna,“ segir Elín.
„Það var þegar við fengum jóla-
tréð frá Guðbjörgu ömmusystur
okkar. Þannig var að á aðfanga-
dagskvöld var voðalega mikið
mjálmað hérna fyrir utan og þegar
við opnuðum hurðina kemur inn
bröndóttur köttur, læða, sem var
svo hrikalega svöng að Gísli bróðir
fór að gefa henni af jólakökunni
sinni. Og hún var alveg vitlaus í jóla-
köku. Síðan var farið að spyrjast
fyrir um hver ætti þennan kött en
hún komst aldrei til skila. Hún var
kölluð Gamla kisa og við áttum hana
í mörg ár.“
Vilborg segir aðra siði hafa verið
viðtekna í þá daga en nú tíðkast.
„Það þótti ekki við hæfi að spila á
spil á jólunum og við máttum ekki
spila á aðfangadag og jóladag,“ seg-
ir hún. „Og svo var það maturinn,“
segir Elín. „Það var grjónagrautur
með rúsínum og það var sett út á
hann sykurvatn með kjörnum.“ „Og
mikill kanill og mikið gott,“ segir
Vilborg á þann hátt að maður efast
ekki um að þetta hafi verið hinn
gómsætasti jólamatur. „Svo hefur
náttúrulega verið hangikjöt.“
Á jólunum gerði heimilisfólkið sitt
til að lýsa upp skammdegið, meðal
annars með kertum á jólatrénu. Þær
systur segja það hafa komið fyrir
oftar en einu sinni að kviknað hafi í
trénu út frá lifandi ljósunum. „Það
var eiginlega á hverjum jólum enda
var þetta hálfgert brjálæði að vera
með kerti. Amma vakti yfir þessu og
var voðalega fljót að grípa um log-
ann þegar hann teygði sig í tréð. Ég
man einu sinni eftir því að hún setti
teppi yfir og hljóp með það út í
skafl.“
Kýrnar þorðu ekki að leggjast
Mat skorti ekki á heimilinu enda
voru tvær kýr í kotinu sem fram-
leiddu meira en heimilisfólk þurfti á
að halda. „Það var farið að selja
mjólk strax og við fluttum hingað,“
segir Elín og snýr sér að systur
sinni. „Manstu eftir því þegar
mamma keypti nýju blikkfötuna og
mjólkurbrúsann – allt skyldi vera
svo hreint til að fá mjólkina í fyrsta
flokk. Fjósið var svo flott og end-
urbyggt svo vel að kýrnar þorðu
ekki að leggjast – þær voru bara
vanar gömlu torffjósi.“ Eins var
mikið um nýmeti frá sjónum þar
sem pabbi þeirra systra reri og
veiddi þorsk eftir að hann komst til
heilsu.
Vilborg og Elín segja það algert
ævintýri að hafa séð bernskuheimili
sitt rísa upp fyrir augunum á sér.
„Maður hugsaði bara um að hjálpa
til og drífa þetta í það ástand sem
það var,“ segir Vilborg og heldur
áfram. „Þetta var mjög gaman en
örstöku sinnum komu viðkvæmar
tilfinningar upp en þá gölsuðumst
við bara eitthvað eins og við erum
vanar.“
Elín segir ekki eftirsjá að gamla
tímanum þrátt fyrir ánægjulegan
uppvöxt. „Ég er óskaplega þakklát
fyrir að hafa alist upp á þessu svæði
því mannlífið var svo sérstaklega
gott. Ef einn var glaður voru allir
glaðir og ef einhver átti bágt voru
allir tilbúnir að hjálpa. Munirnir hér
inni eru margir hverjir gjafir því
það var tískan, eftir að fólk fór að
sjá einhverja aura eftir stríðið, að
safna saman í gjafir t.d. ef einhver
átti stórafmæli. Þannig að það var
næstum því ekkert keypt. Og það
var ekki ósjaldan að það væri eins
og hjá Jóni úr Vör að það lægi fiskur
á bæjarhellunni þegar maður kom á
fætur á morgnana.“
Alþýðubærinn Krókur opnaður eftir gagngerar endurbætur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var árviss viðburður að kviknaði í jólatrénu sem systurnar, Elín og Vilborg Vilmundardætur standa hér
við. Amma þeirra var þá jafnan snögg að kveða eldinn í kútinn og hljóp einu sinni með það út í skafl.
