Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 28

Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Öðruvísi blómabúð Gleðileg jól og farsælt komandi ár Opið aðfangadag frá kl. 8-15 Jóladagur..........................lokað Annar í jólum..............kl. 9-19 Arnþrúður Karls- dóttir segir … nefn- ist fyrsta bók Arn- þrúðar Karlsdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Arnþrúður Karlsdóttir gagnrýnir harðlega embætt- ismenn á æðstu stöðum undir merkjum rannsóknarblaðamennsku. Hún sýnir fram á hvernig skjaldborg er slegið utan um suma en aðra ekki. Þeirri skoðun sinni lýsir hún m.a. með eftirfarandi hætti: „Menn, í opinberu starfi, hafa komist upp með að sam- mælast um að misnota vald sitt á ger- ræðislegan hátt. Menn hafa komist upp með að beita margvíslegum brögðum svo sem einelti, rógi, röng- um sökum, undirferli og ábyrgðarleysi. Þetta er saga um valdaráttu sem tók á sig óhugnanlega mynd. Engin takmörk voru fyrir því hversu langt mátti ganga áður en einhver lá í valn- um. Að þessu sinni var það dr. Gunnar Þór Jónsson bæklunarskurðlæknir.“ AK fjölmiðlun gefur út. Bókin er 99 bls., prentuð í Rúnum ehf. Frásögn Gluggavofan er eftir Barð- strendinginn Steinunni Eyj- ólfsdóttur með teikningum eft- ir Guðfinnu Sverrisdóttur. Hér segir frá Gluggavofunni sem átti heima í stóru sprungunni þvert yfir svefnherbergisgluggann. Hún lék oft lögin sín á kvöldin þegar krakkarnir voru háttaðir. Stundum lék hún lágt og milt og stundum hélt hún meiri háttar tónleika. Það var oftast í norðanbyl. Svo tók pabbi hennar Ljúfu stóran tréhlera og negldi fyrir gluggann. En hvað gerðist þá? Steinunn hefur áður skrifað nokkrar barnabækur. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Prentvinnsla Pjaxi hf. Verð 1.900 kr. Börn SÚ VAR tíð að fátt þótti skemmti- legra á Íslandi en að hlýða á söng karlakóra. Bestu kórar landsins ferð- uðust vítt og breitt um landið og héldu tónleika og söngskemmtanir, nánast alltaf fyrir fullu húsi, og hlutu víðast hvar firnagóðar viðtökur. Á þessum árum var góður karlakór sómi hvers bæjarfélags og ekki var örgrannt um að það kitlaði svolítið metnað fólks ef það fréttist að „kór- inn okkar“ hefði staðið sig vel og fengið lof í stærri plássum. Úti í Evrópu er hefðin fyrir kór- söng ævagömul, en hér á landi komu eiginlegir karlakórar ekki til sögunn- ar fyrr en um eða skömmu fyrir alda- mótin 1900. Mun karlakórinn Hekla á Akureyri hafa verið hinn fyrsti sem eitthvað verulega lét að sér kveða og fór í söngför til útlanda. Í höfuðstaðn- um komu fyrstu eiginlegu kórarnir fram á öndverðri 20. öldinni og náðu strax miklum vinsældum. Saga Karlakórs Reykjavíkur er rakin til ársins 1926. Á sumardaginn fyrsta það ár kom kórinn fyrst fram opinberlega er hann hélt samsöng með Söngfélaginu Þröstum úr Hafn- arfirði í Nýja bíói. Fyrur frammistöð- una þar hlaut kórinn mikið lof og þremur dögum síðar var skemmtunin endurtekin við engu minni hrifningu. Þar með var starfið hafið og hefur staðið óslitið fram til þessa dags. Margt hefur borið við í sögu kórsins á þessum þremur aldarfjórðungum, margir frábærir listamenn lagt hönd á plóginn og fjölmargir dugandi fé- lagar unnið óeigingjarnt starf í þágu kórsins. Mun þó á engan hallað þótt þar sé nafn Sigurðar Þórðarsonar nefnt á undan öðrum. Hann átti mestan þátt í stofnun kórsins árið 1926, stjórnaði honum í 36 ár, mótaði hann öðrum mönnum fremur og samdi sum þau lög, sem kórinn hefur orðið hvað þekktastur fyrir. Ber þó að hafa í huga að Sigurður naut jafn- an óbilandi atfylgis kórfélaga og lið- sinnis afbragðs listamanna. Saga Karlakórs Reykjavíkur er viðburðarík, nánast samfelld sigur- ganga og merkur þáttur í íslenskri tónlistar- og menningarsögu. Hún er sögð á þessari bók, skráð af Þorgrími Gestssyni. Frásögn hans er næsta hefðbundin, sagan rakin í tímaröð frá fyrsta degi til ársloka 2000. Hún er öll einkar læsileg og á köflum stór- skemmtileg aflestrar. Þorgrímur hef- ur augljóslega haft úr mörgum