Morgunblaðið - 23.12.2001, Page 35
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 35
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu milli landa
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóriBlómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek-
ið við bænarefnum alla virka daga frá kl.
9–17 í síma 587-9070.
Kristileg skólahreyfing. Almenn samvera í
Friðrikskapellu á Valsvelli kl. 23.30. Jóla-
söngvar, jólasaga, ljóðalestur, einleikur á
flautu og kórsöngur.
SÍK. Almenn samkoma í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58, á annan í jólum kl.
20.30. Sr. Arngrímur Jónsson prédikar. All-
ir innilega velkomnir.
Vegurinn. Engin samkoma í dag, sunnu-
dag, en á morgun, aðfangadag, er hátíð-
arsamkoma kl. 17. Allir hjartanlega vel-
komnir. Föstudaginn 28. des. verður
lofgjörðarsamkoma kl. 20.30 sem er öll-
um opin.
Safnaðarstarf
FRÉTTIR
! "
!! " #!
! $
!
"
#$$
! " #$
%&! #$ '(
() * !'(
+ ,$
- '(
. '(
+ (
%"/0 + (
(%!%/0
Kæri Gunni.
Það er furðuleg tilfinning að þurfa
að kveðja þig núna, svona snöggt.
Þér hefur verið ætlað nýtt hlutverk
og er það greinilegt að eitthvað mik-
ið er í gangi þarna uppi, fyrst þú ert
kallaður upp. Ætli Guð og englarnir
standi ekki í endurbótum á hýbýlum
sínum. Nú á að breyta og bæta í
himnaríki og þá hefur vantað einn
pottþéttan. Ekta fagmann sem kann
allt og getur allt.
Mikið eigum við Andri eftir að
sakna þess að hitta þig ekki þegar
okkur dettur í hug að líta inn. Hvort
sem það var á sunnudagsmorgni eða
GUNNAR
HILMARSSON
✝ Gunnar Hilmars-son fæddist á Ak-
ureyri 3. júní 1954.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Landspít-
alans í Fossvogi 16.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Hafnar-
fjarðarkirkju 21.
desember. Vegna
mistaka í vinnslu
birtum við greinina
aftur og biðjum hlut-
aðeigandi afsökunar
á mistökunum.
við birtumst óvænt um
kvöldmatartímann,
alltaf var okkur jafnvel
tekið, hlaupið út í bak-
arí og keyptar morg-
unkræsingar eða við
fengum ekki að fara
heim fyrr en við værum
búin að borða kvöld-
mat. Umhyggjan sem
þú barst fyrir öðrum
leyndi sér heldur ekki
og er mér minnisstætt
eitt atvik þegar þú
hafðir frétt af því að við
værum á leiðinni í
heimsókn, þá dreifstu
þig út í búð að kaupa hlið og varst á
fullu að setja það upp þegar við kom-
um, þér fannst það nú alveg ómögu-
legt ef Andri tæki upp á því að detta
niður stigann.
Elsku Gunni, ég þakka þér fyrir
alla hjálpina, góðmennskuna og kær-
leikann sem þú hefur sýnt mér og
Andra í gegnum tíðina. Takk fyrir
allar góðu stundirnar.
Elsku Inga, Hilmar, Ólöf, Kristín
og Karen, ég votta ykkur mína
dýpstu samúð og bið góðan Guð að
styrkja okkur á þessum erfiðu tím-
um.
Íris.
bæ, kl. 15.15. Félagar úr Kór Vídal-
ínskirkju leiða almennan safn-
aðarsöng. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Við athöfnina þjóna
Nanna Guðrún Zoëga djákni og sr.
hans Markús Hafsteinsson.
Guðsþjónusta verður í Bessa-
staðakirkju á jóladag kl. 14. Kór
kirkjunnar, Álftaneskórinn, syngur í
hálftíma á undan athöfninni. Ingi-
björg Guðjónsdóttir syngur einsöng
í athöfninni og Kristjana Helgadótt-
ir leikur á þverflautu. Prestarnir.
Beinar útsendingar
á Netinu frá
Bústaðakirkju
BÚSTAÐAKIRKJA kom á síðasta
ári til móts við óskir þúsunda Íslend-
inga fjarri heimahögunum með
beinum útsendingum á Netinu á
www.kirkja.is og mæltist útsend-
ingin svo vel fyrir að þúsundir fylgd-
ust með. Ákveðið hefur verið að
senda út jóla- og áramótaguðsþjón-
ustur frá Bústaðakirkju um kom-
andi jól og áramót í samvinnu við
Línu.net, Orkuveitu Reykjavíkur og
Öryggismiðstöð Íslands.
Guðsþjónusturnar sem verða
fluttar í beinni útsendingu eru:
Aðfangadagur 24. desember kl.
11.00: Barnamessa með léttu sniði
þar sem þau yngri koma saman og
syngja jólalögin. Tónlist flutt af ung-
mennum undir stjórn Pálma Sig-
urhjartarsonar.
Kl. 18:00: Aftansöngur – Kirkju-
kór og Barna- og Bjöllukórar sjá um
tónlist. Fyrir athöfnina flytja félagar
úr Kirkjukórnum jólalög ásamt
hljóðfæraleikurum. Organisti verð-
ur Guðmundur Sigurðsson.
