Morgunblaðið - 23.12.2001, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
ALLIR kannast við söguna um
nýju fötin keisarans sem er stór-
kostleg kennslustund. Skraddarinn
spann gullna þræði, óf, sneið og
saumaði, og að lokum klæddi hann
keisarann í fötin. Þau voru af gulli
gerð, og svo fín að þau sáust ekki.
Síðan skyldi nú sýna þessi dásam-
legu föt. Hrifningin var auðvitað í
samræmi við allt það gull sem í
þau fóru, þangað til barnið segir
„hann er ekki í neinu, hann er ekki
í neinu“, segir litla barnið sem
enginn getur blekkt.
Nú eignuðumst við klæðskera,
mikilsvirtan að sjálfsögðu. Hann
spann, óf og saumaði, klæddi síðan
hálendið gulli. Gullið sem hann
fékk frá okkur skattborgurum,
með aðstoð fjölmiðla í eign þjóð-
arinnar, án leyfis okkar skattborg-
aranna. Þetta var mikið verk, þótt
íslenska hálendið sé ekki stórt.
Hann þurfti hirðsveina og hirð og
að sjálfsögðu heila þjóð og útlend-
inga til að skoða þessa dásemd. Og
litu síðan yfir það sem þeir höfðu
gert, og sjá, það var harla gott. Nú
var hægt að fá sér dans, dans á
rósum. „Í dag er ég glaður, og í
dag vil ég gefa, demanta, perlur og
skínandi gull.“ Þessar perlur voru
sungnar í eyru mér, rétt í þessu.
Ekki vantaði rausnarskapinn, hvað
var skraddarinn okkar að gefa?
Hann var að gefa íslensku þjóðinni
gjafir sem hann átti ekki. Hvað
gerði skraddari keisarans við gull-
ið? Hann stakk því í vasann. Hvað
varð af gullinu okkar? Geta landar
mínir giskað á það?
Nei, orkan lætur ekki að sér
hæða, þessi orka sem við eigum
svo mikið af. Orkan er alltaf að
minna á sig svo eftirminnilega,
með skriðuföllum, vatnavöxtum,
eldgosum og vindum. „Hörðum
vindum sem þjóðin þarf á að
halda,“ sagði skáldið Hannes Haf-
stein. Það vildi ég að yrði ærlegt
regn, eða þá stormur á Kaldadal,
vindar sem barnshendi á kinn þess
sem það elskar. Nú er komið á
daginn að öll stóröfl eru að segja
okkur að við eigum ekki að nýta
orkuna, í staðinn á að nýta hálend-
ið til útivistar, nánar tiltekið til
ferðaþjónustu fyrir útlendinga.
Það hefur aldrei komið fram,
hvernig á að sýna þetta fallega há-
lendi. Það birtist í Dagblaðinu fyr-
ir ekki alllöngu grein, þar sem
Eyjabakkarnir voru til umræðu,
hann var ekki lengi að leysa vand-
ann sá sem þar skrifaði. Það var
bara að leggja gangstíg í kringum
Eyjabakkana, hvernig átti að fara
að því kom nú ekki fram, orðin ein.
Loftkastali. Hann fauk út í veður
og vind. Á þennan veg eru rökin,
sem komið hafa fram í umræðum
um Afl fyrir austan, og virkjunar-
framkvæmdir í því sambandi.
Nú er aðeins eitt eftir, það er
lónið sem á að koma við Kára-
hnjúka. Það er nú ekki stærra á
heimskortinu en það, að það þyrfti
stækkunargler til að sjá það. Ótrú-
legt. Þessi lægð myndi ekki rúma
þau tár sem falla í dag frá þeim
litlu börnum sem eru að deyja úr
hungri í heiminum í dag. Er þessi
litli blettur of stór fórn ef við Ís-
lendingar gætum bætt þar eitt-
hvað um, með orkuveri sem fram-
leiðir orku, orku sem við eigum
nóg af og getum ekki án verið?
Við getum talað um raskið sem
er óhjákvæmilegt við gerð lónsins.
Sannleikurnn er sá að þegar stífl-
an hefur verið gerð sendir orkan
okkur allsnarpan vind sem sléttar
yfir allt, þá er allt komið í það horf
sem hálendið vill hafa. Svo gæti nú
farið að myndaðist gróður í kring-
um lónið, í rakanum frá því. Kragi,
samkvæmt nýjustu tísku til að
gera gys að prjálinu sem er að
kollríða þjóðfélaginu í dag. Há-
lendið lætur ekki að sér hæða,
„gat ei nema Guð og eldur, gert
svo dýrlegt furðuverk“.
SÖLVI ÓLASON,
Uppsölum, Fáskrúðsfirði.
Nýju fötin keisarans
Frá Sölva Ólasyni:
NÚ þegar Færeyingar og Græn-
lendingar hafa í huga að segja skilið
við yfirráð Dana, hvarflar að mér,
undirrituðum, að þessi tvö lönd og
Ísland, geri með sér landabandalag
þessara norðvesturlanda. Það liggur
í eðli sínu ljóst fyrir að um fráskilnað
verði frá Dönum.
Margt kemur til. Til dæmis
ákvörðun Grænlendinga nú nýverið
um að nota Keflavíkurflugvöll sem
millilendingarflughöfn fyrir land
þeirra og svo hitt, sem kemur einnig
til greina, að það er hafnaraðstaða á
Íslandi fyrir grænlensk skip vegna
íss með ströndum fram á Grænlandi
– og sem inn- og útflutningshafnir.
Ég tel að við ættum strax að tengj-
ast þessum löndum nánari böndum.
Íslendingar hafa m.a. stundað fisk-
veiðar við vesturströnd Afríku, svo
sem í Namibíu í góðri samvinnu við
heimamenn. Sjálfir hafa Færeyingar
stundað úthafsveiðar á fjarlægum
miðum öldum saman, á Íslandsmið-
um, við Grænland og Nýfundnaland
og nú að síðustu á miðum við Suður-
Aríkuströnd. Með Atlantshafsflota
okkar og þeirra Færeyinga, mynd-
um við sameiginlega geta stundað
fiskveiðar og fiskvinnslu enn víðar
og verið í fararbroddi á þessu sviði í
heiminum.
Annað mál er svo, sem er aðalhug-
mynd þessara skrifa, að þessar þjóð-
ir stofni með sér landabandalag á
víðtæku sviði atvinnulífs, fjármála og
framfara. Íslendingar gætu haft með
höndum sameiginleg utanríkismál
þessara landa á alþjóðavettvangi.
Svo er talið að gull finnist á Græn-
landi og Ísland verður frumkvöðull í
vetnisframleiðslu. Ekki yrði það
síðra ef olía eða gas fyndist á Græn-
landi og Íslandi eins og í Færeyjum.
Þá verða þessi þrjú lönd stórauðug,
er fram líða stundir.
Þessi lönd myndu svo sameigin-
lega öðlast sterka stöðu innan
NATO. Þetta myndi verða fámennt
en víðáttumikið „stórveldi“ að um-
fangi í góðri samvinnu við vina-
þjóðina Dani.
PÁLL HANNESSON,
Ægisíðu 86,
Reykjavík.
Ísland, Grænland
og Færeyjar
Frá Páli Hannessyni: