Morgunblaðið - 23.12.2001, Síða 52
FÓLK Í FRÉTTUM
52 SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞEYR er ein af helstu íslensku
sveitum og efalaust ein besta
sveitin sem pönkbylgjan gat af
sér. Hún starfaði árin 1979 til 1983
og naut nánast óttablandinnar
virðingar; þótti torræð bæði og
dulúðug og höfðaði sterkt til
þeirra sem vilja það „þungt“ og þá
í fleiri en einni merkingu.
Það hefur lengi verið rætt að
brýn þörf væri á endurútgáfu á
hljómdiski, líkt og gert hefur verið
með Purrk Pillnikk, Utangarðs-
menn, Fræbbblanna og fleiri önd-
vegisbönd frá þessum tíma.
Ástæða þess að ekkert hefur bólað
á stafrænum Þeysurum hefur legið
í því að segulbönd með frumupp-
tökum hafa verið glötuð í fjölda
ára. Þau komu blessunarlega í leit-
irnar á dögunum og nú er kominn
út diskur, þar sem safnað er sam-
an bestu lögunum af plötunum Ið-
ur til fóta (’81) og Mjötviður mær
(’81). Efni af Útfrymi, The Fourth
Reich, Lunaire o.fl. bíður því enn
útgáfu.
Haft var samband við Hilmar
Örn Hilmarsson, sem var einn
þeirra sem höfðu með þennan mik-
ilvæga fornleifauppgröft að gera.
Það var við hæfi að viðtalið færi
fram í gegnum rafpóst enda hafa
Þeysarar og þeirra menn löngum
þótt ferðast um á fleiri plönum en
í mannheimum:
Hvernig kom þessi útgáfa til?
„Það hefur reglulega verið talað
um endurútgáfur á Þeys-efni í ein-
hverri mynd, en eitthvað alltaf
orðið til þess að tefja framkvæmd-
ir. Þegar „masterarnir“ týndust
var t.d. gerð tilraun til að yfirfæra
efnið af hljómplötum sem virtist
lofa góðu, en svo gufuðu hljóm-
gæðin upp á einhvern dularfullan
hátt. Þá gerðust þau undur og
stórmerki að upprunalegu hljóð-
blandanirnar komu fram og við
héldum að nú væri eftirleikurinn
auðveldur. En það var öðru nær.
Segulböndin voru af kynslóð Am-
pex-banda sem fóru í gegnum und-
arleg efnahvörf eftir stutta
geymslu og við vorum þarna með
efni sem þurfti að meðhöndla á
sérstakan hátt þannig að það væri
hægt að afrita eitthvað. Sem betur
fer er komin allvíðtæk þekking á
slíkum björgunaraðgerðum og með
liðveislu innlendra og erlendra
sérfræðinga réðst Guðlaugur Óttar
í að baka segulböndin með vís-
indalegri nákvæmni og síðan var
þetta allt yfirfært með bestu 24
bita stafrænu tækninni sem völ er
á undir styrkri stjórn Sveins
Kjartanssonar.“
Verður framhald á þessu? Meg-
um við vænta fleiri platna?
„Þetta verður fyrsti diskurinn af
þremur. Næsti diskur inniheldur
endurhljóðblandanir frá öllum ferli
hljómsveitarinnar og þar munu
birtast ýmsir óvæntir gullmolar.
Þriðji diskurinn verður síðan sögu-
legt yfirlit og inniheldur áður óút-
gefið efni, þar á meðal hinar þjóð-
sagnakenndu „Iceland“-upptökur
sem poppfræðingar hafa beðið
með mikilli óþreyju.“
Eftir hverju var farið þegar
safnið var sett saman?
„Þegar við steyptum saman
plötunum tveimur tókum við ein-
faldlega út það sem okkur fannst
vera uppfyllingarlög á báðum plöt-
unum. Sumt var þarna einfaldlega
sem birting á hinum sérkennilega
Þeysarahúmor (sem var oft ein-
staklega seinmeðtekinn: fólk hló
kannski mörgum árum seinna og
vissi þá ekki út af hverju...), annað
hafði einfaldlega ekki elst vel.
Þetta er platan sem átti alltaf að
verða.“
Hvað með arf Þeys? Hvernig
hefur þetta elst?
„Það eru enn starfandi aðdá-
endaklúbbar á Ítalíu og í Japan.
Norskir aðdáendur halda uppi net-
síðum. Kannski hefur þetta þrifist
útaf því hvað efnið er fáséð og guf-
ar þannig upp við úgáfu disksins.
