Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „FYRSTA friðargæslu- verkefni Sameinuðu þjóðanna var tilraun til að takast á við og sigra hið versta í manninum með hinu besta, mæta ofbeldi með umburðar- lyndi og berjast gegn stríði með friði.“ Þessi orð Kofis Annans, aðal- framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, lýsa vel þeirri hugsjón sem bjó að baki fyrstu friðargæsluaðgerð stofnunarinnar árið 1948. Þótt verklag og verksvið friðargæslu hafi þróast og víkkað, og verkefnum fjölgað, stendur þessi hugsjón óhögguð. Að sigra hið versta í manninum með hinu besta er eftir sem áður megintilgangur friðar- gæsluaðgerða. Ófriður á jólum Það er nöturlegt til þess að hugsa að ófriðarbál loga víða um heim nú þegar jólahátíðin nálgast. Stundum virðist enginn endir vera á stríðsátök- um, skærum og þjáningum í veröld- inni. Það er því huggun harmi gegn að friðargæsluaðgerðir hafa sannað gildi sitt við að koma í veg fyrir átök, stilla til friðar og skapa skilyrði fyrir var- anlegan frið á átakasvæðum. Nýlegt dæmi um árangursríka friðargæslu- aðgerð er útsending herliðs NATO til Makedóníu í haust sem batt enda á skærur og átök þar í landi. Aðferða- fræði alþjóðlegrar friðargæslu sem verið hefur í þróun á síðustu árum og áratugum á vegum alþjóðastofnana á borð við Sþ, NATO og ÖSE, er farin að skila ótvíræðum árangri. Margþættar aðgerðir Segja má að friðargæsluhugtakið hvíli fyrst og fremst á þremur stoð- um. Í fyrsta lagi er um að ræða hefð- bundna friðargæslu þar sem alþjóð- legt gæslulið kemur inn á átakasvæði, jafnan með samþykki stríðandi fylk- inga og stuðlar með viðveru sinni að því að vopnahlé haldist og að endan- legir friðarsamningar náist. Í öðru lagi er um að ræða umfangsmikið uppbyggingarstarf þar sem borgara- legir sérfræðingar á vegum alþjóða- stofnana vinna með heimamönnum að því að koma gangverki samfélagsins í samt lag. Um getur verið að ræða uppbyggingu orkumála, skólamála og stjórnkerfis, svo fáein dæmi séu nefnd. Í þriðja lagi hefur mannúðar- og neyðaraðstoð við flóttafólk og önnur fórnarlömb stríðsátaka verið skilgreind sem hluti af friðargæslu. Friðargæslustarfið hefur þannig þróast frá því að felast fyrst og fremst í eftirliti með að vopnahlé sé virt, yfir í að vera einnig um- fangsmikið uppbygg- ingar- og mannúðar- starf. Þessi þróun hefur leitt til náins samstarfs hefðbundins herliðs og borgara- legra sérfræðinga í friðargæsluverkefnum, sem opnað hefur dyrnar fyrir aukna þátttöku okkar Íslendinga. Íslenska friðargæslan Í september sl. var Íslenska frið- argæslan stofnuð í utanríkisráðu- neytinu en tilgangur hennar er að efla þátttöku Íslands í alþjóðlegri friðar- gæslu með því að fjölga íslenskum friðargæsluliðum. Að undangenginni auglýsingu heimsóttu rúmlega 2.500 manns heimasíðu ráðuneytisins til að afla sér upplýsinga. Um 250 manns sóttu um að taka sæti á viðbragðslista Íslensku friðargæslunnar og hafa þegar verið valdir um 100 sérfræð- ingar á listann. Í þeim hópi eru m.a. stjórnmálafræðingar, lögfræðingar, verkfræðingar og tæknimenn, við- skipta- og hagfræðingar og læknar, hjúkrunarfólk og lögreglumenn. Þessi hópur mun fá undirbúnings- þjálfun til friðargæslustarfa hér á Ís- landi og úr honum verða valdir ein- staklingar til að fjölga íslenskum friðargæsluliðum að störfum erlendis í 20 árið 2002 og allt að 25 árið 2003. Það er sérstakt gleðiefni hve margir hæfir einstaklingar gáfu kost á sér til friðargæslustarfa, og sömuleiðis að rúmlega þriðjungur þeirra er konur. Gert er ráð fyrir að sérfræðingar Ís- lensku friðargæslunnar verði m.a. sendir til starfa