Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BRÝR KÆRLEIKANS Fyrir rúmum tvö þúsund árumfærðu englar fjárhirðum áBetlehemsvöllum þennan fagnaðarboðskap: „Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum; því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Dav- íðs. Og hafið þetta til marks. Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu.“ Það er ekki fögnuður í landinu helga þessa dagana og ekki friðsam- legt um að litast á Betlehemsvöllum. Fylgjendur tvennra af megintrúar- brögðum heims, gyðingdóms og ísl- ams, berast þar á banaspjót og hið gagnkvæma hatur virðist svo djúp- stætt að friður og fögnuður sýnist órafjarri. Þannig er ástatt víðar um heims- byggðina. Víða ríkir tortryggni, hat- ur og stríð á milli fólks af ólíkum uppruna, með mismunandi trú og lífsskoðanir. Hryðjuverkaárásin á Bandaríkin, sem stendur okkur öll- um í fersku minni, var framin í nafni trúarbragða. Það hefur orðið til þess að sá fræjum tortryggni á með- al margra kristinna Vesturlandabúa í garð Mið-Austurlandamanna og múslima, sem fyrir vikið hafa mætt fordómum og andúð. Við ættum að staldra við og íhuga viðbrögð okkar. Kristnir menn ættu ekki að dæma neinn út frá þeim trúarbrögðum, sem hann aðhyllist. Við ættum held- ur ekki að rugla saman trúarbrögð- um annars vegar og hins vegar póli- tískum öfgahreyfingum, sem nærast á fáfræði og ótta við það sem er óþekkt og öðruvísi, en vísa gjarnan í trúarbrögðin í áróðri sínum vegna þess hversu sterk ítök þau eiga með- al almennings. Er íslam herskárri trúarbrögð en kristindómur? Hvað um þau myrkraverk, sem framin hafa verið undir merki krossins, t.d. á Írlandi eða á Balkanskaga, þar sem pólitískum lýðskrumurum hefur jafnvel tekizt að ala á djúpstæðu hatri milli kristinna kirkjudeilda? Slíkt er misnotkun á trúarbrögðun- um, ekki sönn birtingarmynd þeirra. Við ættum heldur ekki að dæma fólk eftir útliti eða uppruna. Það kann að vera hollt að hugsa til þess að Kristur og postular hans hafa lík- lega ekki haft ósvipað útlit og það saklausa og heiðarlega fólk sem sumir Vesturlandabúar óttast nú án þess að hafa til þess neina góða ástæðu. Ef þeir væru uppi í dag, myndum við þá fyllast ónotatilfinn- ingu ef þessir þrettán dökkleitu og skeggjuðu menn sætu með okkur í flugvél? Hversu langt nær kristilegt um- burðarlyndi okkar gagnvart þeim, sem eru öðruvísi en við? Myndum við taka vel á móti palestínskum hjónum með lítið barn, sem hefðu þurft að flýja heimalandið vegna of- sókna yfirvaldanna? Eða myndum við kannski vonast til að einhver annar yrði til að skjóta yfir þau skjólshúsi? Í hirðisbréfi sínu til Þjóðkirkjunn- ar, sem Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands gaf út snemma á árinu, segir hann: „Ástæða er til að hafa áhyggj- ur af fordómum gagnvart útlending- um í okkar samfélagi. Við þurfum að halda vöku okkar og gera allt sem í okkar valdi stendur til að hamla gegn því að slíkt festi hér rætur. Vart verður við talsverða fordóma gagnvart múslimum á meðal okkar. Þeir finna fyrir því að vera dæmdir af gjörðum ofstækismanna í fjar- lægum löndum. Við megum ekki láta það gerast hér að hleypidómar hreki gesti okkar og granna til að draga sig í skel sína og einangrast til að verja menningarlega og trúarlega sjálfsmynd sína. Slíkt leiðir aðeins til aukinnar þröngsýni og jafnvel of- beldis. Mikilvægur þáttur í sjálfsmynd íslenzku þjóðarinnar er gestrisni og umburðarlyndi. Það er runnið af rótum okkar kristnu trúar, þar sem kærleiksboðorðið er í brennidepli, orð og fordæmi frelsarans og krafa lögmálsins að sýna útlendingum virðingu og kærleika. Ég hvet presta og söfnuði þjóðkirkjunnar til að hvetja til umburðarlyndis gagn- vart fólki af öðrum trúarbrögðum, efna til samtals við múslima í byggð- arlögum sínum og stuðla að því að ótti og tortryggni víki.“ Biskup hvetur til fræðslu og um- ræðu um og á milli trúarbragða og segir: „Það er ljóst að ein brýnasta nauðsyn samtímans er samtal milli trúarbragða og lífsskoðana, samtal er leiðin til skilnings – ekki aðeins milli leiðtoga og fræðinga, heldur fólks í daglegu lífi og samneyti, hvar sem tækifæri gefast. Að við lærum að lifa saman á þessari jörð og vinna saman að lausn þeirra sáru vand- kvæða sem mannkyn hrjá. Til að hamla gegn hvers konar tortryggni, útlendingahatri og mannfyrirlitn- ingu, sem lætur víða á sér kræla eins og dæmin sanna, blóðug og skelfileg.“ Þessi orð biskups eru tímabær og eiga sérstaklega brýnt erindi við okkur eftir hörmungaratburðina í september. Barnið, sem fæddist í Betlehem fyrir tvö þúsund árum, ólst upp í samfélagi þar sem tortryggni og andúð voru ríkjandi í garð útlend- inga, fólks af öðrum trúarbrögðum og þeirra sem lægra voru settir í samfélaginu. Kristur lét sig það engu skipta; hann fór aldrei í mann- greinarálit. Tungumál Krists var al- heimstungumálið sem allir skilja, náungakærleikurinn. Kærleikur hans á sér engin endimörk, enginn er útilokaður. Kenning Krists er fegursta birtingarmynd þess guð- dóms, sem býr að baki öllum meg- intrúarbrögðum heimsins, en allir menn eiga jafnframt hlutdeild í þeim guðdómi. Kjarni allra helztu trúarbragða er sammannleg þrá eft- ir friði, jafnvægi og kærleika. Með því að taka á móti fagnaðarerindinu, fylgja fordæmi drengsins, sem fæddist í Betlehem og tileinka okk- ur lífsviðhorf hans, verðum við fær- ari um að skilja fylgjendur annarra trúarbragða og að byggja brýr um- burðarlyndis og skilnings á milli ólíkra samfélaga mannanna. Slíkt er lykillinn að friðsamlegri sambúð okkar um heimsbyggð alla. Morgunblaðið óskar lesendum sínum og landsmönnum öllum gleði- legra jóla. Á HUGI á seinni heimsstyrj- öldinni, tíðaranda hennar og áhrifum á íslenskt þjóðlíf virðist fara vaxandi. Þó töluvert hafi verið ritað um hernámsárin hér í gegnum tíðina virðist nú sem þessi aukni áhugi á tímabilinu beri vott um að nauðsynleg söguleg fjarlægð hafi loks skapast til að hægt sé að skoða hlutina frá nýju sjónarhorni. Bækur og fróðleik um ýmis málefni er lúta að stríðsárunum hefur verið að bera fyrir augu okkar hér á landi á undanförnum misserum og eiga flest þeirra verka sem hvað mestrar athygli hafa notið það sameiginlegt að fjalla að einhverju eða öllu leyti um „viðkvæm málefni“. Ein þessara bóka, sem kom út fyrir jólin í fyrra, fjallaði á eftirminni- legan hátt um braggahverfin sem hér risu í stríð- inu og urðu híbýli þúsunda manna í Reykjavík um margra ára skeið eftir að því lauk. Bókin sem um er að ræða, „Undir bárujárnsboga“, eftir Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðing, rekur sögu þess mikla húsnæðisvanda sem steðjaði að bæjarbúum, þar sem ekkert húsnæði var að fá, svo margir urðu jafnvel að láta sér lynda að búa í mun verri húsa- kynnum en bröggum. Frásögn Eggerts er fyrir margra hluta sakir athyglisverð úttekt á þróun Reykjavíkur, sérstaklega þar sem hún fjallar einn- ig um félagslega þætti sem löngu var tímabært að hefja máls á í fræðilegu samhengi. Fordómar gagnvart braggabúum Þannig segir einn at- hyglisverðasti kafli bókarinnar frá þeim samfélagslega stimpli sem braggabúarnir máttu þola: „Ófáir braggabúar fundu fyrir neikvæðum viðhorfum annarra Reykvíkinga í áranna rás. Raunar virtist kveða svo rammt að þessu að fjölmenn ráðstefna sem haldin var að frumkvæði Samtaka herskála- búa sumarið 1954 tók málið til umræðu. Í ályktun hennar sagði að þess hefði orðið vart í bænum að litið væri á herskálabúa sem annars flokks borg- ara og hefði það sérstaklega komið niður á börnum sem ættu heima í herskálunum.