Jóladagur 25. desember kl. 14:00.
Hátíðarguðsþjónusta – Einsöngvari
verður Jóhann Friðgeir Valdimars-
son og Daði Kolbeinsson leikur á
óbó. Félagar úr Kirkjukór syngja
jólalög fyrir athöfn. Organisti verð-
ur Guðmundur Sigurðsson.
Annar dagur jóla, 26. desember,
kl. 14:00: Fjölskylduguðsþjónusta –
tónlist í umsjá Stúlkna- og Barna-
kóra Bústaðakirkju. Stjórnandi er
Jóhanna Þórhallsdóttir. Organisti
Guðmundur Sigurðsson og ein-
söngvari Sigurjón Jóhannesson.
ÚTSKRIFAÐIR voru 35 nemendur
frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ
í síðustu viku, 34 með stúdentspróf
og einn með verslunarpróf. Flestir
eru af hagfræðibraut eða 13, sjö af
náttúrufræðibraut, sex af fé-
lagsfræðibraut, fjórir af mynd-
mennta- og handíðabraut, þrír af
málabraut og einn af íþróttabraut.
Dúx skólans var Fanney Daní-
elsdóttir af náttúrufræðibraut og
með lokapróf af uppeldisbraut.
Hlaut hún einnig viðurkenningu
fyrir ágætan árangur í líffræði,
efnafræði og íslensku. Alda Æg-
isdóttir fékk viðurkenningu fyrir
flestar námseiningar, 166 en 140
einingar þarf til að ljúka stúdents-
prófi. Þá hlutu Sigríður María Ró-
bertsdóttir verðlaun fyrir árangur
í tölvufræði, Lilja Kjalarsdóttir í
efnafræði og Daníel Snæbjörnsson
í sögu. Daníel og Sigríður María
hlutu einnig viðurkenningu fyrir
frábæra skólasókn ásamt Nönnu
Jónsdóttur.
Þorsteinn Þorsteinsson skóla-
meistari ræddi um hlutverk skól-
ans í ræðu við útskriftina sem
hann sagði vera hefðbundinn bók-
námsskóla. Auk þess væri lögð
áhersla á öfluga listnámsbraut og
hagnýtar brautir tengdar starfs-
námi. Hann beindi og orðum sín-
um til nemenda á kveðjustund,
hvatti þá til að vega og meta gildi
orða og mála óblindaða af vana-
bundinni hugsun. Sagði hann
gagnrýna hugsun mikilvæga í lýð-
ræðisþjóðfélagi.
Morgunblaðið/Sverrir
Alls voru 35 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum í Garða-
bæ, 34 með stúdentspróf og einn með verslunarpróf. Á myndinni er Þor-
steinn Þorsteinsson skólameistari í ræðustól.
35 útskrifaðir frá
Fjölbrautaskólan-
um í Garðabæ
VEÐUR
mbl.is
MENNINGARDAGSKRÁ til
styrktar Rakel Maríu Björnsdóttur
á Þórustöðum í Önundarfirði verður
haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
á Þorláksmessu. Rakel, sem fæddist
í mars á þessu ári, greindist með
hjartagalla og hefur tvívegis þurft að
fara til Boston í Bandaríkjunum til
að leita lækninga.
Meginþema dagskrárinnar er
upplestur á Jóladraumi Charles
Dickens í flutningi Elfars Loga
Hannessonar. Einnig verður boðið
upp á dans- og söngatriði nemenda í
Tónlistarskóla Ísafjarðar og Grunn-
skóla Ísafjarðar. Þá mun söngfélagið
í Neðsta flytja jólalög. Að lestri lokn-
um verður haldin lítil jólatrés-
skemmtun og hefur Hurðaskellir lof-
að að koma í heimsókn með
sérstakan leynigest. Lestur sögunn-
ar hefst klukkan 11 og stendur til 15.
Enginn aðgangseyrir er að dag-
skránni. Opnaður hefur verið söfn-
unarreikningur til styrktar Rakel
Maríu númer 1128-05-314 í Spari-
sjóði Vestfjarða á Ísafirði.
Dagskrá til
styrktar
veikri stúlku
RADISSON SAS-hótelin á Íslandi
ákváðu að senda ekki hefðbundin
jólakort í ár heldur verja þeirri
fjárhæð sem þannig sparaðist til að
styrkja félagið Einstök börn. Þetta
er í fyrsta sinn sem Radisson SAS-
hótelin hafa þennan háttinn á. Ein-
stök börn er félag sem var stofnað
árið 1997 til stuðnings börnum með
sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma.
Radisson SAS-hótelin
styrkja Einstök börn Styrkur frá Íslandsbanka
Í Morgunblaðinu í gær var sagt,
að Íslandsbanki hefði fjármagnað
tækjabúnað og annað á nýrri barna-
biðstofu á slysa- og bráðamóttöku
Landspítala – háskólasjúkrahúss í
Fossvogi. Hið rétta er að bankinn
veitti styrk í þessu skyni.
LEIÐRÉTT