á Balkanskaga eins og verið hefur. Auk þess vakti ég máls á því í ræðu minni á allsherjarþingi SÞ í New York nóvember sl. að með stofnun Íslensku friðargæslunnar hefur Ísland bæði getu og vilja til að senda sérfræðinga til friðargæslu- starfa í Afganistan ef þörf krefur. Friðargæsla gerir gagn Stundum hefur því verið haldið fram að Íslendingar séu svo lítil þjóð og vanmáttug að framlag hennar til friðargæslu, þróunar- og mannúðar- mála sé svo lítið að þess sjáist ekki merki. Þetta er ekki rétt. Sérhvert framlag og sérhver starfsmaður í frið- argæslu skiptir miklu máli og getur raunar skipt öllu máli fyrir þá ein- staklinga sem hann er að vinna fyrir. Því á bak við fréttirnar af flóttamönn- um, skæruhernaði og hryðjuverkum dyljast jafnan örlög venjulegs fólks sem er leiksoppar stríðandi fylkinga. Í heimsókn minni til Kosovo-héraðs í sumar varð ég þess áskynja að ís- lenskir friðargæsluliðar gera ótvírætt gagn, t.d. með fræðslustarfi, lögfræði- ráðgjöf, tækniaðstoð og löggæslu. Fyrir heimamenn er þessi aðstoð ómetanleg. Íslensku friðargæslulið- arnir öðlast dýrmæta reynslu, auk þess sem við Íslendingar eignumst hóp fólks sem hefur þekkingu og reynslu til að takast á við krefjandi aðstæður. Ekki bara hagsmunir Utanríkisstefna Íslands snýst um að tryggja hagsmuni þjóðarinnar í efnahagslegu, pólitísku og menning- arlegu tilliti. Það er gert með því að tryggja samkeppnishæfni íslensks at- vinnulífs og sókn á erlenda markaði, með nánu samstarfi við önnur ríki um öryggismál og með styrkingu ís- lenskrar menningar á alþjóðavett- vangi. En utanríkismál snúast ekki eingöngu um hagsmuni, þau snúast einnig um mannréttindi og mannúð, samhjálp og samvinnu. Í því tilliti ber hverju ríki að leggja sitt af mörkum, eftir efnum og aðstæðum, til að koma þeim til aðstoðar sem um sárt eiga að binda. Það er einkar brýnt nú þegar víða horfir til ófriðar og þörfin fyrir samhent átak á grunni hinnar árang- ursríku aðferðafræði friðargæslunn- ar hefur sjaldan verið meiri. Með þátttöku í friðargæslu vinnum við í anda kristinna gilda og þess boðskap- ar sem við höfum í hávegum á heil- ögum jólum. FORSENDA FRIÐAR ER FRIÐARGÆSLA Halldór Ásgrímsson Utanríkismál snúast ekki eingöngu um hags- muni, segir Halldór Ásgrímsson, þau snúast einnig um mannréttindi og mannúð, samhjálp og samvinnu. Höfundur er utanríkisráðherra. Ég efast ekki um það sé gott að vera trúaður. Hafa einlæga ogdjúpa trú á guð sinn og heilaga ritningu. Ekki bara á jólumog stórhátíðum, heldur alla daga. Í bæn, í forsjá, á valdiþeirrar vissu að hin ósýnilega hönd Guðs haldi vernd-arhendi yfir manni. Þetta er mörgum gefið og ég geri ekki lítið úr því. Það færir þeim frið og öryggi sem þannig hugsa og trúa. Mér hefur aftur á móti aldrei auðnast að ganga trúarbrögðum svo skilyrðislaust á hönd. Kannske er það efinn, kannske þrjóskan eða kannske er maður ekki nógu vel gefinn til að hafa vit á því að afsala yfirráðum yfir eigin lífi. Maður er enn og oftast að þrauka við þá bá- bilju að ráða sjálfur hugsunum sínum og athöfnum í stað þess að fela örlög sín æðri máttarvöldum. Mín trú beinist hins vegar að því að aðhyllast kenningar Jesú Krists um kærleikann. Gjörið svo sem þér viljið að aðrir gjöri yður. Þetta er kristindómurinn í hnotskurn og sú lífsskoðun er mér næg. Hana má kalla trúarbrögð eða ekki trúarbrögð ef mönnum sýnist svo. Í þeim anda held ég jólin. Friður, manngæska, umburðarlyndi, auðmýkt. Það er inntak kærleikans. Að vera góður. Að minnsta kosti að reyna að vera góður. Ég er ekki að segja að mér takist það alltaf. En ég reyni. Ég geri ráð fyrir að