“ Eggert bendir réttilega á að orðsporið „sem fór af íbúum braggahverfanna virtist þó ekki síst stafa af fáfræði um lífið í herskálum, fólkið sem þar bjó og ástæður þess að það settist þar að“. Af þeim orðum hans má ráða að þeir fordómar sem þetta fólk sætti af hálfu samborgara sinna hafi eins og aðrir fordómar yfirleitt verið tengdir fáfræði og hugsunarleysi, en ekki mannvonsku eða illvilja, eins og auðvelt er að álykta eftir á. Rætur þessara neikvæðu viðhorfa var í þessu tilfelli ekki hægt að greina frá öðru viðkvæmu máli er snerti þjóðern- isvitund landsmanna allra, þ.e.a.s. hersetunni, enda voru húsin hernaðarmannvirki. „Braggarnir voru eins konar tákn eða minnisvarði um hernám Íslands og ófust saman við pólitíska umræðu þar sem deilt var um her og hernaðarbandalög,“ segir Eggert. Af umfjöllun hans um þá andúð sem braggafólk- ið stóð frammi fyrir má álykta að fólk sem var full- orðið á þeim tíma sem um er að ræða hafi átt erfitt með að greina á milli áhrifa stríðsins, ekki síst kalda stríðsins, og félagslegra viðhorfa almennt, í persónulegri afstöðu sinni. Flestir sem í þjóðfélag- inu bjuggu voru þannig á vissan hátt ofurseldir tíð- arandanum og þeim hugsunarhætti sem honum fylgdi. Til marks um það hversu lengi eimdi eftir af óbeitinni á bröggunum rekur Eggert umræður um ráðhús Reykjavíkur á síðasta áratug, sem mörgum þótti of „braggalegt“ vegna þeirra boga- dregnu lína sem einkenna það. Hann vísar í orð Guðmundar Andra Thorssonar, rithöfundar, sem lýsir því vel hversu óþægileg minningin um bragg- ana er í þjóðarvitundinni. „Það er braggi“, segir Guðmundur Andri um ráðhúsið. „Þetta er það sem misbýður gömlum og stórættuðum Reykvíkingum og þetta er það sem fræðingarnir neita af ákefð þess sem er misboðið. Báðir hópar líta á bragga- formið sem syndugt form og lítilsiglt – það minnir á hið lága, dregur fram það ... sem borgarbúar fyr- irverða sig fyrir: sníkjulífið kringum herinn. Og mannlífið þar næstu áratugi á eftir. Gólfkuldinn, fátæktin, hungrið, rotturnar, fylleríin, allur hryll- ingurinn – allt þetta kviknar fyrir hugskotssjónum gamalla Reykvíkinga og því eiga þeir erfitt með að sætta sig við þetta hús.“ Víst er að í dag eigum við mun auðveldara með að sjá hlutskipti braggafólksins í sanngjarnara ljósi en þeir sem bjuggu við það ástand er þeir spruttu úr. Ástæðurnar eru margar: vegna hinnar sögulegu fjarlægðar eigum við t.d. engra persónu- legra hagsmuna að gæta né þurfum að skilgreina okkur, félagslega, efnahagslega eða stjórnmála- lega, í því samfélagi sem þá var við lýði. Þvert á móti eigum við beinna hagsmuna að gæta varð- andi sjálfsmynd okkar í nútímanum sem hugsandi, framfarasinnað og umburðarlynt fólks. Skilningur okkar á aðstæðum þeirra sem þurfa að búa við for- dóma, útilokun eða einelti hefur sem betur fer vax- ið í kjölfar félagslegrar umræðu síðustu ára með aukinni áherslu, t.d. í skólakerfinu, á það að greint sé á milli manngildis og aðstæðna einstaklinga, sem þeir oft á tíðum ráða ekki við. Við skulum heldur ekki gleyma því, að áþekkra viðhorfa gætti á sínum tíma til þeirra, sem bjuggu í verkamannabústöðum eða í hinni svonefndu Höfðaborg. Og það er ástæða til að við sem nú lif- um gætum að okkur í mati á liðinni tíð. Fyrir rúm- um 35 árum var samið um byggingu 1.250 íbúða fyrir láglaunafólk í Breiðholti. Þau hús voru byggð en smátt og smátt fóru þau og íbúar þeirra að fá á sig svipað orð í umtali almennings og braggarnir og braggafólkið fékk á sínum tíma. Fordómar og þröngsýni eru því miður ekki bara mál liðins tíma. Það eru ekki ný sannindi að tíminn geti leitt ým- islegt nýtt