Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 45

Morgunblaðið - 23.12.2001, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 45 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð félagslynd og fram- sækin og því vel til forystu fallin. Munið að þolinmæði þrautir vinnur allar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið munuð njóta góðs af ein- hverju og ættuð þá ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Látið gott af ykkur leiða, þannig öðæast líf ykkar fyllingu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur býðst einstakt tæki- færi sem freistar ykkar svo þið skuluð leggja ykkur alla fram um að grípa það. Leitið liðsinnis félaganna, ef með þarf. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hlustið á góðra vina ráð og munið að frelsið er ekki alltaf dýru verði keypt, þótt hvorki sé það ódýrt né sjálfsagt. Leyfið ykkur að njóta þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hafið hemil á tilfinningunum, þegar viðkvæm mál ber á góma og munið að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Lítið ekki til annarra um forystu mála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú kemur að því að þið fáið viðurkenningu fyrir viðleitni ykkar og hæfileika. Baðið ykkur í sviðsljósinu meðan það skín því þið eigið það skil- ið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þið séuð tilbúin að vera ein er ekki þar með sagt að þið hafið til þess þann stuðn- ing sem þið þurfið. Reynið að vinna ykkur skilning annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, látið það eftir ykkur. Verið líka viðbúin því að aðrir láti það eftir sér að koma ykkur á óvart. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Látið fólk sem talar í hálf- kveðnum vísum bara sigla sinn sjó því þið hafið annað og meira á ykkar könnu en að ráða heimskulegar gátur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ykkur verður ekkert úr verki ef þið ætlið að gera allt í einu. Haldið ró og reynið að vinna skipulega því þannig nýtist tíminn ykkur best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Lærið að treysta öðrum og fela þeim ábyrgð því annars getið þið ekki um frjálst höfuð strokið. Þið þurfið hvíld, hvað sem tautar og raular. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð með of mörg járn í eldinum og þurfið að koma lagi á hlutina og raða þeim eftir mikilvægi þeirra. Látið ekki ykkur sjálf sitja á hak- anum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hafið ekki áhyggjur þótt ekki hafi allir sömu skoðanir á áhugamálum ykkar. Það víkk- ar sjóndeildarhringinn að heyra aðrar hliðar mála. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Jólaósk 1907 Hin glaða hátíð blóm sín bindi í besta kransinn handa þjer, og æska, fegurð, fjör og yndi þig fái í jólaleik með sjer; og ef þú stjörnur átt að telja, þá óska jeg þú mætir tveim, sem hugur þinn og hjarta velja, og haldir jól í ljóma þeim. Þorsteinn Erlingsson. ÞVINGUN er til í ótal myndum, en yfirleitt koma að minnsta kosti tveir litir við sögu. Þó er hugsanlegt að þvinga spil- ara í einum lit. Bridshöf- undurinn Tim Burke greinir frá eftirfarandi spili í daglegu mótsblaði haustleikanna í Las Vegas og sér fyrir sér einlita þvingun á vestur: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD6 ♥ ÁG4 ♦ ÁD108 ♣Á87 Vestur Austur ♠ 104 ♠ 9752 ♥ 10853 ♥ 962 ♦ 5 ♦ G9763 ♣KG10642 ♣9 Suður ♠ ÁG83 ♥ KD7 ♦ K42 ♣D53 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand 3 lauf 6 grönd Allir pass Sagnhafi á ellefu slagi og helsta vonin til að byrja með liggur í tígultíunni. Fljótlega slokknar þó sá vonarneisti. Fyrsti slagur- inn er tekinn heima, síðan tveir efstu í tígli og vestur hendir laufi. Þá eru fjórir slagir teknir á spaða, tíg- uldrottningin og einn í viðbót á hjarta. Endastað- an verður þannig: Norður ♠ – ♥ Á ♦ – ♣Á87 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ 9 ♦ – ♦ G7 ♣KG106 ♣9 Suður ♠ ♥ 7 ♦ – ♣D53 Hjarta er spilað á ásinn. Ef vestur hendir laufsex- unni spilar sagnhafi næst litlu laufi frá báðum hönd- um, sem vestur verður að taka og spila frá lauf- kóngi. Svo kannski að vestur láti sér detta í hug að henda millispili í laufi, tíu eða gosa. En það dugir ekki. Sagnhafi spilar þá smáu laufi úr borði og leggur á níu austurs. Vestur tekur slaginn, en nú hefur myndast gaffall í borði – Á8 yfir G6. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. 26. des-ember nk. verður 75 ára Jóhannes Haraldur Proppé, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Hæðargarði 33, Reykjavík. Jóhannes og eiginkona hans, Unnur G. Proppé, eru stödd erlendis. 65 ÁRA afmæli. Ámorgun, 24. desem- ber, aðfangadag, er 65 ára Auðunn H. Jónsson, mat- sveinn, Seilugranda 8, Reykjavík. GULLBRÚÐKAUP. Á annan í jólum, 26. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Bergþóra Eide Eyjólfsdóttir og Pétur Kristjáns- son, Mávabraut 2, Keflavík. GULLBRÚÐKAUP. Nk. fimmtudag, 27. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Helga Jónas- dóttir og Jóhann Indriðason, Ljós- heimum 5, Reykja- vík. Í tilefni þessa og þess að þau áttu bæði 75 ára afmæli á árinu halda þau upp á daginn með fjöl- skyldu og vinum. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, Þorláksmessu, 23. desember, eiga 50 ára hjúskaparaf- mæli hjónin Hjördís Alda Ólafsdóttir og Guðmundur Skúla- son, húsasmíða- meistari, Seljalands- vegi 8, Ísafirði. Þau verða að heiman. 80 ÁRA afmæli. Á jóla-dag, 25. desember, verður áttræð Guðrún Jón- asdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Guðrún tekur á móti ættingjum og vinum föstudaginn 28. desembeftir kl. 16 í húsi KFUM&K við Holtaveg. 50 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 26. des. er fimmtugur Lárus Val- berg, Heimalind 2, Kópa- vogi. Hann og eiginkona hans, Guðný Rut Jónsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum á veitingastaðnum La Primavera, Austurstræti 9, á afmælisdaginn milli klukk- an 17 og 19. Opið í dag frá kl. 10-22, aðfangadag frá kl. 10-12 Gleðilega jólahátið! Engjateigi 5, sími 581 2141. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík Gleðileg jól Óskum viðskiptavinum okkar og landmönnum öllum gleðilegra jóla Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Eddufelli 2, sími 5571730 Bæjarlind 6, sími 5547030             

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.