trúarbrögð, hvort heldur kristnin, hindúismi eða islam, séu góðra gjalda verð, hver á sinn hátt. Sagði ekki Jón Prímus að allir guðir væru jafngóðir? Og eitt er víst, allir vildu þeir vel, spámennirnir, hvort sem í hlut áttu Múhammed, Búdda eða Jesús Kristur. Trúarbrögð þeirra breiddust út og sagt er að trúin flytji fjöll og ef ekki fjöll, þá fólk. Milljónir manna hafa tekið kenningar þeirra svo bókstaflega að nærri lætur að lærisveinar og leikmenn hafi gengið í björg til að breiða út boðskapinn og berjast fyrir málstaðnum. Með góðu eða illu. Þess ber mannkynssagan vitni. Hún er þyrnum stráð í styrjöldum og blóðsúthellingum í nafni trúarinnar? Upphaf Íslandsbyggðar á rætur sínar að rekja til yfirgangs Noregskonungs um að lögleiða kristna trú í sínu landi. Og svo áfram í veraldarsögunni. Bardagar í nafni biskupa, krossferðir kristinna manna, hryðjuverk múslima und- ir merkjum Allah. Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs eru háð af öflum, sem láta ráðast af trúarofstæki. Talibanar gengu fram fyrir skjöldu í nafni heilagrar trúar sinnar. Hryðjuverkamennirnir sem fórnuðu lífi sínu ellefta september, voru útverðir múslimskra trúarbragða og nær fjögur þúsund óbreyttra bandarískra borgara voru fórnarlömb þess- ara átaka, þessarar óvildar, heiftar og haturs á meintri andstyggð kristinna manna. Svo ekki sé minnst á átökin endalausu í Írlandi, sem háð eru í nafni trúarbragðanna. Heimurinn hefur allur verið á öðrum endanum, vegna atburða sem tengjast átökum milli ólíkra trúarbragða. Og svo er alltaf verið að segja okkur hvað trúin sé merkileg og mild í þágu mannkynsins! Er ekki þvert á móti hægt að halda því fram að mannkyninu stafi mesta hætta af því fólki sem hefur ánetjast hinum ýmsu trúar- brögðum af mestum ákafa? Til viðbótar má svo nefna að það verður að kallast ein tegund trúar- bragða þegar fram hafa komið spámenn og bjargvættar, alla síðustu öld, sem boðuðu kenningar af slíkri ástríðu að heilu þjóðfélögin og heimsbyggðin öll var undirlögð. Kenningarnar um nasismann, boð- skapurinn um kommúnismann og nú síðast er hin blinda trú á mark- aðinn og Mammon að tröllríða hinum vestræna heimi. Lífshamingjan var og virðist enn vera undir því komin að búa sér til spámenn og til- búna leiðsögn um aðgang að himnaríki. Kommúnisminn boðaði öllum sæluríki, með því að gerast öreigar, nasisminn barðist fyrir hinum hreinræktaða kynstofni og paradís á jörðu, markaðurinn með fyr- irheitum um gull og græna skóga ef mammon ræður. Allt er þetta hjóm og hræsni og himnaríki andskotans og gerir ekki annað en að blinda mönnum sýn á það sem er eftirsóknarvert í lífinu. Villukenningar sem kynda undir ófriðarbál. Eins og dæmin sanna og reynslan. Þegar á allt er litið er lífið ekki flóknara en það að hafa góða sam- visku, eignast innri frið og finna til með öðrum. Að gjöra það sem þér viljið að aðrir gjöri yður. Þetta er kannske ekki merkilegt en þó það merkilegasta. Í þeim anda höldum við jól. Jólin eru hátíð friðarins en ekki fjárins. Jólin eru stund kyrrðar en ekki skarkala. Bænar en ekki bardaga. Kærleiks en ekki krossfarar. Kristindómurinn er ekki æðri öðrum trúarbrögðum og trúar- brögðin eru ekki hafin yfir hvert annað. Auðmýktin sem Kristur kenndi okkur, er einmitt það umburðarlyndi sem felst í viðurkenn- ingu á trú, hugsun og skoðun allra annarra. Trú snýst nefnilega ekki um að hafa rétt fyrir sér, heldur hitt að eiga sína trú fyrir sig án þess að amast við trú annarra. Að þessu leyti hafa trúflokkar og trúarkenningar brugðist hlut- verki sínu og eigin boðskap og berast á banaspjótum í