Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.12.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 45 DAGBÓK Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þið eruð félagslynd og fram- sækin og því vel til forystu fallin. Munið að þolinmæði þrautir vinnur allar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þið munuð njóta góðs af ein- hverju og ættuð þá ekki gleyma þeim sem minna mega sín. Látið gott af ykkur leiða, þannig öðæast líf ykkar fyllingu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ykkur býðst einstakt tæki- færi sem freistar ykkar svo þið skuluð leggja ykkur alla fram um að grípa það. Leitið liðsinnis félaganna, ef með þarf. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hlustið á góðra vina ráð og munið að frelsið er ekki alltaf dýru verði keypt, þótt hvorki sé það ódýrt né sjálfsagt. Leyfið ykkur að njóta þess. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Hafið hemil á tilfinningunum, þegar viðkvæm mál ber á góma og munið að fæst orð bera minnsta ábyrgð. Lítið ekki til annarra um forystu mála. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Nú kemur að því að þið fáið viðurkenningu fyrir viðleitni ykkar og hæfileika. Baðið ykkur í sviðsljósinu meðan það skín því þið eigið það skil- ið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þið séuð tilbúin að vera ein er ekki þar með sagt að þið hafið til þess þann stuðn- ing sem þið þurfið. Reynið að vinna ykkur skilning annarra. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, látið það eftir ykkur. Verið líka viðbúin því að aðrir láti það eftir sér að koma ykkur á óvart. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Látið fólk sem talar í hálf- kveðnum vísum bara sigla sinn sjó því þið hafið annað og meira á ykkar könnu en að ráða heimskulegar gátur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Ykkur verður ekkert úr verki ef þið ætlið að gera allt í einu. Haldið ró og reynið að vinna skipulega því þannig nýtist tíminn ykkur best. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Lærið að treysta öðrum og fela þeim ábyrgð því annars getið þið ekki um frjálst höfuð strokið. Þið þurfið hvíld, hvað sem tautar og raular. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þið eruð með of mörg járn í eldinum og þurfið að koma lagi á hlutina og raða þeim eftir mikilvægi þeirra. Látið ekki ykkur sjálf sitja á hak- anum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hafið ekki áhyggjur þótt ekki hafi allir sömu skoðanir á áhugamálum ykkar. Það víkk- ar sjóndeildarhringinn að heyra aðrar hliðar mála. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Jólaósk 1907 Hin glaða hátíð blóm sín bindi í besta kransinn handa þjer, og æska, fegurð, fjör og yndi þig fái í jólaleik með sjer; og ef þú stjörnur átt að telja, þá óska jeg þú mætir tveim, sem hugur þinn og hjarta velja, og haldir jól í ljóma þeim. Þorsteinn Erlingsson. ÞVINGUN er til í ótal myndum, en yfirleitt koma að minnsta kosti tveir litir við sögu. Þó er hugsanlegt að þvinga spil- ara í einum lit. Bridshöf- undurinn Tim Burke greinir frá eftirfarandi spili í daglegu mótsblaði haustleikanna í Las Vegas og sér fyrir sér einlita þvingun á vestur: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ KD6 ♥ ÁG4 ♦ ÁD108 ♣Á87 Vestur Austur ♠ 104 ♠ 9752 ♥ 10853 ♥ 962 ♦ 5 ♦ G9763 ♣KG10642 ♣9 Suður ♠ ÁG83 ♥ KD7 ♦ K42 ♣D53 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand 3 lauf 6 grönd Allir pass Sagnhafi á ellefu slagi og helsta vonin til að byrja með liggur í tígultíunni. Fljótlega slokknar þó sá vonarneisti. Fyrsti slagur- inn er tekinn heima, síðan tveir efstu í tígli og vestur hendir laufi. Þá eru fjórir slagir teknir á spaða, tíg- uldrottningin og einn í viðbót á hjarta. Endastað- an verður þannig: Norður ♠ – ♥ Á ♦ – ♣Á87 Vestur Austur ♠ – ♠ – ♥ – ♥ 9 ♦ – ♦ G7 ♣KG106 ♣9 Suður ♠ ♥ 7 ♦ – ♣D53 Hjarta er spilað á ásinn. Ef vestur hendir laufsex- unni spilar sagnhafi næst litlu laufi frá báðum hönd- um, sem vestur verður að taka og spila frá lauf- kóngi. Svo kannski að vestur láti sér detta í hug að henda millispili í laufi, tíu eða gosa. En það dugir ekki. Sagnhafi spilar þá smáu laufi úr borði og leggur á níu austurs. Vestur tekur slaginn, en nú hefur myndast gaffall í borði – Á8 yfir G6. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson 75 ÁRA afmæli. 26. des-ember nk. verður 75 ára Jóhannes Haraldur Proppé, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Hæðargarði 33, Reykjavík. Jóhannes og eiginkona hans, Unnur G. Proppé, eru stödd erlendis. 65 ÁRA afmæli. Ámorgun, 24. desem- ber, aðfangadag, er 65 ára Auðunn H. Jónsson, mat- sveinn, Seilugranda 8, Reykjavík. GULLBRÚÐKAUP. Á annan í jólum, 26. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Bergþóra Eide Eyjólfsdóttir og Pétur Kristjáns- son, Mávabraut 2, Keflavík. GULLBRÚÐKAUP. Nk. fimmtudag, 27. desember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Helga Jónas- dóttir og Jóhann Indriðason, Ljós- heimum 5, Reykja- vík. Í tilefni þessa og þess að þau áttu bæði 75 ára afmæli á árinu halda þau upp á daginn með fjöl- skyldu og vinum. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, Þorláksmessu, 23. desember, eiga 50 ára hjúskaparaf- mæli hjónin Hjördís Alda Ólafsdóttir og Guðmundur Skúla- son, húsasmíða- meistari, Seljalands- vegi 8, Ísafirði. Þau verða að heiman. 80 ÁRA afmæli. Á jóla-dag, 25. desember, verður áttræð Guðrún Jón- asdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Guðrún tekur á móti ættingjum og vinum föstudaginn 28. desembeftir kl. 16 í húsi KFUM&K við Holtaveg. 50 ÁRA afmæli. Mið-vikudaginn 26. des. er fimmtugur Lárus Val- berg, Heimalind 2, Kópa- vogi. Hann og eiginkona hans, Guðný Rut Jónsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum á veitingastaðnum La Primavera, Austurstræti 9, á afmælisdaginn milli klukk- an 17 og 19. Opið í dag frá kl. 10-22, aðfangadag frá kl. 10-12 Gleðilega jólahátið! Engjateigi 5, sími 581 2141. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík Gleðileg jól Óskum viðskiptavinum okkar og landmönnum öllum gleðilegra jóla Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Eddufelli 2, sími 5571730 Bæjarlind 6, sími 5547030             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.