Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 29
Sif gullsmíðaverkstæði
VERIÐ VELKOMIN Laugavegi 20 B, v/ Klapparstíg, sími 551 4444
Ragnhildur Sif
Reynisdóttir ,
gullsmiður
SIGURÐ A. Magnússon hefur
borið nokkuð af leið í endurminn-
ingasögum sínum sem hófust með
frábærri bók árið 1978, Undir kal-
stjörnu, sem skrifuð var á fjórum
mánuðum í Vestur-Berlín það ár eins
og fram kemur í nýjustu bók Sig-
urðar, Undir hnífsins egg. Í fyrstu
bókinni, sem Sigurður kallar raunar
„uppvaxtarsögu“ á titilblaði en ekki
endurminningar, og fjórum næstu
leyfir Sigurður sér að skálda inn í
minnið þannig að úr verður fagur-
fræðilegur texti en ekki persónuleg
sagnfræði. Sigurður finnur sig enda
knúinn til þess að taka fram í at-
hugasemd við verkið að þótt það reki
atvik sem gerðust í reyndinni geti
það þó ekki talist sannsögulegt
vegna þess að það endurveki og um-
skapi löngu liðna atburði. Bókin fékk
afbragðs dóma á sínum tíma og var
tilnefnd til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs. Í bókunum sem
fylgt hafa í kjölfar þessara fyrstu
fimm bóka hefur Sigurður brugðið
út af hinum bókmenntalega eða
skáldlega frásagnarhætti. Í stað um-
skapaðra minninga hafa tekið við
heldur tilþrifalitlar endurminningar
sem innihalda frásagnir af einkalífi
og opinberu lífi höfundar þar sem
oftlega er stuðst við endursagnir upp
úr blöðum og ýmsum málskjölum
eða bréfum. Þessar bækur eru oft
krassandi lestur, enda Sigurður
marglyndur maður og virkur og ötull
þátttakandi í menningar- og stjórn-
málalífi landsmanna undanfarna
áratugi og algerlega ófeiminn við að
opinbera sig og þær upplýsingar
sem hann geymir um menn og mál-
efni – en þessar bæk-
ur skortir allan leik
með tungumál og stíl,
textinn er flatur og
meir í ætt við blaða-
mennsku en bók-
menntir.
Með Á hnífsins egg
(sem hefur reyndar
undirtitilinn Átaka-
saga) tekur Sigurður
þátt í kaldastríðsupp-
gjörinu sem lesa má
um í nokkrum öðrum
bókum vertðíðarinn-
ar. Sigurður nálgast
viðfangsefnið þó með
öðrum hætti en til
dæmis sagnfræðing-
urinn Valur Ingimundarson og ráð-
herrann Björn Bjarnason, sem báðir
hafa nýverið sent frá sér bækur
þessa efnis. Sigurður lýsir þátttöku
sinni í atburðum á borð við Þorláks-
messuslaginn, mótmælafundi gegn
stríðinu í Víetnam og herforingja-
stjórninni í Grikklandi og tilraunir til
að sameina rithöfunda í einu félagi.
Sjónarhorn hans er persónulegt en
einnig styðst hann við frásagnir
blaða og ýmiss konar skjöl sem
tengjast viðburðum (og yfirleitt höf-
undi sjálfum). Hann hefur hins vegar
ekki fjarlægð sagnfræðingsins né þá
hugmyndafræðilegu áherslu sem
finna má í bók ráðherrans.
Athyglisverðast við þessar sögur
úr kaldastríðinu er málfarið sem not-
að var – kveðjurnar voru heldur
kaldar. Ræður, persónuleg bréf og
jafnvel blaðagreinar eru hlaðnar því-
líkum fúkyrðaflaum að það verður
hreinn skemmtilestur á köflum og
vandi fyrir lesanda (aðeins) þrjátíu
árum seinna að ímynda sér að full al-
vara hafi legið að baki. Af frásögnum
Sigurðar, til dæmis af viðleitni rit-
höfunda til þess að sameinast, má
hins vegar ráða að oft hefur persónu-
leg óvild manna í millum
ráðið meiru um sundr-
ungina í stríði þessu en
hugmyndafræðilegur
eða pólitískur ágreining-
ur. Á þetta bendir Sig-
urður raunar sjálfur
(bls. 109).
Nokkur hluti bókar-
innar fer í fremur þurr-
ar frásagnir af ritstjóra-
tíð Sigurðar á tímaritinu
Samvinnunni sem af frá-
sögninni má skilja að
hafi verið einn helsti um-
ræðuvettvangur lands-
ins á sínum tíma. Þessar
samantektir einkennast
af löngum upptalningum
sem jafnvel sagnfræðingar geta ekki
leyft sér lengur í strangfræðilegum
ritum – jafnvel þar eru gerðar kröfur
til þess að lesandinn fái á tilfinn-
inguna að hann sé að lesa lifandi frá-
sögn. Skemmtilegastar eru hins veg-
ar sögur höfundar af einkalífi sínu og
ferðalögum. Þar færist oft líf í text-
ann.
Af öðrum persónum bókarinnar er
fyrrverandi eiginkona Sigurðar,
Svanhildur, dregin skýrustum drátt-
um. Sigurður hefur kynnst fjölda
þjóðþekktra manna og einnig rithöf-
undum og listamönnum á ferðum
sínum erlendis. Er þeim kynnum
haldið til haga í bókinni en sjaldan
tekst Sigurði að draga upp eftir-
minnilega mynd af samferðamönn-
um sínum, kannski vegna þess að
hann hefur horfið frá sviðsetningum
fyrri bóka sinna.
Bókin hefur fyrst og fremst gildi
sem persónuleg heimild um um-
brotatíma í sögu þjóðarinnar. Hana
skortir hins vegar tilfinnanlega
snerpu og léttleika. Fátt er gert til
þess að lokka lesandann áfram í text-
anum. Hann hefði mátt vera heitari.
Kaldar kaldastríðssögur
BÓKMENNTIR
Átakasaga
Eftir Sigurð A. Magnússon. Mál og menn-
ing, 2001. 264 bls.
Á HNÍFSINS EGG
Sigurður A.
Magnússon
Þröstur Helgason