staðinn. Trú- arofstæki er bölið sem ógnar okkur og friðnum. Margra alda ofstæki sem birtist okkur í árásinni á New York og Washington og nú síðast í átökunum í Afganistan og harmleiknum í Palestínu og Ísrael. Sem brýst út í hugarvíli og óróa í brjósti okkar. Guðstrú og kristindómur á ekki erindi til okkar í forræði og forsjá og fyrirmælum, heldur í þeirri lítillátu ábendingu Jesú að sýna öðrum umburðarlyndi og kærleik. Það lítilláta boðorð er mikilfengnustu skilaboðin á hátíð hátíðanna. Allir guðir eru jafngóðir HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Ellert B. Schram ebs@isholf.is HELGIHALD á jólum í Grafarvogs- kirkju verður fjölbreytt að venju. Aðfangadagur 24. desember kl. 18 Systkinin Hörður Bragason, Birgir Bragason og Bryndís Bragadóttir leika jólalög frá kl. 17:00. Séra Vig- fús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Einsöngvari: Egill Ólafsson. Kórstjóri og organisti er Hörður Bragason. Bassi: Birgir Bragason. Víóla: Bryndís Bragadóttir. Aftan- söngnum er sjónvarpað beint á sjón- varpsstöðinni Skjá 1. Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30 Séra Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakór Grafarvogskirkju syng- ur. Organisti: Hörður Bragason. Óbóleikari: Matthías Birgir Nar- deau. 25. desember, jóladagur Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00. Séra Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Graf- arvogskirkju syngur. Einsöngur: Valdimar Haukur Hilmarsson. Org- anisti: Hörður Bragason. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 15:30 á Hjúkr- unarheimilinu Eiri. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syng- ur. Einsöngur: Sigurður Skagfjörð. Organisti: Hörður Bragason. 26. desember, annar í jólum Kl. 14 Jólastund barnanna – skírn- arstund. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Barna- og unglingakór syngur ásamt Krakkakór Grafarvogskirkju. Stjórnandi: Oddný Þorsteinsdóttir. Flautuleikur: Guðlaug Ásgeirs- dóttir. Organisti: Guðlaugur Vikt- orsson. Jólastund fjölskyld- unnar í Hjallakirkju Á AÐFANGADAG kl. 16 verður bryddað upp á þeirri nýjung í Hjalla- kirkju í Kópavogi að bjóða upp á stund fyrir börnin auk hefðbundins aftansöngs kl. 18. Á jólastundinni verður tendrað á síðasta aðventukertinu, sungnir jóla- sálmar, börn úr kirkjustarfinu í Lindaskóla, LLL, leika og syngja jólaguðspjallið og gestur frá himn- um kemur í heimsókn. Í lok stund- arinnar fá börnin örlítinn jólaglaðn- ing frá kirkjunni. Jólastund fjölskyldunnar verður í senn hátíð- leg og fjörug, tilvalinn kostur fyrir fólk með ung börn og eldri börn sem eiga erfitt með að bíða þar til klukk- an slær sex. Verið hjartanlega vel- komin. Leiðsögn til skilnings á helgihaldi SÉRA Jürgen Jamin býður einu sinni í mánuði upp á leiðsögn til skilnings á helgihaldi (litúrgíu) kirkjunnnar og mikilvægi heilagrar messu í lífi okkar, í safnaðarheimili Kristskirkju við Hávallagötu 16. Næsti fundur verður mánudaginn 7. janúar næstkomandi og hefst kl. 20.00. Þátttaka er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Guðsþjónusta í Holts- búð og Garðakirkja opin á aðfangadag GARÐAKIRKJA í Garðabæ verður opin fyrir gesti og gangandi á að- fangadag jóla frá klukkan 13.00– 16.00. Margir eiga erindi í kirkju- garðinn þennan dag til að vitja leiða sinna nánustu og geta þeir og aðrir sem leið eiga um sest niður og átt hljóða stund í kirkjunni áður en há- tíðin er hringd inn. Á jóladag verður guðsþjónusta í Dvalarheimilinu Holtsbúð, Garða- Helgihald á jólum í Grafarvogskirkju Kirkjustarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.