Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 18
18 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FERÐINNI var heitið áHallveigarstíg. Við þágötu, skammt frá kirkjuaðventista, bjuggu mæðg-ur tvær, Þórunn og
Ágústa. Hjá þeim var ungur sonur
Ágústu. Hann hét Einar Angantýr,
sonur Jóns Axels bróður míns.
Kært var með okkur bræðrum á
þeim árum. Jón Axel var tuttugu
árum eldri en ég. Hann og Ágústa
móðir Einars höfðu verið skips-
félagar á Gullfossi. Jón Axel háseti,
en hún skipsjómfrú. Ágústa ól
sveinbarn í Kaupmannahöfn 26.
maí 1920. Það var Einar Angantýr.
Ég leit upp til bróður míns og hefði
gjarnan kosið að líkjast honum í
mörgu. Þó man ég að það snart mig
með undarlegum hætti er hann
sagði eitt sinn við mig: „Þú skalt
gæta þess að eignast ekki óskilget-
ið barn. Það er eins og að skrifa
uppá tíuþúsund króna víxil, sem
fellur á mann.“ Mig furðaði á þess-
um ummælum og hefði helst kosið
að þau væru ósögð.
Við systkinin höfðum flust frá
Eyrarbakka með móður okkar, sem
var ekkja Péturs Guðmundssonar
kennara og skólastjóra þar. Í októ-
bermánuði 1923 settumst við að á
Bráðræðisholti í Úlfaldanum, en
svo hét sambygging þriggja húsa
er risu gegnt Stóra-Skipholti við
Grandaveg. Heiti húsanna helgað-
ist af því að húsið í miðjunni var
hærra en hin er stóðu sitt hvoru
megin. Síðar var byggt yfir nyrsta
húsið og hvarf þá Úlfaldaheitið.
Á þessum bernskuárum á Bráð-
ræðisholti beindist verslun fjöl-
skyldunnar til margra minnis-
stæðra kaupmanna. Mér er í mun
að rifja upp hvar eplin voru keypt,
þessi sem fylltu pokann, sem ég
bar í fangi og voru ætluð ungum
sveini á Hallveigarstíg. Ilmur
þeirra er áleitinn og tekur fram
allri angan, sem borist hefir að vit-
um á langri ævi.
Í hugann koma bræðurnir Júlíus
og Ragnar Guðmundssynir sem
versluðu í Baldri, en það var búð á
horni Framnesvegar og Holtsgötu.
Júlíus var afi Sigríðar Dúnu, al-
þingiskonu og rithöfundar. Systur
mínar Nellý og Steinunn unnu við
afgreiðslustörf í útsölu Alþýðu-
brauðgerðarinnar, sem var við hlið
Baldurs. Lúga var milli mjólkur-
búðarinnar og Baldurs.
Ég má til með að taka hliðarspor
frá jólaeplunum, sem ég hélt í fangi
mínu, og minnast á togaramynd-
irnar, sem voru í vindlingapökk-
unum. Þórður vinur minn Guð-
mundsson á Litla-Melstað á
Bráðræðisholti var stórreykinga-
maður. Hjá honum fékk ég fjölda
ljósmynda af íslenskum togurum.
Mér var sagt að ef ég sendi tiltek-
inn fjölda ljósmynda úr sígarettu-
pökkunum fengi ég senda eina
stækkaða ljósmynd af einhverjum
togaranna. Það yrði hin mesta
stofuprýði, enda bræður mínir tog-
aramenn. Ég fékk rómaða skrif-
stofustúlku til þess að vélrita tób-
aksfirmanu í Englandi bréf og
mælast til þess að fá senda stækk-
aða togaramynd. Nú leið nokkur
tími og ég beið svars í ofvæni. Loks
barst mér bréf. Það var ritað af
umboðsmönnum breska tóbaks-
firmans, Tóbaksverslun Íslands í
Sambandshúsinu. Þar var mér tjáð
að tilmæli mín væru byggð á mis-
skilningi. Engar stækkaðar myndir
stæðu til boða. En svo var þessum
orðum bætt við svarið. „Þar sem
vér sjáum að þér reykið mjög mikið
leyfum vér oss að senda yður 10
pakka af vindlingum.“ Og svo var
vinsamleg kveðja og þökk. Ég tók
til fótanna með sígarettupakkana
til Júlíusar í verslun hans. Hann
seldi fyrir mig vindlingana. Ég
keypti mér strigaskó með hrá-
gúmmísólum fyrir andvirðið. Mér
er nær að halda að þeir hafi fengist
hjá Hvannbergsbræðrum í for-
kunnarfagurri búð þeirra í Eim-
skipafélagshúsinu, þar sem Þórður
Guðmundsson KFUM-maður, mág-
ur Ásbergs vinar míns Sigurðsson-
ar var meðal afgreiðslumanna.
