Morgunblaðið - 23.12.2001, Page 39

Morgunblaðið - 23.12.2001, Page 39
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 39 Hann er sjötugur í dag, hann einkavinur minn, hann Benedikt Örn Árnason, leikari og leikstjóri, og finnst mér tilhlýðilegt af mér að segja um hann nokkur orð af því tilefni. Benedikt ólst upp hér í Reykjavík og að loknu stúdentsprófi 1951 hélt hann til leik- listarnáms við Central School of Speech and Drama í London og lauk þaðan prófi árið 1954. Frá þessum skóla hafa útskrifast margir af þekktustu leikurum og leikstjórum á enska tungu og myndaði Benedikt vináttu- bönd á þessu árum í London sem hafa varað æ síðan. Eftir að hann kom heim frá námi réðst hann fyrst til Leikfélags Reykjavíkur og lék þar nokkur hlut- verk, en síðan kom hann til starfa við Þjóðleikhúsið í fyrstu sem leikari en fljótlega náði áhugi hans á leikstjórn undirtökunum og starfaði hann eftir það nær eingöngu sem aðalleikstjóri Þjóðleikhússins og hefur hann leik- stýrt þar 52 verkefnum auk þeirra verkefna þar sem hann var aðstoð- arleikstjóri. Enginn annar leikstjóri hefur leikstýrt jafnmörgum verkefn- um við Þjóðleikhúsið og Benedikt Árnason og er verkefnalisti hans þar sem leikstjóra svo glæsilegur að ekki verður komist hjá því að birta hann hér: 1957: Litli kofinn e. André Rousin 1960: Hjónaspil e. Thornton Wilder 1960: Ást og stjórnmál e. Terence Rattigan 1960: Nashyrningarnir e Eugene Ionesco 1962: Húsvörðurinn e. Harold Pinter 1962: Gestagangur e. Sigurð A. Magnússon 1963: Hamlet e. William Shake- speare 1963: Táningaást e. Ernst Bruun Olsen 1964: Forsetaefnið e. Guðmund Steinsson 1965: Sköllótta söngkonan e. Eugene Ionesco 1965: Nöldur e. Gustav Wied 1965: Eftir syndafallið e. Arthur Miller 1965: Endasprettur e. Peter Ustinov 1966: Ferðin til skugganna grænu e. Finn Methling 1966: Loftbólur e. Birgi Eng- ilberts 1967: Eins og þér sáið e. Matthías Johannessen 1967: Jón gamli, e. Matthías Johannessen 1967: Hornakórallinn e. Odd Björnsson 1967: Galdra-Loftur e. Jóhann Sigurjónsson 1967: Þrettándakvöld e. William Shakespeare 1968: Vér morðingjar e. Guðmund Kamban 1968: Delerium Búbónis e. Jónas og Jón Múla Árnasyni 1969: Fiðlarinn á þakinu e. Stein og Bock 1969: Fjaðrafok e. Matthías Johannessen 1970: Mörður Valgarðsson, e. Jóhann Sigurjónsson 1970: Malkolm litli, e. David- Halliwell BENEDIKT ÁRNASON 1971: Svartfugl e. Gunnar Gunn- arsson/Örnólf Árnason 1972: Glókollur e. Magnús Á. Árna- son 1972: Ósigur e. Birgi Engilberts 1972: Hversdags- draumur e. Birgi Engilberts 1973: Lausnargjaldið e. Agnar Þórð- arson 1977: Meistarinn e. Odd Björnsson 1977: Fröken Margrét e. Roberto Athayde 1978: Káta ekkjan e. Franz Lehár 1978: Heims um ból e. Harold Mu- eller 1979: Gamaldags kómedía e. Aleksei Arbuzov 1979: Leiguhjallur e. Tennessee Williams 1980: Vert’ekki nakin á vappi e. Georges Feydeau 1981: Líkaminn – annað ekki e. James Saunders 1981: Hótel Paradís e. Georges Feydeau 1982: Kisuleikur e. Istvan Örkény 1983: Cavalleria Rusticana e. Mascagni 1983: Tyrkja-Gudda e. Jakob Jónsson frá Hrauni 1984: Gæjar og píur e. Losser, Burrows og Swerling 1985: Chicago e. Fosse, Ebb og Kander 1985: Með vífið í lúkunum e. Ray Cooney 1986: Helgispjöll e. Peter Nichols 1987: Hallæristenór e. Ken Ludwig 1987: Vesalingarnir – Les Miser- ables e. Boubilil og Schön- berg 1989: Háskaleg kynni e. Christ- opher Hampton 1989: Oliver e. Lionel Bart 1991: Söngvaseiður e. Rodgers og Hammerstein Á þessum lista eru eingöngu nefnd þau verk sem hann leikstýrði í Þjóð- leikhúsinu, auk þessa leikstýrði hann mörgum verkum í sjónvarpi (m.a. fyrsta leikritinu sem íslenska sjón- varpið tók til sýninga sem var Jón gamli eftir Matthías Johannessen), ótal leikritum í útvarpi auk leikrita sem hann setti upp fyrir aðra aðila hérlendis og erlendis. Þá var hann aðstoðarleikstjóri í nokkrum kvik- myndum m.a. Rauðu skikkjunni og 79 af stöðinni, en það var fyrir hans tilverknað og milligöngu að Edda- film og ASA-film frá Danmörku ákváðu að vinna þetta verkefni sem markaði tímamót á sínum tíma í gerð íslenskra kvikmynda. Benedikt hefur leikið nokkur hlut- verk í kvikmyndum og hefur leikur hans í þeim vakið töluverða athygli, má þar