góð- um heimildum að moða og notfærir sér þær vel. Margir kaflanna eru stórfróðlegar heimildir um allt hið mikla starf sem unnið er á vettvangi kórsins, allt það erfiði og fórnfýsi sem liggur að baki einum tónleikum. Í öðrum köflum segir frá sigurstund- um og ferðalögum þar sem kórinn hefur borið hróður íslenskrar söng- listar víða um lönd. Söngferðir innanlands og utan hafa frá upphafi verið ríkur þáttur í starfsemi Karlakórs Reykjavíkur. Fyrsta utanlandsferðin var farin til Norðurlanda árið 1935 og síðan hefur kórinn farið víða um lönd og álfur. Flestar hafa þessar ferðir verið vel heppnaðar og frá þeim öllum er sagt á lifandi hátt í þessari bók. Minnis- stæðasta „ferðasagan“ er þó kannski sú af ferðinni sem aldrei var farin og frá er sagt á bls. 104–112. Var það mál allt hið furðulegasta. Sem dæmi um aðrar skemmtilegar ferðasögur má nefna þá um Mið-Evrópuförina árið 1937 og um ferðina með Baltíku haustið 1966. Allur frágangur þessarar bókar er með ágætum. Hún er í stóru en þó handhægu broti, prýdd fjölda mynda sem margar segja mikla sögu, og prentuð á fallegan pappír. Söngur og gleði BÆKUR Menningarsaga Þorgrímur Gestsson: Karlakór Reykjavík- ur 2001. 415 bls., myndir. HRAUSTIR MENN – SAGA KARLAKÓRS REYKJAVÍKUR Jón Þ. Þór ÞAÐ skal fúslega játað, að tvær grímur runnu á undirritaðan, þegar hann tók við ofannefndri bók til um- sagnar. Ekki þurfti þó lengi að blaða í bókinni til þess að heillast af henni, því að hún kom skemmtilega á óvart. Margir munu án efa hugsa eins og undirritaður, að rafeindatækni sé eitthvað, sem öðrum en innvígðum er hulið. Í sannleika sagt er það reg- inmisskilningur. Orðið rafeindavirki nær yfir allstóran hóp tæknimennt- aðra manna, það er símvirkja, úr- smiði, skriftvélavirkja, loftskeyta- menn, útvarpsvirkja og radíóamatöra. Störf þessara manna koma inn á nær öll svið þjóðfélagsins og hver maður er orðinn meira eða minna háður þeim tækjum, sem raf- eindavirkjar eru sérfræðingar í. Margir gera sér alls ekki grein fyrir, hve víða þessari tækni er beitt, þó að þeir nýti sér hana margoft á degi hverjum. Nú þykir ekki tiltökumál á ferðast á milli vina á ljóshraða í formi SMS-boða eða fara um bókasöfn með sama hvatleika, þó að leshrað- inn og hugarþelið haggist hvergi. Í bókinni er rakin starfssaga þess- ara greina frá því fyrsta símakerfi var sett upp á Ísafirði 1889 til árs- loka 2000. En bókin er miklu meira en þessi saga, því að fléttað er inn í miklu efni, bæði innlendu og er- lendu, sem gæðir bókina lífi. Allt er efnið fellt inn í samfellda heild, svo að úr verður sérstaklega áhugaverð og listilega vel gerð atvinnu- og heimildarsaga. Engu að síður kemst saga einstakra greina mjög vel til skila og lýst er stéttarbaráttu og félgsanda á skilmerkilegan hátt. Höfundur hefur kynnt sér bar- áttumál sinna manna ekki síður en tækniþróun. Oft voru átökin hörð og ekkert dregið undan. Það er nú með ólíkindum, hvað ein- stakir ráðamenn fyrr á árum reyndu til þess að níða skóinn af þessari stétt. Rafeindavirkjar létu samt ekki bugast og náðu fram mörgum mikilvægum áföngum, sem flestir líta á sem sjálfsagðan hlut nú til dags. Í bókinni er líka greint frá hugvits- mönnum, sem skarað hafa fram úr í sinni grein. Í ljós kemur, að við höfum átt mikla hæfileikamenn á þessu sviði, sem hefðu getað orðið miklir frumkvöðlar, ef þeir hefðu búið við betri aðstæður en hér úti í reginhafi. Það kemur líka á óvart, hve margir þeirra, sem störf- uðu að þessum málum á fyrri hluta síðustu aldar, voru í raun vel að sér um þessa hluti og hve framsýnir þeir voru. Allur frágangur, málfar og umbrot er með ágætum. Sérstaka athygli vekur kápusíð- an, sem er án efa ein af þeim beztu á þessari bókatíð. Það vantar bara að geta þess, að myndin sýnir ljósleið- ara. Óþarft er að hafa þessi orð öllu lengri. Bókin er á allan hátt mjög vel gerð og verð- skuldar mikið lof. Höf- undi er hér með óskað til hamingju með fróð- lega, skemmtilega og forvitnilega bók, en ekki er síður ástæða til að samgleðj- ast rafeindavirkjum með að hafa eignast vandað rit sem lýsir vel bar- áttu þeirra fyrir réttindum, segir sögu greinanna og veitir almenningi mjög góða innsýn í störf þeirra. Á ljóshraða í samtímanum BÆKUR Náttúrufræðirit Eftir Þorstein J. Óskarsson. 