Verslun Júlíusar var til húsa við
brekku á Framnesvegi, sem hallaði
að „Lautinni“, sem svo var kölluð.
Það var hættusvæði. Þar voru
„Lautarbísar“ tíðum á ferð og voru
harðskeyttir strákar. En í grennd
Baldurs bjuggu einnig ættgöfugar
heiðurskonur, sem lifðu í heimi
hljómlistar og talsímatækni. Ein
þeirra var móðir Kristjáns og Þór-
arins Kristjánssona. Kristján söng,
Þórarinn lék á selló. Hann var faðir
Leifs Þórarinssonar. Það spurðist
um skemmtilegt tiltæki frú Krist-
ínar móður þeirra bræðra, að hún
gekk úr íbúð sinni við Holtsgötu,
þvert yfir götuna, í hús sem var
öndvert við Verslunina Baldur.
Þaðan hringdi hún að panta vörur
hjá Júlíusi. Hún lyfti símtólinu.
Fylgdist með hreyfingu í búðinni út
um stofugluggann. Þegar hún sá
Júlíus lyfta símtólinu þá mælti hún
fagnandi: „Ég sé yður, Júlíus.“
Þetta varð að máltæki hjá ýmsum
er til þekktu.
Bræður Júlíusar, Ragnar í Pund-
inu og Kristinn, sem verslaði síðar
á Laufásvegi nutu vinsælda, enda
prúðir og góðviljaðir.
Víkjum þá aftur að angan og ilmi
jólaeplanna. Það brást ekki að með
komu jólaskipa þá komu Delicious-
eplin. Þegar Óli Maggadon hrópaði
á hafnarbakkanum: „Nu kommer
dronningen með juletræ i toppen,“
var það fyrirboði þess að senn bær-
ist þessi óviðjafnanlegi ilmur með
andblæ fjarlægra ávaxtalunda og
fagurrauð eplin vafin fjólubláum
skrautpappír og perlandi daggar-
dropar á hýðinu. Og þegar maður
beit í fyrsta eplið þá fyllti und-
ursamlegt bragð munninn, ávaxta-
safinn var slíkur unaður að því
verður eigi með orðum lýst. Silli &
Valdi, kaupsýslumennirnir athafna-
sömu og víðkunnu, þeir kunnu að
auglýsa ávextina. Enda högnuðust
þeir svo vel á sölu þeirra að þeir
eignuðust húseignir á svæði allt
vestast úr Vesturbænum og alla
leið inn í Álfheima. Hvar sem þeir
voru staddir á þessari leið gátu
þeir leitað athvarfs á eigin snyrt-
ingu. Þeir komust aldrei í spreng.
Jólaeplin sem ég bar í fangi mínu
að færa Einari Angantý gætu einn-
ig hafa verið úr búð góðvinar fjöl-
skyldunnar. Hann hét Guðmundur
Hafliðason. Var af Knudsenskyni,
frændi Haralds Á. Sigurðssonar,
sem var góðkunnur gamanleikari.
Guðmundur verslaði á Vesturgöt-
unni. Hann var gamansamur mað-
ur, léttlyndur og vínhneigður. Söng
og trallaði í búðinni og var stund-
um sætkenndur. Þá söng hann:
Jeg har været í London og jeg har været
í Hull,
og jeg har været í Liverpool og drukket
mig så fuld,
ud på livets vej har du lokket mig
jeg vil aldrig gifte mig með dig.
Einhverntíma kom góður Vest-
urbæingur í búð Guðmundar. Hann
var þá sætkenndur og söng við
raust. Komumaður segir: Æ, Guð-
mundur minn, ertu nú dottinn í
það? „Elsku vinur, þetta er bara
einn eða í mesta lagi tveir dagar.