í ljós eða breytt sýn mann á liðna tíð. Þau málefni er snertu veru erlends herliðs hér á landi í stríðinu og dvalar varnarliðsins urðu tilefni til hatrammra deilna í okkar samfélagi og því afar athyglisvert að skoða ólíkar hliðar umræðunnar nú, þegar meiri skilningur hefur skapast á mis- munandi sjónarmiðum. Hernámið og viðhorfin til kvenfólks En ef umræða um braggalífið vakti at- hygli um síðustu jól og varð tilefni nokkurs konar uppgjörs okkar samtíma við það tíma- bil, þá hefur bók Herdísar Helgadóttur, „Úr fjötr- um, íslenskar konur og erlendur her“, ekki síður vakið athygli fyrir þessi jól. Enda er ljóst að ís- lenskt kvenfólk varð ekki síður en braggabúar fórnarlömb þessara tíma og þess ótrúlega ástands sem þá ríkti. Bók Herdísar er ákaflega mikilvægt innlegg í umræðu sem hófst fyrir nokkrum árum um örlög íslenskra kvenna á hernámsárunum, um- ræðu sem ekki enn er til lykta leidd vegna þess hve víðtæk áhrif hún hafði á samfélagsgerð okkar, kynhlutverk og mótun þjóðarvitundar á tímum sjálfstæðisbaráttunnar og fyrstu ára kalda stríðs- ins. Í bók sinni bendir Herdís á að viðhorf stjórn- valda hafi verið mjög ólík varðandi samgang kvenna og karla við hernámsliðið. Þau ólíku við- horf, sem meðal annars birtust í gjörólíkum sið- gæðiskröfum til karla og kvenna, eru að hluta til söguleg arfleifð gamalla tíma þar sem konur lutu forræða karla og voru háðar þeim um flesta hluti. Kynhlutverk á Íslandi höfðu verið í föstum skorð- um um langan aldur og sú innreið sem hinn erlendi her átti inn í íslenskt samfélag varð í einu vetfangi til þess að raska valdajafnvægi sem fram að því hafði virst allt að því óhagganlegt. Einnig má nefna að almenn viðhorf fólks á Íslandi um þessar mundir mótuðust mjög af því hve stutt var frá því fólk tók að flytja á mölina, sveitalíf landsins var sveipað þjóðlegum ljóma og fortíðarþrá á sama tíma og spilling eða jafnvel úrkynjun var talin hafa tekið sér bólfestu í höfuðstaðnum og þeim nýju lífsháttum sem þar voru við lýði. Að sögn Herdísar er ástæðan fyrir ritun bók- arinnar sú að hún hefur „saknað þess hve lítið hef- ur verið skrifað um hvernig konur, unglingar og við börnin upplifðum [stríðsárin] og hvaða veru- leiki blasti við okkur“. Eins og Herdís bendir á hafa „karlmenn verið sagnaritarar okkar fram á síðustu áratugi og þeir hafa ritað margt og mikið um hersetuárin. En frásagnir þeirra hafa nær ein- göngu beinst að opinbera sviðinu, umsvifum hers- ins og athöfnum karlmanna.“ Markmið hennar með bókinni er því að veita innsýn inn í reynslu kvenna og barna, hópa sem ekki hafa verið at- kvæðamiklir í opinberri umræðu um þetta mál, eða „segja okkar sögu af þessu tímabili þegar þjóðin hélt á vit nútímans í hendingskasti og oft með lítilli fyrirhyggju“, eins og hún orðar það sjálf í fyrsta kafla bókarinnar. Herdís heldur því fram að í skrifum flestra karl- manna hafi verið fjallað um þær konur sem áttu samskipti við hernámsliðið með líkum hætti; þeir „lýsa þeim, allt frá tólf ára telpum til sextugra kvenna, sem einsleitum hópi, ýmist sem fávísum börnum með litla sem enga þjóðerniskennd eða sem harðsvíruðum vændiskonum úr lægstu stig- um samfélagsins. Þær voru föðurlandssvikarar í þeirra augum“, segir Herdís. Alhæfingar af þessu tagi eru varasamar. Í það minnsta er ljóst að þessi ummæli geta ekki átt við þá tvo sagnfræðinga, sem hafa skrifað veigamestu ritin, sem út hafa komið um styrjaldarárin og að- draganda þeirra og tímabil kalda stríðsins, þá Þór Whitehead og Val Ingimundarson, enda er þeirra ekki getið í heimildaskrá. Þó þessar fullyrðingar hennar kunni að virðast nokkuð harkalegar nú þegar svo langt er um liðið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.