314 bls. Út- gefandi er Félag rafeindavirkja og Félag rafeinda- og tölvufyrirtækja. Reykjavík 2001. RAFEINDATÆKNI Í 150 ÁR Ágúst H. Bjarnason Þorsteinn Jón Óskarsson Álfabakki 14a, Mjódd Náð, kristið félag sýnir brúðuleikritið Hvað þýða jólin kl. 14. Einnig verða sungin jóla- lög. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is STEINAR Bragi átti í fyrra heiðurinn af því stysta verki sem gefið hefur verið út undir nafninu skáldsaga á íslensku, Turninum. Í ár sendir hann frá sér ljóðabók, þá þriðju að ég held, og hlýtur af- dráttarlaust verðlaunin fyrir besta bókatitilinn í jólaflóðinu: Ljúgðu Gosi, ljúgðu. Titillinn ber með sér fram- hleypni, kaldhæðni og eitraðan húmor en óhætt er einmitt að telja þessa þætti helstu einkenni ljóða Steinars Braga. Auk þess sem ákallið í titlinum getur talist krafa um meiri skáldskap má líka lesa í það ákveðna illkvittnislega upp- reisn, þetta var jú það sem Gosi litli átti alls ekki að gera. En þetta kallast líka á við skáldskap Stein- ars sem hefur í fyrri bókum sínum, hálfglottandi, hefur maður á til- finningunni, skrifað sig út úr hefð- bundnu mengi íslenskrar ljóðlistar og stendur því nokkuð sér á parti. Strax við upphaf lesturs er aug- ljóst að formhyggja og braglyndi eru þessu ljóðskáldi ekki ofarlega í huga. Ljóðin eru textaflæði, virð- ast í fyrstu samhengislaus og minna jafnvel á klippilistatækni eins og hún hefur verið stunduð af William Burroughs og David Bo- wie, hending látin ráða samsetn- ingu í leit að frjálsum orða- og hugsanastraumi. Þegar nánar er að gáð reynist það þó ekki raunin, samhengi skapast þótt treglega sé. Eftir nokkurn lestur tekur ljóð- mælandi að birtast lesendum, rödd sem er ráðandi vitund á mörgum stöðum í bókinni og smám saman skýrist líka umhverfi ljóðmæland- ans. Í anda titilsins, og í samræmi við fyrri ljóð Steinars, reynist mælandi þessi heldur óljóðalegur, flatmagandi á sólarströnd og yf- irgefnir legubekkir og gruggugar hótelsundlaugar yrkisefnin. Hátíð- leiki ljóðsins er þarna dreginn í efa og staðreyndin er sú að hvers- konar andlegri upphafningu eða skáldleika er skjótt varpað á vit feðra sinna í ljóðasafninu. Yrðing- in „höfuð í krukku með formalíni sneitt af búknum“ gefur hugmynd um þá fagurfræði sem Steinar nýt- ir þess í stað. Eftir ánægjuna með titilinn fór heldur að draga fyrir sólu í lestr- arupplifun minni á bók þessari. Fyrsta tilfinningin var, eins og áð- ur segir, að hér væri óagað texta- flæði á ferðinni sem litla samleið ætti með mér. Þegar á leið lest- urinn fóru þó að renna á mig tvær grímur. Eitthvað í textanum var að reyna að heilla mig, í hverju falli að fanga. Það sem mér í fyrstu hafði fundist fáránlegt fór að taka á sig gróteska heildar- mynd, mér fannst ég verða var við tregablandinn dauðleika og ég fór að taka eftir tengslum ljóða á milli, tengslum sem jafnan sneru að dauðanum: „æxli eins og slefandi niður hálsinn og engar slaufur á heimilinu“, „hvín í vélinni og tekst á loft eins og útspýting á filmu polaroid í æðarnar“, „og sviminn kemur aftur fóðra veggina mynstri bómull og sólum verð rakur til augnanna þegar minnst er á dauð- ann“, og áfram mætti telja fleiri textabrot úr ólíkum ljóðum sem saman gætu vel myndað einhvers konar uppgjör eða slit við áhyggjulaust líf; svartnætti er yfir núi margra ljóðanna og nær höf- undur þannig tökum á manni, ekki endilega með einstökum ljóðum heldur með þeirri samansöfnuðu tilfinningu sem bókin skilur eftir. Ég er hreint ekki frá því að þetta sé góð ljóðabók. „Og Gosi það er lygi“ BÆKUR Ljóð Eftir Steinar Braga. Bjartur, Reykjavík 2001. 97 bls. LJÚGÐU GOSI LJÚGÐU Björn Þór Vilhjálmsson DILBERT mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.