En það góða er að efnið á disk-
inum hefur elst ótrúlega vel og
hljómar eins og það sé gert ekki á
morgun heldur hinn.“
Loksins, loksins!
Hljómsveitin Þeyr.
Þeyr komnir á geisladisk
arnart@mbl.is
OZY er listamannsnafn hins fræunga
tæknópilts, Örnólfs Thorlacius en
hann hefur gefið út skífur undir ýms-
um nöfnum, eins og Hugh Jazz, Early
Groovers o.fl., eftir því hvernig tónlist
hann fæst við í hvert sinn. Það virðist
landlægt í tæknó-
heiminum að tón-
listarmenn eyði
drjúgum tíma í að
finna til ný nöfn í
hvert sinn sem þeir
breyta um stíl eða
stefnu, svona eins og ef Siggi á skrif-
stofunni myndi kalla sig Palla ef hann
færi í byggingarvinnu, en með þessu
er engin hætta á að „djúpt hús“ aðdá-
andinn villist til að kaupa sér „ambi-
ent“ skífu með sama tónlistarmann-
inum – það myndi líklega setja
sálarlífið alveg úr skorðum. En hvað
um það, Ozy stendur fyrir naum-
hyggjulegt teknó.
Í fyrstu renna lögin nokkuð saman
enda er hér um að ræða yfir 60 mín-
útur af nokkurn veginn sama þind-
arlausa trommu- og raftaktinum og
yfir honum endurteknar lúppur af
sparlega völdum rafhljóðum. Þegar
diskurinn hefur hljómað nokkrum
sinnum fara lögin hinsvegar að grein-
ast að og fá sín blæbrigði og sérstöðu.
Lögin eru vandlega og markvisst
byggð upp, eins og Ozy hafi lagt upp
með takmarkað en mjög vel valið raf-
rænt hráefni í hvert sinn og leiki sér
að því að raða inn töktum, taka út,
bæta við og prófa allar samsetningar
áður en tekið er til við næsta lag –
með örlítið breyttu kryddi við hend-
ina sem gefur annað bragð. Engu
nýju hljóði er hleypt inn fyrr en hið
fyrra er búið að snúast í nokkra hringi
og fá að njóta sín og þögnin er líka
notuð sem áhrifamikið „hljóð“ inn á
milli. Hann er lítið í brak-, rispu- og
suðskreytingum, heldur er áferðin
svöl og kristalskýr.
„Phase down“ leikur sér að mis-
munandi hægum og hröðum takti,
sem rennur saman og sundur, og
mjúkir og dempaðir orgelhljómar
hljóma yfir og gera lagið bara nokkuð
„fönkí“ og dansvænt. Í „Fitzroy
mews“ eru bergmálandi trommul-
úppur látnar hringsnúast yfir takt-
fastri keyrslunni og síðan er stundum
slakað á spennunni með því að kippa
burt grunntaktinum í nokkur andar-
tök. „Womanizer“ er líka mjög
skemmtilegt, lagskipt af hörðu og ein-
beittu banki, ambient-hljómum, radd-
muldri og svo í miðju kafi er haldið
aftur af öllu saman og það heyrist
þegar rennilás er rennt upp – eða nið-
ur. Stigmögnunin og vaxandi stuð og
bjölluhljómar í „Alltaf eins“ minna á
gömlu Orbital. Annars er erfitt að
draga fram einhver einstök lög, heild-
arsvipurinn er mjög sterkur.
Í athugasemd á plötuumslaginu
segir Ozy að í dag sé mjög auðvelt fyr-
ir fólk að „breytast í búðing“ í öllu
fjölmiðlaáreitinu og hann hafi gert
þessa plötu til að forðast slík örlög. Ef
mönnum finnst þeir vera að koðna
niður og grænmetisástand sé handan
við hornið þá virkar þessi tónlist eins
og góður ginsengskammtur og ég sé
fyrir mér að menn yrðu alveg trylltir í
líkamsræktinni ef þetta væri pump-
andi í hátölurunum. Endurtekning-
arnar og jöfn keyrslan breytast ekki í
einhæfan veggfóðursbakgrunn vegna
þess að nóg er af áhugaverðum og vel
völdum frávikum sem halda manni
vakandi og í viðbragðsstöðu.
Tónlist
Orku-
veita
Ozy
Gray Area (51)
Thule Musik
Raftónlistarmaðurinn Örnólfur Thorlacius
með sína fyrstu breiðskífu undir nafninu
Ozy og hefur að geyma 10 lög. Útsetn-
ingar og hljóðblöndun er í höndum Ozy.
Steinunn Haraldsdóttir