Næst þegar þú kemur verð ég blá-
edrú.“ Tíu dögum seinna kemur
kunninginn aftur í búð Guðmundar.
Enn syngur Guðmundur, en að vísu
ekki af jafn miklu fjöri. Það er eins
og aðeins hafi dregið úr sönggleð-
inni. Kunninginn spyr: Æ, ertu nú
aftur dottinn í það, Guðmundur
minn? „Nei, elsku vinur. Þetta er
sama kendiríið,“ svarar Guðmund-
ur og brosir vingjarnlega.
En, ekki má gleyma áfanga-
staðnum, Hallveigarstígnum þang-
að sem eplapokinn á að fara. Jóla-
snjórinn marrar undir ungum
fótum, sem feta götuna varlega.
Einar bjó í skjóli ömmu sinnar Þór-
unnar og móður sinnar Ágústu.
Þær mæðgur urðu fyrir þeirri
miklu sorg að sonur Þórunnar og
bróðir Ágústu, Ásgeir, ungur vask-
ur sjómaður, fórst í ofviðri er fór
hamförum á Halamiðum. (Þá fórust
togararnir Marshall Robertson og
Leifur heppni.)
Þessi atburður markaði djúp
spor í uppvaxtarár Einars Angan-
týs. Hann strengdi þess ungur heit
að vinna af fremsta megni að slysa-
vörnum og málefnum sjómanna. Af
fádæma þreki og árvekni vann
hann að fjársöfnun til styrktar mál-
efnum sjómanna. Gekkst fyrir ár-
legum skemmtunum sem hann
nefndi Sjómannadagskabarettinn
og sameinaði alþýðlegar skemmt-
anir og fjáröflun í þágu sjómanna.
Einnig varð hann forgöngumaður
að fegurðarsamkeppni kvenna og
kvaddi til liðs við sig þjóðkunna
menn í dómnefndir. Þá er ótalin
þátttaka Einars Angantýs í íþrótt-
um. Einar var lágvaxinn, en liprari
flestum jafnöldrum. Þrekmikill og
þolinn. Djarfur og drenglundaður.
Sundlaugargestir í gömlu laugun-
um minnast þess er Einar lék listir
sínar þar. Gekk öruggum skrefum
fram á brún háa brettisins, stóð á
höndum á ystu brún og stakk sér í
djúpu laugina. Greip sundtökin og
synti í spretti að laugarbakkanum
þar sem hann hóf sig rösklega upp
og gekk til sætis við undrun og
fögnuð viðstaddra.
Einar Angantýr lauk prófi í
Verzlunarskóla Íslands 1938. Hann
varð gjaldkeri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis og gegndi því
starfi um áratuga skeið. Eiginkona
hans var Herdís Henriksdóttir
Wagle. Fríðleikskona af góðu fólki
komin. Þau eignuðust mannvænleg
börn.
Hvað varð um ilm jólaeplanna?
Ætli hann hafi ekki horfið þegar
gróðahyggja aldarfarsins náði yf-
irhendinni og hætt var að rækta og
framleiða afurðir og varning með
neyslu og hollustu fyrir augum, en
unnið af alefli að því að auka arð og
ágóða með því að hirða lítt um heil-
brigði en lengja sölutíma og
geymsluþol með hverskyns brögð-
um og brellum. Sprauta eiturefnum
til þess að auka geymsluþol.
Ilmurinn lifir í minningu kyn-
slóðar sem kveður á komandi árum.
Hvað varð um ilm jólaeplanna?
Biðröð við Austurbæjarbíó. Einar stóð fyrir skemmtunum Sjómannadagskabarettsins.
Júlíus Guðmundsson kaupmaður.
Verslunin Baldur við Holtsgötu (nýrri búðin).
Verslunin Baldur við Framnesveg (eldri búðin). Þar var einnig útsala
Alþýðubrauðgerðarinnar.
Ein ljósasta minning Péturs
Péturssonar frá jólum
bernskuáranna er sendiferð,
sem hann fór jafnan á jóla-
föstu er leið nærri hátíðinni.
Einar Angantýr Jónsson, gjaldkeri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, við
skrifborð sitt.
Höfundur er fyrrverandi þulur.