m.a. nefna „Okkar á milli“ og „Myrkrahöfðingjann“. Þegar Benedikt kom til landsins kom hann með nýja strauma inn í leiklistina í landinu. Hann var með nýjar hugmyndir og djarfar og þótti mörgum of langt gengið þegar hann hvatti til þess og hafði milligöngu um að Þjóðleikhúsið tæki söngleik til sýninga. Úr varð að hann hafði sitt fram og var hann að- stoðarleikstjóri og raunar fram- kvæmdastjóri líka við uppfærsluna á „My Fair Lady“ árið 1962 sem sló í gegn og má segja að með þeirri upp- færslu hafi hafist nýtt skeið í ís- lensku leikhúsi og söngleikir eru nú og hafa um langt skeið verið með vin- sælustu verkefnum sem leikhúsin taka til sýninga, enda eru fá verkefni í leikhúsi sem gera eins miklar kröf- ur til listamannanna. Kynni okkar Benedikts hófust fljótlega eftir að hann kom til lands- ins frá námi en segja má að vinskap og vináttu okkar megi rekja til þess tíma er ég kom heim að loknu námi í Þýskalandi og lék í leikritinu Gesta- gangur eftir Sigurð A. Magnússon sem Benedikt leikstýrði í Þjóðleik- húsinu. Eftir þetta lék ég í mörgum verkefnum sem Benedikt leikstýrði á sviði Þjóðleikhússins og sömuleiðis í útvarpi og sjónvarpi. Það var æv- inlega mjög gaman að vinna með honum, gamansemi er honum svo eiginleg og hann lagði mjög mikla rækt við vinnu með leikaranum, að leikarinn fengi notið sín og sýnt hvað hann gæti. Enda hafa margir af okk- ar allra bestu og ástsælustu leikur- um unnið sína stærstu leiksigra und- ir hans stjórn og margir eru þeir leikarar sem hafa stigið sín fyrstu skref í leiklistinni undir hans leik- stjórn. Benedikt hefur aldrei verið hræddur við nýjungar og að reyna nýjar leiðir eða gefa ungum leikur- um tækifæri. Benedikt bar fyrstur fram þá hugmynd að Þjóðleikhúsið keypti fullkomið hljóðkerfi til þess að hljóðsetja mætti með því söng- leiki meðal annars og að allir aðal- leikarar gætu verið með hljóðnema, en þetta var þá einnig á byrjunar- stigi hvarvetna í leikhúsheiminum. Alls staðar þar sem söngleikir voru fluttir var vandamál að jafna styrk- inn milli leikara og hljómsveitar og oft heyrðist ekki söngurinn vegna þessa vandamáls, en hljóðkerfin leystu þetta. Úr varð eftir töluverða baráttu fyrir fjármagni að leikhúsið keypti þennan búnað og býr leikhús- ið að þessu enn þann dag í dag. Margt fleira mætti nefna sem Bene- dikt beitti sér fyrir innan leikhúss- ins, en ég læt þetta duga. Ég tel að forusta Benedikts í flutningi söng- leikja setji ennþá og eigi um langt skeið eftir að setja mark sitt á flutn- ing söngleikja hér og enn eru leik- húsin að ráða leikstjóra til starfa sem Benedikt fékk til liðs við sig sem dansstjóra fyrir nær tveimur áraug- um. Það er því byggt á þeim grunni sem Benedikt lagði og er það vel. Ég hefði viljað eyða þessum línum raunar frekar í að tíunda vináttu okkar Benedikts og persónuleg sam- skipti og allan þann stuðning og ein- drægni og hversu ráðhollur hann hefur verið mér í gegnum tíðina. En mér finnst bæði viðeigandi og nauð- synlegt að koma því á framfæri á þessum tímamótum í lífi hans hversu mikinn og stórbrotinn listamann hér er um að ræða og að við öll eigum honum svo margar og frábærar ánægjustundir að þakka og leiklistin í landinu mun njóta góðs af verkum hans um langa framtíð. Benedikt er fjórkvæntur og hefur skilið jafnoft en eiginkonur hans voru þær Erna Geirdal, Vala Krist- jánsson, Jill Brook og Agnes Löve. Benedikt hefur nú hafið sambúð við fyrstu eiginkonu sína aftur, en hún er búsett í Mexíkó svo segja má að þau Benedikt búi nú bæði hér og þar. Benedikt eignaðist tvo syni með Völu, þá Einar Örn og Árna, og eru barnabörnin orðin sex. Ég vil ljúka þessum orðum mínum með því að óska þess að við vinir hans og aðdáendur megum njóta hans um langa framtíð um leið og ég óska honum, fjölskyldu hans og vin- um til hamingju með daginn. Gísli Alfreðsson. Starfsfólk Kjöreignar óskar viðskipta- og landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári, þökkum viðskiptin. Starfsfólk fasteignasölunnar Foldar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali.        Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla       Magnús, Eysteinn, Jón Þór og Sigurður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.