Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 23.12.2001, Qupperneq 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 35 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Stapahrauni 5, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóriBlómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Kristileg skólahreyfing. Almenn samvera í Friðrikskapellu á Valsvelli kl. 23.30. Jóla- söngvar, jólasaga, ljóðalestur, einleikur á flautu og kórsöngur. SÍK. Almenn samkoma í Kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58, á annan í jólum kl. 20.30. Sr. Arngrímur Jónsson prédikar. All- ir innilega velkomnir. Vegurinn. Engin samkoma í dag, sunnu- dag, en á morgun, aðfangadag, er hátíð- arsamkoma kl. 17. Allir hjartanlega vel- komnir. Föstudaginn 28. des. verður lofgjörðarsamkoma kl. 20.30 sem er öll- um opin. Safnaðarstarf FRÉTTIR                              ! "       !! " #! !    $                                                         !       "   #$$  ! " #$ %&!   #$ '( () * !'( + ,$  -  '( .  '( +    ( %"/0  + ( (%!%/0 Kæri Gunni. Það er furðuleg tilfinning að þurfa að kveðja þig núna, svona snöggt. Þér hefur verið ætlað nýtt hlutverk og er það greinilegt að eitthvað mik- ið er í gangi þarna uppi, fyrst þú ert kallaður upp. Ætli Guð og englarnir standi ekki í endurbótum á hýbýlum sínum. Nú á að breyta og bæta í himnaríki og þá hefur vantað einn pottþéttan. Ekta fagmann sem kann allt og getur allt. Mikið eigum við Andri eftir að sakna þess að hitta þig ekki þegar okkur dettur í hug að líta inn. Hvort sem það var á sunnudagsmorgni eða GUNNAR HILMARSSON ✝ Gunnar Hilmars-son fæddist á Ak- ureyri 3. júní 1954. Hann lést á gjör- gæsludeild Landspít- alans í Fossvogi 16. desember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 21. desember. Vegna mistaka í vinnslu birtum við greinina aftur og biðjum hlut- aðeigandi afsökunar á mistökunum. við birtumst óvænt um kvöldmatartímann, alltaf var okkur jafnvel tekið, hlaupið út í bak- arí og keyptar morg- unkræsingar eða við fengum ekki að fara heim fyrr en við værum búin að borða kvöld- mat. Umhyggjan sem þú barst fyrir öðrum leyndi sér heldur ekki og er mér minnisstætt eitt atvik þegar þú hafðir frétt af því að við værum á leiðinni í heimsókn, þá dreifstu þig út í búð að kaupa hlið og varst á fullu að setja það upp þegar við kom- um, þér fannst það nú alveg ómögu- legt ef Andri tæki upp á því að detta niður stigann. Elsku Gunni, ég þakka þér fyrir alla hjálpina, góðmennskuna og kær- leikann sem þú hefur sýnt mér og Andra í gegnum tíðina. Takk fyrir allar góðu stundirnar. Elsku Inga, Hilmar, Ólöf, Kristín og Karen, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið góðan Guð að styrkja okkur á þessum erfiðu tím- um. Íris. bæ, kl. 15.15. Félagar úr Kór Vídal- ínskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Organisti Jóhann Baldvinsson. Við athöfnina þjóna Nanna Guðrún Zoëga djákni og sr. hans Markús Hafsteinsson. Guðsþjónusta verður í Bessa- staðakirkju á jóladag kl. 14. Kór kirkjunnar, Álftaneskórinn, syngur í hálftíma á undan athöfninni. Ingi- björg Guðjónsdóttir syngur einsöng í athöfninni og Kristjana Helgadótt- ir leikur á þverflautu. Prestarnir. Beinar útsendingar á Netinu frá Bústaðakirkju BÚSTAÐAKIRKJA kom á síðasta ári til móts við óskir þúsunda Íslend- inga fjarri heimahögunum með beinum útsendingum á Netinu á www.kirkja.is og mæltist útsend- ingin svo vel fyrir að þúsundir fylgd- ust með. Ákveðið hefur verið að senda út jóla- og áramótaguðsþjón- ustur frá Bústaðakirkju um kom- andi jól og áramót í samvinnu við Línu.net, Orkuveitu Reykjavíkur og Öryggismiðstöð Íslands. Guðsþjónusturnar sem verða fluttar í beinni útsendingu eru: Aðfangadagur 24. desember kl. 11.00: Barnamessa með léttu sniði þar sem þau yngri koma saman og syngja jólalögin. Tónlist flutt af ung- mennum undir stjórn Pálma Sig- urhjartarsonar. Kl. 18:00: Aftansöngur – Kirkju- kór og Barna- og Bjöllukórar sjá um tónlist. Fyrir athöfnina flytja félagar úr Kirkjukórnum jólalög ásamt hljóðfæraleikurum. Organisti verð- ur Guðmundur Sigurðsson. Jóladagur 25. desember kl. 14:00. Hátíðarguðsþjónusta – Einsöngvari verður Jóhann Friðgeir Valdimars- son og Daði Kolbeinsson leikur á óbó. Félagar úr Kirkjukór syngja jólalög fyrir athöfn. Organisti verð- ur Guðmundur Sigurðsson. Annar dagur jóla, 26. desember, kl. 14:00: Fjölskylduguðsþjónusta – tónlist í umsjá Stúlkna- og Barna- kóra Bústaðakirkju. Stjórnandi er Jóhanna Þórhallsdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson og ein- söngvari Sigurjón Jóhannesson. ÚTSKRIFAÐIR voru 35 nemendur frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í síðustu viku, 34 með stúdentspróf og einn með verslunarpróf. Flestir eru af hagfræðibraut eða 13, sjö af náttúrufræðibraut, sex af fé- lagsfræðibraut, fjórir af mynd- mennta- og handíðabraut, þrír af málabraut og einn af íþróttabraut. Dúx skólans var Fanney Daní- elsdóttir af náttúrufræðibraut og með lokapróf af uppeldisbraut. Hlaut hún einnig viðurkenningu fyrir ágætan árangur í líffræði, efnafræði og íslensku. Alda Æg- isdóttir fékk viðurkenningu fyrir flestar námseiningar, 166 en 140 einingar þarf til að ljúka stúdents- prófi. Þá hlutu Sigríður María Ró- bertsdóttir verðlaun fyrir árangur í tölvufræði, Lilja Kjalarsdóttir í efnafræði og Daníel Snæbjörnsson í sögu. Daníel og Sigríður María hlutu einnig viðurkenningu fyrir frábæra skólasókn ásamt Nönnu Jónsdóttur. Þorsteinn Þorsteinsson skóla- meistari ræddi um hlutverk skól- ans í ræðu við útskriftina sem hann sagði vera hefðbundinn bók- námsskóla. Auk þess væri lögð áhersla á öfluga listnámsbraut og hagnýtar brautir tengdar starfs- námi. Hann beindi og orðum sín- um til nemenda á kveðjustund, hvatti þá til að vega og meta gildi orða og mála óblindaða af vana- bundinni hugsun. Sagði hann gagnrýna hugsun mikilvæga í lýð- ræðisþjóðfélagi. Morgunblaðið/Sverrir Alls voru 35 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum í Garða- bæ, 34 með stúdentspróf og einn með verslunarpróf. Á myndinni er Þor- steinn Þorsteinsson skólameistari í ræðustól. 35 útskrifaðir frá Fjölbrautaskólan- um í Garðabæ VEÐUR mbl.is MENNINGARDAGSKRÁ til styrktar Rakel Maríu Björnsdóttur á Þórustöðum í Önundarfirði verður haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á Þorláksmessu. Rakel, sem fæddist í mars á þessu ári, greindist með hjartagalla og hefur tvívegis þurft að fara til Boston í Bandaríkjunum til að leita lækninga. Meginþema dagskrárinnar er upplestur á Jóladraumi Charles Dickens í flutningi Elfars Loga Hannessonar. Einnig verður boðið upp á dans- og söngatriði nemenda í Tónlistarskóla Ísafjarðar og Grunn- skóla Ísafjarðar. Þá mun söngfélagið í Neðsta flytja jólalög. Að lestri lokn- um verður haldin lítil jólatrés- skemmtun og hefur Hurðaskellir lof- að að koma í heimsókn með sérstakan leynigest. Lestur sögunn- ar hefst klukkan 11 og stendur til 15. Enginn aðgangseyrir er að dag- skránni. Opnaður hefur verið söfn- unarreikningur til styrktar Rakel Maríu númer 1128-05-314 í Spari- sjóði Vestfjarða á Ísafirði. Dagskrá til styrktar veikri stúlku RADISSON SAS-hótelin á Íslandi ákváðu að senda ekki hefðbundin jólakort í ár heldur verja þeirri fjárhæð sem þannig sparaðist til að styrkja félagið Einstök börn. Þetta er í fyrsta sinn sem Radisson SAS- hótelin hafa þennan háttinn á. Ein- stök börn er félag sem var stofnað árið 1997 til stuðnings börnum með sjaldgæfa alvarlega sjúkdóma. Radisson SAS-hótelin styrkja Einstök börn Styrkur frá Íslandsbanka Í Morgunblaðinu í gær var sagt, að Íslandsbanki hefði fjármagnað tækjabúnað og annað á nýrri barna- biðstofu á slysa- og bráðamóttöku Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hið rétta er að bankinn veitti styrk í þessu skyni. LEIÐRÉTT
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.