Fiskur á bæjarhellunni
AÐ sögn Laufeyjar Jóhannsdóttur, formanns skipu-
lagsnefndar Garðabæjar, er horft til þess að í Króki
verði lifandi safn sem nota mætti til kennslu. Þá komi til
greina að nýta hluta hússins sem litla fræðimannaíbúð.
Hún segir að eftir að Garðabær hafi tekið við höfð-
inglegri gjöf fjölskyldunnar frá Króki hafi töluverð
vinna farið í að endurgera húsið. „Það var ekki í brúk-
legu ástandi eins og það var en ég er þeirrar skoðunar
að okkur beri ákveðin skylda við fortíðina að koma þess-
ari sögu frá upphafi síðustu aldar til komandi kynslóða.
Þetta er svolítil sögutorfa hérna, þ.e.a.s. Garðaholt,
Garðakirkja og svo þetta venjulega heimili sem sýnir
búshætti eins og þeir voru í upphafi síðustu aldar. Þarna
fáum við tækifæri til að sjá hvernig fólk bjó, lifði og
starfaði.“
Það var arkitektinn Jon Nordsteien sem stjórnaði
endurgerð bæjarins en Einar Hjartarson húsasmíða-
meistari vann verkið. „Við erum búin að setja í þetta
nokkra fjármuni, líklega um 12 milljónir, og það var
byrjað á því að gera húsið upp,“ segir Laufey. Hún segir
það þó aðeins fyrsta hlutann. „Við eigum eftir að taka
útihúsin í gegn og síðan er allur frágangur á lóðinni í
kring um húsið eftir.“
Ekki hefur verið ákveðið hvernig opnun safnsins
verður háttað en þeir sem hafa áhuga á að skoða húsið
geta leitað til fræðslu- og menningarsviðs Garðabæjar.
Lifandi safn og fræðimannaíbúð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EITT tilboð, 49,99 dollarar eða um
5.000 krónur, barst í málverk eftir Jó-
hannes Frímannsson á bandaríska
uppboðsvefnum ebay.com en uppboð-
inu lauk í fyrrinótt að íslenskum tíma.
Fyrir mánuði var búið að bjóða 9.100
dollara eða um 970 þúsund að þávirði í
sama málverk á sama stað en þá var
það eignað Jóhannesi S. Kjarval.
Málverkið var aftur til sölu á vefn-
um frá 15. desember sl. en daginn eft-
ir kom fyrsta og eina tilboðið. Í lýs-
ingu var sagt að verkið væri eftir
Jóhannes Fridmonsson, sem hefði
verið afkastamikill málari á Íslandi
þar sem málarinn Kjarval væri mjög
frægur.
Um miðjan nóvember var umrætt
málverk á uppboði og það sagt vera
eftir Kjarval. Fyrsta boð var 9,99 doll-
arar en 13 tilboð höfðu borist þegar
eigandi þess tók það úr sölu eftir að
hafa fallist á staðhæfingar íslenskra
sérfræðinga þess efnis að verkið væri
eftir Jóhannes Frímannsson. Hæsta
boð var þá 9.100 Bandaríkjadalir og
var það undir ónefndri lágmarksupp-
hæð eigenda en við það tækifæri
sagði Ólafur Ingi Jónsson, forvörður í
Morkinskinnu, að verkið væri ekki
meira virði en 15.000 til 20.000 kr., eft-
ir því hve ramminn væri verðmætur.
Málverkið á uppboðinu eftir
Jóhannes Frímannsson.
Hæsta boð
5.000 krónur
YFIR 20 kg af fræi var safnað af úr-
valstrjám í birkikynbótaverkefni
Skógræktar ríkisins haustið 2001.
Eftir prófun á spírun fræsins kom í
ljós að í þessum 20 kg eru 14 millj-
ónir spírandi fræja sem duga til að
framleiða 5–6 milljónir birkiplantna.
Mun um metuppskeru að ræða.
Íslenskt birki er mest gróðursetta
trjátegund á landinu og voru um 1,4
milljónir birkiplantna gróðursettar
árið 2000. Miðað við það dugar fræið
sem safnað var í haust til fjögurra
ára. Mestum hluta fræsins var safn-
að í gróðurhúsi á Hallormsstað þar
sem valin tré úr Bæjarstaðaskógi
eru ræktuð í stórum pottum, en það
fræ hentar til skógrækar á láglendi
um land allt.
Þá var safnað í öðrum eins fræ-
garði í gróðurhúsi á Vöglum í
Fnjóskadal af völdum birkitrjám úr
Vaglaskógi, Mývatnssveit og Fögru-
hlíð í Skagafirði.
Metuppskera
á birkifræi
♦ ♦ ♦